Morgunblaðið - 02.08.1984, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
46
Minning:
Dr. Trausti Ein-
arsson prófessor
Varla líður sá dagur hjá manni,
sem kominn er á fullorðinsár, að
hann sé ekki minntur á það með
andlátsfregn, að æviskeiðið er
takmarkað og dauðinn fer ekki í
manngreinarálit. Fréttirnar koma
ekki alltaf á óvart, og þær snerta
mann misjafnlega mikið. Gn
stundum hverfa af sjónarsviðinu
menn, sem á einhvern hátt hafa
skipað þann sess í lífi manns, að
það er eins og umhverfið breytist
við fráfall þeirra, svipur landsins
sé ekki sá sami og verði það ekki
aftur. Þannig varð mér innan-
brjósts þegar ég frétti lát dr.
Trausta Einarssonar prófessors.
Fundum okkar Trausta bar
fyrst saman mánudaginn 21. janú-
ar 1952. Það er ekki oft, sem ég get
dagsett svo nákvæmlega fyrstu
kynni mín af mönnum, en af til-
viljun á ég dagbókarbrot sem
staðfestir þetta. Eg var þá ungl-
ingur í menntaskóla og hafði lengi
haft áhuga á að hitta eina stjörnu-
fræðinginn hér á landi og fræðast
af honum. Ekki hafði ég uppburði
til að fara einn á fund þessa mikla
manns, svo að ég fékk sameigin-
legan vin, Bjarna Bjarnason,
klæðskera, til að fylgja mér og
kynna mig fyrir Trausta. f dag-
bókinni sé ég, að Trausti hefur
gefið mér ýmis ráð varðandi bæk-
ur og tímarit, sem ég skyldi lesa.
Hann ráðlagði mér einnig að
ganga i Breska stjörnufræðifélag-
ið, sem er félag áhugamanna.
Þetta var vel ráðið, því að með
þessu móti komst ég í kynni við
menn og viðfangsefni, sem endan-
lega réðu því, hvar ég stundaði
nám og hvaða sérgrein ég valdi
mér innan stjörnufræðinnar. Það
er fyrst nú, þegar ég glugga í
dagbókina gömlu, að ég geri mér
grein fyrir þessu.
Dagbókin segir hins vegar ekki
frá því, sem ég man þó best, hvað
mér þótti Trausti alúðlegur og
elskulegur maður. Og ég man
einnig eftir því, hve kona hans,
Nína, tók vel á móti mér, og hve
mikinn áhuga hún sýndi samræð-
um okkar. Þannig var það ávallt
siðar, þegar ég heimsótti þau
hjónin, og á ég margar góðar
minningar frá þeim stundum.
Þessar heimsóknir urðu býsna
margar, eftir að ég kom heim frá
námi 1962. Dr. Leifur Ásgeirsson,
prófessor, sem verið hafði sam-
starfsmaður Trausta við útreikn-
ing og útgáfu islenska almanaks-
ins, fór þess á leit við mig, að ég
leysti sig af hólmi við almanaks-
störfin. Hafði ég þá ánægju að
vinna að þessu verki með Trausta
í sex ár. Þótt Trausti yrði þá að
hætta vegna annarra starfa og
heilsubrests, hélt ég áfram að
heimsækja hann til að ræða mál-
efni almanaksins og önnur
sameiginleg áhugamál.
Áhugamál Trausta voru mörg
og langt frá þvi að hann einskorð-
aði sig við stjörnufræði. Mun svo
hafa verið strax á námsárum
hans, þótt aðrir þekki þá sögu bet-
ur en ég. Hann nam við háskólann
í Göttingen og starfaði við
stjörnuturninn þar, meðan hann
vann að doktorsritgerð sinni. Rit-
gerðin, sem út kom árið 1934,
fjallaði um kórónu sólar og mögu-
leika á því að gera á henni sam-
felldar athuganir. Það mál var þá
mjög í brennidepli. Frakkinn
Bernard Lyot hafði nýlega fundið
upp kórónusjána (corongraph), en
eðli kórónunnar og litróf voru
mönnum enn hulin ráðgáta.
Þegar Trausti sneri aftur til ís-
lands að loknu námi, hefur hann
áreiðanlega vitað, að hann myndi
ekki hafa aðstöðu til að halda
áfram störfum við það verkefni,
sem ritgerð hans hafði fjallað um.
Eftir að heim kom sneri hann sér
fljótlega að jarðfræði og jarðeðlis-
fræði og varð með atkvæðamestu
vísindamönnum hér á landi á
þeim sviðum. Aldrei hvarf
stjörnufræðin honum þó alveg úr
huga, eins og sjá má á ýmsu, sem
hann ritaði um það efni. Má þar
t.d. nefna kennslubók, sem hann
samdi fyrir nemendur sína í
Menntaskólanum á Akureyri
(1944), og merka yfirlitsgrein um
stjörnufræði í bókinni Vísindi
nútímans (1958). Fleiri greinar um
stjörnufræði og skyld efni liggja
eftir hann í almanakinu, Náttúru-
fræðingnum, Skirni, Sögu og víð-
ar. Allt er þ«tta þó smáræði hjá
því sem hann ritaði um önnur
efni, og þá sérstaklega jarðfræði
og jarðeðlisfræði. Þar var hann
óhemju afkastamikill og fór ekki
alltaf troðnar slóðir. Hann var
mjög hugmyndarikur og beitti
óspart þekkingu sinni i eðlisfræði
og stærðfræði til að rökstyðja
hugmyndir sínar, svo að andmæl-
endur, sem minna kunnu fyrir sér
í þeim fræðum, áttu erfitt um vik.
Ég minnist Trausta með þakk-
læti, bæði sem lærimeistara og
vinar. Ég minnist hans sem mikils
gáfumanns og fræðimanns, en
einnig fyrir það, hve skemmtileg-
ur hann var í viðræðum og gam-
ansamur. Að heimsækja Trausta
var ætíð tilhlökkunarefni, en þar
átti Nína kona hans einnig drjúg-
an hlut að máli. Samstilltari hjón-
um hef ég ekki kynnst, og veit ég,
að Trausta hefur verið það ómet-
anlegur styrkur að eiga slíkan
lífsförunaut. Ég votta Nínu, Krist-
ínu dóttur þeirra og öðrum að-
standendum innilega samúð mína
á þessari sorgarstund.
Þorsteinn Sæmundsson
Nú þegar mér barst sú harma-
fregn að próf. Trausti Einarsson
væri látinn er mér ljóst að með
honum er horfinn sjónum vorum
góður drengur með mikla reisn,
sem prýddi umhverfi sitt hvar,
sem hann fór. Við sem búið höfum
í nágrenni við Trausta og þekktum
hann finnum að farinn er góður
nágranni og vitum að þar var sá
maður, sem var stoð og uppistaða
vissra greina íslenskra jarðvís-
inda, en um það rita aðrir nánar.
Hann var þó óbrotinn og látlaus í
öllu sínu fari og viðmóti. Okkur,
sem kynntumst Trausta duldist
ekki að þar fór maður, sem leitaði
sannleikans án hlutdeildar um
eigin hagsmuni i öllu því, sem
hann fékkst við og lagði stund á.
Með elju og ósérplægni vann
hann nótt sem nýtan dag að
vísindalegum áhugamálum sínum
þegar svo bar undir og oft sá ég
ljós í glugganum á vinnustofu
hans heima þótt komið væri langt
fram yfir miðnætti. Ekki virtist
gefið eftir þótt hann væri af létt-
asta skeiði og þrek hins unga
manns væri að miklu þorrið. Þeg-
ar svo heilsubrestur gerði vart við
sig var þessi eljumaður samt ekki
bugaður. Ef eitthvað var virtist
mér nokkur harka fremur færast
yfir skapgerðina og hressingar-
göngur um nágrennið voru þá
meira farnar, en sjáanlega fremur
af vilja en mætti undir það síð-
asta, þá urðu einnig göngurnar
styttri eftir því sem þrekið þvarr.
Ekki gat farið hjá þvf að þá
minntist ég þeirra tíma þegar
Trausti ungur og ern kom heim úr
leðangrum sínum um landið, einn
eða með sínum nánustu, hve
hreyfingar hans þá voru mark-
vissar og brennandi einhugur ríkti
um það, sem hann hafði aflað sér
af fróðleik til staðfestingar mál-
efnum sínum. Það var gott að
þiggja holl ráð hjá Trausta. Eitt
sinn er ég leitaði til hans kom ég
ekki að tómum kofanum. Hann
réði mér þá það heilt, sem mér
dugði og ég hefði ekki getað fengið
á öðrum stað betri. Fyrir það
stend ég honum í þakkarskuld og
hlýt að minnast.
Ég vil hér með fyrir mína hönd
og fjölskyldu minnar votta fjöl-
skyldu próf. Trausta Einarssonar,
eftirlifandi eignkonu hans og dótt-
ur þeirra, barnabörnum og
tengdasyni, sem mest voru á eða
umgengust heimili Trausta, okkar
innilegustu samúð um leið og við
viljum geyma minningarnar um
réttsýnan mann og góðan dreng.
Friðg. G.
Ég hafði ekki ætlað að sitja við
skriftir fyrr en vinnu lyki hér í
Öræfum i haust. En tilefnið er að
ég skrapp niður á Egilsstaði og las
í blöðum lát Trausta Einarssonar,
jarðfræðings. Trausti kom á fram-
færi miklum fjölda hugmynda um
jarðfræðileg viðfangsefni í erlend
og innlend tímarit. Hann ritaði
einnig bækur um eigin athuganir,
svo og kennslubók í jarðfræði. Ég
kynntist Trausta ekki náið en
komst þó ekki hjá því að lesa sumt
eftir hann.
Það lætur nærri að flestir vís-
indamenn afmarki sér tiltölulega
þröngan farveg snemma á ferli
sínum. Þannig mætti ætla að
vinna þeirra kæmi að mestum not-
um. Svo fór ekki fyrir Trausta.
Verkin sýna að hann lét hugmynd-
irnar ráða ferðinni og verksvið
hans var víðtækara en flestra
samtímajarðfræðinga. Aðrir
verða gjarnan til að fylgja eftir
hugmyndum hans en sjálfur hélt
hann á önnur mið enda hug-
myndaflugið með ólíkindum.
Á sjötta áratugnum fóru fram
mjög merkar rannsóknir á sviði
jarðeðlisfræði við Háskólann og
kom Trausti þar mikið við sögu.
Nú ber mönnum saman um að
hann hafi tvímælalaust verið
frumkvöðull við mælingar á seg-
ulstefnu í bergi, ekki einungis á
íslandi heldur á alþjóðavettvangi.
Hann birti niðurstöður sínar um
fimm árum áður en landrekskenn-
ingin svonefnda barst fyrir alvöru
í sviðsljósið. Bergsegulmælingar
Trausta áttu eftir að styrkja land-
rekskenninguna þótt hann væri
henni sjálfur ekki fylgjandi,
hvorki fyrr né síðar. í merkri rit-
gerð varð Trausti fyrstur til að
skýra uppruna hveravatnsins á ís-
landi sem regnvatns er leitaði
djúpt í iður jarðskorpunnar er
náði að lokum til yfirborðs. Þetta
var einnig alþjóðlegt brautryðj-
andaverk.
Trausti kom víða við og var svo
afkastamikill að sumum fannst
nóg um. Til voru þeir sem ekki
gátu staðið í málefnalegum orð-
ræðum við Trausta og nefndu
hann málrófsmann. Víst gat
Trausti verið mistækur en hann
hafði kjark til að láta reyna á eig-
in hugmyndir.
Við nánari athugun á ritgerðum
Trausta sést að þær ná til mjög
margra staða á íslandi. Einn af
okkar virtustu jarðfræðingum
hefur látið svo um mælt að hann
vissi ekki um nokkurn mann er
hefði fetað jafn víða um ísland og
Trausti. Má nærri geta við hvern-
ig aðstæður sum ferðalög hans
voru.
Síðastliðinn vetur átti undirrit-
aður samræður við breskan
jarðfræðing sem ritað hefur af
mikilli yfirsýn um jarðfræði ís-
lands. Oftsinnis hafði hann komið
til íslands og var þaulkunnugur
Trausta Einarssyni. Það leyndi
sér ekki að í áratugi var fylgst vel
með því sem Trausti ritaði í erlend
tímarit.
Það hefur verið sagt að áður en
jarðfræðingur leggi nú útí að
kanna svæði, þá sé góð regla að
glöggva sig fyrst á því sem Þor-
valdur Thoroddsen hafi um svæðið
ritað. Þetta má einnig segja um
verk Trausta því í svo mörgu af
því sem hann ritaði koma fyrir
glöggar athuganir sem enn eru í
fullu gildi.
I Möðrudal,
Jóhann Helgason.
Við uppbyggingu Verkfræði-
deildar Háskóla Islands á stríðs-
árunum réðust til hans atorku-
samir raunvísindamenn, sem
höfðu fullan hug á að háskólinn
yrði ekki eftirbátur annarra slíkra
stofnana hvað varðaði kennslu og
rannsóknarstarfsemi í þeim fræð-
um. Einn þessara vísindamanna
var dr. Trausti Einarsson, sem
lézt hinn 26. júli sl. eftir alllanga
vanheilsu.
Trausta Einarssyni kynntist ég
fyrst sumarið 1964, er ég vann sem
aðstoðarmaður leiðangurs til jarð-
eðlisfræðilegrar sýnasöfnunar á
svæði suðvestanlands, þar sem
hann hafði kortlagt jarðmyndanir
nokkrum árum áður. Þegar hann
útskýrði þá kortlagningu fyrir
okkur og lagði línur um starf leið-
angursins, kom greinilega fram að
hann hafði yfirgripsmikla þekk-
ingu á jarðfræði landsins, allt frá
smáatriðum í gerð einstakra jarð-
laga og til þeirra upplýsinga, sem
lesa mátti úr byggingu og mótun
heilla landshluta. Var hann einnig
kunnugur erlendum rannsóknum
á mörgum sviðum jarðvisinda og
gat valið úr þeim rannsóknaað-
ferðum það sem við átti i þeim
einstöku jarðfræðiaðstæðum, sem
ríkja hér á íslandi. Varð þekking
hans og glöggskyggni mér enn
minnisstæðari er ég frétti að nám
í jarðvísindum hefði hann einung-
is stundað einn vetur eða svo, þ.e.
við Glasgow-háskóla 1942—43.
Sú jarðfræðikortlagning Suð-
vesturlandsins, sem þarna var
fengizt við, var að þvi leyti dæmi-
gerð fyrir dr. Trausta, að hún var
að mestu unnin af honum einum
síns liðs og nánast án annarra
rannsóknatækja en hægt var að
hafa i vasa sinum, s.s. hallamælis
og áttavita. Hefur þó niðurstöðum
hennar enn í fáu verið haggað.
Kortlagning Trausta Einarsson-
ar á íslenzkum jarðlögum með
hjálp bergsegulmælinga náði á
endanum yfir marga landshluta,
og birti hann jafnan ýtarlegar lýs-
ingar á athugunum sínum. Má
einkum nefna, auk Suðvestur-
lands, svæði á Suðurlandi og
Austfjörðum, Snæfellsnesi, Tjör-
nes og svæðið þar suður af, og
Skaga. Við síðari sýnasöfnun úr
jarðlögum þessara svæða til ýtar-
legri segulmælinga i rannsókna-
stofum hefur ávallt mátt byggja á
áreiðanleika lýsinga hans og
mæliniðurstaðna. Enn er þó þar
mikið verk óunnið, ekki sízt við að
tengja saman myndunarsögu
hinna ýmsu svæða eftir þvi sem
aðferðir til þess þróast. Verður þvi
enn um langa hrið leitað til rita
dr. Trausta um undirstöðuuplýs-
ingar, ef finna skal nýjar leiðir til
skilnings á jarðsögu Islands.
Þótt sú kortlagning, sem mér
hefur orðið tíðrætt um, hafi verið
tímafrek og útheimt erfið ferða-
!ög, var hún aðeins lítið brot af
rannsóknastörfum dr. Trausta.
Þær rannsóknir á landslagi á Mið-
norðurlandi, sem hann hóf um
miðjan 4. áratuginn, leiddu m.a.
til margháttaðra niðurstaðna
hans um afstöðubreytingar láðs
og lagar á jökultíma, og til gerðar
yfirlitskorts af jarðlagahalla á
landinu. En ekki var dr. Trausta
nóg að lýsa slíkum fyrirbrigðum,
heldur vildi hann einnig skilja
orsakir þeirra. Til að kanna eðlis-
eiginleika dýpri jarðlaga undir
landinu hófst hann því handa
ásamt öðrum á árinu 1950 um
nákvæmnismælingar á styrk
þyngdarsviðs vítt og breitt um
landið. Ritgerð hans og kort um
niðurstöður þeirra mælinga, sem
Vísindafélag íslendinga gaf út
1954, eru enn i dag bezta aðgengi-
lega heimildin um þyngdarsvið á
Islandi, og hafa orðið mörgum
öðrum rannsóknum til mikils
stuðnings.
Athuganir Trausta Einarssonar
á hveravirkni, sem einnig hófust á
4. áratugnum, urðu ásamt athug-
unum á innskotum og jarðlaga-
halla til þess að hann fór að kanna
mögulegar orsakir jarðhitans hér
á landi. I hinu vel þekkta riti sínu
Uber das Wesen der heissen Quell-
en Islands, sem út kom 1942,
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að varmi jarðvatnsins á lághita-
svæðum Islands hljóti að eiga að
mestu uppruna sinn í hinum al-
menna varmastraumi úr iðrum
jarðar, en hafnar hugmyndum um
að eldsumbrot eða geislavirkni séu
beinar orsakir íslenzka jarðhitans.
Eru rök hans í því máli skýr og vel
grunduð á eðlisfræðilegum út-
reikningum og eigin mælingum.
Fylgja menn enn í meginatriðum
sjónarmiðum hans um uppruna
vatnsins og varmaforða þess.
Rannsóknir á jarðfræði ísald-
arsvæða hérlendis urðu til þess að
dr. Trausti leiðrétti ýmsar villur í
fyrri ályktunum jarðfræðinga um
myndanir frá jökultímanum, og
setti hann um leið fram eigin
kenningar um uppruna móbergs á
íslandi. Þó þær kenningar hafi
ekki náð almennri hylli meðal ís-
lenzkra jarðfræðinga, standa lýs-
ingar á jarðmyndunum móbergs-
svæðanna í ritum hans fyrir sínu
og verða eflaust að gagni við
margbrotnari könnun ísaldarsögu
landsins á komandi árum.
ógetið er enn stórmerkra at-
hugana dr. Trausta og sam-
starfsmanna hans á Heklugosinu
1947—48, sem birtar voru í fimm
binda ritröð. Kemur þar fram
mikill áhugi hans á rannsókn á
efna- og eðliseiginleikum berg-
kviku, enda hafði V. Goldschmidt,
faðir nútíma jarðefnafræði, löngu
fyrr hvatt hann til slíkra rann-
sókna. Af ýmsum ástæðum gekk
þó uppbygging aðstöðu til þeirra
rannsókna á Islandi lengi vel
hægt, og eins var ekki fylgt því
fordæmi, sem Hekluritið setti um
skipulega heildarkönnun ein-
stakra eldgosa. Hljóta þetta að
hafa orðið dr. Trausta nokkur
vonbrigði.
Sjávarstöðubreytingarnar, sem
áður voru nefndar, vöktu áhuga
Trausta Einarssonar á jarðsögu
landgrunnsins, og ritaði hann
markverðar greinar um það efni á
sjöunda áratungum. Nefnd undir
forsæti hans skilaði á árinu 1970
ýtarlegum tillögum til Rann-
sóknaráðs ríkisins um mörg að-
kallandi verkefni í þeim efnum.
Hefur ýmsum þeim tillögum verið
fylgt í rannsóknum Islendinga á
landgrunninu frá 1972, en umfang
þeirra rannsókna þó lengst af ver-
ið allt of takmarkað.
Trausti Einarsson reit einnig
margt um loftslagsbreytingar á
Islandi á sögulegum tíma, og
tengdi þær öðrum þáttum í sögu
landsins. Þá var hann einn af
brautryðjendum í vísindalegri
rannsókn á íslenzkum jöklum.
Dr. Trausti var vel máli farinn,
og kemur mér sérstaklega í hug
þátttaka hans í fundum og á ráð-
stefnum Jarðfræðafélagsins. Var
hann gagnrýninn og fylginn sér,
einkum ef honum þóttu þær rann-
sóknir, sem frá var sagt, ekki
standast þær vísindalegu kröfur
sem gera yrði um eðlisfræðilega
undirstöðu, jarðfræðilegar for-
sendur eða hlutlæga túlkun rann-
sóknar. Átti þetta ekki sízt við um
rannsóknir varðandi nútíma land-
rekskenningar, þó svo þær kenn-
ingar megi að hluta rekja til at-
hugana hans sjálfs á segulmögnun
berglaga. Var jafnvel á þessum
fundum mun meira spennandi að
heyra hvað Trausti hefði um fund-
arefnið að segja, heldur en við-
komandi fyrirlesari. Við okkur
yngri menn var dr. Trausti hins-
vegar mjög uppörvandi og þolin-
móður við að miðla þekkingu sinni
um jarðfræði Islands.
Alla tíð frá því dr. Trausti réðst
til háskólans á árinu 1943, helgaði
hann sig óskiptur rannsóknum