Morgunblaðið - 20.12.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.12.1983, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 TILVALIN ^ JÓLAGJÖF Tríum/iJi ÞEKKT MERKI — VÖNDUÐ VARA JL I • I i lympia Laugavegi 26 s. 13300 Glæsibæ s. 31300 KJARABOT sem þú sleppir ekki vanti þig kæli- eða frystiskáp. , waB\\sKápur *2P£*!*» I Fengum takmarkað magn á þessu einstaka veröi ásamt 136 lítra kæliskáp mál 85x57x60 kr. 7.120 st.gr. 120 lítra frysti mál: 85x57x60 kr. 10.305 St.gr. Tryggdu þér skáp strax — greiðslukjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. 8ERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 Afmæliskveðja Magðalena Össurar dóttir Þingeyri Þann 14. desember síðastliðinn varð Magðalena Össurardóttir, fyrrum húsfreyja í Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði, 90 ára. Hún býr nú á Þingeyri og hrósum við und- irrituð því mikla happi að hafa kynnst henni er við fluttum þang- að fyrir rúmum tveim árum. Þau eru ófá börnin á Þingeyri sem klæðast fallegu ullarsokkunum og vettlingunum frá henni Lenu. Og ekki bara börnin, heldur líka þeir fullorðnu. Þær eru orðnar margar hlýlegu sendingarnar frá henni til okkar hjónanna og barna okkar síðan við komum hingað til Þing- eyrar. Og þegar langt er til afa og ömmu er ekki amalegt að eiga svolítinn part í henni Magðalenu, sem er amma svo margra. Á þess- um merku tímamótum streyma til henna hlýjar þakklætiskveðjur og hamingjuóskir frá mörgum sem eiga þessari sístarfandi góðu konu gott að gjalda. Á fyrsta tug þessarar aldar var ung stúika að alast upp í Kollsvík í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu. Hún var elst tólf alsystkina, aðeins Hildur, hálfsystir hennar, var eldri. Því þurfti hún snemma að taka til hendi og fjórtán ára gömul var hún farin að róa með föður sínum úr Kollsvík upp á hálfan hlut á móti bróður sínum, Valdimar, tólf ára gömlum. Þessi stúlka var Magðalena Össurardóttir. Á þess- um árum var margmennt í Vík- inni, um áttatíu manns, og á ann- að hundrað manns stundaði út- ræði þaðan. Þarna reri Magðalena í fimm sumur eða uns hún fer í vist út í Breiðafjarðareyjar, Her- gilsey og Flatey. í Hergilsey gekk hún að öllum störfum, sló og rak- aði, og reri út í eyjar til heyfanga á sexæring með bóndanum, Haf- liða Snæbjarnarsyni. Eftir það fór hún að Skálmarnesi með Her- gilseyjarhjónum og þaðan á Bæ á Rauðasandi. Síðan er hún heima við um tima, móður sinni til að- stoðar. Foreldrar Magðalenu, þau Össur Guðbjartsson af Kollsvíkur- ætt og Anna Guðrún Jónsdóttir frá Hnjóti í sama hreppi, voru nú tekin að lýjast og árið 1927 kemur boð frá Valdimar bróður Magða- lenu, sem þá var kennari á Núpi í Dýrafirði. Segist hann hafa hug á því að taka helming jarðarinnar Mýrar þar í sveit á leigu og hvort þau vilji ekki koma norður þang- að. Það varð úr, að öll fjölskyldan, nema þau sem voru gift í burtu, fluttist búferlum að Mýrum og var þar í tvö ár. Og forlögin höfðu víst ætiað Magðalenu að setjast að í Dýrafirði, því að 27. apríl 1929 giftist hún Kristjáni Davíðssyni í Neðri-Hjarðardal og fluttist þang- að. Þar bjuggu þau í 41 ár, fyrst með bróður Kristjáns, Jóhannesi, og síðar auk þess með syni sínum, Bjarna, og hans fjölskyldu. Krist- ján lést 21. október 1970. Þau Kristján og Magðalena eignuðust fjögur börn sem upp komust: Dav- íð, flugvallarstjóra á Þingeyri, f. 20.3. 1930, Valgerði, húsfreyju á Blönduósi, f. 19. 6. 1931, Kristínu, húsfreyju á Þingeyri, f. 4.12. 1932, og Guðmund Bjarna, fyrrverandi bónda í Neðri-Hjarðardal, nú birgðavörð á Þingeyri, f. 19.11. 1934. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörnin orðin 14. Magðdalena bjó hjá syni sínum í Neðri-Hjarðardal til ársins 1980, en þá fluttist hún á öldrunardeild sjúkraskýlisins á Þingeyri og býr þar nú. Kynni okakr af Magðalenu hóf- ust sem fyrr segir fyrir rúmum tveim árum í byrjun vetrar, að okkur barst vænn poki fullur af yndislega fallegum sokkum og vettlingum á börnin okkar og það leyndi sér ekki að sú er prjónað hafði vissi gjörla aldur og stærð þeirra er njóta skyldu. Við kom- umst brátt að því frá hverjum <0g; sendingin var og að við værum eki þau einu sem nytu þeirra forrétt- inda að vera tekin undir verndar- væng hennar Magðalenu „á skyl- inu“. Og þótt afmælisbarnið standi nú á níræðu er það enn að gleðja umhverfi sitt með sínum góðu og fallegu gjöfum, sem við erum svo lánsöm að fá að njóta en getum í fáu endurgoldið sem skyldi. Magðalena er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem vann þjóð- ina upp úr aldagömlum vinnu- brögðum og lífskjörum til nútíma- samfélags vélvæðingar og neyslu. En hún heldur tryggð við hugsun- arhátt þann er hún ólst upp við og mótaði ailt hennar líf, en það var vinnusemin, nýtnin og ósérhlífnin. Við sem yngri erum mættum sannarlega læra margt af henni og hennar líkum. Við biðjum Guð að blessa Magðalenu Össurardóttur er hún nú heldur ótrauð á tíunda áratug- inn með prjónana sína og heilla- óskir ættingja og vina í farangrin- um. Dýrfirðingum öllum og ætt- ingjum og vinum Magðalenu ann- ars staðar óskum við til hamingju með sæmdarkonuna Magðalenu Össurardóttur á þessum tímamót- um á ævi hennar. Henni sjálfri sendum við okkar innilegustu þakkir og hamingjuóskir í tilefni afmælisins og vonumst til að mega njóta samvista við hana enn um langt sinn. kristín og Torfi Þingeyri. Unnið að uppsetningu einingahúss. ... sem hér sést fullgert og frágengið. Stykkishólmur: Trésmiðjan Ösp 20 ára TRÉSMIÐJAN Ösp á Stykkishólmi er tuttugu ára um þessar mundir. Fyrirtækið vinnur að smíði húsgagna og innréttinga og einnig við hús- byggingar. Verksmiðjan framleiðir nú einingahús og hafa þau svo að segja eingöngu verið reist á Vesturlandi. Gunnar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði á fundi með fréttamönnum sem haldinn var í tilefni afmæl- isins, að jafnt og þétt færði fyrirtækið út kvíarnar en ætíð hefði mest áhersla verið lögð á nútíma vinnubrögð, vöruþróun og gæði. Á fundinum kom og fram að árið 1967 hafi nýtt húsnæði verið tekið í notkun. Væri það 630 fer- metrar að stærð og hefði hús- gagnaframleiðsla hafist í stórum stíl 1971. Gunnar sagði að árið 1979 hafi fyrirtækið gert samn- ing við Hróbjart Hróbjartsson arkitekt um hönnun nýrra húsa og hefðu 30 hús af þeirri gerð nú þegar verið seld. Hann sagði og að Ösp væri eina innlenda fyrir- tækið, sem byði hús með innrétt- ingum, hönnuðum og smíðuðum af sömu aðilum og húsin sjálf. Gunnar sagði að tvö eininga- hús hefðu verið pöntuð til Reykjavíkur og yrði annað þeirra til sýnis við Grafarvog um næstu páska. Hann sagði einnig að í framtíðinni yrði stefnt að því að hafa einskonar útibú frá Stykkishólmi í Reykja- vík og yrðu menn þjálfaðir á vegum fyrirtækisins til að vinna þar. Fyrirtækið Ösp hefur verið endurskipulagt og sagði Gunnar að endurskipulagningin hefði orðið til þess að verð einingahús- anna hefði lækkað um 10—15%. Hann minntist á könnun, sem gerð var á Vesturlandi á upphit- un húsa. „Könnunin var gerð á tímabilinu apríl 1982 til apríl 1983,“ sagði hann. „Hún leiddi í ljós að meðalupphitun hér er 85 kílóvattstundir á rúmmetra á ári, en aðeins 65 kílóvattstundir í einingahúsunum frá Ösp.“ Sagði Gunnar þetta m.a. stafa af þéttleika húsanna. Að lokum gátu fulltrúar fyrir- tækisins þess, að áhersla væri lögð á að stöðva innflutning á einingahúsum en auka islenska framleiðslu á þeim og miða við að gæði þeirra væru sambærileg við erlenda vöru af sama tagi. Fyrirtækið hélt 20 ára afmæl- ið m.a. hátíðlegt með veislu, sem haldin var í húsakynnum þess og var þangað boðið starfsfólki, hreppsnefnd, eigendum Aspar- húsa í Stykkishólmi, nunnum úr Franciskusreglunni og fleirum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.