Morgunblaðið - 11.08.1984, Side 48

Morgunblaðið - 11.08.1984, Side 48
AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl. SlMI 11633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SIMI 11340 LAUGARDAGUR II. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs: Neikvæð um 322 milljónir króna Hagstæðari um 941 millj. kr. en á sama tíma 1983 GREIÐSLUAFKOMA A-hluta ríkis- sjóAs var ncikvæð í júnflok um 322 milljónir króna, og er því betri en á Ólögleg fjölfóldun myndbandæ Tveir úr- skurðaðir í gæslu- varðhald TVEIR forstöðumenn mynd- bandaleiga í Reykjavík og ná- grenni voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í sakadómi Kópa- vogs. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að ólöglegri dreifingu og fjöiföldun kvikmynda, sem fyrirtækið Myndband hf. (Regnboginn) hefur einkarétt á. Annar maðurinn var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald allt fram til 17. ágúst, hinn allt til 22. ágúst. Mennirnir eru báðir á þrítugs- aldri og eiga lögheimili í Kópa- vogi. sama tíma og í fyrra um 941 milljón króna. Kekstrarhallinn nam 2,4% af gjöldum A-hluta fyrstu sex mánuði þessa árs, og hefur hlutfallið aðeins verið einu sinni hagstæðara frá ár- inu 1977. Árið 1982 var rekstraraf- koman hagstæð um 1 % af gjöldum. t fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu af þessu til- efni kemur fram að innheimtar tekjur námu 9553 milljónum króna og er hækkun 49% miðað við sama tímabil 1983, þ.e. janúar til júníloka. Beinir skattar voru 16,5% af heildartekjum og hækk- uðu um 56%. Óbeinir skattar, arðgreiðslur o.fl. nema 83,5% af heildartekjum. Hækkun frá fyrra ári nemur 48%. Greidd gjöld námu 9785 milljón- um króna og til heilbrigðis- og tryggingamála runnu 37%, til fræðslu-, menningar- og kirkju- mála gengu 16%. Fjármálaráðherra kynnti þetta fyrir fulltrúum stjómarandstöð- unnar á fundi í gær. Sjá nánar fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu á bls. 4: Afkoma A-hluta. Allt á floti í Laugardal Ljósm. Mbl. Júlíus. Síðasta sólarhring varð mesta úrkoma sem mælst hef- ur frá því mælingar hófust og báru tjaldstæðin í Laug- ardalnum þess meðal annars merki. Þar var allt á floti í bókstaflegri merkingu þess orðs og á meðfylgjandi mynd sést Hollendingurinn Robart HUzer, sem varð að yfirgefa tjald sitt og fá gistingu í varðskýlinu á staðnum. Robart, sem var hinn hressasti þegar Morgunblaðsmenn bar að garði, ætti að vera vanur íslenskri veðráttu því hann hefur verið tíður gestur hér síðan 1974. „Mér finnst þetta allt í lagi. Eg get sagt þér það að mér var svo heitt í skýlinu, að ég varð að taka hitann af til að geta sofið,“ segir Robart meðal annars í viðtali við Mbl., en nánari frásögn og viðtöl eru á bls. 3 í blaðinu í dag. Vaxtafrelsið í framkvæmd: Vextír á ávísana- reikningnm 5 tíl 15% forvextir á víxillánum 20,5 til 23% Rannsóknarlögregla ríkisins, sem setti fram gæsluvarð- haldskröfuna, hefur lagt hald á talsvart magn myndsnælda, sem talið er að hafi verið fjölfaldað- ar á ólöglegan hátt. Grunur leik- ur á, að mennirnir hafi fjölfald- að margar kvikmyndir. Rann- sókn málsins er á byrjunarstigi. Þetta eru fyrstu málin af þessu tagi, sem Rannsóknar- lögregia ríkisins fær til með- ferðar eftir breytingu, sem gerð var á höfundarlögum í þinglok í vor. Með þeirri breytingu urðu brot á höfundarlögum opinber mál og þar með rannsóknarefni fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Vaxtafrelsi innlánsstofnana leiðir til þess að á mánudag geta viðskipta- vinir þeirra bæði valið um nýja lán- aflokka og ávaxtað fé sitt með mis- munandi hætti á sambærilegum reikningum í bankastofnunum. Til marks um mun á vöxtum eftir bönk- um má nefna að í Alþýðubankanum vcrða vextir á ávísanareikningum 15% en 7% á hlaupareikningum, í Verslunarbankanum og Iðnaðar- bankanum verða vextir á ávísana- og hlaupareikningum 12% í Útvegs- bankanum og Samvinnubankanum 7% en áfram óbreyttir eða 5% í Bún- aðarbankanum. Sé litið til útlána verða tíl dæmis forvextir á víxlum sem hafa verið 18,5% frá og með mánudeginum 20,5% í Útvegsbankanum, 22% í Alþýðubankanum, 22,5% í Iðnað- arbankanum og Samvinnubankan- um, 23% í Verslunarbankanum og 22% á almennum víxlum og 23% á viðskiptavíxlum í Búnaðarbankan- um. Ríkisstjórnin ákvað 30. júlí síð- astliðinn að veita innlánsstofnun- um frelsi til að ákveða innláns- og útlánsvexti innan þeirra marka sem Seðlabankinn samþykkti. Síð- an hafa bankarnir unnið að tillög- um um nýja vexti og kynnt þær fyrir Seðlabankanum. Síðdegis í gær rann frestur Seðlabankans til að kanna þessar tillögur út og eftir það tóku upplýsingar um hina nýju vexti að berast. Að sögn Jónasar Haralz, bankastjóra Landsbank- ans, mun bankinn tilkynna ákvarð- anir sínar f vaxtamálum á mánu- daginn. Þá er unnið að vaxta- ákvörðunum hjá Sambandi spari- sjóða. Verslunarbankinn hefur stofnað svonefnda Kaskó-reikninga, sem hann segir að eigi að verja sparifé við tíðar vaxtabreytingar, Búnað- arbankinn hefur tekið upp spari- reikninga með 18 mánaða uppsögn er bera 25,4% ársávöxtun og f Ut- vegsbankanum geta menn nýtt sér nýja sparireikninga er bera misháa vexti eftir lengd uppsagnartíma. Sé litið á þær upplýsingar sem Morgunblaðið hafði undir höndum í gær og kannað hvaða spariform beri hæsta ársvexti samkvæmt til- kynningum bankanna þá segir Iðn- aðarbankinn að sparisjóðsreikn- ingur með 6 mánaða uppsögn og 1,5% bónus beri 26% ársvexti hjá sér, Verslunarbankinn segir að sparireikningur með 12 mánaða uppsögn þar sem vextir reiknast tvisvar á ári beri 25,4% ársvexti, áður eru nefndir 25,4% ársvextir i Búnaðarbanka en hjá öðrum eru hæstu vextir lægri. Vextir á skuldabréfalánum sem voru 21% verða 23% í Útvegsbank- anum, 24,5% í Alþýðubankanum, 25% í Iðnaðarbankanum og Versl- unarbankanum, 26% í Samvinnu- bankanum, 25% á almennum skuldabréfum og 28% á viðskipta- skuldabréfum í Búnaðarbankanum. Togarar vestra veiða mjög vel MIKIL og góð veiði hefur verið hjá togurum á Vestfjarðamiðum. Eftir viku útilegu hafa stærri togarar ís- firðinga komið með á þriðja hundrað tonn að landi, og er langmestur hluti aflans þorskur. Að sögn Hans W. Haraldssonar, skrifstofustjóra hraðfrystihússins Norðurtanga á ísa- firði, hafa borist um 800 tonn á land frá síðustu helgi. Sömu sögu hafði Haraldur Guð- finnsson, útgerðarstjóri hjá Ein- ari Guðfinnssyni hf. á Bolungar- vík, að segja. Dagrún og Heiðrún, togarar þeirra Bolvíkinga, komu inn um verslunarmannahelgina, báðar með fullfermi — Dagrún með 170 tonn og Heiðrún með 130 tonn, allt þorskur og gengur mjög hratt á þorskveiðikvótann. MisheppnuÖ „bankaránstilraun“ í Landsbankanum: „Stjarfur og starandi ií „ÞETTA var heldur lánleysisleg bankaránstilraun og pilturinn ekki sannfærandi. Þegar ég hringdi á lögregluna sleppti hann taki á byssunni og gekk í burtu,“ sagði Sigrún Hermannsdóttir, gjaldkeri f sparisjóðsdeild aðalbanka Lands- bankans, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi. Hún varð fyrir því laust fyrir kl. 16 í gær, að ung- ur piltur otaði að henni skamm- byssu, þar sem hún sat í gjaldkera- stúkunni, og krafðist þess að hún afhenti sér peninga. Lögreglan leit- aði hans enn í gærkvöld. „Hann var greinilega eitthvað ruglaður — hann var alveg stjarfur og tómur til augnanna," sagði Sigrún. „Ég var að bóka í kassann þegar hann gekk að stúkunni og rak höndina inn fyrir glerið. Þegar mér varð litið upp horfði ég beint í hlaupið á byssunni og verð að viðurkenna, að ég fékk svolítið í magann. Ég sá þó fljótlega, að þetta var ekki raunveruleg byssa og þá varð ég reið. „Vertu ekki að þessu!" sagði ég við hann. „Jú,“ svaraði hann, „láttu mig hafa peningana, alla peningana." Hann virtist alveg rólegur og mér fannst ekki að mér stafaði nokkur hætta af honum, svo ég sagði aftur: „Vertu ekki að þessu!" „Komdu með peningana," sagði hann þá aftur og svona körpuðum við nokkrum sinnum. „Við hliðina á piltinum stóð ung- ur maður. Ég bað hann að halda stráknum á meðan ég tæki af honum byssuna og hefði sam- band við lögreglu. Hann tók í strákinn og ég einnig og í sam- einingu reyndum við að sveigja hendina á honum undir glerið á afgreiðsluborðinu. Ungi maðurinn var búinn að ná taki á byssunni og var að tog- ast á um hana þegar ég hringdi á lögregluna. Þá sleppti pilturinn loks takinu og kom sér í burtu." Sigrún sagði að pilturinn hefði verið á að giska 16—17 ára, fremur grannur, með stutt, dökkt hár, klæddur í dökkbláa dúnúlpu. „Mér fannst hann held- ur þunglyndislegur og starandi í framan en ég fann enga vínlykt af honum,“ sagði hún. „Skömmu síðar kom lögreglan, en þá fannst hann hvergi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.