Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
&0ægíM ddd^D
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 262. þáttur
Guðmundur Sigurðsson í
Reykjavík sendir mér bréf með
nokkrum spurningum á eftir
vingjarnlegum ávarpsorðum.
Hvort tveggja þakka ég honum
kærlega. Meginefni bréfsins:
„í sjónvarpsauglýsingum má
nú heyra staglast á hvatning-
unni: Líttu við í merkingunni
Líttu inn (hjá okkur). Komdu
til okkar. Þetta er að verða al-
fengt í verslunarauglýsingum.
Ig hélt í einfeldni minni að
Líttu við þýddi líttu til baka.
Hvað finnst þér um þetta?
í blaði las ég nýlega grein,
þar sem svo var til orða tekið
um fólk að það kynni ekki
nokkuð verk til hlítar. Þetta
meiðir einhvern veginn mál-
kennd mína, eða er ég eitthvað
ruglaður? Er þetta kannski
rétt?
í sama blaði sá ég. Þeir
höfðust handa um þetta fyrir
fáum árum. Eitthvað þykir
mér þetta undarlegt, en þó
held ég að rétt sé að segja: þeir
höfðust ekkert að. Hvaða mun-
ur er á þessu?
Þú minnist oft á mannanöfn
í þáttum þínum. Mig langar til
að fræðast um tvö sem eru
mjög ólík, það er Gunnar og
Salóme, já og enn eitt. Hvernig
á að beygja kvenmannsnafnið
Sif? Mér heyrist sumir hafa
það óbeygt.
Með bestu kveðju."
★
Þar er þá fyrst til að taka,
sem bréfritari minnist á líta
við í merkingunni Hta inn,
koma við. Ég er honum sam-
mála. Og í Orðabók Menning-
arsjóðs er engin önnur merk-
ing gefin en sú sem hann gerir
ráð fyrir. Þar segir að líta við
merki horfa um öxl, líta til baka.
Ég vil því styrkja bréfritara í
trú sinni, og viðleitni að tala
gott mál. En hvernig stendur á
þessari breytingu? Mér þykir
langlíklegast að hún sé til
komin við venjulegan samruna
(contamination) sem ég hef
svo oft minnst á. Menn blanda
saman orðasamböndunum að
koma við og líta inn. Þau hafa
svipaða eða sömu merkingu, og
úr verður samrunamyndin að
líta við.
★
Bréfritari er ekki ruglaður
varðandi nokkuð verk. Ekki
telst gott mál að taka svo til
orða sem hann tók dæmið um.
Rétt hefði verið að segja, að
fólkið kynni ekki nokkurt verk
o.s.frv. Sama meginregla gildir
um fornöfnin nokkuð og eitt-
hvað að þessu leyti. Þær orð-
myndir, sem nú hafa verið
skráðar, fara vel sérstæðar,
dæmi: kanntu nokkuð, gastu
eitthvað? Hinar orðmyndirnar,
nokkurt og eitthvert, sóma sér
hliðstæðar (með öðru fallorði).
Dæmi: Kanntu nokkurt verk,
gastu reiknað eitthvert dæmi?
★
Og svo er það „höfðust".
Auðvitað höfðust mennirnir
ekki handa, þeir hófust handa,
en þeir höfðust ekkert að, það
er rétt. Hér er hvorki meira né
minna en munurinn á sögnun-
um hefja og hafa. Hin fyrri er
sterk, þ.e. eitt atkvæði í þátíð
eintölu í framsöguhætti, beyg-
ist hefja, hóf, hófum, hafið,
óreglulega eftir 6. hljóðskipta-
röð, viðtengingarhættir þótt
ég hefji og þótt ég hæfí.
Hin síðari (hafa) er veik, að
minnsta kosti tvíkvæð í þátíð,
beygist hafa, hafði, haft, við-
tengingarhættir þótt ég hafi
og þótt ég hefði.
★
Víkur þá sögunni til manna-
nafna. Gunnar er norrænt nafn
og hefur tíðkast í máli okkar
frá öndverðu. Það merkir her-
maður, sbr. gunnur, en það orð
merkir bæði valkyrju og
orustu og er auk þess kven-
mannsnafn, svo sem allir vita,
bæði ósamsett og samsett.
Gunnar var allalgengt í forn-
öld. Nefndir eru 11 í Land-
námu og 14 í Sturlungu. Síðan
fækkaði hlutfallslega mönnum
sem báru þetta nafn; eru þó
112 i fyrsta manntalinu (1703)
og 67 árið 1801. En rómantík
19. aldar átti eftir að hefja
nafnið til nýs vegs, enda
gleymdu menn aldrei Gunnari
á Hlíðarenda og kannski ekki
alveg Gunnari Gjúkasyni.
Stökkið mikla kom þó ekki
fyrr en á 20. öld. Árið 1910
hétu 489 Gunnarsnafni, og þá
var það 24. algengasta karl-
mannsnafn á íslandi, en á
tímabilinu 1921— 1950 hoppar
það upp í fjórða sæti á eftir
Jóni, Guðmundi og Sigurði.
Voru þá 1608 sveinar skírðir
Gunnar, þar af 520 sem hétu
ekki öðru nafni. Vinsældir
Gunnars hafa lítt þorrið síðan.
Salóme er komið úr annarri
átt. Það er hebreskt og merkir
hin fullkomna.
Mér er ekki fullkunnugt um
hvenær það komst inn í ís-
lensku sem skírnarnafn. Það
var ekki til 1703, en 1801 heita
svo 14 íslenskar konur, flestar
mjög ungar, hin elsta 38 ára.
Árið 1910 voru 87 „Salómear"
á íslandi, og 1921—1950 voru
45 meyjar skírðar þessu nafni.
Sif er í eignarfalli Sifjar, og
dugir ekki að hafa eignarfallið
eins og hin föllin. Viðbúið er að
bréfritari hafi heyrt það beyg-
ingarlaust, því að víða er pott-
ur brotinn í meðferð eigin-
nafna. Heyrt hefur umsjónar-
maður að kona gyldi þess að
aðrir kunnu ekki að fara með
nafn hennar og var kölluð af
þeim, sem betur kunnu, „Unn-
ur í öllum föllum."
★
Hér eru svo í lokin nokkur
dæmi úr málvöndunarpésa
Jóns Jónassonar kennara, þess
er áður hefur verið vitnað til:
fallítt gjaldþrota; spila fallítt
verða gjaldþrota, fara á höfuðið
fjöllaður (eða fjollaður) geggj-
aður, laus á kostunum; fjöll
(eða fjoll) hégómi, vitleysa,
lausung, daður
fleiri: fíeiri ár mörg ár; fleiri
krónur margar krónur (fleiri er
ekki notað nema i samanburði:
fleiri heldur en)
fordjarfa skemma, spilla
fordrukkinn vínspilltur
forhalast farast fyrir, dragast
forkjulelsi ofkæling, innkuls,
kvef; forkjulast verða innkulsa
forliftur ásthrifinn, hrifinn
forskil mismunur, forskillegur
ólíkur, mismunandi
forskóna eyða, glata, týna
forsýna birgja upp, draga að
sér; forsýning birgðir, forði
fóna síma, símtala
frag fræ
fægipúlver fægiduft; fægiskúffa
sorpreka
Vatnsleysuströnd:
Ekið á hest
HESTUR á Vatnsleysuströnd varð
fyrir Lada-fólksbifreið á miðviku-
dagskvöldið með þeim afíeiðing-
um að hesturinn slasaðist illa og
bíllinn stórskemmdist
Farið var með hestinn í hús og
að sögn dýralæknis, sem kvadd-
ur var til, var frekar reiknað
með að hesturinn yrði aflífaður.
Nú fer sá tími í hönd, sem
skyggni getur verið með versta
móti á dimmum kvöldum, eink-
um á vegum fjarri byggð og er
því full ástæða til að brýna fyrir
ökumönnum að gæta varúðar,
ekki síst vegna dýra svo sem
hesta, sem ganga laus á víða-
vangi.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Sumarbústaöaland I Þrasta-
skógi. Einn hektari lands. Verð
tilboö.
Austurgata Hf., 2ja herb. 50 fm
endurnýjuö íbúö á 1. hæö. Verö
1100 þús.
Höröaland, mjðg góö 2ja herb.
65 fm íbúö á jaröhæö. Nýtt gler.
Sér lóö.
Fellsmúli, 3ja herb. góö ibúö í
I kjallara, litiö niöurgrafin. 75 fm.
Verö 1750—1800 þús.
Grænakinn, 90 fm rishæö meö
öllu sér, ákv. sala. Verö 1700
þús.
Njörvasund, í þríbýlishúsi 85 fm
Irtiö niöurgrafin ibúö, sér inng.
Verö 1600 þús.
Blönduhlíö, góö efri sérhæö
130 fm ásamt stóru geymslurisi,
gasti losnaö strax. Verð
2,8—2,9 millj.
Grenimelur, 130 fm efri hæö
ásamt 40 fm í risl, ný eldhús-
innrétting.
Rauöás, 260 fm raöhús meö
innb. bílskúrum, skilast fokh. í
desember.
Yfir 100 eignir á skri.
Jóhann Davíösson.
Björn Árnason.
Helgi H. Jónsson vióskiptafr.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L
Um 10 hektarar lands
Til sölu austanfjalls í fögru umhverfi
á móti SSV í innanvió 1 klst. akstursfjarlægö frá Reykjavík f góöu
síma-, rafmagns- og vegasambandi. Hitaveita kemur á næstunni.
Uppsprettur og lækur fylgja. Hentar til sumardvalar sem skóg-
ræktarbýli eöa til kanínubúskapar. Möguleiki á fiskirækt. Selst á
hálfviröi þeim sem tryggir góöa umgengni. Ræktunarmaöur eöa
traust félagssamtök ganga fyrir. Möguleiki er á aö fá meira land
keypt.
Nénari upplýsingar
aöeins á skrifstofunni,
skki vsittsr I sfms.
ALMENNA
fASTEIGHtSMftH
LÁÖGÁvÉGn8slMÁB21150 - 21370
29277 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 1-4 29277
Furugrund — 3ja herb.
90 fm góö íbúö á 3. hæö. Verö
1700 þús.
Öldugata — 3 íbúðir
Til sölu er steinhús meö þremur
íbúöum sem eru tvær 120 fm
íbúöir á 1. og 2. hæö, tvær stof-
ur og tvö svefnherb. f risi er
íbúö meö þremur svefnherb. og
einni stofu. Stórar geymslur og
þvottahús í sameign í kj. Verö á
hæðunum er 2,1 millj en 1,8 á
rislnu.
Kaplaskjólsvegur
6—7 herb. ca. 160 fm íbúð á 3.
hæö. 4 svefnherb., 2—3 stofur,
gestasnyrting, allar innr. í toþp
klassa, þvottahús á hæöinni.
Gufubaö og leikfimisalur á efstu
hæö. Bílskýli. Verö 3,5 millj.
Giljaland — raöhús
Fallegt ca. 200 fm raöhús. 4
svefnherb., stofur og fjölskyldu-
herb. Bílskúr. Mjög fallegur
garöur. Verö 4,3 millj.
Sími 2-92-77 — 4 línur.
ignaval
Laugavegi 18, 6. hæö. (Hús Máls og menningar.)
Eggert Magnússon og Grétar Haraldsson hrl.
29277 Fjöldi annarra eigna á skrá 29277
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
L0GM J0H ÞOROARSON HDL
Til sýnis og sölu meöal annarra elgna:
Nýlegt endaraöhús í Garöabæ
Steinhús um 160 fm. A hæð er 5 herb. glæsileg íbúð með 2 herb. (kj. og
innb. bílskúr um 30 fm. Teikn. á skrifst.
í lyftuhúsum meö bílskúrum
VW Ljóaheima 3ja herb. íbúó á 9. hæö um 80 fm. Nýl. eldhúsinnr. Stórar
svalir. Bílskúr um 25 fm. Frábært útsýni.
Viö Krummahóla á 2. hæö um 95 fm. Teppi, parket, danfoss-kerti.
Sólsvalir. Frágengin sameign. Bilskúr um 24 fm.
Góöar íbúðir í Hlíöarhverfi
Við Bogahlió 4ra herb. íbúö á 2. hæð um 90 fm. Nokkuö endurbætt.
Teppi, parket. Kj.herb. fylglr meö wc. BAskúrsréttur. Góö sameign.
Vió BlðnduhM 4ra herb. efr) hæö í fjórbýli um 100 fm nokkuó endurbætt.
Suóursvalir. BAskúrsr. Skuldlaus. Skiptl æskileg á 3ja herb. íb.
Vió Miklubraut rishæö um 120 fm. Stór og mjög góö endurbætt. Nýleg
teppi. Suóursvalir. Dannfoss-kerfi. Rúmgóöar stofur. Sanngjarnt verð.
Á góöu veröi viö Hraunbæ
4ra herb. íbúð á 2. hæð um 100 fm. Perket, teppi. Tvennar svallr.
Danfoss-kerfi. Verö aöeins kr. 1,8 millj.
Nýleg og góö raöhúa viö:
Hryggjarsel, Kleifarsel og Hjallaveg. Margskonar eignaskipti möguieg.
Teikn. á skrifst. Vinsamlegast leitiö nánari uppl.
Sórhæö — gott vinnuherb.
5 herb. góö sérhæö á Hðgunum um 120 fm. Hitaveita og inngangur sár.
Rúmgott herb. fylgir í kj. meö snyrtingu. Góö geymsla (kj. meö glugga.
Skukllaus. Laus strax.
Nokkrar 2ja og 3ja herb. íbúöir
á góóu varði m.a. vlö: Laugaveg, Hverflsgötu, Lokastíg, Efstasund,
Skúlagötu, Lindargötu, Langholtsveg.
Ennframur ódýrar elnstakl.ibúöir vió Grundarstíg og Hátún.
Kópavogur — Garöabær — Hafnarfjöröur
Góö 4ra—5 herb. hæó óskast tll kaups. Mikil útborgun. Þart að losna
fyrtr apríllok nk.
í Noröurmýri eöa nógrenní
TH kaups óskast góð 4ra—5 herb. hæö. MikH útb. fyrlr rétta eign.
I nýja miöbænum
í smíöum — 2 íbúöir — 2ja og 3ja herb.
2ja herb. fbúöln er á 1. hæð ( suöurenda nú fokheld um 90 fm. Sér-
þvottahús. Stór geymsla. Sérlóö með sólverönd.
3|a hsrb. ibúöin er um 95 fm á 3. hæó. Sárþvottahús. Tvennar svalir. öll
aameign fullfrágengln. Teikn. og nánarl uppl. á skrlfst.
Byggjandi Húni sf. Eitt bosts vsrð á markaónum I dag.
Opið í dag laugardag
kl. 1 til kl. 5 síödegis.
Lokaö á morgun aunnudag
ALMENNA
EASTEIGHASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370