Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984 15 Álver við Eyjafjörð Niðurstöður rannsókna um næstu áramót? en einnig þarf að nýta eldri athug- steins og flúors i andrúmslofti og — eftir Þórodd F. Þóroddsson 1 álversumræðum undanfarnar vikur hefur oft verið fullyrt að niðurstöður rannsókna á mengun- arhættu frá álveri við Eyjafjörð muni liggja fyrir um næstu ára- mót. Þetta verður að teljast hæpin fullyrðing. Rannsóknir á mengunarhættu Til þess að kanna dreifingu mengunarefna i lofti eru gerðar sérstakar veðurathuganir, auk þess sem notuð eru eldri veður- farsgögn. Hér í Eyjafirði eru þrennskonar athuganir í gangi. 1. Hitamælingar í Vaðlaheiði og flugvél. 2. Vindmælir hjá Ytribakka. 3. Athugun á hafgolu, ýmsum veðurfyrirbærum og dreifingu mengunarefna frá loðnu- og síldarbræðslum, með samtölum við íbúa á svæðinu. Hitamælarnir eru austan fjarð- arins um 10—12 km sunnan fyrir- hugaðrar byggingarlóðar og vindmælirinn tæplega 3 km norð- an hennar. Vindmælingar hafa staðið í 2 ár, hitamælingar á landi í samfellt 1 ár en mælingar í flugvélinni eru frá þremur á mán- uði upp í rúmlega tuttugu á mán- uði (í 1 ár). Athugun á hafgolu og dreifingu reyks frá bræðslunum byggist aðallega á frásognum fróðra manna en ekki mældum gögnum, en hún hefur samt leitt ýmislegt í ljós sem e.t.v. er ekki minna marktækt en það sem mælt er. í Noregi og Bandaríkjunum er gerð krafa um að veðurathuganir séu gerðar með sjálfvirkum, sírit- andi mælum f mastri á fyrirhug- aðri byggingarlóð iðjuvers, í að minnsta kosti 1 ár. Tvö fyrirtæki, NILU í Noregi (Norska loftgæðarannsóknastofn- unin) og ERT í Bandarfkjunum (Umhverfisrannsóknir og tækni hf.) hafa gert tilboð í gerð svokall- aðrar dreifingarspár mengunar- efna, vegna fyrirhugaðs álvers við Eyjafjörð. Jörgen Schjoldager, starfsmað- ur NILU sem kom hér til vett- vangsskoðunar i vor, segir i skýrslu um sina ferð, að ef reisa a-tti nýtt álver f Noregi við svipaðar aðstæður og í Eyjafirði, yrðu þar lík- lega gerðar bæði mælingar með ferl- unarefnum og veðurathugunar- mastri í eitt ár. Ferlunarathugun felst í þvf að loft er merkt með efni sem hægt er að greina i mjög litlu magni. Á þann hátt er hægt að fylgjast með ferli loftmassa frá byggingarstað við mismunandi veðurfarsskilyrði. í tilboði ERT kemur fram, að á fyrirliggjandi gognum verði að- eins byggðar bráðabirgðatillögur um stærð verksmiðju sem svæðið þyldi (miðað við bandaríska staðla) en jafnframt verði gerðar tillögur um áframhaldandi veð- urfarsathuganir og hve lengi þær þurfi að standa. Það er mjög eðlilegt að hinir erlendu aðilar bendi á að veður- gagna þurfi að afla hér á bygg- ingarstað, þvi reiknilíkön þeirra gera væntanlega ráð fyrir því að svo sé gert. Almenningur stendur oft f þeirri trú að ef mælingum er beitt þá hljóti fullkomnar niðurstöður að fást. Allar mælingar á fyrir- bærum i náttúrunni eru meira og minna ófullkomnar, oft hafa margir óskyldir þættir áhrif á niðurstöður og því ber ekki að treysta þeim um of. Til þess að CASTILLO DE Santa Clara COMPLEJO TURISTICO TAll "2IJ >CIC TORREMOLINOS-MALAGA TO WHOM IT MAY COIICERir Thia is to certify tha-t no other Soandinavian TOUR OPHRATOR has got lower prices on oontracts than UTSYN TRAV7CL has in our establishment and with v;hom we mantein good relationship and'cooperation since many years ago. Torremolinos, 16 de Julio de 1984 ÍÍNERAL MANA031 ...................,' •„, .... 1 7T M*t$U I S$e& . d/SyA/. ~~ CSr/udth. i/z fí^r - Jfoo 26oo Af**.....3y**v........- ¦SHVQ vsoo TJk.TJ......................................... ÉftucLt- //2 r*( VJOQ l/OOO *pt»......_...........<*......A* ........M&_ _. ....................................60QV-. Sólarlandaferðir - Leiörétting „Allar mælingar á fyrir- bænim í náttúninni oru meira og minna ófull- komnar, oft hafa margir óskyldir þættir áhrif á niðurstöður, og því ber ekki að treysta þeim um of." auka marktækni mælinga eru þær t.d. endurteknar margsinnis, eða látnar standa yfir f langan tfma. Einnig er reynt að velja vandlega mælistaði með tilliti til skekkju- valda og þess sem byggja á á niðurstoðunum. Það er sjálfsagt hægt að áætla ölduhæð á Pollin- um út frá einum mæli sem væri fyrir utan Svalbarðseyri, en eðli- legra væri að mæla hana með 1—2 mælum á Pollinum sjálfum. Þær veðurathuganir sem hér eru nú gerðar nýtast væntanlega allar við gerð dreifingarspárinnar MEINLEG prentvilla varð í grein Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra Útaýnar, í blaðinu í gær. Viðkont- andi setning á að vera þannig: „Meðfylgjandi er yfirlýsing frá forstjóra glæsilegasta hótelsins íTorremoiinos, Santa Clara, þar sem hann staðfestir, að engin ferðaskrifstofa á Norðurlöndum njóti betri kjara en Útsýn. Verð- samanburður við samningsverð Spies fylgir einnig." — Blaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. anir tl þess að sjá hversu einkenn- andi mælingarárið júlí 1983 til júlí 1984 er fyrir veðurfarið. Ekki hef- ur komið fram að Veðurstofa ís- lands hafi gert tillögur um athug- anir í veðurmastri á byggingarlóð, þrátt fyrir að erlendis sé lögð mik- il áhersla á að svo sé gert. Á fundi (22/6 '84) samráðshóps (Staðarvalsnefnd og fulltrúar heimamanna) sem fjallað hefur lítillega um dreifingarspána, kom fram að Staðarvalsnefnd mælti með að tilboði NILU yrði tekið m.a. vegna þess að það væri um 800 þús. krónum ódýrara en tilboð ERT (1200 þús.) og það fé væri betur komið f framhaldsrann- sóknum. Þetta má túlka þannig að Staðarvalsnefnd telji eðlilegt að gerðar verði frekari veðurathug- anir, t.d. með mastri á byggingar- lóð. Niðurstöður um næstu áramót Nú hefur verið tekið tilboði NILU í gerð dreifingarspárinnar. í þvf kemur fram að skekkja í áætluðu magni mengunarefna sem falla til jarðar á hverjum stað verði 10—50%. NILU hefur einnig verið beðið að gera tillogur og kostnaðaráætlun um ferlunarat- hugun og mælingar f veðurmastri í eitt ár. Um áramót munu einnig væntanlega liggja fyrir einhverjar upplýsingar um magn brenni- groðri hér um slóðir. Þetta eni þær niðurstöður sem væntaniegar eru um næstu áramót. Með vorinu liggja væntanlega fyrir bráðabirgðaniðurstöður um áhrif mengunarinnar sem spáin (með 10—50% skekkju) bendir á að búast megi við og þá er ekki seinna vænna að hefja frekari veðurathuganir á byggingarlóð- inni, svo marktækari niðurstöður fáist. Niðurstöður: 1. A íslandi á ekki að gera minni kröfur um rannsóknir vegna mengunarhættu frá iðjuverum en gerðar eru f öðrum löndum. 2. Rannsóknir á að gera á þann hátt sem sérfræðistofnanir leggja til, ekki síst þær stofn- anir sem óskað er eftir að dragi ályktanir af gögnunum og mik- ilvægar ákvarðanir byggjast siðan á. 3. Heimamenn (íslendingar — Eyfirðingar) eiga að gera krðf- ur um að staðið verði að rann- sóknum á þann hátt að sem bestra gagna verði aflað. 4. Frá því að nánari veðurathug- anir hefjast á Dysnesi, liður væntanlega um IV. ár þar til ályktanir hafa verið dregnar af þeim mælingum. Þóroddur F. Þóroddsson erjard- frædingar, búaettur i Akureyri. Fuglarnir fljúga frækilega Bokmenntir Johann Hjálmarsson Stefán J. Fjólan: Ljóðakorn. Kostnaðarmaður: höfundur. Akureyri 1984. í bókarkynningu má lesa eftirfar- andi um höfund Ljóðakorna: „Stefán Jóh. Júlíusson er fædd- ur árið 1957 og er í Vatnsberanum. Hann hætti snemma f skóla, en er byrjaður aftur og farinn að fást við ljóðagerð. Hann hefur fengist við margt, en þó aðallega ekki neitt. Hann er sonur hjónanna Júliusar Bogasonar og Hrafnhild- ar Finnsdóttur og er þetta hans fyrsta bók." Stefán Jóh. Júlíusson kallar sig semsagt Stefán J. Fjólan og hefur nú sent frá sér þykka bók með ljoðum af ýmsu tagi. Það sem ein- kennir ljóð Stefáns er að þau eru skorinorð og stundum jafnvel hrottafengin. Þótt í þeim séu við- kvæmir strengir er karlmennskan það sem skiptir máli. Höfundur- inn segir heiminum til syndanna og spottar hann á óheflaðan hátt, en stundum með líkingamáli sem vekur eftirtekt. Það er uppruna- leiki og kraftur f tjáningu Stefáns, en eins og fleiri á hann margt eftir ólært Ijóðagerð. Bergið er meðal þeirra ljóða Stefáns sem eru myndræn og laus við yfirlýsingar í fútúrískum anda: Einmanalegt tré. Fuglarnir fljúga frækilega í suður til elskunnar sem bíður. Hrátt bergið stynur. Þessi blóm sem falla alltof fljótt þau ættu að skreyta himininn. Meðan ekkert er að gert við ágengni [óvinarins í svansh'ki ézt tréð upp af sorg. Engir skógarþrestir. Aðeins einstaka neyðaróp útúr berginu. Stefán kemst stundum hnytti- lega að orði. Til dæmis í Öld þar sem talað er um að timinn standi alltaf kyrr „meðan atburðarásin hleðst utan á hann/einsog armar ástsjúkrar skólastúlku/um kaldan trjábol". Ljóðinu lýkur á eftirfar- andi setningu: „í dagbók lifsins verður auða síðan æ flóknari skáldskapur." Ljóðakorn Stefáns J. Fjólans, æði misjöfn að gæðum, eru við- brögð hans við umhverfinu. Þau eru einlæg og ekta, minna fremur á blautan sjóvettling en hina si- gildu ljóðaflóru lslands. Hvað ger- ir það til? Hann syngur með sínu nefi. Vilt þú eignast frá bæran kappsiglara? Verð með seglum aðeins kr. 85.375.- Supernova lengd 4,55 breidd 3,20 fokka 6 fm stórsegl 12 fm vegur 91 kg. Benco Bolholti 4, Reykjavík sími 91-21945/84077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.