Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 H þú ert eJcki búinA boré&- kjúklin^inn. þii-vrv?" Ásí er... ... að fara eins klædd á ströndina. TM Rag. U.S. Pat. Off.—all rtghts reserved • 1979 Loa Angeies Ttmes Syndtcate Með morgunkaffínu Mundu að byrja ætíð að bíta svo sem hálftíma áður en þú verður svangur! HÖGNI HREKKVlSI Nota þeir lasergeislahníf? Ferðamaður skrifar: Á öld tækni og vísinda fylgjast almennir borgarar tæpast með þeirri öru framþróun, sem er í fjölmörgum greinum tækninnar. Það er því varla út í hött þótt maður reyni að fylgjast örlítið með þannig að við getum öll verið stolt af því hve íslendingar séu fljótir að tileinka sér hin há- þróuðu vísindi. Ég átti leið norðan úr landi fyrir skömmu og veitti mér þann „lúxus" að fá mér smurt brauð með „skinku“ á greiðasölustað nokkrum. Þegar ég fór að borða þetta góðgæti fór ég að hugleiða hvaða tækni væri viðhöfð þegar „skinkan" er skorin niður í sneið- ar. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri unnt að skera svo þunnar sneiðar með hnífi, jafnvel þótt rakhnífur væri notaður. Þá kom upp sú stóra spurning hvaða tækni væri þarna á ferðnni. Datt mér helst í hug að laser-geisli væri notaður til verksins, en hann mun geta skorið „skinku" í u.þ.b. 0,00001 mm þykkar sneiðar. Þar sem ég hafði ekki svo nákvæmt verkfæri að mér tækist að mæla sneiðarnar, sýndist mér þó að þær væru ekki fjarri þessu máli, enda hefði mátt lesa sæmilega skýrt letur í gegnum þær. A öðrum stað, hinum megin við heiðina, fór ég á stúfana og bað um brauð með hangikjöti. Og viti menn, tæknin hafði náð fótfestu þarna niður í dalnum og ég varð stoltur af land- anum. Það er aðeins vegna forvitni minnar að ég spyr þá menn, sem selja umrædda fæðu, bæði á veit- ingastöðum og einnig þá sem selja svona sneiðar í plasti, hvort þeir hafi laser-geisla-aðferðina, eða hvort þeir hafi einhvern háþróað- an hníf til verksins. Væri fróðlegt fyrir okkur öll að fá um þetta ör- ugga vitneskju. Konur ekki körlum betri Karlremba skrifar: Jóhann Þórólfsson ritar grein í Morgunblaðið 6. nóvember sl. Þar hefur hann konur til skýjanna, en treður karlmenn niður í svaðið. Konur þurfa ekkert á þvi að halda að fá slíkar lofræður um sig. Þær hafa sína kosti og sína galla, rétt eins og karlar, en þær eru engin allsherjarlausn á vandamálum heimsins, né hafa þær slíkar lausnir á takteinum. Má þar t.d. nefna Indiru Gandhi, sem helst gat stjórnað í krafti herlaga, þar sem hún var ekki fær um að svara ásökunum um misferli nema með fangelsunum. Einnig má nefna frú Bandaranayka, sem stjórnaði með einræði, harðýðgi og ofbeldi og þoldi engar mótbárur. Jóhann ber fram nokkrar spurningar: „Hvenær hafa konur barið eiginmenn sina til óbóta og hvernær hafa þær drepið þá?“ Svar: Konur hafa barið menn sina til óbóta þótt i litlum mæli sé og koma þar fyrst og fremst til lik- amlegir yfirburðir karla i flestum tilfellum að slikir atburðir eru ekki algengir. Konur hafa drepið eiginmenn sína, t.d. með eitri, hnifum, skotvopnum og einnig brennt þá inni. Einnig hafa þær fengið karlmenn til að vinna verkin fyrir sig. „Hvenær hafa konur nauðgað?" Sjaldan. Kemur þar til að erfitt er að nauðga karlmanni vegna líf- fræðilegs munar kynjanna. Hvað varðar aðra þætti í grein Jóhanns er því til að svara, að það dettur engum heilvita manni i hug að líta á konuna sem annars flokks veru. Það, að konur starfa jafn litið í stjórnmálum og raun ber vitni, stafar eingöngu af því, að þær gefa ekki kost á sér til slíkra starfa. Sama máli gegnir um önnur opinber störf, sem kosið er i. Konur hafa hins vegar haslað sér völl á annan hátt. Þær hafa smeygt sér inn í kerfið í ýmis mik- ilvæg störf, t.d. í Félagsmála- stofnun, barnarverndarnefndir og ráðuneytin. Er skemmst frá því að segja, að t.d. í forræðismálum ráða konur lögum og lofum í orðs- ins fyllstu merkingu, enda eru þau mál öll í ólestri og jafnréttislögin brotin þvers og kruss flesta daga ársins. Ástæða þess er sú, að kon- ur virðast — eins og Jóhann — álíta að konur séu æðri verur sem einar geti alið upp börn og séð um heimili. Karlmenn álíta þær — eins og Jóhann — ófæra um flesta hluti og vanhæfa til annars en að vinna fyrir heimilinu svo lengi sem konan óskar þess. Ágætu konur — og Jóhann — karlar og konur ná bestum árangri í flestum eða öllum mál- um ef þau vinna saman að lausn- inni. Konur hafa sin sérkenni og það hafa karlar líka. Þessi sérk- enni nýtast best þegar þau eru sameinuð, en ekki hvort í sinu lagi. í stað þess að hefja annað kynið til skýjanna en troða hitt niður ættum við að vera minnug þess að „Manngildið er mesti fjár- sjóður jarðar". Jóhann fullyrðir, að með því að veita konum meira brautargengi á öllum sviðum munum við eignast I betra líf og verða öðrum þjóðum fyrirmynd. Einnig fullyrðir hann að þá fyrst hafi frelsishugsjón sú, sem við höfum ávallt barist fyrir, náð tilgangi sínum. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt getið margra kvenna í frelsisbaráttu okkar Is- lendinga. Hins vegar minnist ég nafna margra karlmanna, sem lögðu gjörva hönd á plóginn og unnu stórvirki. Að lokum vil ég geta þess, að ástæðan fyrir því að ég skrifa ekki undir nafni er sú, að ég stend I forræðisdeilu og vil ógjarnan spilla málstað mínum meira en ég geri með því að vera karlmaður. Sú synd virðist vera alvarlegasti glæpur sem nokkur getur drýgt sem vill fá að hafa börn sín hjá sér og annast uppeldi þeirra — á jafn- réttisgrundvelli — og njóta sam- vista við þau. í þeim málum sem öðrum hljótum við að fara eftir hæfileikum, getu og vilja hvers einstaklings, en ekki eftir kynferði hans. Ég ætla ekki að biðjast af- sökunar á kynferði mínu, heldur ítreka þá skoðun mína, að sam- starf kynjanna sé farsællegasta lausnin á málunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.