Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 38

Morgunblaðið - 20.12.1983, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Síldarvertíðinni lokið: Hákon ÞH með beztu sfldina HOFRUNGUR AK var með mest aOa verðmsti á nýlokinni sfldarvertíð, 2.301.000 krónur fyrir 561 lest. Hákon ÞH var hins vegar með mest aflaverð- mæti miðað við lestafjölda. Hann fékk alls 461 lest að verðmæti 2.182.000 krónur. Faxi GK var með þriðja mesta aflaverðmætið, 2.138.000 krónur fyrir 478 lestir. Allir þessir bátar voru með hringnót. Alls bárust á land, samkvæmt bráðabirgðatölum veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins, 55.200 lestir. í hringnót veiddust 37.184 lestir, reknet 17.149 og lagnet 875 lestir. Eins og áður sagði var afli Hákons ÞH bæði beztur og verð- mestur allra bátanna. 94% afla hans voru 33 sentímetrar eða stærri, svokallaður demantur, en 6% voru 30 til 33 sentimetrar að stærð. Fyrirkomulag veiða í hringnót var með þeim hætti, að bátarnir máttu veiða 460 lestir eða að verð- mæti 1.920.000 krónur og ekki yfir 575 lestir. Afli umfram þessi mörk er gerður upptækur. Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Rúnari Bjarnasyni slökkviliðsstjóra lyklana að nýja slökkvibflnum. Nýr slökkvibíll í notkun kl£ér er S[©tur hý 5f6"*fr SllbLrW, "Ht/ hita. 0 ln halda á þér Undanfarin ár hefur Passíukór- inn haldið sína jólatónleika um miðjan desember, en í ár verða þeir nær sjálfri jólahelginni. (FréCUtilkynning) Loðnuveiðarnar: Jólafrí „JÓLAFRÍ“ er nú hafið á loðnu- veiðunum og nær öll skip komin til heimahafnar. Að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd voru aðeins þrjú skip á miðunum í gær og öll á heimleið. Sagði Andrés, að nú væru komnar á land 132.000 til 133.000 lestir af loðnu og meira yrði ekki veitt á þessu ári. Skipin mega hefja veiðar að nýju 4. janúar næstkomandi. Á laugardaginn var nýr slökkviliðsbíll formlega tekinn í notkun af Slökkviliðinu f Reykjavík og voru þá Davíð Oddssyni borgarstjóra afhentir lyklar að honum. Við þetta tæki- færi var bfllinn einnig sýndur og þau tæki sem fylgja honum. Tveir Danir og einn Hollending- ur hafa verið hér á landi undan- farna daga og kennt á bflinn og meðferð þess útbúnaðar sem fylgir honum. Að sögn Hrólfs Jónssonar að- stoðarslökkviliðsstjóra er útbúnaður á bílnum til þess að búa til froðu og getur hann framleitt allt að því 20 þúsund lítra af froðu á mínútu. Bíllinn er útbúinn með 800 metrum af slöngum og hann getur tekið 2000 lítra af vatni. Þá fylgir bilnum sérstök sög til að opna hús og mjög fullkomin björgun- artæki, bæði til þess að komast inn i hús og eins til þess að ná fólki út úr bílum. Reykblásari fylgir bílnum einnig og 12 metra stigi. MorgunblaAiA/Júlíufi. Slökkviliðsmenn sýna notkun búnaðar til að ná fólki út úr bflflökum. Hrólfur sagði að bíllinn væri þannig útbúinn að hann gæti unnið mjög sjálfstætt. Mjög gott rými fyrir menn væri í honum og gætu sjö menn verið á honum í einu. Bíllinn væri út- búinn með drifi á öllum hjólum og ætti því gott með að komast ferðar sinnar í slæmri færð. Passíukórinn á Akureyri flyt- ur jólaþáttinn úr Messíasi JÓLAÞÁTTURINN úr Messíasi verður fluttur á jólatónleikum Passíukórsins í Akureyrarkirkju 28. desember kl. 20.30. Messías eftir G.F. Hándel ætti að vera óþarfi að kynna. Fá Þ&Qileg. Sterk^H^ý °9 -..****» S""'288?'n kirkjuleg tónverk hafa notið jafn almennra vinsælda allt frá því verkið var frumflutt árið 1742. Á Akureyri hefur Passían heyrst tvívegis áður, í bæði skiptin í flutningi Passíukórsins. Fyrst á Tónlistardögum vorið 1977, þá óstytt og síðan í mars 1982. í það skipti nokkuð stytt, m.a. var jóla- þættinum sleppt þá. Kórinn hefur fengið til liðs við sig Kammersveit Tónlistarskólans á Akureyri, Elínu Guðmundsdótt- ur semballeikara og einsöngvar- ana Sigrúnu Gestsdóttur sópran, Þuríði Baldursdóttur alt og Michael J. Clarke barítón. Stjórn- andi er Roar Kvam.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.