Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 37 Sundbys segir hann nauðsynlegt að fá fram „fordæmingu á ógnar- jafnvæginu, sem er í raun og veru það öryggiskerfi, sem haldið er dauðahaldi í“. Hér bregzt honum dómgreindin í meira lagi, ef hann hyggur það mál verða leyst með einhliða frumkvæði þess aðilans, sem á í vök að verjast. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, er það einmitt þetta ógnarjafnvægi, sem hefur tryggt friðinn í Evrópu í rúma þrjá áratugi, ekki aðeins með því að afstýra kjarnorku- stríði, sem báðir aðilar vita, að yrði þeirra síðasta, heldur og með því að stöðva öll hefðbundin stríð í álfunni, vegna þess að kjarnorku- ógnin verkar letjandi á alla hern- aðartilburði. Að betrumbæta þetta tryggingarkerfi friðarins er ekki fólgið í einhliða röskun þess ógnarjafnvægis, heldur í spennu- slökun á báðar hliðar. í viðtalinu í Mbl. segir dr. Pétur Pétursson við Sundby erkibiskup: „Nú hafa friðarhreyfingarnar á Vesturlöndum verið gagnrýndar fyrir það, að starfsemi þeirra sé fyrst og fremst stuðningur við Sovétríkin." — Hér á eftir fer sá hluti svars hans, sem Þjóðviljinn tók upp, ásamt þessum einkenni- legu inngangsorðum, sem blaða- maður þess blaðs bætti við frá eig- in brjósti (auðk. hér, JVJ): „Og þegar hann er spurður út í þær aðdróttanir, sem við þekkjum bezt úr Morgunblaðinu, að frið- arhreyfingar og kirkjan séu hand- bendi Kremlverja, segir Olof Sundby: „Þetta er runnið undan rifjum þeirra, sem ekkert geta eða vilja ekkert leggja á sig til lausnar þessum ógnarlegu vandamálum“.“ Hvar, spyr ég, hefur Mbl. sagt, að kirkjan sé handbendi Kremlverja? Ég hef ekki einu sinni rekizt á slíkar aðdróttanir þar um kristna friðarsinna. En framsetning Þjóð- viljans á þessu er enn eitt dæmið um áróðurskennda viðleitni þess blaðs til að sníkja sér samúð hjá hinni kristnu friðarhreyfingu og róa undir vantrausti á fréttaflutn- ingi stærsta blaðs landsins. Annar biskup misnotaður Öll var meðferð Þjóðviljans á Sundby erkibiskupi til marks um það, hve ósvífið blaðið getur orðið, þegar það færir sér í nyt sumt af því, sem kristnir menn hafa lagt til friðarbaráttunnar. Það er ekki aðeins, að róttækustu ummæli þeirra séu gripin á lofti úr öllu samhengi (og eins þótt þau hafi verið afsönnuð), heldur eru þau jafnvel fölsuð svo, að þau segi allt annað en það, sem þau gera í raun. Við höfum dæmin fyrir okkur um það í þessum greinaflokki. En endum nú þetta mál með því að skoða, hvað Þjóðviljinn segir um afskipti íslenzku Þjóðkirkj- unnar og biskups hennar af frið- armálum (auðkennt hér, JVJ): „íslenzka þjóðkirkjan átti hve drýgstan hlut að máli, er jólahá- tíðin, sem nú er gengin um garð, varð að voldugri friðarhátíð — með skýlausum boðskap til for- ráðamanna þessa lands, sem þeir ættu að skilja öðruvísi en skrif Morgunblaðsins gefa tilefni til að halda. I Reykjavík mátti hvar- vetna sjá friðarljósin tendruð á aðfangadagskvöld að boði biskups til áherzlu þeim fridarkröfum, sem almenningur og kirkjur hafa sett fram.“ Af þessu er ekki annað að ætla en að Þjóðkirkjan hafi sagt sig í sveit með róttækustu öflum frið- arhreyfingarinnar í vestrænum löndum. Þær „friðarkröfur, sem almenningur og kirkjur hafa sett fram“ eiga auðvitað að vera sú falska ímynd af viðhorfum krist- inna kirkna til friðarmála, sem Þjóðviljinn var búinn að stilla upp í þessum klippta og skorna þætti sínum. Og svo er talað um bisk- upsboð (!) „til áherzlu þeim frið- arkröfum"! Hér er nafn herra Péturs Sigur- geirssonar lagt við hina öfga- fyllstu „friðarstefnu", sem til er í Evrópu, þ.e. fylgi við einhliða af- vopnun og fordæmingu á öllum kjarnorkuvopnum, jafnvel þegar þau eru ætluð til þess eins að fæla frá óvinaárás og koma þannig í veg fyrir gereyðingarstríð. Allir vita, að biskupinn yfír ís- landi hefur tekið af öll tvímæli um það, að hann er ekki fylgjandi ein- hliða afvopnun, heldur gagnkvæmri. Hér er hann á einu máli með Rob- ert Runcie, erkibiskupi í Kantara- borg, höfuðleiðtoga anglikönsku kirkjunnar um heim allan — að ógleymdum sjálfum páfanum, Jó- hannesi Páli II, sem einnig hefur lýst þessu áliti sínu. Hygg ég, að Pétur biskup sé þar í ólíkt betri félagsskap en þeim, sem Þjóðvilj- inn hefur skipað honum á bás með í þeirri makalausu áróðursgrein, sem hér hefur verið tekin til krufningar. Ályktunarorð Margir munu hafa undrazt, hvílík býsn af lygum og rang- færslum geta leynzt í einni lítilli Þjóðviljagrein. Spyrja má, hvort þetta sé ekki óvanalegt dæmi um geðillsku eða örvilnan yfir eigin málstað, sem gripið hafi viðkom- andi blaðamann Þjóðviljans, en sé að öðru leyti undantekning á reglu þess blaðs um málefnaumræður. Ekki aðhyllist ég þá skýringu, en hitt þori ég heldur ekki að ábyrgj- ast, að krufning á ásigkomulagi hinnar pólitísku friðarumræðu Þjóðviljans myndi ávallt gefa jafnhörmulegan árangur og reyndist vera í skoðun okkar á þessum tiltekna þætti (Klippt og skorið 29. des.). Ég læt mér nægja að leggja hér fram þá niðurstöðu, sem krufning mín á nefndri Þjóð- viljagrein hefur leitt í ljós: þ.e. hversu ótrúlega mörgum lygum og mistúlkunum Þjóðviljinn getur troðið í einn slíkan þátt. Og vel að merkja hygg ég, að við stöndum hér ekki frammi fyrir einangruðu dæmi. Hér komu fram, þegar djúpt var skoðað, ýmsar þær ósönnuðu og oft ósögðu forsendur, sem hugmyndakerfi Þjóðviljans er byggt á; einnig það, hversu létt honum veitist að þegja um stað- reyndir og víkja sér undan því að viðurkenna og takast á við gagn- rök andstæðinga; sem og það, hversu langt hann er tilbúinn að ganga í fölsunum og misnotkun á orðum manna og jafnvel heilla al- þjóðahreyfinga — og er honum fátt heilagt í því sambandi. Þegar Þjóðviljinn er reiðubúinn að gera þetta í einum aðalþætti sínum, skrifuðum af einum ritfærasta manni blaðsins, þá er eitthvað meira en lítið að á þeim bæ. En það, sem mest hefur hneykslað mig, er það, hvernig Þjóðviljinn hefur dírfzt að mis- nota sér kirkjuna að vild með falskri lýsingu á almennum viðh- orfum kristinna manna. í þeim til- gangi hafa orð nokkurra kirkjunn- ar þjóna verið mistúlkuð herfilega — og sem slíkt tekin í þjónustu þeirrar Þjóðviljalygi, að nánast enginn munur sé á gagnrýni sósí- alista og kristinna kirkna á varn- arkerfi vestrænna þjóða. Þar helg- ar tilgangurinn meðalið hjá þeim Þjóðviljamönnum, því að lygi þessi á bæði að vera réttlæting fyrir „friðarstefnu" þeirra sjálfra og um leið að narra kristna menn á fölskum forsendum til fylgis við þá stefnu. Óvilhöllum mönnum dylst ekki, að hér níðist Þjóðviljinn á krist- inni kirkju, samtímis því að reynt er að spilla friðarumræðunni á ís- landi, svo að hún renni í farveg þeirra forsendna, sem sósialistar telja bezt henta. Ef kristnir frið- arsinnar á íslandi ættu sér ekki annan upplýsingamiðil en Þjóð- viljann, væri örvænt um, að þeir gætu kynnt sér stefnu bræðra sinna í kirkjum heimsins eða veg- ið og metið niðurstöðurnar úr glímu þeirra við þær siðferðis- spurningar, sem kjarnorkumálin hafa vakið. Lokaályktun mín hlýtur að verða sú, að kristnir menn ættu eindregið að forðast að leita til Þjóðviljans um rök fyrir friðarbaráttu sinni og leggja heldur þeim mun meiri áherzlu á að fylgjast betur með og taka þátt í þeirri mikilvægu friðar- umræðu, sem nú fer fram í kirkjum heimsins. Jón Yalur Jensson er cand. theol. og forstöðumaður Kvöldskólans í (safírði. Unnið að uppsetningu sleppigálga á Eskifirði. Morgunbladið/ Ævar. Sleppigálgar settir í skip á Austfjörðum Eskifirði, 9. febrúar. í VETUR hefur verið unnið af þvi að setja sleppigálga fyrir gúmmíbjörgunarbáta 1 skip hér á Austurlandi. Er það vélaverkstæði Eskifjarðar sem sér um uppsetningu á tæki þessu, sem smíðað er í vélsmiðju ó. ólsen. Myndin er af þeim Sveini Friðrikssyni og Björgvin Jóhannssyni er þeir voru að setja sleppigálga í mb. Sólborgu. Ævar. Samvinnubankinn á Selfossi mun frá og með fimmtudeginum 16. febrúar nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.