Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
Siggeir Lárusson
Kirkjubæ - Minning
Hinn 11. október sl. lézt á heim-
ili sínu að Kirkjubæjarklaustri,
Siggeir Lárusson, bóndi. Hann
hafði átt við vanheilsu að stríða
um langt árabil og orðið að gang-
ast undir mragar skurðaðgerðir,
var oft mikið þjáður, en jafnan hið
mesta karlmenni.
Siggeir Lárusson, Kirkjubæ, en
svo nefndi hann bæ sinn, var
fæddur að Múlakoti á Síðu hinn 3.
desember 1903, sonur hjónanna
Elínar Sigurðardóttur og Lárusar
Helgasonar, óðalsbónda og alþing-
ismanns. Siggeir var næstelstur 5
sona þeirra hjóna, sem þekktir eru
undir nafninu Klaustursbræður.
Elstur þeirra er Helgi Lárusson,
en yngri bræðurnir eru Júlíus,
Valdimar og Bergur Lárussynir.
Eru þeir allir þjóðkunnir að dugn-
aði og áræði.
Við Klaustursbræður erum
bræðrasynir. Faðir minn, Helgi
Bergs, var yngstur systkina Lár-
usar á Klaustri, en á þeim bræðr-
um var 15 ára aldursmunur. Jafn-
an var hlýtt bróðurþel þeirra í
milli og vinátta, sem haldist hefur
milli fjölskyldnanna, og frænd-
semisbönd, sem treyst hafa verið
með mörgum ógleymanlegum
heimsóknum að Kirkjubæjar-
klaustri.
Siggeir Lárusson nam ungur
loftskeytafræði og fór til þess I
skóla i Loftskeytastöðinni i
Reykjavík árið 1922, en aðra
menntun hlaut hann á menningar-
heimili foreldranna að Kirkjubæj-
arklaustri og i skóla lffsins. Sig-
t
Systir okkar,
VIGDÍS HERMANNSDÓTTIR,
kennari,
Hétúni 12, Raykjavík,
lést aö morgni 8. nóvember.
Ragnhaiöur Hermannadóttir
og systkini.
t
Eiginkona mín og móöir,
KRISTJANA P. HELGADÓTTIR,
lasknir,
Setbergsvegi 1, Hafnarliröi,
lést i Landspítalanum fimmtudagskvöldlö 8. nóvember.
Finnbogi Guðmundaaon,
Helga Laufey Finnbogadóttir.
t
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Þingvallastræti 18,
Akureyri,
lést í fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 8. nóvember sl.
Geir S. Björnsson,
Sólveig Siguröardóttir,
Ragnar Sigurösaon,
Þór Sigurösson,
Bjarni Sigurðsson,
Ingibjörg Siguröardóttir,
Oddur Sigurösson,
Sólveig Hallgrímsdóttir.
t
Móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍOUR S. HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Stuölaseli 4,
Reykjavik,
verður jarösungin frá Fossvogsklrkju mánudaginn 12. nóvember
kl. 13.30.
Kristlnn Ólafsson,
Ingibjörg Hallgrfmsdóttir,
Auöur S. Kristinsdóttir,
Lúövík Kristinsson,
Hallgrfmur Kristinsson
Hjörleifur Ólafsson,
Benney Ólafsdóttir,
Ólafur K. Hjörleifsson,
Jóhann Ó. Hjörleifsson,
og barnabarnabarn.
t
Móöir okkar,
SVANHVÍT SVEIN8DÓTTIR,
sem andaöist 28. október, veröur jarösungln frá Víkurklrkju í dag,
laugardaginn 10. nóvember, kl. 2.00. Athöfnin hefst meö hús-
kveöju frá heimili hinnar látnu kl. 1.30.
Börn hinnar látnu.
t
Ástkær sonur okkar og bróöir,
INGIMUNDUR GUÐMUND8SON,
Garöbraut 43, Garði,
er lézt af slysförum 3. nóvember, veröur jarösunginn frá Útskála-
kírkju f dag, laugardaginn 10. nóvember, kl. 14.00.
Helga Siguröardóttir,
Guöjón Guömundsson,
Siguröur Guömundsson,
Þórir Guómundsson,
Jónfna Guömundsdóttir,
og aórir
Guömundur Ingimundarson,
Ester Guömundsdóttir,
Ingibjörg Georgsdóttlr,
bröstur Steinþórsson
éstvlnir.
geir hafði jafnan mikinn áhugaá
margvíslegri verktækni og aflaði
sér hagnýtrar þekkingar á því
sviði. Að loknu loftskeytanáminu
annaöist hann rekstur loftskeyta-
stöðvarinnar á Kirkjubæjar-
klaustri árin 1922—1929.
Eftir lát föður síns tók Siggeir
við forustu margra helztu fram-
faramála héraðsins, og hann var
oddviti í aldarfjórðung. Á unga
aldri hafði Siggeir haft forstöðu
verzlunarinnar við Skaftárós og
var afgreiðslumaður fyrir m/s
Skaftfelling, sem var nokkurs
konar lífæð, sjóleiðina, til öflunar
aðfanga og til þess að koma afurð-
um héraðsins á markað, en síðar
eftir að nokkurt vegasamband
komst á austur f Skaftafellssýslur
fluttist verzlunin að Kirkjubæjar-
klaustri, og varð þá Siggeir Lárus-
son útibússtjóri Kaupfélags Skaft-
fellinga þar, en frá árinu 1950 var
hann formaður kaupfélagsins í
áratugi.
Hann varð með fyrstu mönnum
til þess að hefja fólksflutninga og
vöruflutninga á landi austur f
Skaftafellssýslur. Þurfti oft mikið
áræði til þeirra svaðilfara á með-
an flestar beljandi jökulárnar
voru óbrúaðar.
Siggeir Lárusson hafði jafnan
mikinn áhuga fyrir hvers konar
framförum og uppbyggingu, og
þegar Sláturfélag Suðurlands
reisti sláturhús og frystihús á
Kirkjubæjarklaustri 1942, var
Siggeir þar hvatamaður og virkur
þátttakandi. Starfsemi Sláturfé-
lags Suðurlands var mjög til að
auka öryggi f markaðssetningu af-
urðaframleiðslu Skaftfellinga, og
reyndist vinnslustöð Sláturfélags-
ins að Kirkjubæjarklaustri hérað-
inu afar þýðingarmikil, enda hef-
ur framleiðsla sauðfjárafurða
lengst af verið ein helsta tekjuöfl-
unarleið Skaftfellinga. Það var af-
ar áríðandi, að stjórnendur
vinnslustöðvarinnar væru rögg-
samir og dugmiklir menn, og þvl
var það ekki tilviljun, að enn var
leitað til Siggeirs Lárussonar um
að gegna þar trúnaðarstörfum.
Hann var siðar kosinn f stjórn
Sláturfélags Suðurlands árið 1950
og lagði þar jafnan gott til allra
mála. Hann tók ekki oft formlega
til máls á fundum, en þegar hann
gerði það, var eftir tekið. Hann
átti sæti f stjórn Sláturfélags Suð-
urlands f 31 ár, þar til hann baðst
undan endurkjöri vegna heilsu-
brests árið 1981. Samstarfsmenn-
irnir innan Sláturfélags Suður-
lands þakka Siggeiri Lárussyni
hvatningar til margra framfara-
spora, stuðning við góð málefni og
fyrir drengilegt og traust sam-
starf.
Þegar samgöngur á landi bötn-
uðu á þriðja áratug þessarar ald-
ar, jókst mjög ferðamanna-
straumurinn að Klaustri. Gest-
risni Klausturfólksins var frábær
og rómuö um land allt, en vitað er,
að hinum mikla gestafjölda fylgdu
þó margvísleg óþægindi fyrir
heimafólkið, sem oft þrengdi mjög
að sér. Til þess að bæta nokkuð úr,
tók Lárus á Klaustri það til
bragðs, þó á krepputímum væri,
að byggja gistiskála, sem úr varð
gistihús, sem Siggeir Lárusson
rak síðar um lang árabil til þæg-
inda fyrir margan ferðamanninn
og til hagsbóta fyrir héraðið allt.
Siggeir Lárussonvar afar greið-
vikinn maður, og oft var til hans
leitað. Leysti hann hvers manns
vanda og hugaði eigi að þvf, hvort
það gæfi honum sjálfum nokkuð i
aðra hönd. Hann var óeigingjarn
maður.
Klaustursbræður hafa gefið
samborgurum sfnum viðáttumikil
og mjög verðmæt landssvæði að
Kirkjubæjarklaustri, til þess að
þar gæti myndast þéttbýliskjarni
öllum til hagsbóta. En Siggeir
Lárusson og bræður hans höfðu
víðsýni til þess að bæta úr jarðar-
skerðingunum. Með stórhuga
skógræktarframkvæmdum og
sandgræðslu, sem þeir lögðu f
mikla fjármuni, með rafmagns-
dælustöðvum fyrir áveitur og á
margvislegan annan hátt unnu
þeir brautryðjendastarf í land-
vernd, sem lengi mun sjá stað.
Siggeir Lárusson var gæfumað-
ur, og ég held, að hann hafi alltaf
unað hag sinum vel f hinni fögru
heimabyggð sinni. Hann átti
óvenju listrænt sveitaheimili, sem
hans góða eiginkona, Soffia Krist-
insdóttir frá Miðengi f Grfmsnesi,
bjó honum að Kirkjubæ, en þau
gengu í hjónaband 9. október 1936.
Siggeir gekk þá syni Soffíu, Guð-
mundi Guðmundssyni, sem nú er
víðfrægur myndlistamaður undir
nafninu Erro, í föður stað, en
Soffia og Siggeir eignuðust 3 börn.
Þau eru mikið myndarfólk, Lárus,
bóndi á Kirkjubæ, Kristinn, bóndi
á Hörgslandi, og Gyða, húsfreyja í
Reykjavfk. Soffía Kristinsdóttir,
eiginkona Siggeirs, lézt árið 1969.
Útför Siggeirs Lárussonar fór
fram frá Prestsbakkakirkju 20.
október sl. Mjög mikill mannfjöldi
kvaddi þá þennan héraðshöfðingja
og góðan dreng, en hann var jarð-
settur í hinum forna kirkjugarði
að Kirkjubæjarklaustri við hlið
Soffiu, konu sinnar, og næst leið-
um foreldranna.
Þegar góðir vinir hverfa burt úr
þessum heimi, verður umhverfi
okkar tómlegra. Sveitungar, vinir
og samstarfsmenn Siggeirs Lárus-
sonar hafa kvatt hann með mikl-
um söknuði, en með innilegt þakk-
læti i huga fyrir hollráð, velvild og
ánægjulegar samverustundir. Við
biðjum honum blessunar hins
hæsta á æðri leiðum.
Jón H. Bergs
Minning:
Sigurður Egberg
Asbjörnsson
Fæddur 21. ágúst 1930.
Dáinn 2. nóvember 1984.
Nú þegar við kveðjum Sigurð
Eyberg Asbjörnsson er okkur ljóst
sem á eftir honum horfum, hve
stórt skarð þessi maður skilur eft-
ir f umhverfi sfnu. Sú staðreynd er
okkur einnig ljós, að við lifum f
hverfulum heimi og ráðum aðeins
næsta augnabliki. Siggi Eyberg
eða svo var hann jafnan kallaður
af vinum og kunningjum var f
mörgu mjög sérstakur maður.
Hann hafði næmt auga fyrir öllu
því sem betur mátti fara f kring-
um hann og lá þá ekki á liði sínu
til að árangurinn mætti verða sem
rfkulegastur. Honum var f blóð
borin þjónusta við aðra og kom
það best fram er hann rak um ára-
bil verslunina Siggabúð og einnig
eftir að hann varð deildarstjóri í
Vöruhúsi KÁ.
Ég vil með þessum fáu lfnum
aðeins þakka árin sem ég vann hjá
honum f Siggabúð og hafa átt þess
kost að vinna hjá slikum hús-
bónda. Það var mér ómetanlegur
lærdómur og á ég margar dýr-
mætar minningar frá þeim tfma.
t
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlót og
jaröarför
PÁLS EINARSSONAR,
Bröttukinn 10, HafnarllrAi.
Halldóra Ingimundardóttir og börn.
„Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(V. Briem)
Ég og fjölskylda mín vottum
fjölskyldu Sigurðar innilegustu
samúð.
Sigurbjörg Hermundsdóttir
t
Þökkum af alhug samúö og vináttu vlö andlát og útför eiginmanns
míns, fööur og bróöur,
SIGURÐAR KRISTINSSONAR,
framkvaamdaatjóra,
Garöaflöt 18, Garðabas.
Sérstakar þakkir færum viö félögum i Lionsklúbbi Garöa- og
Bessastaöahrepps og eiginkonum þeirra, elnnig bræörum f
Oddfellowstúkunni Þorkell Mána.
Helga Níelsdóttir,
Guömundur Kristinsaon,
Baldur Sigurösson,
Kristsl Pélsdóttir.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á f miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.