Morgunblaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1984
Rannsókn á sovéskum markmiðum í Evrópu:
Margt farið öðruvísi
en áætlað haföi verið
Los Angeies, ágúst. AP.
KÖNNUN sérfræðings aö nafni John Van Oudennaren fyrir bandaríska
flotann segir að langtímamarkmið Sovétmanna í Evrópu hafi brugðist hrap-
allega og það standi m.a. afvopnunarviðræðum fyrir þrifum.
Van Oudennaren segir, að
draumsýn Sovétmanna eftir síðari
heimsstyrjöldina hafi verið sam-
stæð Austur-Evrópa annars vegar
og hins vegar margklofin Vestur-
Evrópa, sem liti til Sovétríkjanna
eftir leiðsögn og forystu.
Tvö nýleg dæmi nefnir Van
Oudennaren til að undirstrika
hversu langt af leið stefna Rússa
hefði reikað. ólgan í Póllandi í
kjölfar stofnunar Samstöðu undir-
strikaði á hvílikum brauðfótum
kommúnistastjórnin í landinu
stæði. Samstaða Vestur-Evrópu
um að koma fyrir meðaldrægum
Chile:
Mótmæla
Pinochet
itiago, (
UM TIU þúsund manns söfnuðust í
gærkvöldi saman á aðaltorginu í
Santiago og hafði samkoman yfir-
skriftina orðin „Til varnar lífinu".
Höfðu helstu andstæðingar herfor-
ingjastjórnarinnar hvatt til hennar
og héldu þeir allir á logandi kertum.
Þegar mótmælunum var um það
bil að ljúka og fólkið að fara af
torginu tóku nokkrir unglingar til
við að grýta grjóti og notaði þá
óeirðalögreglan tækifærið og réðst
að mannfjöldanum með kylfum,
táragassprengjum, vatnsbyssum
og hundum. Að sögn fréttamanna
meiddust nokkrir í átökunum og
nokkrir voru handteknir.
Samkoman í Santiago er ein sú
fjölmennasta, sem efnt hefur ver-
ið til á 11 ára stjórnartíma Pino-
chets hershöfðingja. Fólkið hróp-
aði vígorð gegn herstjórninni og
krafðist þess, að aftur yrðu teknir
upp lýðræðislegir stjórnarhættir í
landinu.
kjarnorkueldflaugum sýndi á hinn
bóginn að Vestur-Evrópa væri allt
annað afl en Sovétmenn ætluðu í
upphafi.
Van Oudennaren spáir meiri
háttar ólgu í Austur-Evrópu síðar
á þessum áratug eða f byrjun
næsta. Telur hann að hernaðar-
íhlutun Rússa í Ungverjalandi og
Tékkoslóvakíu muni sýnast smá-
vægileg miðað við það sem gerast
muni er þeir verða að berja ná-
granna sína til hlýðni á næstu ár-
um.
„Sovétríkin munu halda fast
fram stefnumálum sínum og vilja,
sama þótt þau verði að beita hern-
aðarmætti sínum til að halda
bandalagslöndum sfnum niðri. Þá
gæti komið til alvarlegrar hættu á
stríði austurs og vesturs, en það er
þó fjarri því að vera víst að nokk-
ur ófriður að ráði blossi upp. Það
verður dýru verði keypt, en friður-
inn mun hægt og bítandi verða
tryggður vegna stöðnunar Sovét-
ríkjanna, þau munu f vaxandi
mæla hætta að skipta máli í
heimsstjórnmálunum og munu
einangrast," segir Van Oudennar-
en.
Hann segir ástæðuna fyrst og
fremst þá að síðari tíma stjórn-
völd muni ekki geta hrist Stalín-
myndina af sér. „Stjórnarhættir
Stalíns miðuðu að þvf að knýja
fram eins mikinn efnahagslegan
hagnað og frekast var kostur á
grundvelli yfirburða Rauða hers-
ins á sem skemmstum tíma. Slíkir
stjórnarhættir gátu aldrei gert
annað en að valda sfðari tfma
stjórnvöldum erfiðleikum.
Langtímavandamál hafa ekki
verið leyst. Kommúnistaflokkar
landanna fyrir austan tjald hafa
ekki óskorað vald yfir þegnum sín-
um og ekki hefur tekist að útrýma
þeirri tortryggni Vesturlanda í
garð Sovétríkjanna, sem spratt
upp í tíð Stalfns," ritar Van Ou-
dennaren.
Hann segir Breshnev hafa kom-
ist næst því að ná fram hinum
sovésku markmiðum: náð kverka-
taki á bandalagslöndum Rússa á
sama tima og þau fengu flest að
fara eigin leiðir í sumum málum.
Má þar nefna efnahagskerfið f
Ungverjalandi, tengsl Póllands við
vestrið og sérstök tengsl Austur-
Þýskalands við Vestur-Þýskaland.
Þá var Breshnev mikill málsvari
détente, en með undirritun
Helsinkisáttmálans var ætlun
Sovétmanna að ná betri fótfestu í
Vestur-Evrópu án þess að missa
tökin í Austur-Evrópu. En það fór
á annan veg, Breshnev féll frá og í
stað þess að áhrif Bandaríkjanna f
Vestur-Evrópu minnkuðu jukust
þau og NATO stóð enn styrkara en
fyrr. Van Oudennaren telur að
Sovétmenn séu komnir vel á veg
með að einangra sig frá heiminum
með fádæma stífni og óbilgirni.
Ættflokkahöfðingi
Karl Bretaprins hefur verið í heimsókn á Nýju-Guineu, næst stærstu eyju
heims. Þar var hann gerður að ættflokkahöfðingja við mikla athöfn í
bænum Manus.
Prestar eiga að segja af
sér opinberum embættum
— segir Páfagarður um presta í þjónustu sandinista í Nicaragua
Dollarinn
enn hár
London, 10. ágúst. AP.
Bandaríkjadollar var nokkuð á
reiki í dag gagnvart helstu
gjaldmiðlum, en hafði aftur náð há-
markshæð sinni um það leyti sem
gjaldeyrismarkaðir lokuðu í kvöld.
Fyrir pundið fengust þá 1,3105
dollarar, en dollarinn jafngilti
2,9070 vestur-þýskum mörkum,
8,9100 frönskum frönkum, 3,2705
hollenskum gyllinum og 1,779
ítölskum lírum.
Managua, Niraragua, 10. ágúst AP.
í FRÍ.TI frá Páfagarði í dag segir, að kirkja hafi margsinnis hvatt presta í
Nicaragua, sem gegna opinberum embættum fyrir sandinista, til að hætta
þeim starfa enda væru þeir með því að brjóta gegn lögum kirkjunnar.
Uppreisnarmenn í Nicaragua hafa hafið nýja sókn gegn stjórn sandinista.
Rutt hefur verið úr vegi helstu
ástæðu sandinista fyrir að neita
að eiga viðræður um þjóðarsátt og
í kjölfar þess hefur forsetaefni
stærsta stjórnarandstöðuflokks-
ins skorað á ráðamenn að efna nú
þegar til viðræðnanna.
Daniel Ortega, leiðtogi her-
stjórnarinnar, sagði á frétta-
mannafundi, að „gagnbyltingar-
menn“ hefðu hafið nýja sókn í
norðurhluta landsins og að 18
þeirra hefðu fallið í átökum við
stjórnarhermenn. Aðrar fréttir
herma, að sl. miðvikudag hafi
skæruliðar ráðist af sjó á bæinn
E1 Maranonal og fellt einn her-
manna sandinista.
Arturo Cruz, forsetaefni Sam-
einuðu lýðræðisfylkingarinnar,
skoraði i gær á stjórn sandinista
að efna til viðræðna um þjóðar-
sátt í kjölfar þess, að ein helsta
skæruliðahreyfingin krefst þess
ekki lengur að vera með í þeim
viðræðum. Hafa sandinistar jafn-
an hafnað þessum viðræðum og
borið því við, að þeir vildu ekki
ræða við uppreisnarmenn. Cruz
sagði, að nú ætti ekkert að vera í
veginum lengur fyrir þessum við-
ræðum og ef af þeim yrði myndi
lýðræðisfylkingin fús til að taka
þátt í kosningunum 4. nóvember
nk. Sandinistar hafa ekki svarað
þessari áskorun enn.
í tilkynningu frá Páfagarði í
dag segir, að kaþólskir prestar,
sem gegni opinberum embættum í
Nicáragua, hafi margsinnis verið
beðnir að láta af þeim enda brytu
störf þeirra í bága við lög kirkj-
unnar um pólitísk afskipti. Er til-
kynningin svar við þeirri fullyrð-
ingu jesúítans Fernando C. Mart-
inez, menntamálaráðherra sand-
inista, að kirkjan hafi hingað til
ekkert haft út á embættis-
mennsku hans að setja.
Hersýning
Amin Gemayel forseti (til hægri) og Rashid Karami forsætisráöherra við
hátíðahöld á degi hersins í Líbanon. í gær biðu tveir menn bana og 11
særðust í sprengingu í hverfi múhameðstrúarmanna í suðurhluta Beirút.
Getur andlitskrem komið
í veg fyrir heilaskemmd-
ir af völdum víndrykkju?
frludi. AP.
ÍRSKIJR háskólaprófessor segist hafa fundið lausn á því hvernig koma
megi í veg fyrir drykkjuvímu og fjöldadráp á heilafrumum.
lausnin felist í kvöldvorrósar-
olíunni, sem ungar stúlkur hafa
m.a. notað sem andlitssmyrsl.
Brian Leonard lyfjafræði-
prófessor hefur i fjögur ár gefið
rottum, sem ánetjaðar hafa ver-
ið alkóhóli, gamma-línólensýru,
aðalefni kvöldvorrósarolíunnar.
Bjórþambarar ganga stöðugt
af heilafrumum dauðum: „því
fastar sem drukkið er, því lengur
tekur það frumuhimnurnar að
vaxa að nýju og því fleiri frumur
deyja," segir hann.
Gamma-línólensýran endur-
nýi fituefnin í himnunum, sem
verja taugafrumurnar og geti
e.t.v. komið í veg fyrir að þjórar-
ar verði drukknir.
Leonard þykir gaman að taka
glas og harðneitar að hann reyni
að spilla ánægjunni fyrir öðrum:
„Ef allt fer, eins og ég geri ráð
fyrir, er hægt að sitja að sumbli
daglangt án þess að verða ölvað-
ur.“ En hann jánkar að þá sé
varla ómaksins vert lengur að
drekka áfengi.
í Skotlandi hefur notkun
kvöldvorrósarolíunnar fækkað
alkóhólistum sem þurfa valíum
eftir drykkju.
Leonard segir að aðalhættan
felist ékki i lifrarskemmdum.
„Straumur alkóhólistanna liggur
á geðsjúkrahúsin; þangað koma
árlega fleiri alkóhólistar en
geðklofar."
The Sunday Times segir:
„Prófessorinn viðurkennir, að
sennilega hefði hið upphafna
verk Omars Khayyams, Rubaiy-
at, aldrei verið skrifað, hefði
höfundur þess skolað vininu
niður með gamma-
linolensýrunni."