Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JtJLÍ 1984 26 Aöfaranótt 4. ágúst næstkomandi hefst undan Los Angeles. Þá mun fulltrúi íslands í greininni hefja á íslendingur góöa og raunhæfa möguleika á því aö fremstu röö spjótkastara í heiminum og takist honum allir vita þá getur oft út af brugöið. Sunnudaginn keppnin og ef aö líkum lætur ætti Einar aö vera keppni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í keppni. í fyrsta sinn síðan áriö 1956 komast á verölaunapall. Einar er í vel upp nær hann langt. En eins og 5. ágúst síðdegis veröur svo úrslita- ^ öruggur um aö komast í hana. Einbeiting, vilja- styrkur og kraftur eru aðaleinkenni Ein- ars Vilhjálmssonar í spjótkastinu. Texti: Þórarinn Ragnarsson Ljósmynd Þórarinn Ragnars. Hann vekur alls staðar athygli fyrir prúömannlega og mjög látlausa framkomu En hvers vegna er verið að minnast a þetta. Jú, þetta er allt svolítið sér- stakt. Þaö eitt út af fyrir sig aö eiga afreksmann á borö við Einar Vilhjálmsson er ís- lensku þjóöinni ómetanlegt. Af- reksmann sem á góða mögu- leika á verölaunum á stærstu íþróttahátíð sem haldin er í ver- öldinni. Til er máltæki íslenskt sem segir „Eplið fellur ekki langt frá eikinni" og það getur vel átt viö Einar. Hann er sonur Vilhjálms Einarssonar sem vann til silfur- verölauna á ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Vilhjálm- ur stökk 16,22 metra í þrístökki og átti um stund nýtt Ölympíu- met í greininni. Nú stendur son- ur hans, Einar, 28 árum síöar frammi fyrir möguleika á verö- launum ef vel gengur. Undirritaöur hefur átt kost á því aö kynnast Einari Vil- hjálmssyni nokkuö, og um leiö haft tækifæri til þess aö fylgjast grannt meö ferli hans sem íþróttamanns. Og víst er aö þeir eru ekki margir íþróttamennirnir sem hafa yfir aö búa jafnmiklu viljaþreki og yfirvegun og Einar. Jafnframt er hann geysilega mikill keppnismaöur. En keppn- isskapiö kemur frá fööur hans, Vilhjálmur var annálaöur fyrir mikla keppnishörku. Einar Vilhjálmsson ólst upp í Reykholti í Borgarfirði þar sem faöir hans var skólastjóri og rak sumarbúöir fyrir börn. Einar komst því fljótt í kynni viö flest- ar greinar íþrótta. Eins og hjá flestum ungum drengjum áttu knattleikir hug hans allan fram- an af en jafnframt keppti hann í frjálsum íþróttum. Einar varö snemma liötækur íþróttamaöur, enda sterkur og vel vaxinn og haföi því alla lík- amsburöi til aö ná langt. Hann hefur sjálfur sagt mér aö faöir hans hafi á engan hátt lagt aö sér aö stunda íþróttir, þetta hafi allt komió af sjálfu sér. Eins og algengt er hjá ungum mönnum þá þurfti Einar aö vinna langan vinnudag þegar hann var unglingur og æföi því ekki sem skyldi. En hann sagöi þó ekki skiliö viö íþróttirnar. Hann lék um tíma meö meist- araflokki KR i handknattleik og komst jafnframt í unglinga- landsliö islands. Einar var góö- ur varnarmaöur og skotfastur í meira lagi. Þaö kom snemma í Ijós aö Einar hafói mikla hæfileika í spjótkasti. Hann haföi þó ekki lagt neina sérstaka áherslu á greinina. Hann setti íslenskt unglingamet og gekk afarvel í keppnum hér heima. Þetta varö til þess aö hann fór aö sinna þessari grein af alúö. Árangur lét ekki á sér standa. Einar hef- ur bætt árangur sinn gífurlega og er í dag einn af 10 bestu spjótkösturum heims. Þaö hefur því mikiö vatn runniö til sjávar. Ég hef fylgst meö Einari á mörgum mótum, og þaö sem einkennir hann ööru fremur er einbeiting hans, viljastyrkur og keppnisskap. Ein keppni er mér minnisstæö. Kastlandskeppni viö Dani sem fram fór í Álaborg 1978. Einar keppti í spjóti, en var meiddur. Fann mikiö til í olnboga og átti vont meö aö kasta. Þaö gekk því illa framan af. Einhver heföi gefist upp. Sætt sig vió aö vera meiddur og hugsaö sem svo, ég geri betur næst. En þaö dugöi Einari ekki. Þegar hann átti eitt kast eftir tók hann sér góöan tíma. Hann gekk aö enda atrennubrautar- innar. Beygöi sig þar niöur yfir spjótiö. Virtist vera í smáhug- leiöslu. Þaö mátti lesa vissa reiöi út úr andlití hans þegar hann reisti sig upp og horföi ákveðnum og hvössum augum á atrennubrautina og út a völl- inn. Atrennan hófst, í henni var mikill hraöi, ógurlegt öskur fylgdi útkastinu. Spjótiö flaug langt yfir 70 metra. Kastiö var mælt, þaö reyndist þaö lengsta i keppninni, Einar haföi sigrað. Þaö var viss þjáningarsvipur í andliti Einars strax eftir loka- kastiö, en svipurinn varö mildari þegar Ijóst var aö sigurinn var hans. Ég er viss um aö þaö hef- ur linað verkina í olnboga Ein- ars. Einar gafst ekki upp, hann sótti á brattann ótrauður. Á síöasta ári áttum viö langt spjall saman um svipaö leyti og keppnistímabilinu var aö Ijúka. Einar haföi frá mörgu aö segja. Við ræddum um íþróttir al- mennt og keppnisgrein hans, spjótiö. Þaö kom mér ekki á óvart hversu mikla innsýn Einar haföi í grein sína. Hann talaöi af gífurlegri þekkingu og um leiö af raunsæi. Hann sagöi mér frá því hversu mikil vonbrigði þaö heföu veriö fyrir sig aö komast ekki í úrslitin á heimsmeistara- mótinu í Helsinki. En sagöi svo í lokin. „Þetta er besta reynsla sem ég hef fengiö og hún á eftir aö koma mér aö goöum notum. Mótlætiö herðir mann.“ Jafnframt sagöi Einar mér frá því hversu frábrugöið þaö er aö keppa á stórmótum þar sem allt er í föstum skoröum frá því aö keppendur ganga inn á leik- vanginn í einni röö. „Maður fær eitt til tvö upphitunarköst og búiö. Maður þarf aö læra inná fjöldann allan af smáatriöum sem sífellt eru aö koma manni á óvart,“ sagöi Einar. Einar er mjög látlaus í allri framkomu sinni, og einstaklega geöþekkur. Hann vekur alls staöar athygli fyrir prúömann- lega framkomu. Hann er algjör bindindismaöur á vín og tóbak og því sönn fyrirmynd ungra drengja. Einar hefur á síöustu árum lagt stund á læknisfæröi viö há- skólann í Austin í Texas. Þar hefur hann hlotiö styrk vegna hæfileika sinna sem íþrótta- maöur. Þaö segir máske meira en nokkur orö um dugnaö og manngerð Einars aö hægt skuli vera aö sameina erfitt læknis- fræðinám og æfingar í íþróttum þannig aö hægt sé aö vera á meðal tíu bestu íþróttamanna heims í sinni grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.