Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 13 „Ungt fólk — aukin tækifæriu Rætt við Ingimar Sigurðsson nýkjörinn landsforseta JC-hreyfingarinnar á íslandi NÝLEGA var Landsþing JC-hreyf- ingarinnar á fslandi haldið í Bifröst í Borgarfirði. Þingið sátu rúmlega 300 manns, þingfulltrúar og gestir þeirra, frá þcim 33 félögum sem mynda landssamtökin. A þinginu var Ingimar Sigurðsson, 26 ára, fé- lagi í JC-Reykjavík, kosinn lands- forseti 1984—85. Blaðamaður Mbl. kom við á landsþinginu og ræddi við Ingimar aö kosningu hans lokinni. Fyrst var hann beðinn um að greina frá helstu stefnumálum sínum. „Eitt stærsta vandamálið í JC er gegnumstreymi félaga. Við tök- um inn svo og svo marga nýja fé- laga á ári, ef til vill 600, en miss- um hátt í það jafn marga úr félög- unum, yfir 400 á ári. Þetta er fólk sem í mörgum tilvikum hefur ekki staldrað við hjá okkur nema eitt til tvö ár. Dæmi er um að 60 félag- ar hafi gengið úr einu félagi okkar á ári. Gegn þessu hyggjumst við berjast á þann hátt að upplýsa þá sem eru að ganga til liðs við hreyfinguna betur um hvað þeir geta fengið út úr JC og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Einnig viljum við stórauka kynningu á hreyfingunni í fjöl- miðlum með því að kynna verk- efni okkar. Við teljum að stór hluti landsmanna viti ekki út á hvað JC-starfið gengur. Við höf- um til dæmis orðið mikið varir við það í vetur að í gegnum greinar sem birst hafa í blöðum hefur fólk hringt og spurt: Hvað er þetta JC? Má ég vera með? Félagaöflun hef- ur aðallega farið fram á þann hátt að menn hafa farið í sinn vina- og kunningjahóp og tekið þaðan nýja félaga. Við höfum einnig hug á að koma á samvinnu við fyrirtæki sem gætu nýtt sér kunnáttu, þekkingu og reynslu JC-fólks í námskeiðahaldi. Sem dæmi get ég nefnt að við höfum haldið nám- skeið fyrir Flugleiðir og fleiri fyrirtæki sem hafa styrkt okkur á móti. Við teljum okkur búa yfir mikilli reynslu og þekkingu í fé- lagsstarfi sem við getum selt. Þá erum við með hugmyndir um að koma á ræðukeppni framhalds- skóla á landsvettvangi en slíkar keppnir voru haldnar á stór- Reykjavíkursvæðinu í vetur og gáfust mjög vel. Höfum við fundið löngun fólksins sem tók þátt í þeim til að ganga til liðs hreyfinguna. Einnig höfum við hug á að stefna að framboði ís- lendings til alþjóðastjórnar innan 3ja ára.“ — Hvað eru þetta stór samtök? „Heldur hefur fækkað í JC hér á landi en nú eru um 1100 manns í um 33 félögum. Ætlunin er að fjölga upp í 1300—1400 manns á komandi starfsári. 1 hverju félagi er 20—105 manns. Skipulagið er þannig að hver félagi getur aðeins gegnt hverju embætti innan fé- lagsins í eitt ár. Þetta er gert til að gefa sem flestum einstakling- um tækifæri. Fyrsta JC-félagið á íslandi var stofnað 1960 en al- þjóðahreyfingin, sem samband. var stofnuð 1948 í Mexícó. I alþjóðahreyfingunni er nú um hálf milljón manna, í um 75 lönd- um, í öllum heimsálfum. Höfuð- stöðvarnar eru í Flórída í Banda- ríkjunum. Núverandi heimsfor- Ingimar Sigurðsson, nýkjörinn landsforseti JC hreyfingarinnar á íslandi. seti, Joe Murphy frá Irlandi, legg- ur einmitt ríka áherslu á það meginmarkmið JC í upphafi að vinna að umbótum f byggðamál- um og þjálfun og uppbyggingu einstaklingsins." — Hver eru meginmarkmið og tilgangur JC? „Að stuðla að umbótum í byggð- arlaginu með byggðarlagsverk- efnum en þau geta verið margvís- leg, til dæmis á sviði umhverfis- mála. Síðan höfum við verið með svokölluð landsverkefni en öll fé- lögin vinna að þeim, hvert í sinu lagi. { vetur var unnið að lands- verkefni undir kjörorðunum: „Andóf gegn eiturefnum" en næsta ár verður unnið að lands- verkefni undir kjörorðunum: „Ungt fólk — aukin tækifæri". Geri ég ráð fyrir að fyrst og fremst verði lögð áhersla á menntunar- og atvinnutækifæri." — Hvernig líst þér á að taka við landsforsetaembættinu? „Ég er mjög bjartsýnn og hlakka mikið til að takast á við verkefnin. Það valdist mjög duglegt fólk með mér í stjórnina, fólk sem ég veit að er mjög samhentur hópur og þekkist vel. Saman getum við náð góðum árangri, enda er mikill byr innan hreyfingarinnar. Þetta embætti er mjög tímafrekt, ég geri mér grein fyrir því, en maður hefur alltaf nóg- an tíma þegar áhuginn er mikill,“ sagði Ingimar Sigurðsson nýkjörinn landsforseti JC. Verslunarhúsnæði Höfum fengiö til sölu 240 fm verslunarpláss í einni af bestu verslunarsamstæöum í Austurborginni. Hús- næöiö býöur upp á mikla möguleika. Góöir útstill- ingargluggar. Allar uppl. veittar á skrifstofunni. Haimaaímar Ámi Sígurpéltaon, a. 52586 Þórir Agnaraaon, a. 77884. Sigurður Sigfúaaon, a. 30008. Bförn Balduraaon Iðgfr. Vogar — Vatnasleysustönd Fallegt einbýlishús á einni hæö 140 fm ásamt 50 fm bílskúr, byggt 1968. Góö eign. Ákv. sala. Verö aöeins 1600 þús. Huginn fasteignamiðlun, Templarasundi 3, sími 25722. Einbýli - Jakasel Einbýlishús á 2 hæöum, 234 fm, skilast fullbúiö aö utan í fokheldu ástandi aö innan nú í október. Teikn- ingar og nánari uppl. á skrifstofunni. Verö 2,6 millj. Fasteignasalan Símar 68 77 33 FJÁRFESTING Ármúla 1, 2. hæð. Sumarbústaöur og lóðir Höfum sumarbústaði til sölu á eftirtöldum stööum: Viö Krókatjörn, nýlegur bústaöur við vatniö, 1 hektari eígnarland. Verö 550 þús. Við Silungatjörn, góöur bústaöur vlö vatniö. Verö 500 þús. Viö Helluvatn, 50 fm endurnýjaöur bústaöur viö vatniö. Verö 600 þús. Viö Elliöavatn, gullfallegur bústaöur við vatniö meö sér bryggju og bátaleyfi. Eign í toppstandi. Verð 550 þús. I Grímsnesi, byrjunarframkv. á 45 fm bústað á einkum hektara eignarlands. Verö 230 þús. Teikn. fylgja. Við Apavatn, 2 góöir bústaölr á 1,1 hektari elgnarlands víö vatniö. Bátur og fl. fylgir. Frábær kjör. Útb. samkomulag. I Vatnaskógi, byrjunarframkv. á nýjum sumarbústaö. Teikningar fylgja. Verö 190 þús. Sumarbústaðalóðir, i Grímsnesi. Verð frá 120 þús. hektara eignar- lands. Huginn fasteignamiðlun, Templarasundi 3, sími 25722. I j hékkvWl FLÓKAGÖTU1 * SÍMI24647 2ja herbergja íb. á jaröh. viö Efstaland, 65 fm, í góöu standi. Sérlóö Ákv. sala. 2ja herbergja íb. á 2. hæö viö Ásvallagötu, 50 fm. Verö 1.250 þús. Laus strax. Grettisgata 2ja—3ja herb., 70 fm, samþ. íb. í góöu standi. íbúöin er á milli Rauöarárstígs og Snorrabraut- ar. Sérhiti. Verö 1.250 þús. Raðhús viö Goöaland, 6—7 herb., 230 fm, bílskúr 25 fm. Verö 4,5 millj. Endaraðhús viö Otrateig sem er 2 hæöir og kjallari, 6—7 herb., 2 eldhús (tvíbýlisaöstaöa), tvennar svalir, bílskúr. Verö 4,8 millj. Einbýlishús viö Álfhólsveg, sem er 2 x 127 fm. Á aöalhæö eru 5 herb., eldhús og baöherb. i kjallara. Stórt vinnurými, geymslur, þvottahús og innb. bílskúr. Ný- leg eign. Verö 4,5 millj. Einbýlishús við Bergstaöastræti sem er 2 hæöir og kjallari, 6—7 herb., bílskúr. Verö 4 millj. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali, kvöidsimí: 21155. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRU PFLUG VELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Sigurður Bjarnason, sendiherra Indlands á íslandi, afhendir íslensku bæk- urnar fyrir hönd Indlandsvinasamtakanna. Indverjum færdar íslenskar bækur að gjöf AÐALFUNDUR Indlandsvinasam- takanna var haldinn 25. aprfl sl. Samtökin sjá um menntun og upp- eldi nokkurra barna til 16 ára aldurs undir handleiðslu systur Agnesar Loggie í Kodaikanal á Suður- Indlandi. I fréttatilkynningu samtakanna segir meöal annars að Indlands- vinasamtökin hafi sent Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, myndskreytta Njálu, er hún var á ferð um Norðurlönd sl. vor, og í vetur voru gefnar íslenskar bækur s.s. Biblían, Nýja testa- mentið og Passíusálmarnir, til India International Center í Delhi. Ennfremur segir að næsta verk- efni Indlandsvinasamtakanna verði að setja á stofn uppeldis- heimili fyrir ungar stúlkur og verður það væntanlega á Norður- Indlandi. Á aðalfundi samtakanna voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Þóra Einarsdóttir, Ari Singh, Þórunn Daníelsdóttir, Ken Amin, Gunnar Dal, Ketill Larsen og Harpa Jósefsdóttir Amin. Landsmót harmón- ikkuunnenda llvannatúni í Andakíl, 13. júní. Um Jónsmessuna sjá harmónikkuunnendur Vest- urlands um landsmót Sam- bands íslenskra harmónikku- unnenda. Mótið verður haldið á Varma- landi í Borgarfirði dagana 22.-24. júní. Þama gefst eflaust tækifæri til að hlýða á flesta þekktustu harmónikkuleikara landsins. Gert er ráð fyrir að mótið sæki á þriðja hundrað harmónikkuunnendur víðsvegar af landinu. Laugardaginn 23. hefjast tón- leikar kl. 13 og er fyrirhugað að dagskráin taki á þriðju klukku- stund og koma fram allt frá ein- leikurum upp í 20 manna hóp. DJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.