Morgunblaðið - 19.05.1984, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984
Ein af fyrri stjórnum Sjilfstæðiskvennafélagsins Eddu f Kópavogi. Frá v.
Sigríður Gísladóttir, formaður félagsins um langt árabil. Ásdís Magnús-
dóttir, Ásthildur Pétursdóttir, sem einnig var formaður félagsins í all-
mörg ár, og Jónína Júlíusdóttir.
Unnið að undirbúningi jólafundar:
Steinunn Sigurðardóttir, núver-
andi formaður Eddu, Sigríður Pét-
ursdóttir, varaformaður, Valgerður
Sigurðardóttir, formaður Kvenfé-
lagasambands Kópavogs, Guðlaug
Þórhallsdóttir og Margrét Sigurð-
ardóttir.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda í Kópavogi 30 ára í dag
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ Edda í Kópavogi á 30
ára afmæli um þessar mundir, en félagið var stofnað þann
19. maí 1954. Félagar í Eddu eru nú um 145 talsins, og er
starfíð að sögn stjórnarkvennanna Friðbjargar Arnþórs-
dóttur og Guðrúnar Hönnu Kristjánsdóttur afar biómiegt,
en þær Friðbjörg og Guðrún litu inn á ritstjórn Morgun-
blaðsins nú í vikunni, í tilefni afmælisins.
Þær upplýstu að starfið
hefði verið öllu pólitískara
framan af, en það væri nú í
dag. Þó sögðu þær félagana
taka virkan þátt í starfi
sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi, og að Edda ætti fulltrúa í
nefndum á vegum bæjarins
svo og fulltrúa í bæjarstjórn
Kópavogs, Ásthildi Péturs-
dóttur. Haldnir eru fundir
mánaðarlega í félaginu og
hafa konurnar í Eddu reynt að
vera með starfsemi hverju
sinni, sem höfðaði til sem
flestra félagskvenna. Til að
mynda hafa þær verið með
námskeið reglulega í hinum
ýmsu greinum, svo sem leik-
rænni tjáningu, framsögn,
sýnikennslu í matreiðslu, sýni-
kennslu í snyrtingu og nám-
skeið í blómaskreytingum.
Þá hefur Edda í samvinnu
við önnur sjálfstæðisfélög í
Kópavogi verið með blómlegt
starf fyrir aldraða íbúa Kópa-
vogsbæjar. Til að mynda hafa
konurnar séð um skemmtun
fyrir gamla fólkið einu sinni á
ári, þar sem dansað hefur ver-
ið eftir harmonikuleik, sungið
og hlýtt á ýmis skemmtiatriði.
Hafa konurnar í Eddu jafnan
boðið eldri borgurunum upp á
kaffiveitingar á þessum
skemmtunum, sem þær segja
vera afskaplega vinsælar með-
al gamla fólksins.'
Aðspurðar um starfið á
næstunni, sögðu þær Friðbjörg
og Guðrún að það yrði að öll-
um líkindum með svipuðu
sniði og að undanförnu.
Formaður í Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Eddu er Stein-
unn Sigurðardóttir. Fyrsti
formaður félagsins var Mar-
grét Guðmundsdóttir.
Að gefnu tilefni
— eftir Hjálmar
Vilhjálmsson
Þann 17. þ.m. birtir Morgun-
blaðið langhund heilmikinn eftir
Ásgeir Jakobsson rithöfund um
vonda fiskifræði íslenska.
Þar sem undirritaður þekkir lít-
illega til loðnurannsókna þeirra
sem gerðar hafa verið á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar svo
og stjórnunar loðnuveiða þykir
rétt að leiðrétta svo sem eins og
tvær „missagnir" hjá Ásgeiri
varðandi þau efni.
í grein sinni segir Ásgeir m.a.
svo:
„Það liggur sem sagt við, að Haf-
rannsókn hafi nú í þorskstjórn-
inni slegið það met sem stofnun-
in hafði sett í loðnustjórninni,
sem var þó glæsilegt: loðnuafl-
inn 582 þús. tonn 1981 en Haf-
rannsókn stjórnaði honum niður
í 13 þús. tonn 1982.“
Þetta er rangt. Hafrannsókna-
stofnunin hafði nefnilega lagt til
veiðibann á umræddu tímabili! Af
sérstökum ástæðum heimiluðu
stjórnvöld hins vegar 8 skipum að
veiða 16.000 tonn af loðnu á vetr-
arvertíð 1982. Sú stjórnunarað-
gerð mistókst svo að því leyti að
leyfður afli náðist ekki og aðeins
fengust 13.000 tonn. Fyrir ókunn-
uga, þ.m.t. Ásgeir Jakobsson, er
rétt að geta þess að algengur með-
alafli á skip á vetrarvertíð var
8—10.000 tonn hér áður, meðan
nóg loðna var á miðunum.
Undir lok greinar sinnar iætur
Ásgeir ennfremur að því liggja að
með ráðslagi sínu hafi Hafrann-
sóknastofnunin beinlínis valdið
því, að svo lítið veiddist af loðnu í
fyrrahaust og framan af vetri, að
leyfður afli á haust/vetrarvertíð
1983—84 náðist ekki. Nú veit und-
irritaður ekki hvar Ásgeir Jak-
obsson var í nóvember, desember
og janúar sl., en á þessu tímabili
lá fyrir leyfi stjórnvalda til þess
að veiða 375.000 tonn af loðnu. Að
frátöldu um Vfe mánaðar jólaleyfi
Hjálmar Vilhjálmsson
voru flest loðnuskipin að veiðum
mestallan þennan tíma og veður-
far þokkalegt. Um það að aflinn
varð aðeins 135.000 tonn til ára-
móta og enginn í janúar sl. er
varla að sakast við Hafrannsókna-
stofnunina og stjórnvöld — eða
hvað?
Því miður munu ofangreindar
„missagnir" aðeins tvö dæmi af
fjöldamörgum í grein Ásgeirs. Það
er skoðun undirritaðs að það sé
beinlínis skylda hvers fullorðins,
heilvita manns, að kynna sér
málavöxtu áður en lagt er upp til
að fylla nokkrár síður f víðlesn-
asta blaði landsins „aðfinnslum"
eins og þeim sem hér hafa verið
nefnd tvö dæmi um. Vinnubrögð
Ásgeirs Jakobssonar hljóta hins
vegar í besta falli að flokkast und-
ir þess konar áróður, sem engum
er sæmandi, og á íslensku heitir
atvinnurógur.
Reykjavík, 17. maí 1984.
Hjálmar Vilhjálmsson er lískiíræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun-
inni.