Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 17

Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 17 Vegna bréfs sem NT neitaði að birta — eftir Jón Rafn Guðmundsson lUfn»rfírði, 31. júlí 1984. Til ritstjóra Morgunblaðsins. 1 blaðinu NT, þann 16. júlí sl., er viðtal við Hallgrim Sigurðsson, framkvæmdastjóra, framreitt fyrir lesendur þess blaðs sem „frétt“ í tilefni af því, sem haft var eftir mér í Morgunblaðinu 15. júli. Af þessu tilefni skrifaði ég Magnúsi ólafssyni, ritstjóra, bréf, sem ég óskaði að fá birt i NT, og hafði hann góð orð um, að það myndi birtast í því blaði sl. laug- ardag eða mánudag. Nú er hins vegar komið i daginn, að mér er meinað að bera hönd fyrir höfuð mér í því blaði, sem auglýsir sig sem málsvara frjálslyndis, samvinnu og félgshyggju, því Magnús Ólafsson hefur endanlega hafnað birtingu bréfsins. Þess vegna bið ég yður að birta þetta bréf i Morgunblaðinu. Það er rangt, sem NT sagði sjálft 16. júli, að ég hafi „hótað málssókn vegna afskipta Hall- gríms af Endurtryggingunni“. Það, sem ég sagði við blaðamann Morgunblaðsins, var allt öðruvísi orðað. Eg skildi þá ekki, hvers vegna „frétta“-maður NT gat ekki haft hlutina rétt eftir, og taldi, að hann hefði átt að vanda sig betur. Þetta sagði ég í bréfi minu til Magnúsar ólafssonar, og enn- fremur, að ég ætlaði ekki að erfa þetta við NT, þar sem ég liti á þetta sem hvert annað slys i blaðamennsku. Eftir að mér er ekki veitt rúm á siðum „málsvara frjálslyndis", hlýtur að hvarfla að mér, að ekki hafi verið um slys að ræða, heldur ásetning. í viðtalinu i NT var haft eftir Hallgrími: „Þetta er nú ekki í fyrsta skipti, sem hann hefur hótað að fara i mál við mig. Ég væri manna fegn- astur, ef hann hefði kjark til þess að kæra mig. En ef hann heldur áfram þessum persónulegu svi- virðingum, eins og fram kom í þessari grein, þá neyðist ég nátt- Jón Rafn Guðmundsson úrlega til þess að fara i meiðyrða- mál við hann.“ Ég held nú, að það þurfi engan kjark til að kæra menn yfirleitt, og kannski sízt Hallgrim Sigurðs- son, en e.t.v. kærir hann sig sjálf- ur með þeim gapuryrðum, sem hann missir út úr sér, en maður- inn er m.a. þekktur að því að hafa það sem grundvallaratriði i hegð- an sinni að „framkvæma fyrst og ræða svo málin á eftir“. Hann hugsar þá ógjarnan út i það, hvaða aðila hann gæti meitt, fremur en fyrri daginn, t.d. stjórn- armenn Samvinnutryggingafélag- anna. Eftir þessum tilvitnuðu orðum hans hér að framan að dæma, virðist hann telja það persónu- legar svívirðingar, ef skýrt er frá staðreyndum um gerðir hans og maður lætur í ljósi álit það, sem maður hlýtur að fá á honum við margra ára kynningu í samstarfi við hann innan Samvinnuhreyf- ingarinnar. Ég mun ekki láta af að segja sannleikann um hann og gerðir hans, og til þess að hann geti „neyðzt til að fara í meiðyrðamál" við mig, vil ég ítreka allt það, sem Sveinn Guðjónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, hafði eftir mér um Hallgrím Sigurðsson 15. júlí sl. og birtist í Morgunblaðinu. Með þðkk fyrir birtinguna. Jón Rnfn Guðmundsaon er trygg- ingnriðgjnli lýrir Snmbnndið og Snmrinnubreyfingunn. Úlfaþytur á Grænlandi ÚLFAR eru i Grænlandi á ný. Eftir nær hálfa öld, sem liðin er án þess sést hafi til úlfa, er nú vissa fengin fyrir tilvist þessara grimmu dýra í norðausturhluta landsins. Líffræð- ingar halda því fram, að úlfarnir séu þangað komnir frá Kanada. Starfsmenn i veðurathugun- arstöðinni i Danmarkshavn á austurströndinni hafa orðið varir við þá og einnig hefur þeirra orðið vart i grennd við Thule á vestur- ströndinni. Síðan í júníbyrjun hafa dýrin komið reglulega til veðurathugun- arstöðvarinnar í Danmarkshavn. „Það eru ekki nema þrír dagar síðan við urðum varir við úlf á Hérafjalli, nokkra kílómetra frá stöðinni," segir Knud Fischer, stöðvarstjóri stuttbylgjuútvarps- ins í Danmarkshavn, í viðtali við Berlingske Tidende. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! i*lér£xmX>Iaftift 1 oZ~t?aTopplö° a Se'öutáundanförnumárM^ allogmeö Bubba Monhens m°nnum, Mezzotorte ’ ®lörgvmi Gislasyni ia,::,3os«»s HLH — l rokkbuxum og strigaskóm □ plata □ kassetta 359 kr. Nýja HLH-platan er nú sú mest selda á Islandl. enda er hér um stórgóða plðtu að rasöa sem inniheldur hvorkl meira né minna en 15 lög, þar á meöal hlð vin- sæla lag .Vertu ekki að plata mlg". Kýldu á plðtu eöa kassettu með HLH strax i dag. Þaö er sko i góöu lagl. *rtiN*K**«y Sumargleöin — Af einskærri Sumargleði □ plata □ kassetta 359 kr. Þaó er sannarlega ástæöa til aó kætast af etnskærrl sumargleöi þessa dagana meö hinni etdfjðrugu Sumargleöl. Þessa dagana kyrja landsmenn i grfó og erg lögin .1 þá gömlu, góöu daga', .Viö get- um rokkaó því tll" og .Júlla Jó'. Hvernlg væri nú aö lá sér plðtu eöa kassettu meö Sumargleölnni og kynnast hinum 9 lögunum sem er aö finna á þessum spretlfjðruga grip? Spandau Ballet — Parade □ plata □ kassetta 359 kr. Meölimir Spandau Ballet þurfa ekkl aö kvarta yfir mottökunum sem platan Parade og lagiö „Onty When You Leave” hafa hlotiö bæöi hér heima og í Bretlandi Parade er nú í hópl mest seldu platnanna og er full astæöa til aö mæla meö þessari ágætu plötu. Ymsir — Sumarstud □ plata □ kassetta 359 kr. Sumarstuö hefur veriö langvinsælasta safnplatan í sumar, enda inniheldur hún 14 af vinsælustu stuölögum sumarsins. Þar á meöal „Wake Me Up Before You Go“ meö Wham, „I Feel Like Buddy Holly” meö Alvln Stardust, „Searchin'” meö Hazell Dean, „Dancing With Tears in My Eyes" meö Ultravox, „Locomo- tion" meö C.M.D., „High Energy" meö Evelyn Thomas og 8 önnur pottþétt lög. MW.E OLOrttLD Mike Oldfield — Discovery □ plata □ kassetta 359 kr. Mike Oldfield hefur notlö sérstðöu sinn- ar sem afburóa músíkant i rúman ára- tug og fyrir margt Iðngu safnaó um sig dyggum aödáendahópi. Þessir aódá- endur Oldlields gleöjast nú meö honum yflr velgengni plötunnar Dlscovery. Haf- ir þú ekki ennþá tryggt þér eintak af Discovery, ættir þú aö láta hendur standa fram úr ermum i dag og tryggja þér eintak sem fyrst. Bruce Springsteen — Born in the USA □ plata □ kassetta 359 kr. Born in the USA hefur nú verlð mest selda stóra platan í Bandarikjunum um nokkurra vikna skeið og laglö .Dancing in the Dark* notiö ómældra vinsælda um vióa veröld. Springsteen hetur gjarnan verið nefndur rokkari rokkar- anna, eóa Bossinn, þvi hann rokkar eins og sá sem valdió hefur eins og kemur best í Ijós á plötunni Born In the USA. Við minnum einnig á hinar stórgóöu TDK-kassettur sem viö eigum í úrvali. Póstkröfusími 11620. ^KARNABÆR ^f HLJÓMPLÖTUDEILD Jacksons — Victory □ plata □ kassetta 359 kr. Jæja, þé er gullkálfurlnn Michaei Jack- son komlnn meó nýja plðtu sem hann hefur gert i fólagi vlð brsður sina. AHt sem þessi drengur snertlr á, vtrðist veröa að gulli og kæmi þaö ekkl á óvart aö svo veröl nú sem endranær. Platan Victory inniheldur m.a. lögln .State of Schock", sem Mlchaei syngur með Mick Jagger, og .Torture', sem spáö er miklum vinsældum. Aðrar nýjar og vinsælar plötur og kassettur Ýmsir — Footloose Flying Pickets — Lost Boys Ýmsir — Let the muslc scratch Guys and Dolls — (Gæjar og piur) Cyndi Lauper — She's So Unusual Human League — Hysterla Ultravox — Lament Go Go's — Talk Show Psychedelic Furs — Mirror Moves M.S.G. — Rock Will Never Dle .Weird Al" Yankovlc — In 3-D Joe Jackson — Body and Soul Oavid Sytvian — Brllllant Trees P.I.L. — This Is What You Want Malcolm McLaren — Scratchin’ Rock Steady Crew — Ready tor Battle Ýmsir — Breska bytgjan Stevie Ray Vaughan — Could’t Stand the Weather Sergio Mendes — Carnival Austurstræti 22, Rauðarárstig 16, Glæsibæ. Mars, Hafnarfirði. Póstkröfusimi 11620. Ódýrari plötur og kassettur Nú þegar mesta feröahelgi ársins er senn aö ganga í garö, viljum viö minna þig á aö hljómplötudeildir Karnabæjar bjóöa þér aö kaupa vinsælustu plöturnar og kassetturnar á afsláttarverði. Allan júlímánuö höfum viö veitt 10 prósent afslátt af vin- sælustu plötunum og kassettunum og þar sem þetta hefur mælst sérlega vel fyrir, höfum viö nú ákveðið aö fram- lengja þetta afsláttartilboö út ágústmánuö. Líttu því inn í einhverja af verslunum okkar, eöa hringdu, og pantaöu í póstkröfu. Þú getur fengið vinsælustu plöt- urnar og kassetturnar fyrir minna verö en þekkst hefur í langan tíma. Verslaðu ódýrt um leið og þú færð þér nýja og vinsæla plötu eöa kassettu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.