Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
25
Jóhannes Páll II páfi brosti sínu góðlega brosi...
Jón Karl Helgason skrifar frá Róm:
Á Péturstorgi
Meðal jarðarbúa þykja sumir
staðir merkilegri en aðrir vegna
sérstöðu sinnar eða fágætis. Státi
staður af efstastigs lýsingarorði;
sé eitthvað í nágrenni hans til að
mynda stærst, lengst eða hæst má
telja líklegt að ferðamenn sæki að
honum eins og mý að mykjuskán.
Oft er það tilviljunum undirorpið
hvað villist inn á þennan alþjóð-
lega vinsældalista „túrhestanna",
hefði turninn í Písa ekki sigið öðr-
um megin má líklegt telja að borg-
in væri eins og hver annar Gaul-
verjabær á landakortinu. Vegna
sögulegs aðalhlutverks síns á liðn-
um öldum er Róm einn þeirra
staða sem ofarlega eru á fyrr-
nefndum vinsældalista. Þar eru
varðveittar fágætar fornminjar,
hringleikahúsið Colosseo og ein
stórfenglegasta kirkja heims, Pét-
urskirkjan. Það sem eykur þó enn
meira sérstöðu borgarinnar er að í
henni miðri er staðsett ríki í rfk-
inu, Vatíkanið, lifandi miðstöð
hins rómversk-kaþólska trúarlífs.
Þar hafa páfarnir 264, að Pétri
postula fyrst töldum, kunngert
boðskap sinn nær óslitið í yfir 19.
aldir.
Árla morguns, 11. júlí síðastlið-
inn, var Péturstorgið í Róm setið
stólum. Dúfnahópur vappaði um.
Torgið hafði verið stúkað af með
trégrindum, um nokkra innganga
var áheyrendum hleypt inn á
svæðið. Neðan við tröppur kirkj-
unnar stóð yfirbyggður pallur með
þremur stólum, hljóðnemum hafði
verið stillt framan við þann þeirra
sem stóð fyrir miðju og var stærri
en hinir. Hans heilagleika Jó-
hannesar Páls páfa var vænst til
almennrar móttöku.
Stuttu fyrir klukkan tíu tók
sálmasöngur að berast úr öflugum
hátölurum, dúfurnar flögruðu
upp, en settust fljótt rólegar aftur.
Ætla má að áheyrendur losuðu
tug þúsunda. Nokkur stund leið,
kórinn söng og einhverjir klöpp-
uðu milli laga. Loks kom hvítur
opinn jeppi akandi frá páfagarði,
hans heilagleiki stóð á palli öku-
tækisins og veifaði til mannfjöld-
ans. Þannig ók bíllinn tvo hringi
um torgið, Jóhannes Páll II brosti
sínu hlýlega, góðlega brosi sem
vott bar um innri ró.
Sjálf athöfnin hófst. Fyrst var
lesinn á sex tungumálum kafli úr
fyrstu bók Genesis um sköpun
mannsins. Páfi sat hvítklæddur í
forsæti á pallinum, en honum til
sitt hvorrar handar sátu dökk-
klæddir þjónar kirkjunnar honum
til aðstoðar. Meðan á athöfninni
stóð hvarflaði hugurinn til ís-
lenskra höfðingja sem héldu á
fund páfa frá blóðugum orustu-
velli Sturlungaaldar og leituðu
fyrirgefningar synda sinna. Margt
hefur breyst síðan og vegna
varanleika síns er páfastóll góður
mælikvarði síbreytilegs heims.
Lífvörður Vatíkansins er að vísu
sem fyrr til staður í litríkum bún-
ingi sínum, en að mestu til
skrauts. Nú leituðu háþróuð raf-
eindatæki vopna á gestum. Lög-
reglumenn vopnaðir skotvopnum
fylgdust grannt með öllu og hinir
eiginlegu lífverðir klæddir dökk-
um jakkafötum fylgdu páfa sem
skuggar. í miðri ræðu hans flaug
breiðþota yfir, svona eins og til að
undirstrika nútíðina. Til að koma
boðskap sínum á framfæri mælti
páfi á einum sex þjóðtungum; it-
ölsku, frönsku, ensku, þýsku,
spænsku og pólsku, en latinan
fékk að hvíla ósnert. Rödd hans
var hljómþýð og raddblærinn ekki
ósvipaður og hjá gömlum mönnum
er þeir segja barnabörnunum sin-
um ævintýri. Meðal áheyrenda
voru saman komnir hópar víðs-
vegar að sem færðu páfa kveðjur
sinar, hann þakkaði og bað þeim
blessunar og var fagnað með lófa-
taki og stuttum söng.
Það var ekki fyrr en um hádegi
að móttökunni lauk. Slikar at-
hafnir eru þó aðeins lítill hluti alls
þess sem Jóhannes Páll II þarf að
inna af hendi í viku hverri. Til
hans leita biskupar, erkibiskupar,
klerkar og kardinálar. Hann ræðir
við fréttamenn, stjórnmálamenn,
ráðherra, forseta og konunga, auk
þess að sækja þjóðlönd heim.
Þannig hefur Jóhannes Páll páfi
ekki einungis verið leiðtogi
rómversk-kaþólsku kirkjunnar
undanfarin ár heldur óþreytandi
boðberi friðar og mannréttinda.
Manila:
Mótmæli við heimili Agrava
Manilla, FilippHeyjum, 30. júlí. AP.
HÓPUR kvenna safnaðist saman
um helgina að heimili Corazon Agr-
ava, formanns rannsóknarnefndar
þeirrar sem kannar morðið á stjórn-
arandstöðuforningjanum Beinigno
Aquino á Filippseyjaflugvelli I fyrra.
Konurnar höfðu uppi hróp og
báru spjöld þar sem þær kröfðust
þess að þjóðin fengi að vita allan
sannleikann um málið og hrak-
yrtu Agrava fyrir að halda hlífi-
skildi yfir þeim sem raunverulega
ábyrgð bæru á morðinu.
Corazon Agrava, sem er 68 ára
og fyrrverandi dómari, tók á móti
fulltrúum kvennanna við heimili
sitt, bar fram ávaxtasafa handa
þeim að drekka og kexkökur og
sagði þeim með tárin í augunum,
að hún fullvissaði þær að sann-
leikurinn ætti að koma í ljós. „Við
erum ekki erum ekki hrædd við
heitt," bætti hún við.
Almenningi þykir störfum
rannsóknarnefndarinnar miða
seint en hún hefur nú starfað í
nær átta mánuði.
VARMO
SNJÓBRÆÐSLJJKERR
VARMO snjóbræðslukerfið nýtir affallsvatnið til
að halda bílaplönum, götum, gangstéttum og
heimkeyrslum auðum og þurrum á veturna. Við
jarðvegsskipti og þess háttar framkvæmdir er lagn-
ing VARMO snjóbræðslukerfisins lítill viðbótar-
kostnaður og ódýr þegar til lengri tíma er litið.
VARMO snjóbræðslukerfið er einföld og snjöll
lausn til að bræða klaka og snjó á veturna.
VARMO = íslensk framleiðsla fyrir íslenskt
hitaveituvatn.
VARMO = Þolir hita, þrýsting og jarðþunga.
VARMO = Má treysta í a.m.k. 50 ár.
VARMO = Heildarkerfi við allar aðstæður.
BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.
Sjö„smá"atriði
sem stundum eleymast
VÍðlÆU
á nýrri þvottavél
IÞvottavél sem á að nægja venju-
legu heimili, þarf að taka a.m.k.
5 kíló af burrum þvotti. því það ér
ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló
af handklæðum, rúmfötum og bux-
um. Það er líka nauðsynlegt að hafa
sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn
af taui, s.s. þegar þarf að þvo við-
kvæman þvott.
2Pað er ekki nóg að hægt sé að
troða 5 kílóum af þvotti inní
vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög
stóran þvottabelg og þvo í miklu
vatni, til þess að þvotturinn verði
skínandi hreinn. Stærstu heimilis-
vélar hafa 45 Ktra bvottahdo
3Vinduhraði er mjög mikilvægur.
Sumar vélar vinda aðeins með
400-500 snúninga hraða á mlnútu,
aðrar með allt að 800 snúninga
hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki
aðeins að þvotturinn sé Ójótur að
þoma á snúrunni (sum efni er revnd-
ar hægt að strauja beint úr vélinni),
heldur sparar hún mikla orku ef
notaður er þurrkari.
4Qrkuspamaður er mikilvægur.
Auk verulegs sparnaðar af góðri
þeyttvindu, minnkar raforkunotkun-
in við þvottinn um ca. 45% ef
þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt
og kalt vatn.
5Verðið hefur sitt að segja. Það
má aldrei gleymast að það er
verðmætið sem skiptir öllu. Auð-
vitað er lítil þvottavél sem þvær
Ktinn þvott í litlum þvottabelg, tekur
aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti-
vindur illa, ódýrari en stór vél sem
er afkastamikil, þvær og vindur vel
og sparar orku. A móti kemur að sú
litla er miklu dýrarí og óhentugrí (
rekstri og viðhaldsfrekari.
ÓÞjónustan er atriði sem enginn
má gleyma. Sennilega þurfa eng-
in heimilistæki að þola jafn mikið
álag og þvottavélar og auðvitað
bregðast þær helst þegar mest reynir
á þær. Þær bestu geta líka brugðist.
Þess vegna er traust og fljótvirk
viðhaldsþjónusta og vel birgur vara-
hlutalager algjör forsenda þegar ný
þvottavél er valin.
7Philco er samt aðalatriðið. Ef
þú sérð Philco merkið framan á
þvottavélinni geturðu hætt að hugsa
um hin „smáatriðin" sem reyndar
eru ekki svo lítil þegar allt kemur
til alls. Framleiðendur Philco og
biónustudeild Heimilistækja hafa
séð fyrir þeim öllum:
5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur,
800 snúningar á mfnútu, heitt og kalt
vatn, sanngjamt verð og ömgg
þjónusta.
Við erum sveigjanlegir
í samningum!
yertu
oruesur
yeldurhilco
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655