Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Með auknu frelsi er
stefnt að jafnvægi
í peningamálum
- segir Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra
„ÞAÐ HEFUR frá upphafi verið eitt
af meginmarkmiðum ríkisstjórnar-
innar að koma á jafnvægi í peninga-
og lánamálum. Þessar aðgerðir þjóna
öðru fremur þeim tilgangi að draga
úr ofþenslunni og varðveita þann
efnahagsárangur, sem unnist hefur á
fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar,“
sagði Matthías Á. Mathiesen við-
skiptaráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann var spurður um
markmiðin með aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar í peninga- og lánamál-
um, sem kynntar voru ásamt aðgerð-
um í sjávarútvegi og ríkisfjármálum í
fyrradag.
Matthias sagði að ýms teikn hefðu
verið á lofti að undanförnu er valdið
hefðu mönnum áhyggjum yfir fram-
vindu efnahagsmála. Innflutningur
hefði þannig aukist verulega og
horfur því verið á meiri viðskipta-
halla en vonir stóðu til. Þá hefði
borið á mikilli eftirspurn eftir
lánsfjármagni og bankarnir freist-
ast til að fjármagna lánveitingar
sínar með erlendum lántökum.
Þetta, ásamt vanda sjávarútvegsins,
hefðu verið brýnustu úrlausnarefn-
in nú um stundir í íslenskum þjóð-
arbúskap.
„Með hinu aukna svigrúmi til
vaxtaákvarðana er í raun verið að
færa innlánsstofnanir til aukinnar
ábyrgðar á framvindu peningamála.
Vextir munu nú i fyrsta sinn ráðast
af framboði og eftirspurn f stað
opinberrar vaxtaákvörðunar. Það er
skoðun mfn, að þetta muni skjótt
leiða til stöðugleika i peninga- og
lánamálum," sagði Matthías. Hann
bætti því við, að fyrsta skrefið hefði
verið stigið inn á þessa braut á sfð-
astliðnum vetri. Þá fengu innláns-
stofnanir, svo sem kunnugt er, i
kjölfar rýmkaðrar heimildar til
gjaldeyrisverslunar takmarkaða
heimild til vaxtaákvörðunar. „Það
leiddi til mikilla hagsbóta fyrir
sparifjáreigendur," sagði Matthías
A. Mathiesen.
En aðgerðirnar i peninga- og
lánamálum fela f sér fleira heldur
en aukið frelsi innlánsstofnana i
vaxtamálum: „Það verður hert á eft-
irliti með erlendum lántökum við-
skiptabankanna. Jafnframt verða
settar ákveðnari reglur um viðskipti
innlánsstofnana við Seðlabankann
er miða að þvi að koma í veg fyrir
skuldasöfnun og veita aukið aðhald í
útlánum," sagði Matthias ennfrem-
ur. Þá vék hann að innlánsbindingu
og breyttu fyrirkomulagi afurða-
lána: „Það er skýrt tekið fram í yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar að heim-
ildin til aukinnar innlánsbindingar i
Seðlabankanum verði ekki notuð til
að skapa grundvöll nýrra lána úr
bankanum. Ætlunin er að nota
þessa heimild ( áföngum til að
greiða fyrir þróun millibankamark-
aðs og til þess að innlánsstofnanir
geti veitt sjávarútveginum nauð-
synlega fyrirgreiðslu við núverandi
aðstæður, án þess að valda þenslu."
Loks sagði Matthias Á. Mathiesen
viðskiptaráðherra: „Að undanförnu
hef ég látið vinna að endurskoðun
afurðalánakerfisins. Þessi vinna
hefur farið fram i Seðlabankanum.
Frá upphafi hefur verið að því
stefnt, af hálfu þessarar ríkisstjórn-
ar, að afurðalánin verði færð úr
Seðlabankanum og til viðskipta-
bankanna. Þessi kerfisbreyting er
nú að komast á lokastig.
Eg vona að þessar ráðstafanir
verði til þess að auka stöðugleika
efnahagslífsins og bæta stöðu sjáv-
arútvegsins. Þessi undirstöðuat-
vinnugrein hefur orðið að glfma við
rekstrarerfiðleika, sem ekki sfst
stafa af þeim slæmu skilyrðum, sem
henni hafa verið búin á undanförn-
um árum. Segja má, að með hinum
nýja efnahagsaðgerðum sé verið,
með auknu frelsi, að stuðla að jafn-
vægi í peningamálum og bæta stöðu
sjávarútvegsins."
Á þessari mynd sést annar hljómsveitarpallurinn af tveimur sem verið er að reisa úti f Viðey.
„Viðeyjarhátíðin vel skipulögð“
— segja forsvarsmenn hátíðarinnar
„ÞAÐ gekk seint að fá leyfi en við
erum búnir að yfirstíga alla erfið-
leika og fullnægja öllum þeim skil-
yrðum sem okkur hafa verið sett,
og við höfum fengið mjög góða af-
greiðslu hjá stofnunum," sagði
Magnús Kjartansson, þegar blm.
hitti hann og Hafstein Sveinsson
og Eggert Sveinbjörnsson, en þeir
eru forsvarsmenn Viðeyjarhátíðar-
innar sem verið er að undirbúa af
fullum krafti.
Töluvert hefur verið gagnrýnt
að halda hátíð úti í Viðey um
verslunarmannahelgina og hefur
gagnrýnin aðallega beinst að ör-
yggismálum og einnig að þvi að
Viðey er sögustaður, sem vert er
að varðveita vel.
„Hátíðin er langt frá Viðeyj-
arstofu og það ætti ekki að vera
nein hætta á ferðum, austurhluti
eyjarinnar þar sem hátíðin er
haldin var mjög sóðalegur áður
og nánast eins og ruslahaugur,
núna hefur verið tekið til hendi
og er ánægjulegt að sjá hve sá
hluti eyjarinnar hefur breytt um
svip. Þetta hefði auðvitað átt að
gera miklu fyrr.
Ég óttast ekki að vandræði
verði með flutninga á fólki til og
frá eyjunni, ég hef fengið stóra
báta til þess og margt fólk, og
skipulagið verður gott,“ sagði
Hafsteinn, en hann hefur séð um
ferðir út í eyju undanfarin ár.
En hvað um öryggi út i Viðey?
„Hjálparsveit skáta verður
með sjúkratjald á svæðinu og 4
læknar verða á vöktum þar, þeir
hafa líka báta til taks ef eitthvað
kemur fyrir. Við verðum einnig
með báta sem fylgjast með fjör-
unni. Við höfum sem sagt reynt
að skipuleggja hátíðina eins vel
og kostur er,“ svaraði Magnús,
þegar hann sýndi blm. aðstöðuna
úti i eynni.
Flugeldasýning verður í Viðey
í kvöld og annað kvöld kl. 12 á
miðnætti, en hátfðin byrjar á
föstudag. Á laugardaginn verður
brenna, en í hana hefur verið
safnað því drasli sem var á
svæðinu áður.
Dregið úr lánum til íbúðakaupa
— segir Magnús Axelsson, formaður Félags fasteignasala
„ÞAÐ SEM mestu skiptir fyrir fasteignamarkaðinn er að sett er fram ákveöin
stefna í útlánum innlánsstofnana, það er að draga úr lánum til neyslu og
almennra fjárfestinga og þannig draga úr lánum til þeirra sem eru að kaupa
íbúðarhúsnæði," sagði Magnús Axelsson, formaður Félags fasteignasala er
blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir hugsanlegum áhrifum aðgerða í
peninga- og vaxtamálum, á fasteignamarkaðinn, sem ákveðin voru fyrir tveim
dögum.
„Það gefur auga leið að það að
draga úr lánum til einstaklinga,
hefur áhrif á þennan markað því
geta manna til fjárfestinga minnk-
ar. Hins vegar á það eftir að koma
f ljós á hvern hátt bankarnir beita
því frjálsræði er þeir hafa fengið
til vaxtaákvarðana og þess vegna
of snemmt að segja til um hvaða
áhrif það kann að hafa. En burtséð
frá þessu, þá er mikil samkeppni
um sparifé landsmanna nú þegar,
t.d. ríkisskuldabréf og rfkisvíxlar
er keppa við bankana.
f aðgerðunum í peninga- og lána-
málum er gert ráð fyrir að tryggja
með samningum nauðsynleg verð-
bréfakaup lífeyrissjóðanna til að
fullnægja íbúðalánakerfinu, ég get
aftur á móti ekki séð, við fyrstu
kynni, hvernig þetta á að ganga
upp. Margir lffeyrissjóðir hafa ekki
einu sinni getað staðið við að verja
ákveðnu hlutfalli af sínum fjár-
munum til kaupa á skuldabréfum
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Eins
og þetta er sett fram get ég ekki
séð annað en verið sé að draga úr
íbúðarlánum," sagði Magnús Ax-
elsson að lokum.
Svíar viðurkenna ekki íslenzkar nafnvenjur:
Verður barnið að heita
Einar Vilhjálmsdóttir?
íslenzk hjón í deilum við sænsk yfirvöld
Lundi, Nvíþjóð, frá Pétri Péturssyni
frétUritara MorjfunblaÖHÍnH.
TVÆR íslenskar fjölskyldur hér í
Lundi eiga nú I streði við sænsk
yfirvöld út af skrásetningu barna
sinna nýfæddra. Foreldrarnir vilja
að sjálfsögðu samkvæmt íslenskri
venju- og fornri norrænni að auki
— láta börnin fá nafn föðurins
sem eftirnafn. Þetta hefur hingað
til þótt sjálfsagt mál hér og það er
ekki fyrr en nú á þessu ári að
skrásetningaryfirvöld setja stólinn
fyrír dyrnar að þessu leyti og vitna
í lög frá 1982, sem kveða á um það
að Norðurlandabúar, nýfæddir og
búsettir í Svíþjóð skuli fá sama
eftirnafn og annað foreldrið. Það
þykir nú mikið frelsi í lög leitt að
fá að taka upp eftirnafn móður
sinnar.
Það sem furðulegast er, er það
að íslenska dómsmálaráðuneytið
virðist hafa fengið drög að þessu
frumvarpi til umfjöllunar, en
ekki gert neinar athugasemdir.
Fyrsta barn þeirra Hafdísar
Vilhjálmsdóttur og Gríms
Kjartanssonar fæddist 2. mars
sl. og stuttu seinna fengu þau,
eins og aðrir, eyðublað með póst-
inum, þar sem þeim bar að rita á
nafn barnsins, fornafn og eftir-
nafn. Eftir nokkra daga kom svo
bréf aftur frá skráningarskrif-
stofunni í þeirri sókn sem þau
tilheyra, þar sem það var sagt
stutt og laggott, að nafnið sem
þau höfðu valið barninu, Einar
Grímsson, væri ólöglegt, en boð-
ið upp á tvo valkosti. Einar
Vilhjálmsdóttir eða Einar
Kjartansson. Tekið var fram í
bréfinu að foreldrarnir gætu
innan þriggja vikna kært þenn-
an úrskurð til næsta dómsstigs i
málinu sem er stiftskrifstofan i
Lundarstifti (domkapitlet). For-
eldrunum varð að sjálfsögðu bilt
við, sérstaklega hinni ungu móð-
ur, en ekki var um annað að
ræða en áfrýja þessum dómi.
Líður nú og bíður og ekki kemst
Einar litli á skrá, en nú fyrir
nokkrum dögum kom bréf frá
stiftsskrifstofunni sem var á
sömu bókina lært, Grimsson var
enn ólöglegt. Vitnað var í lögin
sem tækju af allan vafa í þessu
efni.
í bréfinu var ennfremur
ábending um það að foreldrarnir
gætu áfrýjað þessum úrskurði til,
næsta aðila, yfirréttarins í
Gautaborg.
I stuttu samtali við fréttarit-
ara Morgunblaðsins sagði Haf-
dís að ekki kæmi annað til
greina en að kæra þetta mál
áfram því að á meðan kæra er í
gangi verður ekkert fast í kerf-
inu um nafn drengsins. Ekki
væri heldur að vita hvort nafn
drengsins fengist rétt skráð eftir
að þau flyttust heim til Islands
ef það væri einu sinni komið vit-
laust inn í þjóðskrána hér í Svi-
þjóð.
Það er einnig einkennilegt við
þetta mál að lögin gilda aðeins
um Norðurlandabúa með lög-
heimili í Svíþjóð. Aðrir innflytj-
endur geta ráðið eftirnöfnum
barna sinna eftir sem áður þó
Hafdís Vilhjálmsdóttir með soninn Einar sem ekki fær að bera nafn
föður síns, Gríms, sem eftirnafn. Til hægri á myndinni er annar ungur
íslendingur búsettur í Lundi sem á við svipað vandamál að etja.
þau falli ekki alveg að sænska
nafnakerfinu. Þar sem Norð-
menn, Danir og Finnar hafa
svipað nafnakerfi og Svfar eru
íslendingar að þessu leyti settir
hjá og í raun órétti beittir.
Nafngiftir eru hluti af sjálfsvit-
und einstaklingsins og menning-
ararfleifð hans. Þessar aðferðir
sænskra yfirvalda eru í algjörri
mótsögn við þær yfirlýsingar
sem fram eru settar í sænsku
innflytjendalögunum. Þar segir
að innfíytjendur eigi sjálfir að fá
að velja um það hvort þeir taki
upp sænskar siðvenjur eða haldi
fast við siði heimalands síns.
Það er verðugt verkefni fyrir
stjórnmálamenn og embættis-
menn á samnorrænum fundum
að kippa þessu i lag.
Á meðan er vissara fyrir ís-
lenskar mæður að láta skrá börn
sín heima. Hafi þær bréf upp á
það eru engin vandkvæði að
koma réttu nafni í skrár hér. Því
má bæta við, að ef nýfætt barn á
eldra systkini af sama kyni fæst
það skráð á sama hátt.