Morgunblaðið - 20.12.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
35
sóknarflokksins hefðu beitt sér
fyrir hækkun á fasteignagjöldum
jafnt á íbúðarhúsnæði sem á at-
vinnuhúsnæði. Fyrirliggjandi
sýndartillögur þeirra nú væru
ótrúverðugar og gæfu ekki til
kynna með hvaða hætti ætti að
kosta þær.
í frávísunartillögu um lækkun
aðstöðugjalda sagði að borgar-
fulltrúar Framsóknarflokksins
hefðu verið fremstir í flokki á
vinstristjórnarárum, þegar álögur
á borgarbúa voru hækkaðar ár
eftir ár og hefði Kristján Bene-
diktsson jafnan verið talsmaður
þess. Ábyrgðarlaus í minnihluta
flytur flokkurinn hins vegar ótrú-
verðugar sýndartillögur um lækk-
un á tekjum borgarinnar, svo tug-
um og hundruðum milljóna króna
skiptir, án þess að sýna niður-
skurð á móti. Tillögurnar eru því á
sandi byggðar og er þeim vísað
frá.
Um tillögur Framsóknarflokks-
ins um fjölgun gjalddaga á gjöld-
um til borgarinnar sagði Davíð
Oddsson að það mál hefði verið
skoðað ítarlega, en niðurstaðan
væri sú að það mundi skapa rugl-
ing hjá gjaldendum m.t.t. upplýs-
inga um rétta skuldastöðu og mik-
ið óhagræði fyrir borgarsjóð og
kostnað. Kvaðst Kristján Bene-
diktsson ekki sækja það mjög fast
að þessu fyrirkomulagi yrði komið
á að sinni og var tillögunni vísað
frá.
Ákvæðum laga um
álagningu útsvars
verði breytt
Á fundi borgarstjórnar var til-
laga frá borgarfulltrúum Kvenna-
framboðsins samþykkt samhljóða
þess efnis að beina þeim tilmælum
til félagsmálaráðherra vegna
endurskoðunar sem nú fer fram á
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga og sveitastjórnarlögum að: 1)
Ákvæði um álagningu fasteigna-
gjalda verði rýmkuð þannig að
sveitastjórnir fái aukið svigrúm
til að veita tekjulitlum hópum af-
slátt af fasteignagjöldum. 2)
Ákvæði um álagningu útsvars
verði breytt á þann veg að
ákvörðunarvaldið verði algerlega í
höndum sveitarfélaga en ekki
takmarkað eins og nú er, af
ákvæðum um hámarksútsvar og
að sami hundraðshluti skuli lagð-
ur á alla menn í hverju sveitarfé-
lagi.
Síðari umræðan um fjárhags-
áætlun borgarinnar 1984 fer fram
í byrjun janúar.
Askasleikir og Stekkja-
staur á snældu
KOMIN er á markað snældan „Askasleikir jólasveinaforingi og
Stekkjastaur". Þeir félagar tala saman, leika og syngja ýmis lög við
heimafengna texta, er þeir hafa sungið á jólaskemmtunura á liðnum
árum. Vökull hinn margfróði er sögumaður. Höfundar og flutnings-
menn eru Ketill Larsen og Jóhannes Benjamínsson.
ftlmanak
“1984
FEBRUAR
VtKA WL'EK SUN MAN MON NU TUt MIB wr.D riM THU rt* Fltl utu SAT ».tuw
5 1 2 3 4
JANÚAR 6 5 6 7 8 9 10 11 MARS
7 12 13 14 15 16 17 18
8 5 1» 11 12 13 14 : 19 18 17 18 18 20 21 8 19 20 21 22 23 24 25 4 S 8 1 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
22 23 24 25 2C 27 88
25 30 31
9 26 27 28 29
18 15 20 21 22 23 24
25 2« 27 28 25 30 31
Vandað litprentað 12 síðna almanak með
uöldum landslagsmyndum. Tilualin gjöf til
uina heima og erlendis um jól og áramót.
Sendum í póstkröfu.
Aðrir útsölustaðir:
Rammagerðin og bókaverslanir.
s.f.
Háholti 14 Pósthólf 20 - 270 Varmá
Mosfellssveit - Sími 66620
Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að
góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og
þær gera gagn.
Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum
vörum fyrir þessi jól:
• Bílamottur kr. 199.-
• Skíðahanskar kr. 129.-
• Skíðabogar á bíltoppinn kr. 595.
• Ótrúlegt úrval
af allskyns olíulömpum.
• Topplyklasett
• Skrúfulyklasett
• Skrúfjárnasett
• Vasahnífar
• Rakvélar
• Kassettutöskur
• Tölvuúr
• Vatteraðir kulda-vinnugallar
- og margt, margtfleira.
Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið.
fflS
STÖÐVARNAR
SSbúðin
Grensásvegi 5