Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1984 Minning: Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum Fæddur 1. desember 1924 Dáinn 15. júlí 1984 Kveðja frá Olduselsskóla Sunnudaginn 15. júlí lést í Reykjavík Gunnar Tryggvason umsjónarmaður Ölduselsskóla, tæplega sextugur að aldri. Allt of stuttu æviskeiði er lokið. Þegar ölduselsskóli í Breiðholti tók til starfa árið 1975 var aðeins lítill byggðakjarni kominn í Selja- hverfi, en skólahverfið byggðist hratt og nemendum fjölgaði mjög ört. Nemendur og kennarar komu úr ýmsum áttum, sömuleiðis annað starfsfólk. Á þriðja starfsári skólans tók Gunnar að sér starf umsjónar- manns og gegndi því starfi þar til hann lést. Það var mikið lán fyrir skólann að fá þau hjón Gunnar Tryggva- son og konu hans, Hallfríður Ás- mundsdóttur, til starfa, en hún gerðist svokölluð kaffikona skól- ans um sama leyti. Bæði hafa þau reynst skólanum sérlega vel. Það segir sig sjálft, að skóli sem er í uppbyggingu að innri og ytri gerð, þarf öðrum fremur að hafa á að skipa hæfu starfsliði. Margan vanda þarf að leysa, sveigjanleik að sýna og af þolin- mæði að þrauka. Með samstilltu átaki tókst þetta. Nú, þegar sér fyrir endann á uppbyggingu skólans og betri tíð blasir við, hverfur Gunnar skyndi- lega af sjónarsviðinu, kveður jarð- vistina og leggur inn á nýja leið. í þeirri ferð fylgja honum hlýjar kveðjur og góðar óskir frá öllu starfsfólki skólans. Gunnar var mjög vel látinn af samstarfsfólki sínu og samskipti við nemendur voru mjög góð. Það kom að vísu fyrir að þeim fannst hann full kröfuharður um um- gengni, en þeir fundu að hann var þeim velviljaður og ég efast ekki um að nemendur skólans eiga eftir að hugsa til hans með hlýhug og þakklæti, enda gaf Gunnar sér oft tíma til þess að ræða við þá. Persónulega hef ég Gunnari mikið að þakka. Ég fann það alltaf hve vel og samviskusamlega hann vann skóla sinum og hve reglu- samur hann var í hvívetna. Ég efast um að við samstarfs- menn Gunnars höfum gert okkur grein fyrir því að hann gekk ekki heill til skógar síðustu mánuðina, en hann kvartaði aldrei og sinnti sínu starfi af alúð meðan kraftar entust. Hallfríði konu Gunnars, sem stóð sem klettur við hlið hans, sendi ég fyrir hönd allra nemenda skólans og alls starfsfólks hug- heilar samúðarkveðjur, sömuleiðis sonum þeirra, Tryggva og Hall- dóri. Við þökkum Gunnari samstarf- ið. Blessuð sé minning hans. Áslaug Friðriksdóttir Það er orðið býsna langt síðan við Gunnar Tryggvason kynnt- umst. Hratt flýgur stund og þegar litið er um öxl hefur fjórðungur aldar liðið hjá eins og örskots- stund. Kftir sitja í huganum ljúfar minningar. Þegar ég kynntist Gunnari var hann starfsmaður Hestamanna- félagsins Fáks, sem þá var að hefja mikið uppbyggingarstarf undir forystu Þorláks Ottesen og fleiri mætra manna. Fáa mun þá hafa órað fyrir þeirri þróun sem síðan hefur orðið, og hversu ör hún yrði. Á fáum árum hafði Fákur byggt yfir nærri 500 hross og álag á starfsmenn aukist mikið, bæði vetur og sumar. Auk daglegra starfa við hirðingu hrossa fór mikill tími í alls konar aðstoð við eigendur þeirra og leiðbeiningar. Slíka aðstoð veitti Gunnar ávallt af fúsum vilja og af stakri ljúf- mennsku. í dag munu margir minnast Gunnars með þakklátum huga fyrir þá hvatningu sem hann veitti þeim, oft óhörðnuðum ungl- ingum í upphafi hestamennsku. Einn var sá þáttur í fari Gunn- ars sem vert er að minnast á og mun einstakur. Hann var svo hestglöggur, að hann villtist naumast á hesti sem hann hafði einu sinni séð, enda var hann oft fenginn til að skera úr þegar vafi lék á um hver hesturinn væri og eigandi hans. Þessi glöggskyggni kom sér oft vel, þegar hestar töp- uðust í hagagóngu, eða eigendur áttu í erfiðleikum með að þekkja hesta sína að hausti er þeir höfðu skrýðst vetrarbúningi. Gunnar var hestamaður í orðs- ins bestu merkingu. Hann var al- inn upp við hesta og átti sjálfur einatt góða hesta, suma afburða- góða, landsfræga gæðinga sem enn eru í minnum hafðir. Flesta hafði hann alið upp og tamið sjálf- ur enda fékkst hann við tamn- ingar um árabil. Gunnar hafði mikið yndi af að ferðast á sumrin ríðandi um land- ið bæði í byggð og um óbyggðir. Hann var oft fenginn til að stýra ferðum með margt fólk og fjölda hesta í lengri eða skemmri ferð- um. Fórst honum það ævinlega vel, enda lagði hann alúð við allan undirbúning, svo allt mætti ganga snurðulaust og án áfalla. í ferðum var hann sívakandi yfir velferð bæði manna og hesta og margar nætur mun honum ekki hafa orðið svefnsamt. Mér eru þó minnisstæðastar fjölmargar ferðir sem farnar voru i smærri hóp vina Gunnars. Þar var hann ávallt sjálfkjörinn for- ingi og Hallfriður Ásmundsdóttir kona hans annaðist matseldina þegar lengra var farið, oft við erf- iðar aðstæður, en ávallt af mynd- arskap. Margra þessara ferða minnist ég sem ævintýra sem seint mun fyrnast yfir. Ekki gleymi ég held- ur sumrinu þegar við riðum um uppsveitir Arnessýslu, Kristín kona mín og ég, í fylgd Hallfríðar og Gunnars. Þá nutum við þess að þau voru alls staðar aufúsugestir. Fyrir allt þetta og margt annað, sem ekki verður tiundað hér, þókkum við hjón í dag. Síðustu árin starfaði Gunnar sem umsjónarmaður við Öldusels- skóla í Breiðholti. Um svipað leyti og hann hóf þar starf eignuðust þau hjón íbúð í Teigaseli 5 í næsta nágrenni skólans. Þau Hallfriður og Gunnar eiga tvo syni, Tryggva og Halldór, sem báðir eru upp- komnir og hinir ágætustu drengir, svo sem vænta mátti. Nú hafa orðið snögg umskipti, sem engan vinanna grunaði fyrir stuttu. En minningin um Gunnar Tryggvason lifir. Við hjónin biðjum Hallfríði og fjölskyldunni allri blessunar. Einar G. Kvaran Það er skarð fyrir skildi í röðum Fáksfélaga, þegar Gunnar Tryggvason er allur. Hann var sérstakur maður, heilsteyptur og hreinskiptinn, hollráður og hjálp- samur. Hann var einstaklega vammlaus maður og verkvandur. Á fundum var hann ævinlega yfir- vegaður og tillögugóður, raunsær og markviss í málflutningi. Um langt árabil hafði Gunnar á hendi verkstjórn og umsjón með hest- húsarekstri Fáks og var þar sem annar.s staðar sú kjölfesta sem aldrei haggaðist. Fáa hef ég þekkt sem sýndu hrossum jafnmikla umhyggju í hverju því er laut að velferð þeirra. Með hreinum ólíkindum var hversu glöggur hann var að bera kennsl á hross, sem hann hafði einu sinni litið augum, þó ár liðu. Ósjaldan mátti Gunnar „grípa í taumana" þegar einhver hestamaðurinn hugðist teyma gæðing sinn upp á bílpall úr haustbeit. „Ertu nú viss um að þú sért með réttan hest?" var gjarn- an spurt. Síðan var vandræða- legum hesteiganda bent á hvar rétti hesturinn stóð, innan um tugi eða hundruð annarra hrossa. Gunnar var um langt skeið fremstur þeirra sem tömdu og sýndu góðhesta. Hann var fyrir- myndin sem þeir yngri dáðu og það svo að ekki þótti hæfa annað en að reyna að halla eilítið undir flatt, „eins og Gunnar". Gunnar Tryggvason naut álits og viðurkenningar meðal hesta- manna um allt land, sem mátu að verðleikum störf hans, þekkingu og reynslu. Hann var gæfumaður í einkalífi sínu, kvæntur Hallfríði Asmundsdóttur. Börn þeirra eru Tryggvi, lögfræðingur í landbún- aðarráðuneytinu, kvæntur Þóru Sigurðardóttur frá Hverabakka, Hrunamannahreppi, sonur þeirra er Gunnar Smári, þá er Halldór, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég votta þeim innilega samúð mína á þessari kveðju- stund. Ragnar Tómasson í dag verður til moldar borinn Gunnar Tryggvason frá Skraut- hólum sem andaðist í Landspítal- anum 15. júlí sl. Gunnar var bú- settur í Seljahverfi og starfaði þar sem umsjónarmaður við öldusels- skólann frá 1977. Á þeim tíma voru skólinn og hið unga Seljahverfi í örum vexti og fylgdist Gunnar af miklum áhuga með allri uppbyggingu þar. Við stofnun Seljasafnaðar 15. júní 1980 var Gunnar kosinn í sóknarnefnd og reyndist hann hinn traustasti liðsmaður í því mikla starfi sem framundan var í hinum nýja og fjölmenna söfnuði. Ótal verkefni biðu úrlausnar. Út- vega þurfti bráðabirgðahúsnæði til guðsþjónustuhalds og annars safnaðarstarfs og átti Gunnar drjúgan þátt í að leysa það mál á farsælan hátt. Eftir að guðsþjónustuhald var flutt frá Seljabraut 54 í Öldu- selsskólann veittu þau hjón Gunn- ar og Hallfríður margháttaða að- stoð og fyrirgreiðslu í sambandi við athafnir þar. Um leið og sóknarnefndin þakk- ar Gunnari samfylgdina og fórn- fúst starf er konu hans og sonum vottuð innileg samúð. Sóknarnefnd Seljasóknar í dag verður til moldar borinn Gunnar Tryggvason, löngum kenndur við Skrauthóla á Kjal- arnesi. Við fráfall hans sér Hesta- mannafélagið Fákur á bak einum sínum ötulasta og styrkasta liðs- manni. Gunnar Tryggvason fæddist 1. desember 1924 að Barkarstöðum í Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu. Gunnar var því aðeins á 60. ald- ursári er hann lést 15. júlí sl. For- eldrar hans voru hjónin Tryggvi Stefánsson og fyrri kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Gunnar var næstelstur fjögurra barna þeirra Tryggva og Guðrúnar. Árið 1928 missti móðir Gunnars heils- una og varð að fara suður til lækn- inga. í framhaldi af þessu áfalli fjölskyldunnar varð Tryggvi að leysa upp heimili sitt og koma börnunum í fóstur, en flutti sjálf- ur suður árið 1929. Gunnar var tekinn í fóstur af hjónunum Ingi- björgu og ólafi í Kothvammi í Kirkjuhvammshreppi, V-Húna- vatnssýslu. Þegar Gunnar var ellefu ára flutti hann suður til föður síns, sem þá var ráðsmaður á Skraut- hólum á Kjalarnesi, og hóf þar síðan sjálfstæðan búskap árið 1937. Hinn 1. desember 1955 gekk Gunnar að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Hallfríði Steinunni As- mundsdóttur frá Akranesi. Þau hjón eignuðust tvo syni, Tryggva, sem er lögfræðingur að mennt, deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, og Halldór, sem er nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Frá blautu barnsbeini hafði Gunnar mikið yndi af hestum og var umhirða og tamning þeirra starfsvettvangur hans um árabil. Gunnar lét einnig félagsmál hestamanna mikið til sin taka. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar í Kjósarsýslu og var formaður fé- lagsins árið 1953 en lét af því starfi er hann flutti til Reykjavík- ur ári síðar. Eftir að Gunnar flutti til Reykjavíkur stundaði hann ýmsa vinnu, en árið 1961 hóf hann störf sem fastur starfsmaður hjá Hestamannafélaginu Fáki og starfaði þar óslitið til haustsins 1977, frá þeim tíma og til dauða- dags starfaði hann sem umsjónar- maður við Olduselsskóla ( Breið- holti. Þótt vinnudagurinn hjá Fáki væri oft langur gaf Gunnar sér þó tíma til að skreppa á hestbak og var þá jafnan eftir honum tekið því maðurinn var hestfær i besta lagi og átti lengi gæðinga í fremstu röð. Því var það oft að fólk leitaði til hans um þjálfun og sýningar á gæðingum sinum. Gunnar var einnig annálaður ferðamaður á hestum og eftirsótt- ur og farsæll fararstjóri á slikum ferðum. Gunnar var óvenju glögg- ur á hesta og lá það orð á, að þegar hann starfaði hjá Fáki hafi hann þekkt allflesta ef ekki alla hesta i Reykjavík og auk þess vitað hverj- ir eigendur þeirra voru. Gunnar var dyggur og áhuga- samur liðsmaður í félagsmálum Fáks og hefur Hallfríður kona hans einnig lagt drjúga hönd á plóginn og munu þau vera orðin ófá kaffihlaðborðin sem hún hefur unnið við. Gunnar var fulltrúi Fáks á fjölda landsþinga hestamanna og vallarstjóri á hvitasunnukapp- reiðum árum saman svo nokkuð sé nefnt af þeim félagsstörfum sem Gunnar innti af henti fyrir Fák. Með þessum fátæklegu orðum vill stjórn Fáks þakka Gunnari samfylgdina og liðsstyrkinn. Hall- fríði, sonum og öðrum ástvinum vottum við samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar. Stjórn Hestamanna- félagsins Fáks. Hildur Gests- dóttir - Minning Hildur Gestsdóttir frá Vík á Selströnd við Steingrímsfjörð var jarðsungin 7. júlí. Hildur fæddist 20. september 1896 dóttir hjónanna Guðrúnar Árnadóttur og Gests Kristjáns- sonar sem bjuggu þá á Hafnar- hólmi á einum þriðja jarðarinnar. Börn þeirra hjóna voru mörg og mun oft hafa verið þröngt í búi hjá þeim hjónum eins og hjá flest- um á þeim árum. En þá var gripið til þess ráðs að leita fanga á fjar- lægum slóðum, s.s. vestur að Djúpi, eins og þá var tekið til orða. Fóru þá fátækari bændur eftir há- tíðar að vetrum og voru við sjó- róðra til júní að sumrum. Sinntu þá konur og börn um búin, og ef vel fiskaðist var þetta björg í bú. 011 urðu börn þeirra hjóna traust og vel gefið fólk. Þegar ég kynntist Hildi var ég sjö til átta ára. Það mun hafa ver- ið vorið sem hún fermdist, að hún var lánuð móður minni henni til hjálpar með sinn stóra barnahóp. Hildur var með fríðustu konum þar í sveit, meðalhá og vel vaxin, hafði dökkt hár, svo þykkt og sítt að af bar. Hún varð skjótt félagi okkar systkina, glöð og fús til leikja með okkur, ef henni vannst tími til. Hún var móður minni mikil hjálp, afbragðsfljót og lagin við öll störf. Hildur giftist Lofti Torfasyni frá Asparvík. Þau reistu sér hús í víkinni við sjóinn á Hafnarhólmi, er hlaut nafnið Vik. Fáar voru skepnurnar, enda landrými lítið. En Loftur var sjómaður góður. Þegar drengirnir voru orðnir það stórir, að þeir gátu haldið um ára- hlunn, fóru þeir með honum á hans eigin fari. Þá var gnægð fiskjar á Steingrímsfirði. Síðar fékk hann vél í sinn bát eins og aðrir, öllum til þæginda, árin að- eins notuð til vara. Hildur og Loftur eignuðust níu börn, eitthvað misstu þau, en flest komust til fullorðinsára, dugmikið og skynsamt fólk, traustir þegnar þjóðfélagsins. Af þeim er stór ættbálkur kominn. Nú þegar ég rifja upp æviferil Hildar og annarra samtíðar- kvenna hennar, þá vil ég segja að þar hafi farið afreksfólk. Allt komst af hjá þessum hjónum fyrir hagsýni, nýtni og sparsemi. Þá voru engin barnameðlög eða aðrir styrkir til að bæta hag fólksins. Það var gott að koma í Víkina, sama glaða og góða viðmótið og ekki vantaði að framreitt væri það sem best var til, þótt af litlu væri að taka. Við Hildur þekktumst frá því ég var barn, aðeins stutt bæjarleið á milli, þar til ég flyt að Bæ á Selströnd 1914. Þá fækkaði fund- um. Báðar höfðu nóg að starfa, en aftur verður sama vegalengdin á milli okkar, er ég flyt að Gauts- hamri 1929, ein bæjarleið. Þá varð mikill samgangur og sóttu börn okkar sama skóla, sem þá var á Drangsnesi. En 1948 skilur leiðir, er við hjónin flytjum til Hólma- víkur. Hildur unni heimabyggð sinni og hvergi vildi hún frekar vera. Eftir að hún missti mann sinn bjó hún í nokkur ár með syni sinum Gesti, og hin siðari ár varð hún að fá að koma þar um tíma á sumrin. En Gestur fór á undan henni yfir landamærin. Ég fylgdist ekki með hennar högum um árabil eða til 1971. Þá er hún hjá Sóleyju dóttur sinni, sem er gift Bjarna bróðursyni mínum. Þau búa á eignarjörð sinni, hálfri jörðinni Bæ á Sel- strönd við Steingrímsfjörð. Mér brá þegar ég sá hana eftir öll þessi ár. Þá var hún það illa farin, að það sem hún hreyfði sig varð hún að styðjast við tvær hækjur. Hvenær hún varð fyrir því mikla áfalli kann ég ekki að skýra frá, en þann kross bar hún þar til yfir lauk. Hún hefur fengið mörg stór áföll í lífinu, en tvennt var óbreytt þegar ég sá hana, það var við- mótshlýjan og fallega hárið, þó að flétturnar væru farnar. Börnin voru henni umhyggju- söm og góð. En oftast var hún hjá Sólcyju í Bæ. Hin siðustu árin átti hún athvarf á sjúkrahúsi Hólma- víkur og þar andaðist hún 30. júní. Hún var jarðsungin frá Drangs- neskapellu og jörðuð i vinalega grafreitnum sem kapellunni til- heyrir, þar sem maður hennar og sonur hlutu legrúm. Hin langa þraut er liðin. Það ber oss að þakka fyrir hennar hönd. Ég kveð og þakka samfylgd- ina. Jesús sagði: Komið til min all- ir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég mun veita yður hvíld. — Friður guðs þig blessi. Á IIrafni.stu, Þuríður Guðmundsdóttir fri Bæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.