Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 219. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sandinistar í Nicaraguæ Búa sig undir hernaðarátök Managua. 9. nóvembcr. AP. HERSTJÓRNIN í Nicaragua óskaði eftir því síðdegis í dag, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna k«mi saman til skyndifundar til að ræða það, sem stjórnin kallar „yfir- vofandi innrás Bandaríkjamanna.“ í bréfi, sem sendiherra Nicara- gua í höfuðstöðvum SÞ afhenti forseta öryggisráðsins, segir, að þrjú atriði séu til marks um inn- rásaráformin: Njósnaflug banda- riskrar vélar í lofthelgi Nicar- agua, heræfingar bandarískra skipa fyrir utan strönd landsins og „dularfullir" herflutningar í Bandaríkjunum. Sovéska fréttastofan TASS hef- ur tekið undir þessar ásakanir. í fréttaskeyti hennar í dag segir, að gremja Bandaríkjastjórnar með úrslit kosninganna í Nicaragua um síðustu helgi sé hvati áforma hennar um innrás. Símamynd/AP Sovéska flutningaskipið Bakuriani í höfninni í Corinto á Kyrrahafsströnd Nicaragua. Skipsins er vandlega gætt af hermönnum Sandinista. Hermenn stjórnar f Nicaragua með loftvarnarbyssu. Chile: Stjórnar- andstaða ofsótt Suliago, 9. nóvember. AP. HUNDRUÐ stjórnarandstæð- inga í Chile fara nú huldu höfði eftir að herstjórnin í landinu gaf út neyðarástandslög á þriðjudag, sem fela í sér víðtækar hömlur á prent- og fundafrelsi og lama í reynd starfsemi allra flokka og samtaka stjórnarandstöðunnar. Margir óttast, að upp séu að renna svipaðir tímar og á miðj- um síðasta áratug þegar her- stjórnin, sem rændi völdum 1973, beitti andófsmenn skefja- lausri grimmd og þúsundir manna hurfu sporlaust. Mannréttindasamtök róm- versk-katólsku kirkjunnar í Chile segja, að frá því neyðar- lögin tóku gildi hafi öryggislögreglan handtekið a.m.k. 32 menn og hafi ekkert til þeirra spurst síðan. Fimm rúmenskum sendifulltrúum vísað frá Vestur-Þýskalandi: Hugðust sprengja útvarps- stöð og ræna flóttamanni Stjórn sandinista í Managua hefur fyrirskipað víðtækt herút- boð og gert ýmsar aðrar ráðstaf- anir til að búa almenning undir hernaðarátök. Bandaríkjastjórn hefur þver- tekið fyrir, að nokkuð sé hæft í ásökunum sandinsta og talsmenn varnarmálaráðuneytisins sögðu í dag, að heræfingarnar í Kariba- hafi og fyrir utan strönd Georgíu- ríkis hefðu verið skipulagðar fyrir löngu. Það væri hrein fjarstæða, að æfingar skipanna væru aðdrag- andi innrásar í Nicaragua. Embættismenn í Washington segja að hugsanlegt sé, að farmur sovéska flutningaskipsins, sem nýlega kom til hafnar í Corinto á Kyrrahafsströnd Nicaragua, sé tékkneskar æfingaflugvélar af gerðinni L-39-ZA, en ekki sovésk- ar MiG-herþotur, eins og banda- ríska leyniþjónustan hefur látið í ljós ugg um. Vélar af tékknesku gerðinni henta vel í glímu stjórn- arhersins við skæruliðana, sem berjast gegn sandinistastjórninni í Managua. Bobb, 9. Bóverober. AP. Vestur-þýska stjórnin hefur vís- að fimm rúmenskum sendifull- trúum í Bonn úr landi. Talið er að þeir hafi staðið að ráðagerðum um, að sprengja höfuðstöðvar Frjálsa Evrópuútvarpsins í Miinchen (Radio Free Europe) í loft upp og ræna landflótta foringja í rúm- ensku leyniþjónustunni. Það var dagblaðið Die Welt sem fyrst skýrði frá því í dag, að verið væri að rannsaka áform rúmenskra sendifulltrúa um hermdarverk og mannrán. Ónafngreindir heimildamenn AP í Bonn hafa staðfest frétt blaðsins, en stjórnvöld hafa enn aðeins greint frá því að sendi- fulltrúunum hafi verið vísað úr landi fyrir „atferli, sem sam- ræmist ekki skyldum þeirra sem stjórnarerindreka." Fimmmenningarnir eru Constantin Ciobanu, sendiráðu- nautur, og fjórir sendiráðsritar- ar: Ioan Lupu, Ion Grecu, Dan Mihoc og Ion Constantin. Þeir munu hafa verið að skipuleggja hermdarverkið gegn útvarps stöðinni í Munchen síðan i október í fyrra og hafði Ciobanu sent yfirmönnum sínum í Belgrad 13 blaðsíðna greinar- gerð um stöðina, þar sem eru m.a. nákvæmar teikningar af húsnæði hennar. Frjálsa Evrópuútvarpið er rekið fyrir bandarískt fé og er starfsemin aðallega fólgin í því, að útvarpa fréttum og fróðleik til Austur-Evrópulanda. Stjórn- völd þar hafa margsinnis lýst vanþóknun sinni á stöðinni og reynt að trufla útsendingar hennar. Samkvæmt frétt Die Welt eru Rúmenarnir fimm einnig við- riðnir innbrot í íbúð útlægrar rúmenskrar konu í Cologne í maí sl. og þeir höfðu uppi áform um, að ræna nú í nóvember foringja í rúmensku leyniþjónustunni, sem ifyrir stuttu síðan flúði til IVestur-Þýskalands og baðst þar liælis sem pólitískur flóttamað- lir. Merkilegar nýjungar í meðferð brjóstkrabba Saa PriBcisco, 9. BÓTember. AP. AÐ SÖGN bandarískra vísinda- manna hefur samtvinnun tveggja tækniaðferða valdið „gífurlegum framforum" í meðhöndlun brjósta- krabbameins og aukið mjög lífs- líkur þeirra, sem sjúkdóminn fá. Þessi tvíþætta tækni felst í notkun einstofna mótefna og NMR-tækisins svonefnda, en með því er unnt að finna kjarna tiltekinna efna með þvi að setja þá í segulsvið. Hægt er að koma fyrir örsmáum málmögnum i mótefnunum en þegar þeim er sprautað í æð safnast þau sam- an, þar sem æxlisvöxt er að finna. NMR-tækið gefur síðan af þeim skýra mynd og þess vegna auðvelt að greina sjúkdóminn þegar hann er á algeru frum- stigi. Dr. Roberto L. Ceriani, sem starfar við John Muir-krabba- meins- og öldrunarfræðistofnun- ina í Walnut Creek í Kaliforníu, segir, að einstofna mótefnin muni valda tímamótum í.grein- ingu og meðhöndlun brjóst- krabbameins en þau geta leitað uppi krabbameinsfrumurnar og, að því er vísindamennirnir telja, drepið þær. Dr. Ceriani segir, að einstofna mótefnin séu að því leyti ólík geislun og lyfjameðferð, að þau ráðast beint að æxlinu en láta aðra líkamshluta ósnerta. Mótefnin geta unnið á þrjá vegu að sögn dr. Cerianis. Þau geta komið krabbameinsfrum- unum til að drepa hver aðra og þau geta örvað hvítu blóðkornin til að eyða meininu. „Þriðja leið- in, sem enn er á tilraunastigi og ákaflega spennandi, er að binda mótefnin eiturefnum, sem drepa krabbameinsfrumurnar," sagði dr. Ceriani. Ahyggjur af dóttur Svetlönu Phoenix, Arizona, 9. nóvember. AP. BANDARÍSKI arkitektinn William Peters, sem um þriggja ára skeið var kvæntur Svetlönu, dóttur Jósefs Stal- íns, sagði í dag, að hann væri að reyna að komast að því hvort 13 ára gömul dóttir þeirra, Olga að nafni, hefði far- ið nauðug viljug með móður sinni til Sovétríkjanna. Peters sagði, að bandarísk yfir- völd væru að aðstoða sig við að afla þessara upplýsinga, en Olga er bandarískur ríkisborgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.