Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 32

Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 32
Auglysingastofa Gi 40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 # ■ hin ■■ «■ ■ f rjalsa tilf inmng kemur meö fyrir hannfrá v. mmnri . , cMmsnófza r Minning: Eiríkur Jóhannes son Hafnarfirði Fæddur 9. september 1900. Dáinn 12. desember 1983. í fjörmiklu gleðilegu æskustarfi eins og skátastarfið er minnist ég Eiríks, þá fyrst sem ungur maður. Ég man hann og mun ávallt gera eins og ég sá hann fyrsta sinn. Á móti mér kom eldri maður, litill og þéttur á velli. Þegar ég leit framan í hann skein úr svip hans þessi bjarta sanna gleði. Bros hans var falslaust. Ég treysti strax þessum manni og fann að hann var þegar sannur vinur minn, þó við þekktumst ekkert þá. Síðan hafa leiðir okkar oft legið saman og návist Eiríks ávallt ver- ið mér sönn gleði. Nú þegar í hönd fer hátíð ljóss- ins og góður skátabróðir er allur, þá koma upp í hugann hógværar stundir sem við skátasystkinin höfum átt saman umhverfis skátaeldinn. Skátaeldurinn er ljós okkar skátanna og á að minna okkur á, að breiða út og kynna í þjóðfélaginu skátastarfið. Það eru ótal skátar sem hafa hlotið hinn OPINSKÁ OJG EINUEC UOÐ um ástina, lítilmagnann og dauðann. Ljóð sem hitta lesandann í hjartastað. Hér eru prentaðar þœr tvœr ljóðabœkur sem Vilmundur Gylíason gaí út í liíanda lífi og að auki mikið ljóð, Sunneía, sem lá með handritum skáldsins fullbúið til prentunar. sanna skátaeld frá Eiríki. Hann bar hann með sér hvert sem hann fór. Nú fyrir skömmu var hann leiðbeinandi á flokksforingjanám- skeiði. Aðeins það að vera leiðb- einandi 13 og 14 ára unglinga, sýn- ir hvað Eiríkur var ungur í anda. Hann bar mikla virðingu fyrir skátastarfinu og öllu sem það hafði upp á að bjóða. Eiríkur var mikið snyrtimenni og bar skáta- búning sinn með stolti og mikilli snyrtimennsku. Við yngri skát- arnir lærðum að bera okkar skáta- búning á réttan hátt vegna fyrir- myndar hans. Seinustu tvö haust var mér boð- ið að taka þátt í „Reunion Gilwell- skáta" á Úlfljótsvatni. Athöfnin hófst í litlu kirkjunni okkar við vatnið. Á altarinu stóð merki Gilwellskátanna, logandi bjálki. Við orgelið sat Eiríkur og spilaði sálmana sem sungnir voru. Þarna áttum við saman mjög hátíðlega stund og ég fann að hún átti allan hug Eiríks. Við skátarnir eigum okkar bál- bænir þegar við tendrum varðelda okkar. Ein bálbænin sem Tryggvi Þorsteinsson samdi á svo vel við skátaævi Eiríks. Hún er svona: Eldur, brenn þú eldur, lengi, lengi. Lýs þú út að ystu sjónarrönd. Seiddu glaða hugi, svanna, drengi. sýndu þeim hin glæstu draumalönd. Vek oss von og trú, vermdu, vermdu nú, vermdu oss og blossa þú. Láttu ljós þitt skína yfir æsku mína, eldur, eldur bjarti, brenndu nú. Með skátakveðju, Ágúst Þorsteinsson skátahöfðingi. Ný götunöfn í Reykjavík: SkógarhlíÖ, Fylkisvegur og Vatns- mýrarvegur SKÓGARHLÍÐ, Vatnsmýrarvegur og Fylkisvegur eru ný götunöfn, sem samþykkt hafa verið hjá Reykjavíkurborg, yfir eldri götur eða götuhluta, sem áður hafa borið önnur nöfn, að því er Markús Örn Antonsson forseti borgarstjórnar tjáði blaðamanni Morgunblaðsins. Skógarhlíð er sá hluti Reykja- nesbrautar, sem liggur frá Mikla- torgi upp að hitaveitustokknum á öskjuhlíð, en framhald Skógar- hlíðar hefur þegar fengið nafnið Suðurhlíð. Þar með er Reykja- nesbraut á þessum stað endan- lega úr sögunni, en önnur gata er, sem kunnugt er, í Reykjavík með þessu nafni, framhald Elliðavogs, aðalakstursleiðin i Breiðholts- hverfi, sem síðar á að tengjast Reykjanesi með framlangingu vegarins í Kópavog. Vatnsmýrarvegur heitir nú þar sem áður var hluti Laufásvegar, við gróðrastöðina Alaska og Um- ferðarmiðstöðina í Vatnsmýrinni, og loks er Fylkisvegur nú nafn á götunni að athafnasvæði íþrótta- félagsins Fylkis í Árbæjar- og Seláshverfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.