Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 168. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. JULÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vopn í geimnum: Ná risaveldin samkomulagi? WaaUagton, 24. júli. AP. RÍ KISSTJORN Ronald Reagan.s Bandaríkjaforseta, hefur sent Sovétstjórn- inni tillögur sínar að orðalagi sameiginlegrar yfirlýsingar stjórnanna um staðsetningu vopna í geimnum, eftir því sem John Huges, talsmaður banda- riska utanríkisráðuneytisins sagði í dag. Þykir það benda til þess að dregið hafi saman með Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum í hugmyndum þeirra um vopnasðfnun í geimnum. Það voru Sovétmenn sem stungu upp á því að rætt yrði um málið í Vínarborg og hefjast fund- arhöld 18. september næstkom- andi. Afhentu Sovétmenn Banda- ríkjastjórn sínar tillögur að loka- texta í síðustu viku. Innihald text- anna hefur ekki verið gert opin- bert, en ónafngreindir embættis- Pierre Pflimlin Evrópuþingið: Pflimlin kjörinn forseti StnHbonrg,24.jiH. AP. PIERRE PFIJMLIN, 77 ára gamall kunnur franskur stjðrnmálamaður, var í dag kjörinn forseti Evrópu- þingsins á fundi þess f Strassbourg í Frakklandi. Sigur Pflimlins var ör- uggur, hann fékk 221 atkveði af 403 en fráfarandi forseti, Hollendingur- inn Piet Dankert, fékk 133 atkvæði. Ljóst varð að Frakkinn myndi hreppa tignina er frambjóðandi Bretlands, lafði Diana Elles, dró sig í hlé og hvatti stuðningsmenn sína til að greiða Pflimlin atkvæði sín. Margret Thatcher forsætis- ráðherra Breta lagði einnig ríka áherslu á það og fóru þeir flestir að hvatningum þeirra. Pierre Pflimlin er einn kunnasti stjórnmálamaður Frakka frá lok- um Heimsstyrjaldarinnar síðari. Á árunum 1946 til 1962 var hann tíu sinnum ráðherra í ríkisstjórn- um Frakklands, þar á meðal for- sætisráðherra í stjórn sem tók við völdum í maí 1958. í ræðu sem hann flutti sagði hann að styrkur þingsins myndi njóta sin til hins ýtrasta undir stjórn sinni. menn hafa sagt að talsvert greini á í veigamiklum atriðum. Á hinn bóginn væri samkomulagsgrund- völlur og ástæða væri til bjartsýni fyrir viðræðurnar sem hefjast í haust. Takist vel til, er talið að viðræðurnar gætu orðið stökkpall- ur fyrir nýja lotu í afvopnunarvið- ræðum risaveldanna. Lögreglan fékk óvænt- an liðsauka Budapt-Mt, 24. júli. AP. VEGFARENDUR í ungyerska bænum Gyoer urðu steinhissa er þeir hættu sér út úr heimilum smum eftir mikið óveður sem gekk þar yfir í gær. Hús eitt hafði orðið fyrir miklu hnjaski, hhiti þaksins hafði svipst af þó ekki sæi á öðrum húsum. Blasti þar við stór stytta af Jesú Kristi með faðminn útbreiddan, röð af englum og fleiru þegar betur var að gáð. Mikið hefur verið um stuldi á slíkum trúarlegum dýrgrip- um í Ungverjalandi siðustu mánuðina og telja lögregluyf- irvöld að ræningjarnir reyni að smygla gripunum til Grikk- lands þar sem kaupendur reiði fram himinháar upphæðir fyrir. Húsið sem um getur er i eigu tveggja óperusöngvara sem grunaðir hafa verið um stuldina um hríð. Eftir yfir- heyrslur fann lðgreglan fleiri gripi úti i nærliggjandi skógi og á botni Dónár sem þarna liðast fram hjá. Frakkland: Stjórnin fékk traustsyf- irlýsingu Parta, 24. júli. AP. HINN nýi forsætisráöherra Frakklands, Laurent Fabius, fékk traustsyfhiýsingu fyrir sig og ráouneyti sitt á allsherjarþing- inu franska í dag. Meirihluti sósíalista á þingi tryggði yfirlýs- inguna, en kommúnistar til kynntu strax að þeir myndu sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Kommúnistar voru í síðustu stjórn með sósíalistum og það er mál þeirra, að þeir muni kunna vel við sig í stjórnar- andstöðu. Þeir hafa lýst and- stöðu við mörg af stefnumálum hinnar nýju stjórnar og með hliðsjón af því að kommúnistar eru við stjórnvölin í stærsta verkalýðsfélagi landsins, hafa margir spáð því að „haustið verði heitt" í Frakklandi, þ.e.a.s. mikill ófriður verði á vinnumarkaðinum. Slmamynd AP. Forsætisráðherra og aðstoðarforsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir og David Levy fagna úrslitum kosninganna í ísrael. Shamir byrjaður á stjórnarmyndun: Litlar horfur eru á sterkri stjórn Tel A.it, 24. jílí. AP. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra fsraels hóf þegar í dag að freista þess að mynda nýja samsteypustjórn í kjölfar þingkosninganna í landinu, en Verkamannaflokkiirinn, sem tap- aði fylgi eins og Likud-bandalag Shamirs, reyndi mjög að gera for- sætisráðherramim erfitt um vik, þar eð hann fékk örlítið meira fylgi og Perez formaður taldi að hann ætti að mynda stjórn en ekki Shamir. llrslit kosninganna gefa þó ekki ástæðu til bjartsýni. Alls eru nú fulltrúar 15 flokka á þinginu og skoðanir og stefnur aldrei fjöl- breytilegri og ólíkari. En Shamir er talinn líklegri en Perez til að Föngum sleppt Pólska herstjórnin er tekin til við að sleppa úr haldi þúsund- um fanga um land allt, þar á meðal á sjöunda hundrað samviskufanga, sem flestir hafa setið inni vegna stuðn- ings vio hin ólöglegu verka- lýðsfélög sem fylktu liði undir merki Samstöðu. Meðal þeirra sem sleppt hefur verið, var Andrzej Gwiazda, einn af leiðtogum Samstöðu. A með- fylgjandi mynd sést hann ræða við vini og vandamenn á heimili sínu í hafnarborginni Gdansk. Simamynd AP. heppnast að mynda stjórn. Mikið hvílir þó á fulltrúum smáflokk- anna mörgu, en þeir voru öðrum fremur sigurvegarar kosninganna. „Hver sem að myndar stjórn mun standa frammi fyrir því að vera með of veika stjórn til að takast á við brýn verkefni svo sem öryggis- og efnahagsmál þjóðarinnar," var haft eftir félaga í Likud-bandalag- inu sem óskaði eftir nafnleynd. Af sömu sökum eru úrslit kosn- inganna líkleg til að koma í veg fyrir að ísraelar taki sameiginlega afstöðu til friðartillagna Banda- ríkjanna fyrir Miðausturlönd í ná- inni framtíð. Sem fyrr segir hóf Shamir þeg- ar í dag undirbúningsvinnu að nýrri stjórn er hann kallaði á fund sinn ráðherra úr stjórn þeirri sem setið hefur. Ekkert kom út úr við- ræðum þeirra, Haim Corfu, sam- gönguráðherra sagði of snemmt að standa í stórræðum, málin myndu hins vegar skýrast á næstu dögum. I kvold hafði Verkamannaflokk- urinn fengið 35,4 prósent atkvæða, en Likud-bandalagið 31,9 prósent, báðir höfðu tapað nokkru fylgi. Samkvæmt tölunum hafði Verka- mannaflokkurinn 42 þingmenn, en Likud 38 þingmenn af 120 mögu- legum. Tölurnar gætu breyst, því eftir er að telja atkvæði ísraelska hersins, en ekki er búist við stór- vægilegum breytingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.