Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 19 Ingibjörg Eggerz sýnir Myndlist Valtýr Pétursson Ingibjörg Eggerz hefur verið búsett erlendis um árabil og því hefur hún ekki komið því í verk að halda sýningu á verkum sín- um, fyrr en nú i Gallerí Borg. Sú sýning sem nú hefur verið opnuð á verkum hennar, er önnur einkasýning sem þetta nýja gall- erí hefur efnt til og um leið þriðja sýning frá upphafi rekstr- ar þar í sveit. Ingibjörg hefur verið sendiherrafrú undanfarin ár og notfært sér þann tíma er hún hefur haft aflögu frá skyldustörfum sinum, til að þróa með sér myndlist og notið til- sagnar ágætra manna á þeim stöðum sem hún hefur dvalið á. Hún mun einnig hafa sýnt verk sin erlendis, en ekki komið fram á sjónarsviðið hér heima áður. Flest þau verk sem eru á þessari sýningu eru gerð á árunum 1955 til 1970 og eru því ekki alveg ný af nálinni, ef svo mætti segja. Megnið af þeim verkum sem þarna eru sýnd eiga sér kveikju i fyrirmyndum, en sum þeirra eru þannig úr garði gerð, að aðeins mótar fyrir því, er upprunalega hefur komið verkinu af stað. Það er með öðrum orðum oft á tíðum farið frjálslega með hlutina og á sumum stöðum jaðrar við að abstraktblær nái yfirhöndinni hjá listakonunni. Það eru yfir- leitt nokkuð þungir litir i þess- um verkum og ekki glaðlegur blær yfir þessari sýningu. Form- ið er oft nokkuð laust og tæpast nægilega sannfærandi. Þessi verk vöktu ekki hrifningu mina, en það er bót í máli, að margur hefur fundið í þessum verkum, það sem hann vill eiga og not- fært sér tækifærið til að eignast málverk eftir Ingibjörgu. Það voru uppstillingar Ingi- bjargar nr. 4 og 5 sem vöktu mesta athygli mína. f þessum verkum er óvenjulegur tónn, sem maður sér ekki oft i íslensku málverki, og sama er að segja um mynd nr. 16, „Týndir draum- ar“. f þeim myndum held ég, að maður sjái, hverjar ástríður sækja einna fastast á listakon- una, og þar nær hún bestum árangri að minu mati. Á sýningu Ingibjargar Eggerz eru 19 oliumálverk og ætti það að nægja til að gefa hugmynd um hvar hún er á vegi stödd i málverki sinu. Hún hefur auð- sjáanlega lagt mismunandi mik- ið kapp á listgrein sina, og af- raksturinn er eftir þvi. Þetta er nokkuð misjöfn sýning eins og hún kemur mér fyrir sjónir, en auðvitað er hér eingöngu farið eftir minu persónulega mati, og hver veit nema ég hafi verið glámskyggn á hlutina. Um það verður komandi timi að dæma og hafi mér yfirsést, kemur það i ljós seinna meir. Metsölubhd á hverjum degi! I LOFTTÆMDUM UMBÚÐUM AD ÞÍNU VALI t'.V> • : SODIN SVID SODID HANGIKJÖT STEIKTAR KÓTILETTUR SMURT BRAUD í ÚRVALI 3 TEGUNDIR ÁLEGGS í PAKKA Á TILBOÐSVERDI 25 STK. PLASTGLÖS Á 36 kr. PLASTFILMA 30 M 26 kr. 40 PAPPADISKAR Á 77 kr. PLASTHNÍFAPÓR | ÁLFILMA 20 M 69 kr. VATNSKUTAR 2'/2 OG 5 GALLON NIDURSUDUVÓRUR 1 SNACK-VÖRUR INSTANT-SUPUR INST ANT-DRYKKIR SÆLGÆTI GOSÍDÓSUM tv,- ' , ' ' ■> ' „ KR. 119pr. 3 VÖR ARMULA- EIÐISTORGI KRYDDLEGIÐ I LAMBAKJÖT I LÆRISSNEIÐAR KÓTILETTUR FRAMHRYGGUR GRILL-KÓTILETTUR LAMBAKJÓT Á TEINI —I NAUTAKJÖT |— INNRALÆRI 499kr/kg KRYDDL. FRAMHR. 130kr/kg MJAÐMASTYKKI 499kr/kg NAUTA OSSO-BUCO HOkr/kg KLUMPUR 389 kr/kg NAUT AH AMBORGARAR 17kr/stk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.