Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Landsfundi Kven- réttindafélags íslands frestað STJÓRN Kvenréttindafélags Islands hefur ákveðið að fresta 16. landsfundi félagsins, sem halda átti 16.—17. nóv- ember nk. í Reykjavík. KRFl er þverpólitískt félag sem vinnur að jafnrétti kvenna og karla og var stofnað árið 1907. Stjórn fé- lagsins vill taka tillit til þess að þrír stjórnmálaflokkar halda fundi f Reykjavík umrædda nóvember- daga, og ákvað þvf að fresta lands- fundi félagsins fram til 15.—16. mars á næsta ári. Viðfangsefni landsfundar verður eftir sem áður áhrif örtölvutækninnar á stöðu kvenna og karla. Þá hefur verið ákveðið að halda aðalfund í tengslum við landsfund- inn og gefa félagsmönnum utan af landi, sem sækja landsfund, kost á að sækja aðalfund líka. (Fréttotilkjriining) Stykkishólmur: Ásgerður Búadóttir Valgerður Hafstað Fjórar listsýningar opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun Grímnir sýnir „Ertu nú ánægð kerlingw Stjkkixbólmi. 9. nójember. LEÍKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkis- hólmi frumsýndi í félagsheimilinu í gær leikritið „Ertu nú ánægð kerl- ing“, eftir Svðvu Jakobsdóttur og fleiri. Leikstjóri var Hulda Ólafsdóttir og er þetta fyrsta leikritið sem hún setur á svið. Leiksýningin tókst i alla staði vel og leikurum og leikstjóra var fagnað í lokin. Næsta sýning verður sunnudag- inn 11. nóvember klukkan 21. , - Árni í dag verða opnaðar fjórar listsýn- ingar á Kjarvalsstöðum. Þrjár sýninganna eru í vestur- sal Kjarvalsstaða. Ásgerður Búa- dóttir sýnir myndvefnað og eru á sýningunni 16 ve'rk. Hún nam i Handíða- og myndlistaskólanum og í málaradeild Vilhelms Lund- ström við Konunglegu akademf- una í Kaupmannahöfn. Ásgerður hefur tekið þátt í fjölmörgum sýn- ingum bæði hérlendis og erlendis og má víða sjá verk hennar f opinberum stofnunum. Á árunum 1982—1984 tók hún m.a. þátt í Scandinavian Today f Bandarfkj- unum og 1983—1984 f Borealis, sem var farsýning um Norðurlönd. Ásgerður fékk starfslaun Reykja- víkurborgar á þessu ári og sagði hún í samtali við blm. Morgun- blaðsins að það hafi haft mikið að segja fyrir sig. „Þetta auðveldaði mér mjög að vinna fyrir sýningu í sýningarsal Kaupmannahafnar, Nikolai, þar sem ég sýndi ásamt Svavari Guðnasyni listmálara og fyrir þessa sýningu á Kjarvals- stöðum.“ Ásgerður á sjálf flest þau verk sem hún sýnir nú. Hún sagði að sér fyndist oft erfitt að þurfa að fá verk, sem hún hefur selt fólki, lánuð til að setja upp á sýningum, þvf oft standa sýn- ingarnar yfir í nokkra mánuði eða jafnvel ár. Ásgerður notar mikið ull og hrosshár í verk sfn. Hún hefur einnig notað mikið það sem hún kallar randartækni og aðeins tvo eða þrjá meginliti. Litina blandar hún sjálf til þess að fá fram hin ýmsu litbrigði. Valgerður Hafstað sýnir um 50 málverk og vatnslitamyndir, unn- ið á síðastliðnum 2—3 árum. Val- gerður stundaði nám við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaup- mannahöfn 1947—1948. Þá hof hún nám i Myndlista- og handfða- skólanum í Reykjavík til 1950. Valgerður fór síðan í framhalds- nám til Parísar og stundaði nám f Academi de la Grande Chaumiere 1950—1952. Eftir að hafa dvalið hér heima við kennslu árin 1952—1953 fór hún aftur til París- ar, þar sem hún vann við steinda glugga og mósaik. { Parfs bjó hún til ársins 1974. Þá fluttist hún til New York, þar sem hún býr nú. Blm. Morgunblaðsins ræddi stutt- lega við Valgerði og sagði hún að það hefði góð áhrif á hana sem listamann að búa í New York. „Þar er gott að vinna, en erfitt að komast að í góðu galleríi, því sam- keppnin þar er gífurleg." Valgerð- ur sagði að sér þætti mjög gott að koma hingað til lands til aAhalda sýningu, því áhugi fólks á list hér á landi virtist vera almennur. Val- gerður hefur sýnt m.a. í París, New York og Grikklandi og einnig hér á landi. Síðast á páskum 1983, er hún tók þátt í sýningu á kirkju- list á Kjarvalsstöðum. Valgerður notar mest vatnsliti og akríl, en á sýningunni eru einnig nokkrar myndir sem hún hefur unnið með ( blandaðri tækni. SALIX Útflutningur á heimamarkaði OPIÐ TIL KL. 12 í DAG EN FRÁ KL. 14—17 Á MORGUN, SUNNUDAG SALIX eru húsgögnin sem staðist hafa strangar gæðakröfur á erlendum markaði og hlotið þar umtalsverða hylli vandlátra kaupenda. Við getum nú boðið þessa vönduöu húsgagnasamstæðu á heimamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.