Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 27

Morgunblaðið - 06.05.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 75 75 ára þjónusta með úr og klukkur í þrjá ættliði Á ursmíðavinnustorunni að Laugavegi 39. Feðgarnir Franch Michelsen og Frank Úlfar Michelsen við vinnu sína. Ljósm. MW./KEE. Ekki verður annað sagt en að nafniö „Frank Michelsen" og úrsmíðaiðnin fari saman. Á myndinni eru f.v. Frank Úlfar Michelsen, sonur hans Frank og Franch Michelsen. Fyrir aftan er mynd af Jörgen Frank Michelsen, sem setti á fót fyrstu úrsmíðavinnustofuna í fjölskyldunni. 75 ÁR eru nú liðin frá því að Jörgen Frank Michelsen setti á fót úrsmíöa- vinnustofu sína á Sauðárkróki. Frá þeira tíma hefur úrsmíðavinnustofan verið starfrækt samfleytt innan fjöl- skyldunnar í þrjá ættliði, sem eru þeir Jörgen Frank Michelsen, Franch Michelsen og Frank Úlfar Michelsen. Jörgen Frank Michelsen kom hingað til lands árið 1907, settist að á Sauðárkróki og stofnaði þar úr- smíðavinnustofu sína tveimur ár- um síðar. Á Sauðárkróki verslaði hann og gerði við úr og klukkur í 38 ár, en fluttist þá til Reykjavíkur og vann að úrsmiðaiðninni til æviloka, 1954. Jörgen hafði tvo nema í iðninni, þá Guðna A. Jónsson og elsta son- inn, Franch Michelsen. Franch var um tíma við framhaldsnám i úr- smiðaiðninni i Kaupmannahöfn, þar sem hann vann einnig hjá Carl Jonsen, hirðúrsmið. Franch kom að utan 1940, vann fyrst við verslun föðurs síns á Sauðárkróki, en flutti síðan til Reykjavíkur með verslun- ina og stofnsetti Franch Michelsen hf., sem hefur haft á boðstólum úr og klukkur, auk skartgripa og silf- urgripa. Þá hefur úrsmfðavinnu- stofan verið rekin sem einkafyrir- tæki, en i samvinnu við verslunina og í sama húsnæði. Á meðal þeirra tólf nema sem Franch hefur haft í iðninni er son- ur hans, Frank Úlfar Michelsen, sem ennfremur stundaði fram- haldsnám í Sviss. Hann hefur að mestu séð um úrsmíðavinnustof- una og hefur sérhæft sig i quartz- úrum og því að gera upp gömul úr. Viðgerðir á úrum hafa einnig verið stór þáttur í starfi Michelsen-feðg- anna, en frá því að Franch setti verslunina og viðgerðarþjónustuna á fót 1940 hefur hann gert við um 250 þúsund úr og klukkur, þ.e. um ein viðgerð á hvern íslending. t verslun Franch Michelsen er nú boðið upp á tíu tegundir af úrum, þar á meðal Rolex-úrin, sem löng- um hafa verið þekkt fyrir vandaða smíð. Má geta þess að í tilefni af afmæli verslunarinnar verður sett upp í júní nk. sérstök afmælissýn- ing frá Rolex, þar sem m.a. verða sýnd hágaaða úr og þau dýrustu sem fyrirtækið framleiðir, en sag- an segir að verð einstakra úra sem fyrirtækið mun senda hingað vegna sýningarinnar nálgist með- alverð á þokkalegri íbúð í Reykja- vík! ðlium h þ2Egi,ldum 'JSS^SS®"* lag. k''J chrysler' .JÖgSíM SSjs25.í*' 7n"sSkort,cfla rramHJólavdörKvastýri ■ S tfSS&' *hot Lnt, sannur ÞÖRA DAL. AUGLYSINGASTOFA LUXUS D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.