Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGtJST 1984 Gagneld- flaugakerfi Eftir Arne Œav Brundtland Til eru þeir, sem ekki geta slapp- að af í segiskútu. Þeir hafa ekki Uugar til að sitja kyrrir og fylgjast með því að seglin séu mátulega þanin, og blakti ekki. Þeir geU ekki legið kyrrir á dekkinu. Þeir geU ekki verið aðgerðarlausir. Við getum verið aðgerðarlaus. Við getum legið á bakinu og glápt upp í loftið. Við getum horft á máva fljúga hægt og gargandi. Við getum séð farþegaþotu í fjarska, og F-16 herþotu, eða hvað það nú er beint fyrir ofan með langan út- blástursstrók á eftir sér. Við getum beint huganum að krabbaveiðum. En strókurinn þarna uppi beinir raunar huganum að því athyglisverða tækniafreki, sem bandaríski herinn vann í fyrra mánuði. Eldflaug skaut niður aðra eldflaug úti í geimnum. Við það tækifæri var notuð venjuleg sprengihleðsla, ekki kjarnorku- hleðsla. Þetta var í fyrsta skipti sem manninum tókst á skipuleg- an hátt að láta kúlu skjóta aðra kúlu niður. Tæknin byggist með- al annars á yfirburða næmri hitaleit. Augljóst er að hér er um tæknibyltingu að ræða. Enn sem komið er, hefur þetta aðeins gerzt einu sinni. Hvaða hag- kvæmnisþýðingu þetta getur haft, er ekki alveg ljóst. I því sambandi velta menn því fyrir sér hvort unnt verði að koma upp gagneldflaugavörnum, það er að segja virkri vörn gegn árásareldflaugum, helzt áður en þær ná inn i andrúmsloftið með banvænan kjarnorkufarm sinn. Þeir varnarmöguleikar, sem hingað til hafa komið til greina, byggjast á kjarnorkubúnum eldflaugum. Vegna þess hve erf- itt hefur verið að hitta skot- mörkin, hefur verið nauðsynlegt að reikna með mikilli sprengi- orku í sprengjuoddum varnar- flauganna. Það hefur út af fyrir sig verið vandamál. En mest um vert er að ekki hefur verið nein gild ástæða til að ætla að þess- konar gagneldflaugavarnir væru færar um að stöðva árás, sem gerð væri ekki aðeins með einni eldflaug, heldur mörgum eld- flaugum í senn, hverri hryðjunni á fætur annarri. í lok sjöunda áratugarins komu Rússar upp gagneldflauga- kerfinu Galosj og Bandaríkja- menn skipulögðu gagnaðgerðir með uppsetningu sinna kerfa, Sentinel og Sprint. Vitað var á báða bóga að þessi kerfi voru ekki sérlega örugg. Þeim var sennilega fært að granda eld- flaugum, sem voru einar á ferð, til dæmis fyrir mistök, eins og sagt var. En það tókst að ná samkomulagi um takmörkun, sem nefnt hefur verið ABM- samningurinn, þannig að dreif- ingu kerfanna var haldið I lág- marki. Samkvæmt samningnum er heimilt að hafa gagneldflaug við höfuðborgir, og svo tilteknar stjórnstöðvar herafla landanna. Vígbúnaðareftirlit Helzta ástæðan fyrir því að vígbúnaðareftirlit varð ofan á í stað vígbúnaðarkapphlaups var sú, að ljóst var að eldflaugakerf- in væru ekki nógu raunhæf. Að þau kostuðu óhemju fjármuni, og að erfitt yrði að sjá fyrir hvaða mat gagnaðilinn legði á varnargetu beggja.* Talin var hætta á að rangt mat gæti þar komið til. Nei, þá var betra að halda sig við ógnarjafnvægið í því, sem við getum nefnt klassíska formi frá sjöunda áratugnum. Lögð var áherzla á að þróa örugga gagn- árásargetu, það er að segja getu til að gera gagnárás á land, sem þegar hefði skotið sínum eld- flaugum á loft. Forsendan var meðal annars sú að engin af- vopnunarárás biti á eldflaugun- um. Á móti þessu öryggi árás- arvopnanna kom hins vegar hættan, sem steðjaði að íbúun- um og öðrum verðmætum. Þar sem ganga mátti út frá því sem létust í kjarnorkuárás, væri hugsanlegt að þeim fækkaði niður í 20 milljónir. Og þá var spurningin: Gæti bandarískur forseti verið reiðubúinn til að taka meiri áhættu ef hann stefndi 20 milljónum mannslífa I voða, heldur en ef þau væru 100 milljónir? Flestir svöruðu nei, hann yrði engu fúsari til að taka áhættuna. En það verður einnig að spyrja hvort ætla mætti að sovézkur leiðtogi, sem vildi ná forskoti, yrði ekki heldur fúsari til að taka áhættu. Og þá ber að spyrja sjálfan sig hvort hann kæmist að sömu niðurstöðu og leiðtogi hins risaveldisins. Eins og fram kemur í meðfylgjandi grein er höfundur hennar á sumar- siglingum í norska skerjagarðinum þegar hann ritar hana. Hér sést Árne Olav Brundtland á fjölskyldubátnum með dóttur sinni Kaju, eiginkonu Gro Harlem og syninum Ivari. ABM-samningurinn hefur verið tekinn til endurskoðunar eftir því sem marksækni lang- drægu eldflauganna jókst. Ýms- ar hugsanlegar aðgerðir hafa verið ræddar til að koma í veg fyrir að aukin marksækni geti gert að engu möguleikana á hefndarárás. Meðal aðgerðanna má nefna auknar varnir neðan- Gagnflaugin opnar álhlífina 11:28 Arekstur Landratsjá stýrir gagnflaug á móts viö eldflaugina; infrarauöir nemar tryggja rétta stefnu .»\ Meck l-eyja .»iÁ I * K Vandenberg- flugherstöö Eldflaug skotiö Eldflaugin sést á ratsjá, aqnflauq send af staö Nú f júní gerðu Bandaríkjamenn þá tilraun sem lýst er á þessari mynd. Langdrægri eldflaug var skotið frá Vandenberg-flugherstöðinni og fáeinum mínútum eftir að hún er komin á loft sést hún á ratsjá sem er á Meck-eyju í 7.600 km fjarlægð. Þaðan er gagneldflaug skotið á loft og tfu mínútum síðar rekast eldflaugarnar hvor á aðra með þeim afleiðingum að langdræga eldflaugin, sem getur borið kjarnorkusprengjur, eyðileggst. Þessi tilraun er talin sýna hvernig framkvæma megi „stjörnustríðs“-hugmynd sem Ronald Reagan hreyfði fyrir rúmu ári en þrátt fyrir hana mun það kosta milljarða dollara og taka allt að 15 ár að hrinda henni í framkvæmd. vísu að andstæðingurinn gæti gert hefndarárás, jafnvel þótt samfélag hans væri i rúst, mátti einnig reikna með þvi að and- stæðingurinn teldi sig nokkuð öruggan um að ekki kæmi til neinna kjarnorkuárása án til- efnis. Þetta var traust form af ógnarjafnvægi, og var sá kostur tekinn að hefja ekki neitt víg- búnaðarkapphlaup með varnar- flaugar gegn eldflaugum. Forskot Fengi annar aðilinn verulegt forskot í eldflaugavörnum, gat hinn aðilinn haft af þvi áhyggjur að sá, er forystuna hefði, reyndi einnig að hagnýta sér hana póli- tískt með því að beita þann minni máttar þvingunum. Þess- ar þvinganir gætu komið til greina af því að sá, sem foryst- una hefði í gagnflaugavörnum, hefði einnig ráð á að taka meiri áhættu. Þar sem áður þótti hætta á að 100 milljónir manna Sóun fjármuna Við þetta bætist íhugun um hvað gerðist ef báðum aðilum tækist á tilteknum tíma að þróa einskonar jafnvægi í gagn- flaugavörnum. Gæti annar þeirra haft hag af því á einhvern hátt, eða mætti frekar segja að báðir aðilar hefðu sóað fjármun- um sínum án þess á nokkurn hátt að hafa tryggt öryggi sitt? Sá kostur að aðeins annar aðil- inn gæti þróað virkt varnarkerfi meðan hinn sæti hjá aðgerðar- laus, var ekki til alvarlegrar um- ræðu. En niðurstaðan varð sem sé sú að skynsemin og sanngirnin fengu nú einu sinni að ráða. Samkomulag náðist um virkan afvopnunarsáttmála, og ógnar- jafnvægið var enn eflt með því að um leið var samið um SALT 1 — sem felur í sér takmarkanir á langdrægum eldflaugum beggja aðila. jarðarskotpalla eldflauganna, og breytingar á stjórn eldflauganna þannig að þær fari af stað um leið og aðvörun berst um árás, en einnig er þróun nýrra og ná- kvæmari eldflauga með í mynd- inni. MX nefnast umdeildustu eldflaugarnar f Bandaríkjunum, SS-18 og SS-19 eru þær eldflaug- ar Sovétríkjanna, sem mestan ugg vekja. Sumir töldu það frekar stuðla að auknu jafnvægi ef ABM- samningnum yrði sagt upp, og komið yrði upp virkari kerfum varnarflauga umhverfis neðan- jarðarskotpalla langdrægu eld- flauganna í stað vígbúnaðar- kapphlaups með sífellt mark- sæknari árásarflaugum. Aðrir álitu rangt að eyðileggja afvopnunarsamning, sem fyrir hendi er og hefur borið árangur. Áherzla var lögð á táknrænt gildi samningsins. Afleiðingar af uppsögn hans gætu frá pólitísku sjónarmiði verið neikvæðar. Nýtt Ijós Birtist þetta í nýju ljósi nú, þegar tæknin hefur enn slegið i gegn með því að láta kúlu skjóta niður aðra kúlu án þess að beita kj arnor kuvopnum ? Þessi tækniþróun kemur á sama tíma og mikið er rætt um að flytja hernaðarátökin út í geiminn. Star Wars, stjörnu- stríð, eins og það gjarnan er nefnt. Þar er um að ræða gervi- tungl og ýmsar gerðir eldflauga, lasergeisla og fleiri nýjungar. Svo virðist sem Reagan forseti álíti í raun að tæknilega sé unnt að beina vopnum gegn vopnum úti í geimnum, í stað þess að beina vopnunum gegn samfélög- um hver annars. Það yrði þá til að umturna ógnarjafnvæginu. Siðferðislega séð gæti þetta komið betur út. Nú er milljónum saklausra manna haldið í gísl- ingu. Þeir eru gislar fram- kvæmda utanrikisstefnu rikis- stjórna sinna. Á þessa fram- kvæmd hefur til dæmis allur mannfjöldinn í Sovétrikjunum engin áhrif. Þetta er vandamál, sem verður sífellt erfiðara. Væri þá ekki skárra að færa þetta allt slaman aftur i tímann i þá gömlu stöðu að vopni sé brugðið gegn vopni, en því ekki beitt gegn saklausum borgurum? Ekki er útlit fyrir að sú leið verði valin, að minnsta kosti ekki á næstunni. Bandariska þingið er all tor- tryggið á ýmsa kosti hernaðar- tækninnar. í heild má segja að breytt afstaða riki í bandarísk- um stjórnmálum varðandi vig- búnaðarkapphlaupið. Stöðvun- arhreyfingin sem mælir með frystingu er öflug. Reagan hefur orðið að taka upp fækkunar- stefnu, sem þýðir að fyrir hverja nýja eldflaug verði að taka tvær gamlar úr umferð. Hugmyndirn- ar um að vopn úti í geimnum muni ekki auka öryggi Banda- ríkjanna, heldur frekar leiða til vígbúnaðarkapphlaups eru áber- andi. óhætt er að segja að sú þjóð, sem áður hafði minnstar at- hugasemdir fram að færa gegn nýsköpun hernaðartækninnar, gefi nú til kynna að nóg sé kom- ið, og að fyrst og fremst verði að finna leiðir til fækkunar vopna, ekki vígbúnaðarkapphlaups. Þess vegna er það engan veginn víst að tækniafrekið varðandi gagnflaugar frá því fyrr í sumar verði nýtt til framleiðslu nýrra vopna. Málinu er öllu heldur þannig varið að menn gera sér nú öllu meiri grein en áður fyrir göllunum á nýjum vopnakerfum. Þoturnar fyrir ofan mig eru löngu orðnar smáir dílar. (It- blástursstrókarnir breiða úr sér í skýmyndaða hvíta pylsu. Síð- degiskulið kemur. Ef til vill ætt- um við að draga upp segl til að nýta það. Ekkert er jafn mikil hvíld og að beina athyglinni að seglunum. Allt annað hverfur. Það er bara frí. Arne Olav Brundtland er aérfræðing- ur í öryggis- og afvopnunarmílum rið norsku utanrfkismilastofnunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.