Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984
Peninga-
markaðurinn
GENGIS-
SKRANING
NR. 140 - 24. júlí 1984
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 30,500 30,580 30,070
lSLpund 40,291 40496 40,474
1 Kin. dolUr 23,100 23,161 22461
1 I Krn.sk kr. 2,9109 2,9186 2,9294
1 Norsk kr. 3,6832 3,6929 3,7555
1 Srs-n.sk kr. 3,6582 3,6678 3,6597
IFLmark 5,0372 5,0504 5,0734
1 Fr. franki 3,4639 3,4730 3,4975
1 Belg. franki 04259 04272 0,5276
1 SY franki 124257 124585 124395
1 Holl. Kjllini 9,4190 9,4437 94317
1 V-þ. mark 10,6303 10,6582 10,7337
1ÍL lira 0,01730 0,01735 0,01744
1 Austurr. *h. 14155 14195 14307
1 Fort esrudo 04007 04012 04074
1 Sp. peseti 0,1878 0,1882 0,1899
1 Jap. yen 0,12404 0,12436 0,12619
1 Irskt pund SDR. (SérsL 32,661 32,747 32477
dráttarr.) 30,9151 30,9963
Belfískur fr. 04223 0.5236
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 11. maí 1984
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur.................15,0%
2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1).17,0%
3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1)... 19,0%
4. Verötryggöir 3 mán. reikningar.. 0,0%
5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 24%
6. Ávísana- og hlaupareikningar....5,0%
7. Innlendir gjaideyrisreikningar:
a. innstæöur i doilurum......... 9,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 7,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 9,0%
1) Vextir færöir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir... (12,0%) 18,5%
2. Hlaupareikningar ... (12,0%) 18,0%
3. Ahirðalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0%
4. Skuldabréf ......... (12,0%) 21,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími allt aö l'h ár 4,0%
b. Lánstími minnst Yh ár 5,0%
6. Vanskilavextir á mán..........2,5%
Lífeyrissjóöslán:
LífeyrissióAur ■tarfemanna rfkiaina:
Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur
og er lániö vísitölubundiö meö láns-
kjaravisitölu, en ársvextlr eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er iítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lrfeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lifeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrlr
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi. en eftir 10 ára sjóðsaöild er
lánsupphæöin orðln 300.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast vlö 2.500 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Þvi
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
3% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravisitala fyrir júlímánuö
1984 er 903 stlg, er var fyrir júnímánuö
885 stig. Er þá miöaö vlö visitöluna 100
i júní 1979. Hækkun milli mánaöanna er
2,03%.
Byggingavisitala fyrlr júlí til sept-
ember 1984 er 164 stig og er þá miöaö
viö 100 í janúar 1983.
Handhafaakuldabréf i fasteigna-
viöskiptum Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.
Fréttir úr Morgunblaö-
inu lesnar á virkum
dögum kl. 19.50 á „Úí-
rás“ FM 89,4.
Sjónvarp kl. 20.35:
tækni og vísindi
Nýjasta
Þátturinn „Nýjasta taekni og vís-
indi“ verður á dagskrá sjónvarps-
ins kl. 20.35 í kvöld, í umsjá Sig-
urðar H. Richter. Að þessu sinni
verða birtar 14 stuttar myndir,
víðsvegar að úr heiminum.
Meðal efnis má nefna sjálf-
stýrðan strætisvagn, sem ekur
án bílstjóra, nýja vél sem skræl-
ir lauk og tilraunir sem gerðar
hafa verið á sauðfé um notkun
gervinýra. Þá verður sýnd mynd
af leikfangasjúkrahúsi í Japan,
þar sem börn geta komið með
biluð leikföng sín og fengið þau
„skoðuð" og lagfærð. Greint
verður frá rannsóknum á heila-
og mænusiggi (MS-sjúkdómi) og
nýrri aðferð til að greina sjúk-
dóminn.
Kynnt verður ný gerð af flug-
kortum, sem sýna meiri útlínur
landslags og minna af smáat-
riðum og er hægt að fella kortin
inn á ratsjárskerm, í þeim vélum
sem hann hafa. Sýnd verður
mynd af „skóflubát", sem er
björgunarbátur notaður við
keppni í hraðbátasiglingum, en
henni fylgir mikil slysahætta.
Bátur þessi getur siglt mjög
hratt og „mokað eða skóflað"
upp slösuðum manni f sjó, sem
er mun hættuminna fyrir hinn
slasaða en að lyfta honum yfir
borðstokkinn.
Þá verður sagt frá japönskum
búgarði, þar sem allt er tölvu-
vætt og fjarstýrt og greint frá
svokölluðum „klifurhjólastól",
sem er þannig útbúinn að hann
getur „klifrað" upp tröppur.
Hann gerir því þá, sem bundnir
eru við hjólastóla, óháðari ann-
arra hjálp en ella.
Sigurður H. Richter er umsjónar-
maður þáttarins „Nýjasta tækni og
vísindi“ sem verður á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld.
ÍSLENSK TÓNLIST
Þátturinn „íslensk tónlist"
verður á dagskrá útvarpsins kl.
23.15 í kvöld.
Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur „ísland“, forleik op. 9 eftir
Jón Leifs, og Passacaglia í f-moll
eftir Pál ísólfsson, stjórnandi er
William Strickland.
Þá mun Karlakórinn Geysir
syngja með hljómsveit Akureyr-
ar „Förumannaflokkar þeysa"
eftir Karl O. Runólfsson. Höf-
undur stjórnar.
Útvarp kl. 11.15:
Austfjaröa-
rútan
„Austfjarðarútan“, nefnist
þáttur Stefáns Jökulssonar, sem
verður á dagskrá útvarpsins kl.
11.15 í dag. Þátturinn fjallar um
mannlíf á Austurlandi, allt frá
Fáskrúðsfirði til Hafnar í
Hornafirði.
Brugðið verður upp mynd-
um af atvinnulífi á Austfjörð-
um og spjallað við fjölda fólks
þar. Þá verður vikið að land-
búnaðarmálum og ber hæst
gagnrýni bænda á svæðinu
hendur kaupfélögunum þar. í
því sambandi verður rætt við
kaupfélagsstjórann á Höfn,
Hermann Hansson, og á
Djúpavogi, Gunnlaug Ingv-
arsson.
Einnig verður vikið að
verslun, þjónustu og sam-
göngumálum á Austfjörðum
og loks verða horfurnar í at-
vinnumálum ræddar.
Úlvarp Reykjavík
A1IÐMIKUDKGUR
25. júlí
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
í bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Hugrún Guð-
jónsdóttir, Saurbæ, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Að heita Nói“ eftir Maud
Reuterswárd. Steinunn Jóhann-
esdóttir les þýðingu sína (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Austfjarðarútan. Stefán Jök-
ulsson tekur saman dagskrá úti
á landi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
SÍÐDEGIÐ
13.30 Marlene Dietrich, Louis
Armstrong og Lale Andersen
syngja.
14.00 „Lilli“ eftir P.C. Jersild.
Jakob S. Jónsson les þýðingu
sína (3).
14.30 Miðdegistónleikar. Margar-
et Price syngur „í barnaher-
berginu", Ijóðaflokk eftir Mod-
est Mussorgsky. James Lock-
hart leikur á píanó.
14.45 Popphólfið — Jón Gústafs-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Sænska
útvarpshljómsveitin leikur Sin-
fóníu nr. 3 í f-tnoll eftir Wil-
helm Peterson-Berger; Sten
Frykberg stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Brúðubíllinn í
Reykjavík skemmtir börnunum.
(Áður útv. 1983.)
20.00 Var og verður. Um íþróttir,
útilíf o.fl. fyrir hressa krakka.
Stjórnandi: Matthías Matthí-
asson.
20.40 Kvöldvaka. a. í kirkjugarð-
inum. Guðni Björgúlfsson flytur
frumsaminn frásöguþátt. b.
Kirkjukór Hveragerðis- og
Kotstrandarsóknar syngur.
Stjórnandi: Jón Hjörleifur
Jónsson.
21.10 Nicolai Gedda syngur aríur
úr þekktum ítölskum óperum
með Hljómsveit konunglegu
óperunnar í Covent Garden;
Giuseppe Patané stj.
21.40 Útvarpssagan: „Vindur,
vindur, vinur minn“ eftir Guð-
laug Arason. Höfundur les (7).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Aldarslagur. Verslun og
viðskipti f heimsstyrjöldinni
fyrri. Umsjón: Eggert Þór
Bernharðsson. Lesari með hon-
um: Þórunn Valdimarsdóttir.
23.15 íslensk tónlist. a. „Föru-
mannaflokkar þeysa“ eftir Karl
O. Runólfsson. Karlakórinn
Geysir syngur með Hljómsveit
Akureyrar; höfundurinn stj. b.
„fsland", forleikur op. 9 eftir
Jón Leifs. Sinfóníuhljómsveit
fslands leikur; William Strick-
land stj. c. Passacaglia í f-moll
eftir Pál ísólfsson. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur; Willi-
am Strickland stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
25. júlí
10.00—12.00 Morgunþáttur
Róleg tónlist. Fréttir úr ís-
lensku poppi. ViðUI. Gesta-
plötusnúður. Ný og gömul tón-
list
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Sigurður Sverrisson.
14.00—15.00 Út um hvippinn og
hvappinn
Létt lög úr hinum ýmsu áttum.
Stjórnandi: Inger Anna Aik-
man.
15.00—16.00 Nú er lag.
Gömul og ný úrvalslög að hætti
hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvarsson.
16.00—17.00 Nálaraugað
Iljass rokk.
Stjórnandi: Jónatan Garðars-
son.
17.00—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða leikin af
konum.
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
MIÐVIKUDAGUR
25. júlí
19.35 Söguhornið
Þórný Þórarinsdóttir segir
ævintýrið um Skógarhúsið.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Nýjasta tækni og vfsindi
Umsjónarraaður: Sigurður H.
Richter.
21.05 Friðdómarinn
Breskur framhaldsmyndaflokk-
ur í sex þáttum, byggður á sög-
um eftir Somerville & Ross. Að-
alhlutverk: Peter Bowles og
Bryan Murry. Þýðandi: Guðni
Kolbeinsson.
21.55 Berlin Alexanderplatz
Ellefti þáttur. Þýskur fram-
haldsmyndaflokkur í fjórtán
þáttum, gerður eftir sögu Al-
freds Döblins. Leikstjóri: Rain-
er Werner Fassbinder.
Mieze er óbyrja en eiskar Franz
svo heitt að bún biður Evu að
eignast barn með honum. Nú
hefur Mieze lika fast viðhald
eins og Eva. Franz þykir fokið í
flest skjól, því aliir ráðskast
með hann. Þýðandi: Veturliði
Guðnason.
22.50 Fréttir í dagskráriok