Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 1

Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 175. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Trausts- yfirlýsing Rómaborg. 1. ágúst AP. RÍKISSTJÓRN Bettino Craxi for- sætisráðherra ftalíu fékk traustsyf- irlýsingu neðri deildar þingsins í kvöld, er hún lagði tillögur sínar í efnahagsmálum fram. Voru þ*r samþykktar með 336 atkvsðum gegn 228. Víst er að tillögurnar verða samþykktar í efri deildinni á morgun, fimmtudag, stjórnin á þar tryggan meirihluta. Flugránið: Enn við það sama í Teheran Teheran, 1. ágúst. AP. BOEING 737-farþegaþota franska flugfélagsins Air France sem þrír menn rændu í g*r og lenti í Teheran í nótt, var þar enn síðast er fréttist og var óljóst hver framvinda málsins yrði. R*ningjarnir höfðu Iftið annað aðhafst en að heimta mat og drykk og biðja um eldsneyti á þotuna. Þeir slepptu 4 gíslum af 64, tveimur kon- um og tveimur börnum sem öll veiktust Það var margt á huldu varðandi ránið í dag, tveir öfgahópar Mohameðstrúarmanna lýstu ábyrgðinni á hendur sér, en ræn- ingjarnir sjálfir staðfestu ekkert slíkt. írönsk stjórnvöld sögðust ekki myndu hefja samningavið- ræður að fyrra bragði. „Við ætluð- um ekki einu sinni að leyfa þeim að lenda í Teheran, en létum und- an er þeir hótuðu að sprengja þot- una í loft upp að öðrum kosti," sagði ónafngreindur talsmaður stjórnvalda. Ein kvennanna sem sleppt var, sagði ræningjana mjög rólega og yfirvegaða í aðgerðum sínum. Þeir væru allir vopnaðir handsprengj- um. Hin sagði það hafa verið fyrsta verk þeirra, að safna saman öllum vegabréfum farþega. tti i • * i * aimamyna Ar. Hlutskipti soveskra borgara Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutskipti sovéskra borgara hvað varðar Ólympíuleikana í Los Angeles. Að skoða litmyndir í glugga sendiráðs Bandaríkjanna í rigningunni í Moskvu. Loftárás ísraela á PLO-stöðvar Tel Atív, I. ágúst AP. ÍSRAELSKAR herþyrlur gerðu í dag árásir á stöðvar PalestinuskKruliða í líbönsku hafnarborginni Trfpólí. Er þetta í fyrsta skipti sem ísraelar nota þyrlur, oft áður herþotur. Talsmenn ísraelska hersins sögðu að árásin hefði „heppnast vel“ og allar þyrlurn- ar hefðu skilað sér heim á ný eftir að hafa „h*ft skotmörk sín“. Ekkert var greint frá mannfalli í röðum Palestínumannanna, sem eru í sveitum Abu Moussa, þeim er reyndi hvað ákafast með hjálp Sýr- lendinga að ryðja Yasser Arafat leiðtoga PLO úr vegi. Israelsmenn sögðu árásina hafa verið lið í stefnu þeirra að ráðast á skæruliða hvar sem er og hvenær sem er til að spilla skipulagi þeirra og hernað- arstyrk. Sögðu þeir að fjöldi skæru- liða PLO hefðu hafst við þarna með bæði vélbáta og vopn, en stöðina, sem er við sjávarsíðuna, hafi þeir notað sem heimahöfn tii árása á ísrael af sjó. Forseti íslands, frú Vigdfs Finnbogadóttir, flytur ávarp við embættistökuna f Alþingishúsinu í gsr. Ljósm. Mbl. Arai Sjpberg. Vigdís Finnbogadóttir sett í embætti forseta öðru sinni Vigdís Finnbogadóttir, í samtali við blaðamann Mbl. að lokinni at- höfninni í gær. Hún sagði að það hefði ekki verið erfitt að taka ákvörðun um að gefa kost á sér á ný í embættið. „Það er erfitt að skorast undan að halda slíku starfi áfram þegar maður finnur svo sterkt að þess er óskað," sagði hún. Viðstaddir athöfnina voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, alþingismenn, dómarar Hæstaréttar, embættismenn, er- lendir gestir og fleiri. Sjá nánar ávarp forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, og ræðu séra Ólafs Skúlasonar, vígslubiskups, í miðopnu. FORSETI ÍSLANDS, frú Vigdís Finnbogadóttir, var sett í embstti öðru sinni í g*r. Athöfnin hófst klukkan 15.25 er forsetinn gekk úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna ásamt handhöfum forsetavalds, Þór Vilhjálmssyni, forseta Hsstaréttar, Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, sem gegnir emb- stti forsætisráðherra f fjarveru Steingríms Hermannssonar, og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, forseta sameinaðs þings. Guðsþjónustan i Dómkirkjunni hófst með því að Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, lék Ostinato et fughetta eftir Pál ís- ólfsson. Séra Ólafur Skúlason, vígslubiskup, flutti ræðu og bland- aður kór söng undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar. Að lokinni guðsþjónustu var gengið úr Dómkirkjunni yfir í Al- þingishúsið þar sem Dómkórinn söng Land mins föður landið mitt eftir Jóhannes úr Kötlum og Þór- arin Guðmundsson. Þór Vil- hjálmsson, forseti Hæstaréttar, lýsti síðan forsetakjöri og útgáfu kjörþréfs. Þá mælti hann fram eiðstafinn sem frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti fslands, undir- ritaði. Að því loknu gekk hún fyrir forseta Hæstaréttar, sem afhenti henni kjörbréf. Þá gekk forsetinn fram á svalir Alþingishússins og minntist ættjarðarinnar. Forset- inn flutti síðan ávarp, en athöfn- inni lauk með því að Dómkórinn söng þjóðsönginn. „Það sem mér er efst í huga að loknum þessum fjórum árum í embætti forseta íslands er að fyrst og síðast finn ég til enn dýpri vináttu til þjóðarinnar en áður. Mér mæta hlý andsvör og hlýtt viðmót hvar sem ég fer og fólk sýnir mér allt það bésta sem það á,“ sagði forseti íslands, frú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.