Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 Austurblokkin mætir ekki til leiks — fjöldi frábærra íþróttamanna situr heima „Olympiuleikar én kommún- ista eru eins og brúökaup án brúðar," sagöi hlauparinn Flor- ence Gritfith. Carol Lewis líkir þeim við hvert annao stórmót og enn annar viidi líkja þeim viö deildarkeppni í amerfskum fótbolta án „Green Bay Pack- ers". Utilokað er aö mæla ná- kvæmlega þann skaöa sem hlýst af því aö austantjaldsríkin verða ekki meöal þátttakenda í Los Angeles í júlí. En þaö er Ijóst aö skaðinn heföi ekki orðið eins stór ef einungis Sovétríkin hefðu dregiö sig til baka. Þeir hugðu á glæsta sigra en fjarveru þeirra veröur án efa sárast saknað í fimleikum, handknattleik, blaki, kraftlyftingum og glímu. Verst þykir aö fleiri ríki fóru að dæmi Sovétríkjanna og hættu viö þátt- töku. í mörgum greinum þótti lið Búlgaríu jafn sigurstranglegt og Rússanna Má þar nefna kraft- lyftingamenn, glímumenn og kvennaliö í fimleikum. Líklega veröur þó Austur- Þjóöverjanna saknað hvaö mest, einkum í frjálsum íþróttum kvenna, hjólreiðum og sund- keppni kvenna An þátttöku austantjaldsríkjanna verða Ólympíuleikarnir aöeins svipur hjá sjón. Sergei Bubka, sem er um tví- tugt og talinn besti stangar- stökkvari heims og beitir stöng- inni á hreint undraverðan hátt og setur hvert heimsmetið á fætur öðru, verður ekki meðal þátttak- enda. Þá veröur og fjarverandi hin 33 ára tékkneska hlaupakona Jarmila Kratochvilova sem vakti óskiþta athygli sl. sumar í Hels- inki fyrir góðan tíma í 400 metra hlaupi en þó enn meira fyrir hversu karlmannleg hún var í út- liti. Þetta leiðir til þess að Banda- ríkjamenn munu næla sér í fleiri verðlaun en efni stóðu til og þar verður án efa hart barist. Gull án dýröar Hin spennandi keppni í Hels- inki sl. sumar milli hinnar frá- bæru Mary Decker, 25 ára og hinnar smávöxnu en spretthörðu rússnesku stúlku Zamira Zaits- eva, 31 árs, verður ekki endur- tekin á Ólympíuleikunum í sumar. Decker, sem heföi aö öllu óbreyttu getað orðið enn meiri hetja í haröri keppni gegn sov- éskum hlaupurum, verður nú án veröugra andstæöinga. Spretthlauparinn Evelyn Ash- ford, 27 ára, veröur einnig ein þeirra sem mun hlotnast gull- verðlaun án dýrðarljóma. Ein af þremur greinum sem hún hugöist taka þátt / var 100 metra hlaup gegn erkióvinínum frá Austur- Þýskalandi, Marlies Göhr, 26 ára, sem er heimsmethafi í greininni. Þegar þær kepptu í Helsinki sigraöi Göhr en Ashford lá eftir í sárum kvölum vegna tognunar. Engar stjörnur — ekkert stríd Slík keppni veröur ekki á boðstólum í Los Angeles. En ef mönnum finnst hjákátlegt aö hugsa til þess aö stjörnur keppi viö sjálfar sig einvörðungu ber hinum sömu aö huga að þeim fjölmörgu kvennagreinum sem verða án stjarna og án stríðs. f 100 og 400 metra grindahlaupi Ólympíuleikunum í hástökki þar sem fyrrverandi ballettdansmær, Tamara Bykova, veröur ekki meðal keppenda eða í keppni í kringlukasti án austur-þýska meistarans Martina Opitz. Þaö er ekki einungis í greinum frjálsíþrótta sem kvenfólks meö- al austantjaldsíþróttafólks veröur sárt saknað. Sovéska körfu- boltaliöiö, meö hina hávðxnu Heimsmeistarinn f sleggjukasti Sergei Litvinov 26 ára gamall Sovétmaour hefur kaatað vel f sumar. Hann mætir ekki. Sömu sögu er aö segja varö- andi fimleika og bogfimi kvenna; þar verða þær þestu fjarri góðu gamni. Þó veröur skaröiö hvaö stærst í sundgreinum þar sem austur- þýsku stúlkurnar Astrid Strauss, Anke Sonnenbrodt og Ina Kleber hefðu aö öllum líkindum sópaö til sín öllum verölaununum. í sérflokki Hvaö karlagreinar áhrærir er skaðinn ekki eins mikill, eða virð- ist ekki ætla aö verða þaö fyrst og fremst vegna hins 22 ára Bandaríkjamanns Carl Lewis sem þótti öruggur um fjóra verö- launapeninga þó svo aö hinar þjóðirnar hefðu ekki hætt viö þátttöku. Lewis er í sérflokki í langstökki og í 100, 200 og 400 metra hlaupi virðist enginn honum fremri. Austur-Þjooverjar eiga f rábæra frjálaiþróttamenn og konur. Marlies Göhr þriðia fré hasgri er fótfráasta kona heims. Boohlaupssveit kvenna fré A-Þýskalandi é heimsmetiö í greininni. Fimleikalandsliö Sovétmanna vann heimsmeistaratitilinn 1983 eftir harða keppni við Rúmeníu. Fim- Mkastúlkur frá Austur-EvrófNi eru þær bestu heiminum í dag. Þær veroa allar fjarverandi. t.d. hefur austurblokkin tilkynnt að hún vilji 10. eða 15. sætið fremur en þaö næstbesta. Meöal keppenda veröur þó 23 ára stúlkan frá Tansaníu, Sharrieffa Finninninchirrio Barksdale. En því er ekkí aö neita aö dauflegt verður aö mæta til keppni á Ulyana Semenova í þroddi fylk- ingar, var meðal þeirra liða sem menn hlökkuöu til aö sjá en nú verður þaö væntanlega bandai - íska liðið sem hlýtur gullverö- launin án nokkurra átaka. En þaö er Cheryl Miller, besta leikmanni bandaríska liösins, engln huggun Anatoly Pisarenko besti lyftingamaður Sovétmanna heföi verið f fararbroddi besta lyftingalandslios heims ef hann hefði mætt á leikana f LA. Sovétmenn eiga f jöldann allan af heimsmetum í lyfft- ingum. Reyndar var það einungis í 20 km og 50 km göngu og hinu hræöilega 10.000 metra hlaupi sem kommúnistaríkin eygðu von um gullverölaun. i sundíþróttinni átti aðeins einn Sovétmaöur mðguleika á verölaunum. Þar einoka Banda- ríkjamenn svo til allar greinar. Getgátur hafa verið á lofti um þaö aö ein ástæöan fyrir því aö Sovétmenn drógu þátttöku sína tll baka væri sú aö þeir stæöu ekki eins framarlega nú og svo oft áöur í hinum ýmsu greínum íþrótta og þeir séu síður en svo ánægðir meö þaö. Hins vegar er mjög bagalegt aö þjóð eins og A-Þýskaland skuli ekki mæta til leiks. A-Þjóöverjar eiga íþrótta- menn í fremstu röö í svo ótal mörgum greinum og heföu sóp- aö til sín verölaunum í Los Ang- eles ef dæma má af frammistöðu íþróttafólks þeirra aö undan- förnu. Sér í lagi eru þeir sterkir í frjálsum íþróttum og knattleiks- íþróttunum, knattspyrnu, hand- knattleik og blaki. En margir íþróttamenn eru al- veg sáttlr við að þjóðir frá Austur-Evrópu takl ekki þátt í leikunum. Þeir segja aö þaö sem skipti máli séu gullverölaunin. Og gullverölaun á leikunum eru reyndar þaö sem skiptir mestu máli í brjóstum flestra íþrótta- manna sem þar keppa. því hún vildi veröskuldaöan sig- ur. „Maöur leggur hart aö sér viö æfingar og langar til aö keppa viö þann besta," sagöi hún fyrir nokkru. „Og nú veröur einn af þeim bestu ekki meöal þátttak- enda." SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 I HÚSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þlnum framkallast og kópíerast á 60 mlnútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráöfært þig við okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekið betri myndir. Opió frá kl. 8—18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.