Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
Ingibjörg Jónas-
dóttir - Egrarbakka
Fædd 22. marz 1905
Dáin 4. nóvember 1984
Merk kona og góð húsmóðir er
borin til grafar í dag. Ingibjörg
Jónasdóttir til heimilis á Sjónar-
hóli á Eyrarbakka hefur lokið sínu
æviskeiði við söknuð og eftirsjá
eiginmanns, barna og barnabarna.
Ingibjörg fæddist á Eyrarbakka
22. mars 1905. Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas Einarsson og
Guðleif Gunnarsdóttir, sem allan
sinn búskap áttu heima á Bakkan-
um og eignuðust 10 börn, en af
þeim komust 9 til fullorðinsára.
Ingibjörg ólst upp hjá sínum góðu
foreldrum með hugþekkum systk-
inum og á Eyrarbakka hefur hún
unað ævidögum. Ung að árum
giftist hún (15. okt. 1927) Guðlaugi
Pálssyni (f. 20. feb. 1896), sem sett
hafði á stofn verslun á Bakkanum
árið 1917 og hefur fram að þessu
staðið við afgreiðslu í búð sinni,
lipur og glaðbeittur.
Ingibjörg lét ekki mikið á sér
bera út á við, en vann sinu heimili
af alúð og myndarskap. Hún lét
sér annt um uppeldi barna sinna
án þess þó að láta þau finna til
þvingunar. — Þó að Ingibjörg hafi
ekki notið náms í húsmæðraskóla,
má með ágætum telja, hve góð
matreiðslukona hún var. Til dæm-
8. nóvember. AP.
Sovétmenn hafa fundið olíu í set-
lögum undir Eystrasalti undan
ströndum Lithaugalands. Stærð auð-
lindanna á þessu svæði er óþekkt,
en gæði olíunnar eru sögð mikil.
Sovétmenn hófu olíuleit á
djúpsævi undan Kalingrad í
febrúarmánuði og er hér um að
'W'
is voru flatkökurnar hennar fræg-
ar. Kunnugum kom saman um, að
þær, sem hún bjó til, væru þær
beztu í heimi! Svipað má segja um
ýmsa aðra matargerð hennar.
Ræktun garðmetis fór henni líka
vel úr hendi. Voru kálgarðar
hennar vel hirtir og til sóma.
En smekkvísi hennar og list-
fengi kom þó skýrast í ljós í mynd-
ræða fyrsta fundinn.
Olía hefur verið framleidd í litl-
um mæli skammt undan Kal-
ingrad frá því á síðasta áratug, en
hingað til hefur verið talið að á
þessum slóðum væri litla olíu að
finna. En það kann nú að breytast
með olíufundinum á djúpsævi.
um, sem hún gerði úr ýmsum sjáv-
argróðri úr fjörulónunum á Eyr-
arbakka. Margir hafa sótzt eftir
þessum myndum hennar og njóta
þær sín vel sem veggjaskraut og
heimilisprýði.
Hjónaband Guðlaugs og Ingi-
bjargar var með eindæmum gott.
Þau voru mjög samrýmd og máttu
naumast hvort af öðru sjá. Þau
eignuðust 6 börn. Skulu þau talin
upp hér:
1. Ingveldur, var gift Geir
Gunnarssyni, ritstjóra, sem er lát-
inn. Þeirra börn, 5 dætur. 2. Jónas,
snillingur og þúsundþjalasmiður.
Kona hans er Oddný Sigríður Nic-
olaisdóttir. Þau eiga 5 börn á lífi,
en misstu dreng. 3. Haukur,
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar,
kvæntur Grímhildi Bragadóttur.
Þau eiga 2 syni. Og dóttur á Hauk-
ur frá fyrra hjónabandi. ólst hún
upp að mestu hjá ömmu sinni og
afa á Eyrarbakka. 4. Páll, vélsmið-
ur, búsettur í Svíþjóð, kvæntur
sænskri konu, Brittlis að nafni.
Son eignaðist Páll hér á landi áður
en hann fór til Svíþjóðar. 5. Stein-
unn, gift Magna R. Magnússyni,
kaupmanni í Reykjavík. Eiga þau
3 börn. 6. Guðleif gift Leifi H.
Magnússyni, hljóðfærasmið. Þau
eiga 2 börn, og að auki á Guðleif
dóttur frá fyrra hjónabandi.
Barnabörnin eru 20 og barna-
barnabörnin 12. Eru því afkom-
endur hjónanna Guðlaugs og Ingi-
bjargar orðnir 38. Er það dágóð
viðbót við þjóðina. En bezt er, að
þetta er mikið ágætisfólk og ung-
mennin efnileg. Eru nú 5 af ungl-
ingunum erlendis við einhvers
konar nám. Til þess má taka, hve
! samheldnin er mikil og heil í þess-
um frændgarði og miðpunkturinn
hefur jafnan verið gömlu hjónin á
Bakkanum.
Nú situr ekkjumaður eftir, 88
ára að aldri, og tregar sinn lífs-
förunaut. Frændfólk, vinir og
kunningjar senda honum og öllum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur.
Halldór Vigfússon
Rússar finna olíu í Eystrasalti
Bridge
Arnór Ragnarsson
Hjónaklúbburinn
Hafin er þriggja kvölda
hraðsveitakeppni með þátttöku
18 sveita og er staða efstu sveita
eftir fyrsta kvöldið þessi:
Steinunn Snorradóttir 488
Margrét Guðmundsdóttir 481
Erla Sigurjónsdóttir 466
Dóra Friðleifsdóttir 462
Svava Ágústsdóttir 460
Erla Eyjólfsdóttir 458
Edda Thorlacius 450
Meðalskor 432
Næsta spilakvöld verður
þriðjudaginn 20. nóvember kl.
19.45 í Hreyfilshúsinu.
Bridgedeild Barð-
strendingafélgasins
Eftir 5 kvöld í aðaltvímenn-
ingskeppni félagsins er staða 10
efstu para þessi:
Ragnar Þorsteinsson —
Sigurbjörn Ármannsson 835
Hermann Ólafsson —
Gunnlaugur Þorsteinsson 821
Birgir Magnússon —
Björn Björnsson 808
Stefán Ólafsson —
Kristján Ólafsson 796
Þórarinn Árnason —
Ragnar Björnsson 790
Friðjón Margeirsson —
Ævar Ármannsson 787
Ágústa Jónsdóttir —
Guðrún Jónsdóttir 775
Sigurður Jónsson —
Sveinn Sigurkarlsson 774
ísak Sigurðsson —
Ragnar Hermannsson 771
Kristinn Óskarsson —
Ólafur Jónsson 765
Þann 19. nóvember nk. hefst
hraðsveitakeppni félagsins.
Þátttaka tilkynnist til Helga
Einarssonar í síma 71980 og Sig-
urðar Kristjánssonar í síma
81904.
Opna Hótel
Akraness-mótið
Opna Hótel Akraness-mótið
verður haldið dagana 1. og 2.
desember nk. og hefst laugar-
daginn kl. 13.00.
Fjöldi þátttakenda er ákveð-
inn 32 pör og hafa félagar í BA
mikinn áhuga á mótinu og hafa
margir þegar skráð sig til þátt-
töku.
Hótel Akranes býður þátttak-
endum úr öðrum félögum hag-
stæðan „helgarpakka" þar sem
innifalin er gisting og fæði á
meðan á mótinu stendur, fyrir
aðeins kr. 1.500,00 fyrir mann-
inn, en þá er ekki innifalið
keppnisgjald sem verður kr.
600,00 fyrir parið.
Vegleg verðlaun verða veitt og
er heildarupphæð þeirra kr.
30.000,00 sem skiptast þannig:
1. verðlaun kr. 15.000,00
2. verðlaun kr. 10.000,00
3. verðlaun kr. 5.000,00
Þeir sem vilja tilkynna þátt-
töku sína eru beðnir að hringja í
síma (93) 2000 á skrifstofutíma,
en þar verður tekið á móti þátt-
tökutilkynningum uns áður-
nefndum parafjölda hefur verið
náð.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Aðalsveitakeppni félagsins
hefst næsta miðvikudag. Skrán-
ing er þegar hafin í þá keppni
hjá eftirtöldum: Sigurði B.
Þorsteinssyni, s. 622236, Her-
manni Lárussyni, s. 41507, Herði
Blöndal, s. 685914 og Sigurði
Sverrissyni, s. 34234. Einnig má
koma þátttökutilkynningum til
Agnars Jörgenssonar.
tighi helgariniw
-----iMémum..,
irrterfiorol viöa verola
Burknar á Bej„, út rækl-
Fallegir urvalsbu*"ar
unarhusinu.^Ur 1 w
2,tiIboÖ
NBSændTSr.b'e'ku.ograuOur.
175T,- 95r
ataboö
Hvitir ieirpottar stæröir
Þessir sívinsæ u, ^9 afeláttur
4.tiIboÓ
Helgarskreytingin Fa(leg
Chrysanlhemum og jnnar.
blómaskreytmg 't,!® n' 245:
Til heimilisins eöa ti gi
Gróöurhúsinu
vió Sigtún:Síniar36770-6S6340