Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 Sérstök dagskrá ætluð ferðamönnum íslandsmót og hestamót Skagfirðinga UM verslunarmannahelgina halda Skagfirðingar sitt árlega hestamót með gæðingakeppni og kappreiðum. Einnig standa íþróttadeildir { Skagafirði og íþróttadeild Þyts í Vestur-Húnavatns- sýslu fyrir fslandsmóti í hestaíþróttum. íslandsmótið hefst á föstudag klukkan 9 með forkeppni i gangteg- undakeppnum. Gæðingar verða dæmdir á laugardag og seinnipart- inn verða undanrásir kappreiða. Á laugardag verður fram haldið keppni fslandsmótsins og á sunnudag verða úrslit { öllum greinum og lýkur þvi um 15.30. Þá hefjast úrslit f gæð- ingakeppni og að því loknu hefjast úrslit kappreiða. Aætlað er að mót- inu ljúki klukkan 19 á sunnudag. Að sögn Sveins Guðmundssonar er eþátttaka bæði i kappreiðum og mdsmóti og sagði hann að margir kæmu að sunnan til þátttöku i báð- um mótunum. V.K. í SUMAR verður sérstök dagskrá hjá Listamiðstöðinni hf. í nýja húsinu á Lækjartorgi, 2. hæð, sem einkum er ætluð ferðamönnum og þeim sem hafa skemmtun af þjóðlaga- og vísna- tónlist. Þar verður boðið upp á þjóðlagadagskrá minnst tvisvar í viku þ.e. á fimmtudögum og sunnudögum kl. 20.30. Þau sem sjá um dagskrána eru Bergþóra Árnadóttir, Gísli Helga- son, Ingi Gunnar Jóhannsson, Steingrimur Guðmundsson og Örvar Aðalsteinsson. Þau flytja þjóðlög frá ýmsum tímum og tölu- vert af nýlegu efni sem telst til vísnatónlistar. Þessar skemmtanir fara fram í húsnæði Listamiðstöðvarinnar við Lækjartorg í sýningarsal fyrir- tækisins. Þar gefst ferðamönnum og öðrum einnig tækifæri til að sjá myndir eftir íslenska lista- menn. Myndirnar eru bæði til sölu og leigu. f sumar verða einnig sér- staklega til sýnis 12 myndir eftir Hauk Halldórsson, en allar mynd- irnar tengjast tröllasögum úr is- lenskum þjóðsögum. Sýningarsalurinn er opinn alla daga frá kl. 14.00-18.00 og til viðbótar þegar þjóðlagadagskráin er. (Úr fréttatilkynningu) Rolf Wirtén forstjóri Ansvars — tryggingakeðju fyrir bindindismenn: Sérstakur bónus fyrir „heilbrigða hópinn“ ROLF Wirtén, forstjóri Ansvars, tryggingafyrirtækja fyrir bindind- ismenn, var staddur hér á landi vegna aðalfundar Ábyrgðar, tryeg- ingafélags bindindismanna á Is- landi, en fundurinn var haldinn i Reykjavík í maí síðastliðnum. Fyrsta Ansvar-tryggingafyrirtækið hóf starfssemi sína í Svfþjóð árið 1932. Var það fyrsta fyrirtæki sinn- ar tegundar og bauð bindindis- mönnum lægri iðgjöld en áður þekktust. Rolf Wirtén, sem var fjármálaráðherra í Svíþjóð 1977—1982 hóf störf sem forstjóri Ansvar-keðjunnar í upphafi ársins 1983, en Ansvars—fyrirtækin eru starfrækt í 13 löndum í fjórum heimsálfum. Svo skemratilega vill til að þegar Rolf Wirtén starfaði sem fjármálaráðherra, veitti hann Ansvar í Svíþjóð leyfi til að selja bindindismönnum líftryggingar á séretökum kjörum og með sér- stöku bónuskerfi. „Þá grunaði mig ekki að ég ætti sjálfur eftir að verða forstjóri Ansvar," segir Rolf Wirtén meðal annars í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sem ræddi við hann meðan hann var staddur hér á landi. Ansvar-tryggingafyrirtækin bjóða eingöngu þeim er ekki neyta áfengis að tryggja hjá sér. En hvers vegna? „Það er sannað mál að þeir sem aldrei neyta áfengis eru miklu minni áhættuhópur en þeir sem neyta áfengis, þó þeir neyti þess í litlum mæli,“ segir Rolf Wirtén. „Þegar Ansvar var upphaflega stofnað, var hug- myndin sú að gefa bindindis- mönnum kost á því að greiða lægri iðgjöld fyrir bifreiðatrygg- ingar, þar sem útgjöld vegna umferðaróhappa bindind- ismanna voru mun minni en þeirra sem neyttu áfengis. Þetta var árið 1932, en siðan hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og Rolf Wirtén forstjóri Ansvars- tryggingakeðjunnar og fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar. býður nú upp á alhliða trygg- ingar, heimilistryggingar, ferða- tryggingar og nú síðast liftrygg- ingar með sérstöku bónuskerfi. Þá tók Ansvar að selja trygg- ingar utan Svíþjóðar fyrir nokkrum árum og nú vinna fé- lögin saman í samvinnukeðju í 13 löndum." Þú talar um sérstakt bónus- kerfi í líftryggingunum. Hvað felst í því? „í fyrsta lagi eru það eingöngu bindindismenn á áfengi sem fá að tryggja hjá okkur. Það verður að vera vottfest af tveimur aðil- um að viðkomandi bragði ekki áfengi. Strax við það að tryggja hjá Ansvar greiðir hann lægri iðgjöld en annars staðar, sem er fyrsti bónusinn. Ef hann reykir ekki fær hann aukinn bónus og neyti hann hollrar fæðu og lifi heilsusamiegu lífi fær hann enn meiri bónus. Þar að auki fær hann hluta iðgjaldsins greiddan til baka þegar hann fer á elli- laun.“ Hversu mikið fær hann þá greitt til baka? „Enn sem komið er vitum við það ekki. En það er augljóst að sá sem ekki neytir áfengis eða tóbaks og borðar hollan mat og stundar einhvers konar heilsu- rækt er ekki i sama áhættuhópi og annar aðili sem drekkur, reykir, og hugsar ekki um heilsusamlegt líferni. Mismun- urinn á útgjöldum tryggingafyr- irtækisins vegna „heilbrigða hópsins" annars vegar og „áhættuhópsins" hins vegar er sá mismunur sem „heilbrigða hópnum“ verður greiddur til baka, en þar sem þetta er nýtil- komið er enn ekki hægt að sjá hve mikill mismunurinn er.“ Hvaða tryggingar geta þessir „heilbrigðu aðilar" þá keypt? „Allar almennar tryggingar og þar með talda líftryggingu." Að lokum ein persónuleg sam- viskuspurning. Tilheyrir þú sjálfur þessum „heilbrigða hópi?“ „Já, það tel ég. Ég hef aldrei drukkið áfengi og hef aldrei reykt. Ég reyni að borða hollt fæði, mikið af grænmeti og lítið feitmeti og svo stunda ég íþrótt- ir þegar ég hef tök á því. Það er ánægjulegt að sjá hve mikið af unga fólkinu neytir ekki áfengis. Mér virðist sem þeim fari fjölg- andi unglingunum, sem þora að segja „nei takk“ þegar þeim er boðið í glas og það er afskaplega ánægjuleg þróun. Eins er aukið tillit tekið til þeirra, sem ekki vilja neyta áfengis nú en áður. Sem dæmi get ég nefnt aukning- una á óáfengum drykkjum sem nú er boðið upp á svo að segja hvar sem er.“ Eins og áður segir, var Rolf Wirtén staddur hér á landi vegna aðalfundar Ábyrgðar, en hann hyggst heimsækja öll að- ildarlönd Ansvar fyrir sumarlok. Btom Frá Gauknum ’83. Þjórsárdalur: Gaukurinn ’84 Um verslunarmannahelgina verður útisamkoma { Þjóreárdal á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins og Ungmennasam- bands Kjalarnesþings. Ber þessi samkoma heitið Gaukurinn ’84 og er þetta annað árið í röð sem þessi héraðssambönd halda útisam- komu í Þjórsárdalnum. Líkt og síðasta ár verður skemmtidagskrá á samkomunni. HLH-flokkurinn kemur fram, sýndur verður skrykk-dans, Kiza-flokkurinn sýnir bardaga- list, haldnir verða hljómleikar, keppni í forníþróttum og flutt verður hátíðarræða. Hljómsveit- in Bara-flokkurinn og Lotus leika fyrir dansi öll kvöldin á tveimur pöllum frá kl. 21—3. Auk þess verður leikið af plöt- um. Aðgönguverð á mótssvæðið er 900 kr. og verða sætaferðir alla helgina, 200 kr. aðra leið, þ.e. frá Reykjavík og einnig til. (Fréttatilkynning) Útivist um helgina FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer f níu ferðir um verslunarmannahelgina. Á morgun er lagt af stað í Þórsmörkina kl. 20 og verður gist í skála Útivistar í Básum. Ferðin stendur fram á mánudag en á laugardag kl. 8 verður 3ja daga Þórsmerkurferð hafin. Þá verður einnig boðið upp á eins- dagsferð. Á morgun kl. 20 er einnig farið í 4 daga ferð í Skaftafell og 4 daga ferð að Lakagígum. Sama dag er haldið til Purkeyjar, á Kjöl og Kerl- ingarfjöll, til Hornstranda, að Lómagnúpi og loks á sunnudag kl. 13 er haldið í dagsferð á Esj- una. Á verslunarmannafrídag- inn, mánudag, verður farið í sér- staka ferð í tilefni dagsins. Þá verður gengið frá Höfnum að amla kaupstaðnum Básendum. þá ferð verður lagt af stað kl. 13. (fr frétUtilkynniogu.) Borgarfjörður: Dansað að Logalandi HLJÓMSVEITIN Upplyfting verða við Logaland og verða leikur á þremur dansleikjum að varðeldar kyntir á kvöldin. Logalandi í Borgarfirði um Sætaferðir verða frá BSÍ, verslunarmannahelgina. UMSB Akranesi, Borgarnesi og Húsa- heldur dansleikina, en auk felli. Aðgangseyrir inn á tjald- þeirra verða útihljómleikar og stæðið verður 250—300 krónur. óvæntar uppákomur. Tjaldstæði (Frétutiikynning) Bladburöarfólk óskast! Austurbær Sjafnargata Bólstaöarhlíö 40—56 Bólstaöarhlíö 58—68 Grettisgata 37—98 Flókagata 1—51 Úthverfi Fannarfell Hlaöbær o.fl. Stórageröi stakatala Vesturbær Fornhagi Gnitanes Flyörugrandi 2—16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.