Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
Klukkna-
hljómur skær
Ég verö að játa að ég gafst uppá
„beinu útvarpi frá Alþingi" fimmtu-
dagskvöldið var. Það eru takmörk
fyrir því hvað sálartötrið þolir af
harmagráti heimsins, sem þetta kveld
var aðeins rofin af revíuþætti Helga
Seljan. Raunar fannst mér dagskrá
útvarpsins heldur dapurleg, þennan
eina sjónvarpslausa dag vikunnar, og
reyndi hljóðvakinn sannarlega á
hlustir fjölmiðlarýnisins, ef frá er
talið „síðdegisútvarpið" í umsjón
þeirra Sverris Gauta Diego, Sigrúnar
Björnsdóttur og Einars Kristjáns-
sonar. Sú mynd er umsjónarmenn
þáttarins brugðu upp af leikhúslffi
þjóðarinnar, á þessum siöustu og
verstu tímum (sem alltaf eru á ís-
landi), glöddu sannarlega hjarta fjöl-
miðlarýnisins. Ég heyrði ekki betur,
en að nýtt leikhús sé tekið til starfa í
Reykjavík, kannski ekki alveg
splúnkunýtt, en nú skipað því starfs-
liði er venjulega heyrir til leikhúsi.
Égg-leikhúsið er sum sé orðið að
veruleika, undir forystu Viðars Egg-
ertssonar, sem ég hef löngum talið
afburðahæfileikaríkan leikara, og
hefir Viðar fengið til liðs við sig þann
ágæta leikhúsmann Árna Ibsen sem
undanfarin ár hefir skipað sæti bóka-
varðar Þjóðleikhússins, en Árni hefir
líka sett upp ágætar sýningar og nú
skrifar hann leikrit um ekki minni
mann en Ezra Pound. Hefur þessi
frjóangi frjálsrar íslenskrar leik-
starfsemi aösetur í Nýlistasafninu við
vatnsstíg. Er óskandi að fleiri ein-
staklingar úr íslenskri leikarastétt
feti í fótspor Viðars og Árna, og
smelli sér uppá þau svið sem nýtan-
lega teljast í henni Reykjavík.
En það brotnar víðar skurn af eggj-
um í fslensku leikhúsi þessa dagana
en niðri við Vatnsstfg, einsog kom
fram f innskotsþætti hjá RÚVAK, en
þar tók akureyrsk spyrla við af Sig-
rúnu Björnsdóttur og rakti garnir úr
Sveini Einarssyni. Kom fram í máli
Sveins, að LA pantaði hjá honum
verk um Sölva Helgason fyrir svo sem
ári og sér það verk nú dagsins Ijós
fyrir norðan undir heitinu: Gull og
gersemi. Notalegur maður viðræðu,
Sveinn, og ekki síöur sá er tók við af
honum Eyvindur leikstjóri Erlends-
son, er lýsti á hressilegan, hnyttinn
og skáldlegan hátt þremur sýningum
er nú skrýða leiksvið höfuðstaðarins.
Benti Éyvindur sérstaklega á snör-
un Karls Guðmundssonar á leiktexta
Grænfjöðrunganna eftir Carlo Gozzi
sem hann telur einstætt afrek. Þessi
ummæli Eyvindar eru allrar athygli
verð, þvf svo sannarlega eru góöir
þýðendur — gulls igildi — þjóð er býr
á einangruðu málsvæði.
En það var ekki bara leiklistin sem
skartaði í fyrrgreindum síðdegis-
þætti, Leifur Þórarinsson lýsti þar á
dramatískan hátt nýafstöðnum tón-
leikum symfóníunnar og er ég ekki
viss um að ég hefði haft meira gagn.
af setu þar en af lýsingu Leifs. Ekki
spillti smá tóndæmi úr safni Jóns
Leifs, sem Leifur Þórarinsson taldi
lítt kannaðan tónmeistara. Kannski
getum við Islendingar breytt tónlist
Jóns Leifs í verðmæta útflutnings-
vöru er tímar líða — hver veit,
gleymdist ekki Bach karlinn í nokkra
mannsaldra?
Nóg um það. Er leið að lokum
margumræddrar sfðdegisvöku, tóku
bókmenntirnar völdin, og var við-
fangsefnið nýútkomin bók Njarðar P.
Njarðvík og Freys sonar hans. Nefn-
ist sú: Ekkert mál, og fjallar um hel-
víti heróinsins. Njörður sat hér f for-
svari og brá upp mynd af ægilegum
voða sem gæti á þessari stundu verið
að heltaka börn okkar. Taldi hann
hættuna slíka að foreldrar, skóla-
menn, alþingismenn, lyfsalar, ráð-
herrar, löggæslumenn, fjölmiðla-
menn, tollgæslumenn, sjómenn, flug-
liðar, læknar, spilakassaeigendur og
unglingar yrðu strax í dag að taka
höndum saman og hrinda þessum
endurvakta svarta dauða frá landi voru,
áður en hann kyrkir börn vor og okkur
sjálf í ósýnilegri greip sinni. Ég vil að-
eins bæta við þessa tfmabæru hug-
vekju Njarðar P. Njarðvík, sem £ veit
að fylgir mikil alvara, smá ábendingu
til móðurmálskennara. Hvernig væri
að taka til kennslu bók þeirra Njarð-
ar og Freys: Ekkert mál? Þar glymur
máski hin nýja íslandsklukka?
Ólafúr M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
milli jazzista og mennta-
manna á þessum árum og
hann samdi mörg verk til
viðbótar. Sum höfðuðu
meira til hörðustu jazz-
ara, en önnnur til hins
hópsins. Auk verka hans
Ameríkumaður í París og
Rhapsody in Blue, er
söngleikur hans Porgy
and Bess vel þekktur.
George Gershwin lést f
Hollywood árið 1937, að-
eins 37 ára að aldri. Há-
tíðarhljómsveit Lundúna
leikur verk hans í kvöld,
undir stjórn Stanley
Black.
Leiðrétting
í dagskrárkynningu
Morgunblaðsins í gær
urðu þau leiðu mistök, að
Andrés Björnsson, út-
varpsstjóri, var sagður
höfundur frásöguþáttar á
Kvöldvöku. Hið rétta er,
að höfundur er alnafni út-
varpsstjóra, Andrés
Björnsson, bóndi í Snot-
urnesi í Borgarfirði, en
hann lést árið 1974. Er
beðist velvirðingar á mis-
tökum þessum.
Tónlistar-
krossgátan
Tónlistar-
krossgáta rás-
ar 2 verður á
sinum stað í dagskránni á
mánudag eftir langt hlé.
Umsjónarmaður Kross-
gátunnar er Jón Gröndal,
en í þættinum er hlust-
endum gefinn kostur á að
svara einföldum spurn-
ingum um tónlist og tón-
listarmenn og ráða kross-
gátuna um leið. Krossgáta
númer 10 verður kl. 15 á
mánudag.
Ameríkumaður
í París
20
Ríkisútvarpið
flytur okkur í
kvöld hljóm-
sveitarsvítu George Ger-
shwin, Ameríkumaður í
París. Gershwin hóf feril
sinn sem jazzpíanóleikari
og lagahöfundur, en vakti
fyrst verulega athygli
þegar hann, að áeggjan
stjórnandans Paul White-
man, flutti verk sitt
Rhapsody in Blue. Margir
töldu hann vera hlekk
21 5
Á dagskrá
sjónvarpsins á
laugardags-
kvöld verður japanska
verðlaunamyndin Kage-
musha, en höfundur henn-
ar og leikstjóri er Akira
Kurosawa. Myndin gerist
Kagemusha
f Japan á 16. öld en þá
bjuggu Japanir við léns-
skipulag herstjóra og inn-
anlandsófrið. Dæmdum
þjófi er bjargað frá heng-
ingu svo hann geti tekið
að sér hlutverk deyjandi
herstjóra, sem hann lfkist
mjög að útliti. Akiri
Kurosawa gerði kvikmynd
þessa þegar hann stóð á
sjötugu og hafði þá ekki
gert kvikmynd I 18 ár.
Gagnrýnendur lofuðu
Kagemusha í hástert og
myndin hlaut verðlun á
kvikmyndahátíðinni í
Cannes árið 1980. Þýðandi
myndarinnar er Jónas
Hallgrímsson. Hér má sjá
nokkrar sviðsmyndir úr
þessari frægu mynd.
ÚTVARP
L4UG4RD4GUR
10. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og
kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð: — Halla Kjart-
ansdóttir talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ).
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalðg sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
11.20 Eitthvað fyrir alla
Siguröur Helgason stjórnar
þætti fyrir bðrn.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
1Z20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.40 (þróttaþáttur
Umsjón: Hermann Gunn-
arsson.
14.00 Hér og nú.
15.15 Úr blöndukútnum
— Sverrir Páll Erlendsson.
(RÚVAK).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16^0 íslenskt mál
Jón Aðalsteinn Jónsson sér
um þáttinn.
16.30 Bókaþáttur
Umsjón: Njðröur P. Njarðvlk.
17.10 Ungversk tónlist — 1.
þáttur
Umsjón: Gunnsteinn Ölafs-
son.
16.00 Hildur.
Annar þáttur. Endursýning.
Dönskunámskeið I tlu þátt-
um.
16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður:
Bjarni Felixson.
18.30 Enska knattspyrnan.
19^5 Bróöir minn Ljónshjarta.
Annar þáttur. Sænskur
framhaldsmyndaflokkur I
fimm þáttum, gerður eftir
samnefndri sögu eftir Astrid
Lindgren.
Þýðandi: Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 I sælureit — Nýr flokkur
Fyrsti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur f sjö þáttum.
Aðalhlutverk: Richard Briers
og Felicity Kendall.
John Good hefur fengið sig
fullsaddan á starfi slnu, Iffs-
Lesari meö honum: Aslaug
Thorlacius.
17Æ5 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19410 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
L4UG4RD4GUR
10. nóvember
gæðakapphlaupinu og
amstri borgarllfsins.
Hann ákveður aö söðla um,
sitja heima og rækta garðinn
sinn ásamt eiginkonunni.
Þýðandi: Jóhanna Þráins-
dóttir.
214» Heilsað upp á fólk.
Þórður I Haga.
Fyrsti þátturinn l röð stuttra
viðtalsþátta sem sjónvarpið
lætur gera, en I þeim er
heilsaö upp á konur og karla
vlösvegar um land.
I þessum þætti er staldrað
við I túnfæti hjá Þórði bónda
Runólfssyni I Haga i Skorra-
dal, en um hann ortl Þor-
steinn skáld Valdimarsson
kvæöi sem heitir einmitt
Þóröur I Haga.
A veturna er Hagi eina
byggða bólið I innanverðum
dalnum og Þóröur oft ein-
angraöur vikum saman.
Þótt hann sé aö nálgast nl-
19.35 „Úthverft brim um allan
sjó“
Stefán Jónsson flytur frá-
söguþátt.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón
rætt er Þórður spræKur eins
og unglamb og lætur einver-
una ekkert á sig fá.
Umsjón: Ómar Ragnarsson.
Myndataka: Ómar Magnús-
son.
Hljóð: Sverrir Kr. Bjarnason.
21.35 Kagemusha.
Japönsk verðlaunamynd frá
1980. Höf. og leikstjóri:
Akira Kurosawa. Aðalhlut-
verk: Tatsuya Nakadai, Tsut-
omu Yamazaki og Kenichi
Hagiwara.
Myndin gerist I Japan á 16.
öld en þá bjuggu Japanir við
iénsskipulag herstjóra og
innanlandsófriö. Dæmdum
þjófi er bjargaö frá hengingu
svo aö hann geti tekið að sér
hlutverk deyjandi herstjóra
sem hann llkist mjög.
Þýöandi: Jónas Hallgrlms-
son.
01.00 Dagskrárlok.
Sveinsson
Gunnar Stefánsson les þýð-
ingu Freysteins Gunnarsson-
ar (2).
20J20 Amerlkumaöur i Parls
Hljómsveitarsvita eftir
Georges Gershwin.
Hátlðarhljómsveit Lundúna
leikur; Stanley Black stj.
20.40 Austfjaröarútan
með viökomu á Eskifirði.
Umsjón: Hilda Torfadóttir.
21.15 Harmonikuþáttur
Umsjón: Högni Jónsson.
21.45 Einvaldur I einn dag
Umsjón: Aslaug Ragnars.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Mlnervu
Umsjón: Arthúr Björgvin
Bollason.
23.15 Létt slgild tónlist.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá rás 2 til
kl. 03.00.
RÁS 2
24.00—00.50 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá Rás
1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
00-50—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristfn Björg
Þorsteinsdóttir.
(Rásir 1 og 2 samtengdar kl.
24.00 og heyrist þá I Rás 2
um allt land.)
SJÓNVARP