Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 47

Morgunblaðið - 02.08.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 47 sínum og akademiskri kennslu i eðlisfræði og jarðvísindum, auk þess sem honum voru falin mörg trúnaðarstörf á vegum háskólans, sem hann rækti með prýði. Kynnt- ist ég bezt kennslu hans í jarð- og geimvísindum fyrir raungreina- nemendur, sem tekin var upp við Verkfræði- og raunvísindadeild árið 1972 og við áttum nokkra samvinnu um. Lagði hann mjög mikla vinnu í undirbúning hennar og gaf m.a. út kennslubókina Eðl- isþættir jarðarinnar og bókina Jarðsaga íslands um það leyti. Hafa margir nemendur úr þeim námskeiðum haft á orði, hve áhrifamikil og menntandi kennsla dr. Trausta hafi verið. Dr. Trausti átti á sínum tíma þátt í að Raunvísindastofnun Há- skólans var sett á fót 1966, og studdi hann jafnan að eflingu og sjálfstæði hennar. Honum var vel ljóst, að tæknilegar framfarir og velmegun á íslandi yrðu að vera grunduð á visindalegri þekkingu, bæði á undirstöðulögmálum eðl- isvísinda sem og á því umhverfi er þjóðin býr við. Eins og hann sagði sjálfur í viðtali við Mbl. haustið 1952, er það „... nauðsynleg krafa, að einstaklingurinn hér sé að sama skapi menntaðri og fær- ari öðrum í starfi, sem við erum fámennari en aðrir". Mælikvarði á árangur okkar hlýtur þar að verða sá, hvort við getum sjálfir skapað þá viðbótarþekkingu og tækni, er öðrum þjóðum þyki fengur í að sækja til íslands. f slíku sköpun- arstarfi var dr. Trausti Einarsson tvímælalaust einna fremstur allra þeirra visindamanna og kennara, sem starfað hafa við Háskóla ís- lands. Leó Kristjánsson Sú kynslóð verkfræðinga og eðl- isfræðinga sem stundaði nám við verkfræðideild áratugina eftir stríð mótaðist varanlega af þeim merku mönnum, sem þar höfðu valist til kennslu. Fremstir í þeim hópi voru prófessorarnir Finnbogi Rútur Þorvaldsson, Leifur Ás- geirsson og Trausti Einarsson. Trausti er okkur minnisstæður sem afburðakennari, einkum i þeim efnum sem voru honum hug- leikin á sviði aflfræði og jarð- fræði. Iðulega hafði hann sjálfur bætt við fræðin eða hnotið um kenningar, sem nutu almennrar hylli en byggðu á veikum grunni, sem honum sýndist við einfalda fræðilega athugun að ekki gæti staðist. Gegn þessum kenningum réðst Trausti með skörpum rökum og slíkum sannfæringareldi að ekkert stóð fyrir. En Trausti var ekki aðeins áhrifamikill kennari heldur ástriðufullur rannsakandi, sem lét ekkert tóm ónotað til fræðistarfa, svo lengi sem hann hafði þrek til. Eftir hann liggur feiknmikið starf á sviði jarðeðlisfræði og jarðfræði, sem nánar verður lýst á öðrum vettvangi. Hér mætti þó nefna nokkur dæmi, sem hvert um sig Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaósins. llandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hefði nægt til að halda nafni hans á lofti. Trausti lét fyrst að sér kveða á sviði jarðhita og varð landskunnur fyrir hlut sinn til að vekja gos í Geysi. Skýringar hans á uppruna og eðli jarðhita eru enn sá grund- völlur sem meginhluti jarðhita- rannsókna byggist á. Hann gerði merkar athuganir á eðliseiginleik- um hrauns og á gosmekki Heklu 1947—48. Reikningar hans um hegðun gosmakkarins hafa fram á síðustu ár vakið óskipta athygli eldfjallafræðinga. Trausti gerði ítarlegar mælingar á þyngdarsviði landsins og uppgötvaði þá þyngd- arlægð sem einkennir berggrunn- inn undir landinu. Hann lagði með Þorbirni Sigurgeirssyni grundvöll að bergsegulmælingum og beitti mælingum á segulstefnu í hraun- um til að flokka bergið í syrpur eftir segulsviðsskeiðum. Þessar mælingar urðu honum lykill að gerð og sögu basaltstaflans sem hann kortlagði i flestum lands- hlutum. Hann gerði kort af berg- lagahalla landsins og fyrstu drætti af brotlínukerfi sem ræður lögun þess. Hann skýrði fyrstur skjálftasprungur á Suðurlandi og spennusvið sem þar ríkir. Trausti gerði merkar athuganir á sjávar- stöðu og myndunarsögu land- grunns og tengdi þær reikningum um jökulfarg og seigju berggrunns undir landinu. í mörgum þessara starfa var Trausti langt á undan sínum sam- tíma og verk hans voru ekki metin að verðleikum fyrr en áratugum seinna. Hann var einyrki í rann- sóknum, borið saman við þá hóp- vinnu sem nú tfðkast á stofnunum. Hann birti verk sín að mestu f íslenskum fræðiritum og hirti lftið um þá frægð sem þau hefðu getað aflað honum á alþjóðavettvangi. Erlendir fræðimenn sem hingað komu til sumarstarfa voru hins vegar fljótir að átta sig á því hvern mann Trausti hafði að geyma. Á seinni árum var Trausti best þekktur meðal yngri manna fyrir gagnrýni sina á landrekskenning- una og beitingu hennar i túlkun jarðfræði landsins. Reyndar hafði hann sjálfur lagt stóran skerf til hennar í byrjun með bergsegul- mælingum og skrifum sfnum um vesturfærslu Grænlands. Hann hefði allt eins getað orðið einn af höfuðpostulum þessarar kenning- ar, hefði hann látið öðrum frjálst að túlka verk sin i þá átt. En slikt var honum ekki að skapi. Honum þótti landreksmenn fara léttúð- lega með gögn og horfa fram hjá ýmsum þáttum sem í hans huga voru grundvallaratriði. Hann taldi það fræðilega skyldu sina að benda á veilur í forsendum kenn- ingarinnar og var þar fundvís á ýmsa bresti. Mörg skeyti hans gerðu slíkan usla í herbúðum and- stæðinganna að langan tima tók að fylkja liði að nýju. Þegar á leið og heilsu Trausta fór hrakandi, átti hann erfiðara með að fylgjast með þróun rannsókna sem marg- földuðust á þessu sviði. Skeyti hans hittu þá sjaldnar i mark en aldrei taldi hann sér orustuna tap- aða. Ég naut þeirra forréttinda að leita ráða hjá Trausta sem kenn- ara á námsárum mínum og síðar í rannsóknarstörfum. Oftast voru þeir fundir á vinnustað Trausta í stofunni heima, umvafðir þeirri hlýju og umhyggju sem Nfna veitti í sínu umhverfi. Hún sá jafnan fyrir nægu kaffi, kökum og konfekti en gætti þess jafnframt að trufla ekki þær áköfu umræður, sem þar fóru fram. Þó kom það fyrir, að hún taldi sér vissara að huga að gestunum, ef henni heyrð- ist sannfæringareldurinn vera fara að brenna um of hjá bóndan- um. En þess gerðist ekki þörf, þvi að þetta voru hápunktar fundanna og ógleymanlegustu kennslu- stundir okkar félaganna. Sveinbjörn Björnsson Hugurinn leitar nær hálfa öld aftur f timann til ársins 1935 þeg- ar ég var i fimmta bekk Mennta- skólans á Akureyri. Þá kom til skólans nýr kennari, dr. Trausti Einarsson, sem nýkominn var heim frá stjörnufræðinámi í Þýskalandi. Hann kenndi stærð- fræði og eðlisfræði og varð aðal- kennari okkar í stærðfræðideild- inni, sem þá var aðeins tveggja ára gömul. Hinn nýi kennari þótti strangur, en enginn efi lék á þvi, að hann lagði sig allan fram við að útskýra hin torskildu fræði og alla þá leyndardóma, sem okkur var ætlað að kynnast. Hann benti okkur á þann styrk, sem þekking á undirstöðulögmálum náttúrunnar veitir, útskýrði nýjar uppgötvanir um eðli hluta og uppbyggingu efn- isins og vakti áhuga okkar á for- vitnilegum, óskýrðum fyrirbær- um. Áhugi kennarans á efninu var augljós og smitaði út frá sér. Hvað mig snerti var kennsla þessi áhrifameiri en nokkur önnur, sem ég hefi hlotið, enda var ég i engum vafa þegar líða tók að stúdents- prófi, að ég mundi velja eðlisfræði ef um framhaldsnám yrði að ræða. Þrátt fyrir þá miklu alúð, sem Trausti lagði við kennsluna voru rannsóknir alla tíð aðaláhugamál hans. Viðfangsefnin voru marg- vísleg. Eftir heimkomuna gat hann ekki haldið áfram rannsókn- um i sérgrein sinni, en sneri sér þvi meira að jarðvísindum. Brátt varð hann landskunnur fyrir að endurvekja Geysi i Haukadal og síðan fylgdu almennar rannsóknir á jarðhita landsins, sem opnuðu augu manna fyrir eðli jarðhitans og sýndu að heitar uppsprettur voru í eðli sínu svipaðar þeim köldu, en vatnið fór lengra niður og komst í snertingu við heit jarð- Heklugosinu 1947—48 gafst sérstakt tækifæri til að fylgjast með einum þætti í myndunarsögu landsins og það var líka óspart notað. Trausti var þá orðinn pró- fessor við háskólann og hafði sína kennsluskyldu, en eldgosið rann- sakaði hann um helgar og hvenær sem færi gafst ásamt öðrum jarðfræðingum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var fylgst með gosi og hraunrennsli af mikilli nákvæmni, en þar kom allt, sem flokka má undir jarðeðlisfræðilegar mæl- ingar, í hlut prófessors Trausta, sem smíðaði sin eigin tæki til hitamælinga og seigjumælinga í hrauninu. Þetta er í fyrsta skipti, sem nákvæm athugun er gerð á eldgosi hér á landi, en hið mikla Heklurit þeirra Trausta Einars- sonar, Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Kjartanssonar ber þessu starfi ljósast vitni. Af öðrum rannsóknum prófess- ors Trausta skal hér aðeins nefna þyngdarmælingar og bergsegul- mælingar. Þyngdarkraft jarðar mældi hann á fjölda staða um allt land, gerði á fáum árum þyngdar- kort af öllu landinu og dró álykt- anir um gerð jarðskorpunnar und- ir Islandi og flotjafnvægi lands- ins. Næsta meginverkefnið við berg- segulmælingar, en þar átti ég því láni að fagna að kynnast vinnu- brögðum Trausta sérstaklega vel. Þar sat vandvirknin jafnan í fyrirrúmi og engin fyrirhöfn var talin eftir ef auka mátti öryggi at- hugananna. Við ferðuðumst mikið saman í nokkur ár á meðan Trausti kortlagði útbreiðslu rétt og öfugt segulmagnaðs bergs, en ég safnaði sýnum til mælinga í rannsóknastofu. Á þessum ferða- lögum hélt minn gamli lærifaðir áfram að fræða mig, en nú var viðfangsefnið myndun landsins og hvað gerðist á liðnum skeiðum jarðsögunnar. Niðurstöður rannsóknanna urðu í fyrsta lagi staðfesting á uppgötv- un, sem hollenskur jarðfræðistúd- ent hafði gert hér nokkrum árum áður, að berginu mætti skipta i tvo hópa. Rétt segulmögnuð berg- lög, sem segulmögnuð voru í sam- ræmi við segulsvið jarðar, og öfugt segulmögnuð lög, þar sem segulmögnunin stefndi á móti jarðsviðinu. I öðru lagi var dregin sú ályktun að hvert segullag hlyti að stafa frá ákveðnu jarðsögu- skeiði og að stefna segulmögnun- arinnar réðist af stefnu jarðsvið- sins á þeim tíma. Allt benti til þess að áður hefði segulsvið jarðar eins oft haft þveröfuga stefnu við þá, sem það hefur nú. Með kort- lagningu segullaganna var enn- fremur innleidd ný tækni til jarð- fræðirannsókna og er hún nú al- mennt notuð af jarðfræðingum, sem rannsaka basaltsvæði, þar sem hún gefur glögga mynd af aldri bergsins. Prófessor Trausti Einarsson hefur verið mér ímynd hins sanna visindamanns, sem hlýðir köllun sinni á hverju sem gengur. Lengst af voru fæturnir aðal farartækið og rannsóknatíminn takmarkaður af miklum kennslustörfum, en þrátt fyrir það var prófessor Trausti einn af okkar afkasta- mestu vísindamönnum bæði hvað snertir athuganir og ritsmíðar. Starf hans ber með sér öll merki frumherjans, sem vinnur sjálf- stætt og fer sínar eigin brautir. Um leið og ég kveð læriföður minn og starfsfélaga vil ég þakka góðar leiðbeiningar á liðnum ár- um og langt samstarf við kennslu og rannsóknir. Frú Ninu, Kristínu og öðrum ástvinum sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Þorbjörn Sigurgeirsson NORÐDEKK heílsóluð radtal dekh, íslensk framletdsía. Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmivinnustofan hf, SWPHOLTI 35. s. 31055 & 30360 Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höfðadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastnðin sf, SKEIFAN 5. s. 33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTL s.66401 Landið Hjólbarðaverkstæði Björns, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Kaupfélag Árnesinga, SELFOSSI, s.99-2000 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARFIRÐL s.97-4271 Ásbjörn Guðjónsson,STRANDGÖTU 15a, ESKIF'IRÐL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIRÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s 96-22840 Smurstöð SheU -01is,FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRl. s.96-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s. 96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL EGILSSTÖÐUM. s.97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Hjólbarðaþjónustan, BORGARBRAUT 55, BORGARNESLs.93-7858 Bifreiðaverkstæði Bjama, AUSTURMORK 11, HVERAGERÐL s.99-4535 Aðalstöðin hf, HAFNARGÖTU 86, KEFLAVÍK. s 92-1516 Hjólbarðaverkstæði Hallbjöms, HNJÚKABYGGÐ 31, Bl.ÖNDUOSI, s.95-4400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.