Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
19
Basar Heimaeyj-
ar að Hallveig-
arstöðum
BASAR Kvenfélagsins Heimaeyj-
ar verður á morgun, sunnudag 11.
nóv., kl. 14 á Hallveigarstöðum.
Allur ágóði rennur til góðgerð-
arstarfsemi.
Listayerkabækur
Sölusýning
á rússneskum
listaverka-
bókum dagana
12.-17. nóv.
MJÖG
HAGSTÆTT VERÐ
Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar
Hafnarstræti 4, sími 14281.
Einar G. Pétursson og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Einar sá um upp-
setningu sýningarinnar. Morgunblaðii/Július.
Sýning tileinkuð
Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni og
bókaútgáfu hans
f dag verður opnuð í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins sýning sem tileinkuð
er Guðbrandi biskupi Þorlákssyni
og bókaútgáfu hans. Efnt var til sýn-
ingarinnar í tilefni af þvi að 400 ár
eru liðin frá því að Guðbrandsbiblía
var prentuð.
Einar G. Pétursson bókavörður
í Landsbókasafninu setti upp sýn-
inguna og kennir þar margra
grasa. Þar eru 18 bækur úr
prentsmiðju Guðbrands og tvö
aukaeintök biblíunnar, ljósmyndir
af titilblöðum tveggja bóka og ein
er í uppskrift, Þrjár skjalabækur,
sem Guðbrandur hefur skrifað
með eigin hendi eða eru nátengdar
honum. Einnig eru á sýningunni
elstu bækur hérlendis, sálmabæk-
ur, bækur eftir Lúther, bók eftir
Guðbrand sjálfan, bók sem var að-
alheimild Passíusálmanna, Guð-
brandsbiblía, Ijósprentanir henn-
ar, bækur tengdar bibliunni og
loks veraldlegar bækur.
Fyrstu prentsmiðjuna flutti Jón
Arason biskup hingað til lands um
1530 og eru heimildir um að hann
hafi látið prenta tvær bækur. Á
sýningunni er sýnt stækkað titil-
blað annarrar bókarinnar, „Pass-
io, það er píning vors herra Jesu
Kristi í sex predikanir útskipt af
Antonio Corvino", en hún er
prentuð árið 1559 og er elsta bók
sem prentuð er á íslandi og er enn
varðveitt.
Guðbrandur Þorláksson Hóla-
biskup stýrði prentverki á árunum
1575—1627 og voru á þeim tíma
prentaðar 100 bækur. Varðveittar
eru 79 bækur, þar af 52 í Lands-
bókasafninu. Guðbrandur virðist
hafa verið mjög afkastamikill, því
hann er talinn höfundur 11 bóka,
sá um útgáfu 12 bóka, þýddi sjálf-
ur 40 bækur og skrifaði formála
fyrir a.m.k. 33 bækur.
Guðbrandur Þorláksson fæddist
árið 1542 og lést árið 1627. Hann
vígðist biskup á Hólum árið 1571
og gegndi því embætti til dauða-
dags eða í 56 ár. Guðbrandur hef-
ur verið talinn einn mikilhæfasti
biskup í lúterskum sið. Á sýning-
unni er kynnt bókaútgáfa hans,
kortagerð og smíðar, en ekki sýnt
neitt að ráði, sem viðkemur
kirkjustjórn hans.
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2
höfum
til kl. 13.00 í Austurstræti
en til kl. 16 í Starmýri
Kynnum
SíllÓmi- AÐEINS
Lambahry gg^^C .00
pr.kg.
Frábært ljúfmeti
á Stórfínu verði...