Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 X XXIII OLYMPIULEIKARNIR f í LOS ANGELES 1984 CARL LEWIS afreksmaður í frjálsum íþróttum Aö margra áliti kann hinn tuttugu og eins árs gamli Carl Lewis aö vera fræknasti frjálsíþróttamaöur, sem nokkurn tíma hefur veriö uppi. Hann er afbragös lang- stökkvari, sem hefur stokkiö lengst 8 metra 62,5 sm og er sá einasti, sem hefur komist í nám- unda við 8 metra 76,5 sm-metiö, sem Bob Beamaon setti árið 1968, en því meti hefur enn ekki veriö hnekkt. Reyndar hefur Carl Lewis þegar tekist að stökkva 9,15 metra, en það stökk var dæmt ógilt vegna rangrar spyrnu, og hafa skoöanir manna veriö mjög skiptar á þeim úrskurði. Hann er frábær spretthlaupari, þýtur 100 metrana á 9,96 sekúndum og geysist þessa vegalengd hraðar en nokkur maöur hefur áöur gert, svo vitað sé um, í lokasprettinum í 4x100 metra boðhlaupinu í Hels- ingfors í fyrra. Myndsegulbands- upptökur af hlaupinu sýna, að tími hans var 8,9 sekúndur, en það veröur aö teljast alveg einstætt afrek. Þá er Carl einnig nálægt því að setja met í 200 metra hlaupi. Á svonefndu TAC-íþróttamóti í Bandaríkjunum í fyrra leyföi hinn fagnandi hlaupari sér aö teygja handleggina sigri hrósandi upp í loftiö, þegar honum var Ijóst aö hann var aö vinna hiaupiö; sam- tímis hallaöi hann sér örlítiö aftur á bak um leiö og hann sleit boröann á marklínunni. Þessi sæluvíma hans vio lok hlaupsins kostaöi hann heimsmet og munaöi þó aö- eins V100 úr sekúndu. Carl Lewis á ekki langt aö sækja góoa íþróttahæfileika, því margir í fjölskyldu hans eru hinir mestu íþróttagarpar, þeirra á meöal yngri systir hans, Carol, sem er Bandar- íkjameistari í langstökki kvenna. Carolyn Farb átti nýlega eftirfar- andi viötal viö Carl Lewis, en hann hefur aö undanförnu stundaö æfingar á íþróttasvæoi Houston- háskóla í Texas — sérfræöingarnir segja, aö þar fari besti bandaríski frjálsíþróttamaöurinn frá því aö Jesse Owens var og hét. Sp. Hvernig þjálfarðu þig? Carl Lewis: Ég þjálfa mig nokkuö mismunandi, finnst mér, af því aö ég eyoi um tveimur timum á dag í þjálfun og þaö ellefu mánuöi á ári. Ég æfi mig sem spretthlaupari og iangstökkvari, svo þetta veröur ansi margbrotiö en um leiö líka unniö af hörku viö þjálfunina, er rólegur hiö innra meo tilliti til keppninnar. Ég bý sem sagt ekki yfir neinum leyndarmálum í því sambandi né geri neitt sérstakt til aö komast í keppnisskap. Sp. Lituröu á likama þinn eins og á vel stillta vél? Feröu í eins konar allsherjarskoðun á öllum einstök- um hlutum þessarar vélar i hugan- um? Carl Lewis: Já, það geri ég fyrir keppni. Þaö er nú aöallega vegna þess aö ég veit aö manni veröa alltaf á einhver mistök, sama hve nákvæmlega vélin er stillt, hve mikiö sem maöur hefur lagt aö sér og hve samviskusamlega maöur hefur æft sig. Maður veröur því aö fara í huganum yfir öll einstök at- riöi varöandi sig sjálfan og ganga algjörlega úr skugga um fjölmarga þætti, sem maöur veröur aö vera fær um ao framkvæma — aö vera viss um, aö maöur hafi öli þau sviö í huga, sem ætlunin er aö ná tök- um á. Á þennan hátt er hægt aö halda líkamanum í eins nákvæmri stillingu og frekast er unnt. Sp. Hver hefur helst hvatt þig til dáða? Carl Lewis: Ég held, aö ég hafi fengiö mestu hvatninguna frá for- eldrum mínum. Þau héldu íþrótta- námskeiö í heimabæ okkar í New Jersey, og ég fór þá aö æfa þar Carl Lewis hleypur endasprettinn í 4x100 m boohlaupi fyrir Bandaríkin. Hlaupastíll hans er glæsilegur eins og sjá má á bessari mynd. Setur Lewis heimsmet í langstökki á Ólympíuleikunum? Þaö er ekki ólíklogt. Hann er nœsta öruggur sigurvegari. skemmtilegt æfingaprógramm hjá mér. Venjulega tek ég tvo daga í viku aö æfa spretthlaup og tvo daga í langstökkin. Föstudeginum held ég svo fráteknum til aö þjálfa betur þá greinina, sem mér hefur gengiö miöur í þá vikuna. Sp. Hvernlg geturðu vitað, hve- nær þér gengur vel í þjálfuninni? Er þaö þjálfarinn þinn sem segir þér það, eöa er það eitthvað sem þú hefur á tilfinningunnl? Carl Lewis: Yfirleitt er þetta nokk- uö sem ég hef á tilfinningunni. Ég hugsa aö þegar manni gengur vel meo eitthvaö, sem hann er aö rey- na aö gera, þá finni hann til án- ægju hiö innra með sér. Menn finna aö vel hafí veriö að verki staöiö og finnst aö þaö megi vel viðurkenna. Sp. Undirbýrðu þig sérstaklega andlega fyrir keþþnl? Carl Lewis: Þaö getur vel verið, aö ég sé ekki eins uppnæmur og flestir aörir fyrir keppni. Ég hef aldreí veriö sú manngerö að þurfa endilega að setjast niður og þrælhugsa allar aðstæöur til þess aö herða mig upp. Ég finn bara fyrir vissu sjálfstrausti í keppni, og þetta sjálfstraust stafar af því, aö ég hef æft mig vel og veit uþþ á hár, hvað ég er aó gera. Ég finn fyrir sjálfstrausti af því aö ég hef frjálsar íþróttir. Carol, systir min, og ég fórum aö taka þátt í þessum íþróttanámskeiðum, þegar viö höföum al^ur og reynslu til. Ann- ars er langt frá þvi, aö foreldrar okkar væru beinlínis aö nauöa í okkur aö fara út á íþróttabrautina. Þau hafa sennilega veriö svolítiö á báöum áttum, hvort þau ættu aö láta okkur fara út í þetta svona snemma, af því aö þau voru dálítið hrædd viö ao hvekkja okkur, ef þau héldu íþróttaiökununum of stíft aö okkur á þessum aldri. Sp. Þau hafa ef til vill ekki vlljað valda ykkur vonbrigðum? Carl Lewis: Þaö er alveg rétt. Þau drógu jafnvel svolítiö úr okkur til aö byrja með, en viö Carol sóttum þaö stöougt fastar aö fá aö vera með, og þá tóku þau að leyfa okkur að vera meö í sífellt fleíri greinum og sáu tíl þess, að viö legðum okkur fram viö æfingamar. Sp. Þau eru bæði iþróttaþjálfarar, er það ekki? Carl Lewis: Jú, þau eru þjálfarar hvort viö sinn gagnfræöaskólann, og þessir tveir skólar eru sífellt aö keppa sín á milli. Ég man sérstak- lega vel eftir þannig skólakeppni eitt árið: Keppnin var hnifjöfn og þaö voru aöeins eftir tvær greinar; lið fööur míns var þá einu stigi ofar. Allt í einu byrjaöi aö helli-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.