Morgunblaðið - 02.08.1984, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Pólland:
Verðstöðvun
framlengd
Varsjá, 1. ágúst. AP.
PÓLSKA stjórnin framlengdi i
dag tímabundna verðstöðvun
iðnaðarvöru fram til loka þessa
árs.
Talsmaður stjórnarinnar
sagði að þessi ráðstöfun hefði
verið gerð til að koma í veg
fyrir ótímabærar verðhækkan-
ir, sem mundu reynast þjóðfé-
laginu hættulegar.
Verðstððvuninni var komið á
í apríl sl., en samkvæmt áætl-
un stjórnarinnar er stefnt að
því að verðlag hækki um
15—16% á þessu ári miðað við
21% á síðasta ári.
Verðstöðvunin nær til fatn-
aðar og búsáhalda, en ekki til
neysluvöru.
Ennfremur var skýrt frá þvi,
að sum pólsk fyrirtæki fengju
að hækka verð á vörum sínum
til að bæta fyrir þann auka-
kostnað, sem hlotist hefði af
hækkuðu verði á hráefni. Þá
var fyrirtækjum, sem fram-
leiða munaðarvörur, leyft að
hækka verð á þeim af sömu
ástæðu.
Eldur laus
í flugvél
Manama, Bahrain, 1. ágúst AP.
UM EITT hundrað manns slös-
uðust lítillega þegar eldur varð
laus í farangursrými í farþega-
flugvél á flugvellinum í Dubai.
Um borð í þotunni voru 322
farþegar og var vélin á leið i
loftið, en hún átti að halda til
Kuwait. Slökkviliðsmenn náðu
að ráða niðurlögum eldsins áð-
ur en hann breiddist út til ann-
arra hluta vélarinnar. Verið er
að rannsaka eldsupptök.
Cyklamat ekki
krabbavaldandi?
Washington, 1. ígnst. AP.
NÝJAR rannsóknir á sykurlík-
inu cyklamati, sýna að senni-
lega er það ekki krabbameins-
valdandi, en niðurstöður rann-
sóknanna verða yfirfarnar á
ný, til frekari vissu.
Rannsóknarnefndin ætlar að
fara aftur yfir niðurstöður sín-
ar og færa þær síðan banda-
ríska matvæla- og lyfjaeftirlit-
inu. Það gæti leitt til þess að 15
ára gömlu banni á notkun
cyklamats verði aflétt innan
árs.
Bankarán
í Nevada
Nevsdm, 1. igúst. AP.
Bankastarfsmaður sagði að
grímuklæddir vopnaðir menn
hefðu ráðist inn á heimili sitt i
gærkvöldi, bundið sprengju við
sig og neytt sig til að horfa á
sjónvarpið með þeim alla nótt-
ina.
í býtið hefðu þeir síðan farið
með fulltrúann í þann banka
sem hann vinnur við, og beðið
eftir öðrum starfsmönnum til
að þeir gætu komist inn í fjár-
hvelfingu bankans.
Allt hefði siðan gengið sam-
kvæmt áætlun ræningjanna og
höfðu þeir á brott með sér 92
þúsund dollara i bifreið banka-
fulltrúans. Allan tímann hafði
hann verið með sprengjuna
bundna við sig, og það var ekki
fyrr en lögreglan kom á vett-
vang laust eftir kl. 8 í morgun
að hún var gerð óvirk.
Enn hefur ekkert spurst til
bankaræningjanna.
Afganistan:
Orðrómur á kreiki um
að Karmal sé sjúkur
BABRAK Karmal, leiðtogi komm-
únista í Afganistan, kann að vera
alvarlega sjúkur eða jafnvel dauð-
ur. Er þetta haft eftir áreiðanlegum
heimildum í Moskvu, enda þótt
frétt þessi hafi hvergi verið staðfest
opinberlega.
Karmal kom til Moskvu 9. júni
sl. í stutta heimsókn, að þvi er
sagt var í því skyni að njóta þar
læknismeðferðar. En eftir meira
en þrjár vikur hefur engin til-
kynning verið gefin út um það, að
hann sé farinn frá Moskvu.
Sú tilgáta, að Karmal sé al-
varlega veikur hlaut byr undir
báða vængi er Perez de Cuellar,
aðalframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, kom í opinbera
heimsókn til Moskvu fyrir
nokkru.
Eitt mikilvægasta málið, sem
til umræðu var á meðan heim-
sókn hans þar stóð yfir, var Afg-
anistan, en ekkert þykir hins
vegar benda til þess, að Karmal
hafi tekið þátt í þeim umræðum.
Sendiráðsmenn frá Pakistan
telja sig að undanförnu hafa orð-
ið vara við vinsamlegri afstöðu
Sovétstjórnarinnar. Þetta gæti
verið fyrirboði þess, að Sovét-
stjórnin undirbúi nú stefnu-
breytingu varðandi Afganistan
og þá einmitt í tengslum við nýja
valdhafa i landinu.
Fyrir þremur vikum var það
haft eftir áreiðanlegum heimild-
um í Kabúl, höfuðborg Afganist-
ans, að komið hefði til uppgjörs
Karmal
milli ráðherra innan kommún-
istastjórnarinnar í landinu.
Lauk því með því, að varnar-
málaráðherrann, Abdul Qadar
hershöfðingi, dró skammbyssu
sína úr slíðrum og skaut á sam-
göngumálaráðherrann, Aslam
Watanjar, svo að hann særðist
alvarlega. Jafnframt á Barbrak
Karmal að hafa særzt. Á það að
hafa verið skýringin á skyndi-
legri för hans til Moskvu.
Þeir Qadar og Watanjar til-
heyra hvor sínum armi kommún-
istaflokksins f Afganistan og
eiga deilur innan flokksins milli
þessara fylkinga að hafa verið
ástæðan fyrir uppgjörinu milli
þeirra tveggja. Sá fyrrnefndi er
talinn vera skipuleggjandinn að
baki stjórnkerfi kommúnista í
Afganistan.
Þá hefur sá orðrómur enn-
fremur komizt á kreik, að enn
einn ráðherra í stjórn Afganist-
ans hafi verið myrtur. Er það
Abdul Wakeel fjármálaráðherra
og mun morðið á honum standa í
sambandi við uppgjörið milli
tveggja framangreindra ráð-
herra.
Felldu
tillögu
Mitterrands
París, 1. igúst. AP.
Stjórnarandstaöan í Frakklandi
samþykkti á þriöjudag aö taka ekki
til umfjöllunar tillögu Francois Mitt-
errands, forseta, um þjóöarat-
kvæðagreiöslu og felldi þar meö til-
löguna, þar sem stjórnarandstaðan
hefur meirihluta á þingi.
Mitterrand stakk upp á stjórn-
arskrárbreytingu í byrjun júlí um
þjóðaratkvæðagreiðslu í ýmsum
grundvallarmálum.
Eftir nokkurra daga viðræður,
ákváðu íhaldsflokkarnir að hindra
umfjöllun tillögunnar, þegar hún
verður tekin fyrir 7. og 8. ágúst nk.
Stjórnarandstaðan heldur því
fram að þjóðaratkvæði dragi úr
völdum þingsins og vilja ekki
heimila að málum sé skotið til
þjóðarinnar í ríkari mæli en gert
er ráð fyrir í stjórnarskránni.
Reknir úr
bridgekeppni
fyrir svindl
Boston, 1. ágúst. AP.
FIMM bridgespilarar, sem sakaðir
hafa verið um ólögleg handamerki í
landsmóti Bandaríkjanna, hafa veriö
reknir frá keppni og þeim bannaö að
spila. Þeir fá ekki heldur aö taka
þátt í heimsmóti, sem fram á aö fara
í Nýju Delhí á næsta ári.
„Þetta er dapurleg saga,“ var
haft eftir Fadi Farah, einum af
hinu brottræku bridgespilurum í
dag. Hann neitaði því afdráttar-
laust, að þeir félagar hefðu haft
rangt við og sagði: „Við munum
áfrýja þessum úrskurði."
Bridgespilararnir voru gerðir
brottr^ekir í kjölfar ásakana frá
andstæðingum þeirra um meint
svindl. Var þvi haldið fram, að
þeir notuðu ákveðnar merkjasend-
ingar við sagnir. Upptökutækjum
fyrir myndbönd var komið fyrir
með leynd til þess að fylgjast með
spilamennsku þeirra og verða
myndböndin notuð sem sönnun-
argögn, er málið verður tekið
fyrir.
Indland:
41 beið bana í
umferðarslysi
Nýju Delhf, 1. igúst AP.
41 LÉT lífið þegar ökumaður yfir-
fulls langferðabils missti stjórn á
honum með þeim afleiðingum að
hann lenti í skurði á Austur-
Indlandi.
Atvikið varð með þeim hætti að
sprakk á langferðabílnum og fór
hann þvi út af veginum.
Er jafnvel óttast að fleiri kunni
að látast af völdum slyssins.
Bretland:
Uppnám á fundi í
Neðri málstofunni
London, 1. ájfúst. AP.
MIKIÐ uppnám varð í Neöri mál-
stofu breska þingsins, rétt áður en
þingi var slitið fyrir sumarleyfi, er
stjórnarandstaöan réöst harkalega á
ríkisstjórn Margrétar Thatcher fyrir
stefnu bennar í efnahags- og iðnað-
armálum.
Gifurleg læti urðu þegar fjár-
málaráðherra Breta, Nigel Law-
son, sagði að sá gróði sem fengist
hefði við að starfrækja ekki kola-
námurnar meðan á verkfalli
námumanna stendur, væri fjár-
festing i þjóðarhag. Þá stóðu
frammámenn Verkamannaflokks-
ins upp með hrópum og köllum og
vildu mótmæla þessum ummæl-
um. Lawson virtist nokkuð hissa á
viðbrögðunum til að byrja með, en
áttaði sig svo á misskilningum og
sagðist að sjálfsögðu ekki hafa átt
við að verkfall námumanna væri
góð fjárfesting.
Leiðtogi Verkamannaflokksins,
Neil Kinnock, fór fram á aukafund
á miðvikudag til að ræða ummæli
Lawsons, en frú Thatcher og fylg-
ismenn hennar neituðu að verða
við þeirri kröfu.
Þetta var síðasta mál á dagskrá
þingsins áður en þingmenn fóru í
sumarleyfi, en þingið kemur sam-
an á ný 22. október.