Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
43
\&L^AKANDI
SVARAR j SÍMA
10100 KL. 10—12
frA mAnudegi
S
'H If
Mismununin margsönnuð
A.S. skrifar:
Það er undarlegt að í hvert sinn
sem heimavinnandi húsmóðir
kvartar undan mismunun í tekju-
skattsálagningu einnar fyrirvinnu
skuli einhver úr hópi útivinnandi
kvenna andmæla. Mismununin er
svo margsönnuð að það má undr-
um sæta að ekkert sé gert í mál-
inu. Best gæti ég trúað að hér væri
um gróft stjórnarskrárbrot að
ræða.
Nýlega skrifaði ein af útivinn-
andi konum hér í dálkana. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að
greiðsla hennar fyrir gæslu barna
væri tvísköttun. Er þá greiðsla,
t.d. fyrir ungling í sumarbúðum,
tvísköttun? Nei. (Hægt er að tala
um tvísköttun þegar fólk greiðir
söluskatt um leið og það ráðstafar
tekjum sem hafa verið skattlagð-
ar.)
Bréfritari nefndi eitt atriði sem
útivinnandi konur mættu e.t.v. at-
huga betur, þ.e.a.s. hagnaðinn af
útivinnunni. Eftir því sem konan
sagði gæti meiri hluti teknanna
farið í kostnað vegna útivinnunn-
ar. Útkoman er sjálfsagt mjög
misjöfn. Þetta atriði kemur þó
ekkert mismununinni í skatta-
álagningu við af því að fólk á að
vera jafnt fyrir lögunum, líka
skattálögunum. í þessu efni ætti
útivinnandi kona heldur að styðja
heimavinnandi húsmóður, því að
vonandi kemur að því að sú úti-
vinnandi geti sinnt börnum sinum
og heimili betur og lengur en áður.
Að því ætti samfélagið allt að
stuðla.
Leynimakk í úthlutunarnefnd
Leigubflstjóri skrifar:
Mig langar til að gera athuga-
semd við grein sem atvinnubíl-
stjóri skrifaði fyrir skömmu í
Velvakanda undir heitinu „Nei,
Steindórsmenn". Þar er talað um
leyfi til manns í úthlutunarnefnd
og sagt að komið hafi verið að
aksturstíma hans í úthlutunarröð-
inni. Þetta er vitleysa. Hann var
ekki einu sinni meðal þeirra efstu
Hvar
fást
járn-
krossar?
f framhaldi af umræðum um
skreytingar á leiðum, hafa nokkrir
lesendur Morgunblaðsins haft
samband við Velvakanda og óskað
eftir að fá upplýsingar um hvar
hægt sé að fá keypta járnkrossa.
Virðist sem margir hafi víða leit-
að án árangurs. Gæti ekki einhver
frætt lesendur um hvar járnkross-
ar, sem nota má sem uppistöðu í
skreytingum leiða, sé að fá?
á listanum þar sem úthlutun
stöðvaðist. Það var gengið fram-
hjá mörgum, sem voru með Iengri
tíma en hann.
Úthlutunarnefnd er skipuð að
hluta til af ráðherra og ber henni
að úthluta atvinnuleyfum eftir
starfsaldri skv. reglugerð. Það
hefur nefndin því miður ekki gert.
Það mætti halda að um hernaðar-
leyndarmál væri að ræða þegar
þeir úthluta. Réttast væri að
hengja upp lista á stöðvunum með
nöfnum allra umsækjenda eftir
starfsaldursröð. Þá væri ekki
hægt að hlunnfara neinn. Það er
einhver fýla af þessu leynimakki
öllu saman. Samgönguráðherra
Þessir hringdu . .
Munum eftir
smáfuglunum
Fuglavinur hringdi:
Mig langar til að hvetja fólk
til að muna eftir blessuðum smá-
fuglunum, núna þegar farið er
að frysta og erfitt fyrir þá að ná
sér í æti. Það munar engan neitt
um að safna saman brauðmylsnu
og gefa þessum fallegu fuglum,
sem gleðja okkur sumar sem vet-
ur. Það verður aðeins að gæta
þess, að ekki komist kettir að,
því þá er betur heima setið en af
stað farið.
Of hátt upp í
strætisvagna
Sigríður hringdi:
Mig langar til að koma þeirri
ósk minni og fleiri á framfæri,
sagði í blöðum, að hann vildi ekki
að neinn væri hlunnfarinn. Hvað
ætar hann að gera nú?
Þeir eru engir hálfguðir, karl-
arnir í úthlutunarnefnd, og þess
vegna engum heilagir. Þeir verða
að vera starfi sínu vaxnir, ef ekki,
þá eiga þeir að víkja. Þeim á ekki
að leyfast að úthluta mönnum eft-
ir eigin geðþótta. Það er starfsald-
urinn sem gildir! Þetta leynimakk
er engum til góðs, síst þeim sjálf-
um.
Það hefur verið mikið rætt um
þetta í stéttinni undanfarna daga
og ýmislegt forvitnilegt hefur
maður nú heyrt, en þetta er nú
nóg að sinni.
að einni tröppu verði bætt við
þær sem eru við dyr strætis-
að stíga upp í þá og nú er. Gam-
alt fólk á oft í erfiðleikum með
að komast upp í vagnana og
yngra fólk reyndar líka. Sér-
staklega getur þetta verið slæmt
þegar mikil hálka er, því þá vill
fólki oft skrika fótur þegar það
teygir annan fótinn hátt upp.
Væri ekki hægt að ráða bót á
þessu og bæta við einni tröppu
neðst?
Sadofoss
LÍM OG ÞÉTTIEFNI
Síðumúla 15, sími 84533.
Sigríður telur að allt of hátt sé að stíga upp í strætisvagna. Á myndinni
sést þegar byggt er yBr slíkan vagn. Það væri e.tv. hægt að bæta einni
tröppu við?
íslenzkir kvenbúningar
Við höfum opnað nýja deild meö efni og ann-
að tilheyrandi íslenskum kvenbúningum.
Enskt kambgarn í upphlut og peysuföt.
Handofin svuntuefni.
Siliefni í skyrtur og slifsi.
Prjónaðar skotthúfur.
Knipplingar.
Efni í barnabúninga.
Sendum í
póstkröfu.
íslenzkur heimilisiönaður.
Sími11785.
Gæðin eru staðreynd
Falleg úlpa úr 75/25 bómull/polymaid. Þægilegt fóður.
Vindþétt og hrindir frá sér vætu.
V
J