Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLf 1984 Fjalakötturinn minnkar með degi hverjum. Morgunbla&ið/JúHus. Samtökin Níu jtf um niðurrif Fjalakattarins: „Menningar- sögulegt slys u MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá samtökunum Níu lífum, þar sem bau lýsa yfir harmi sínum vegna pess, „að svo virðist sem eijandi Fjala- kattarins hafi stigið afd Jlaríkt skref í þá átt að rífa húsið." Fer fréttatilkynning samtak- anna hér á eftir: Samtökin Níu líf harma það mjög, að svo virðist sem eigandi Fjalakattarins hafi stigið afdrifa- ríkt skref í þá átt að rífa húsið. Samtökin hafa itrekað reynt að komast að samkomulagi við eig- anda hússins. Á fundi með eigand- anum 8. maí sl. lýsti hann fyrst yfir því, að húsið og lóðin væru ekki til sölu, en hins vegar myndi hann ekki ráðist i niðurrif að svo Flugvöllur í Borgarnesi BorgariKsi, 23. júlí. NOKKRIR nugáhugamenn i Borg- arnt-si hafa hafið gerð flugvallar í Kárastaðalandi skamint fyrir ofan Borgarnes. Enginn fhigvöllur er fyrir í Borgarnesi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar logreglumanns í Borgarnesi verð- ur þetta grasbraut, 500 m löng, en með möguleikum á lengingu. Er nú unnið að þurrkun og plægingu og vonaðist hann til að hægt yrði að sá i brautina í sumar. Theódór sagði að ekki væru neinar flugvél- ar í Borgarnesi, enda engin að- staða þar til en nokkrir menn hefðu sólópróf og fleiri volgir. Sagði hann að þessi hópur sem ynni að flugvallargerðinni myndi væntanlega stofna með sér félag um flugvöllinn þegar hann væri lengra kominn og jafnvel um byggingu flugskýlis og kaup á flugvél. Fyrsta lendingin á Kára- staðavelli átti sér stað fyrir skömmu er þar lenti véldreki frá Laxárholti á Mýrum. HBj. Eining segir upp Verkalýðsfélagið Eining á Akur- eyri sunþykkti samhljóöa á almenn- um félagsfundi, sem haldinn var í fyrrakvöld, að gefa stjórn og trúnao- armannaráði heimild til að segja upp launaliðum samninga frá og með 1. september. Tillaga kom fram um það á fundinum að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu um uppsögn samninga, en hún var felld með þorra greiddra atkvæða gegn 9. Milli 60 og 70 manns sátu fundinn. stöddu. Samtökin komu þá fram með tvær hugmyndir til bjargar þessu máli. Í fyrsta lagi að sam- tökin tækju húseignina á leigu til skamms tima, þannig að eigand- inn yrði ekki fyrir fjárhagsútlát- um vegna eignar sinnar. Hins veg- ar, ef stefnt yrði að niðurrifi eigi að síður, að því yrði hagað á þann veg, að fjalirnar yrðu ekki skemmdar, þannig að ekki yrði útilokaður sá möguleiki að hægt væri að koma húsinu upp aftur, þó að annars staðar yrði. Þessum hugmyndum var komið á fram- færi bréfleiðis, en formleg svör hafa aldrei borist. Af hálfu samtakanna liggur fyrir verkáætlun og fjárhagsáætl- un, ef þannig yrði staðið að verki, sem samtökin höfðu lagt til, en aldrei var gefið færi á í viðræðum um þessa hugmynd og ekkert vil- yrði af hálfu eiganda. f gær lýsti talsmaður eiganda yfir þvi, að ljóst væri, að ekki yrði komið til móts við sjónarmið samtakanna og að tilmælum þeirra yrði ekki svarað. Samtokin Níu líf harma það, að hér á sér stað menningar- sögulegt slys. Hlýtur að vera rétt — segir Birgir Einarson, hæsti skattgreiðandi í Reykjavík „ÞtrriA hlýtur að vera rétt, annars var ég rétt í þessu að frétta hvað ég hef í skatta, ég heyrði það í útvarp- inu," sagði Birgir Einarson, lyfsali, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvernig honum litist á þau opinberu gjöld er honum er gert að greiða, en hann er skatt- haesti einstaklingurinn í Reykjavík. „Mér líst ekki beint vel á að borga, én síðasta ár var ágætt fyrir okkur lyfsala — mikil sala. Hins vegar getum við ekki, vegna þess að við rekum lyfjabúðirnar í eigin nafni, lagt neitt til hliðar, í sjóði líkt. og hlutafélög geta gert. Og okkur er meinað að stofna hlutafélög um lyfjasölur. Þá er lyfsölum einnig bannað að færa eigin laun á rekstrarkostnað, þannig að það má alltaf búast við háum sköttum," sagði Birgir Ein- arson að lokum. „Ég er tiltolulega ánægður, enda hef ég undanfarin ár verið með skatthæstu einstaklingum í Reykjavík, þó aldrei eins hár og nú. Ég hef aldrei séð eftir pening- um í almennan þjóðarrekstur," sagði Gunnar Snorrason, kaup- maður, er blaðamaður Morgun- blaðsins innti hann eftir áliti hans á þeim sköttum sem lagðir Birgir Einarson voru á hann, en Gunnar er annar skatthæsti einstaklingurinn i Reykjavík. „Annars sýnir þetta að Hóla- garður, verslunin sem ég rek, stendur á traustum grunni, enda hefur fólk kunnað að meta þá þjónustu, sem þar er til staðar. Það eina, sem ég hef út á álagn- inguna að segja er aðstöðugjald- ið, sem er veltuskattur, alls óháð Gunnar Snorrason því hver hagnaður fyrirtækish.s er. Og sá skattur sem mér og starfsbræðrum mínum e. *ert að greiða, skattur á ver; n og skrifstofuhúsnæði, er innig ranglátur þó núverandi fjá íála- ráðherra hafi lækkað hann. ^á vil ég einnig benda á að verslunin greiðir 3te% launaskatt, sem er mun hærra en aðrir þurfa að greiða. Álögð gjöld á Reykjanesi hækka um 52.63 % milli ára ALÖGÐ gjöld í Reykjaneskjördsmi hækkuðu um 52,63% á milli ára, og nema alls um 2,2 milljörðum króna. Ólafur Björgúlfsson tannlæknir er hæsti skattgreiðandinn með samtals 2.973.064 krónur. í ððru sæti er Guð- bergur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri, með 2.333.933 milljónir króna. Fast á eftir eru Benedikt Sig- urðsson, Keflavfk, Sverrir Magnús- son, Garðabæ og Matthías Ingi- bergsson, Kópavogi. Alagning á einstaklinga er um 1,8 milljarður króna, en lögaðilum er gert að greiða rúmar 385 millj- ónir króna. Fjöldi lögaðila er 1.714 en einstaklingar eru 40.802, þar af 2.189 börn undir 16 ára aldri. Stúlka slasast í Loðmundarfirði Scyðisririi, 24. júli. UNG stúlka slasaðist í Loðmund- arfirði seinnipart sunnudagsins, er hún féll af hestabaki. Hjálpar- beiðni barst til Seyðisfjarðar og fóru félagar úr björgunarsveitinni Isólfi og læknir með hraðbát á staðinn. Stúlkan var flutt inn til Seyðisfjarðar og síðan á sjúkrahús í Reykjavík. Líðan hennar er eftir atvikum. ólafur Már. Við erum komnir í Olytnpíu- liðið FUJI-liðið er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympiu- leikanna í Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur í sambandi við Olympíuleikana 1984. Á Olympíuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - i þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOR HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litrikari myndir en áður hefur pekkst. Nýja FUJICOLOR HR filman markar timamót i litfilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Þess vegna á FUJI vel heima á OLympiuleik- unum - því þar eru aðeins þeir bestu. .OffíáalFHmaf -. —~ | theLosAnge/es Wm J9840ympics Q&P L A OtfmeK Symöol* C íWO L A 0*r Com TM FUJI PHOTO FILM CO, LTD. Tokyo, Japan \>1983 / Nv ¦ m W HK3H RESOLUTION SZIw~** FUJICOLOR EÖEHIEŒQlEE 111 m ð HR100/HR400 SKIPHCXTI 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.