Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 5
VR-samningamir:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
5
Sama
hækkun
og aðrir
„ÞAÐ ER misskilningur, sem fram
kemur í fyrirsögn Morgunblaðsins,
að verslunarmenn fái alla hækkun
ofan á 3% frá 1. september,“ sagði
Þórarinn Þórarinsson hjá Vinnuveit-
endasambandi íslands, í samtali við
Morgunblaðið vegna fyrirsagnar á
frétt blaðsins um nýgérðan kjara-
samning verslunarmanna. „Hækk-
unin kemur á ágústlaun hjá verslun-
armönnum eins og öllum öðrum,“
sagði Þórarinn ennfremur.
Þórarinn sagði að hins vegar
hefðu verslunarmenn notið 3%
hækkunar fyrir tímabilið frá 1.
september til 6. nóvember, eins og
raunar kemur fram i samtali við
Magnús L. Sveinsson, en þar segir
hann m.a.: „Ég vil einnig minna á,
að félagsmenn í Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur hafa fengið 3%
meira en aðrir, frá 1. september,
sem aðrir fá nú frá 6. nóvember,
vegna þess að félagið sagði ekki
upp samningum."
Þórarinn Þórarinsson kvaðst
einnig vilja benda á, að ákvæði um
kaffitíma í upphafi yfirvinnu, sem
tekið er inn í samninga verslun-
armanna nú, hafi verið í samning-
um almennu verkalýðsfélaganna
um árabil. „Það er því ekkert um-
fram aðra samninga sem þarna
átti sér stað. Frá þessum samn-
ingum var efnislega gengið sam-
hliða öðrum samningum og sam-
kvæmt honum fá verslunarmenn
sömu hækkun og aðrir," sagði Þór-
arinn Þórarinsson.
Brýnt
að koma
upp nýju
frystihúsi
- segir Gunnar Hilmarsson
sveitarstjóri á Raufarhöfn
„ÞESSI mál eru öll á athugunarstigi
ennþá en ég tel að það sé lífsnauð-
synlegt fyrir þetta byggðarlag að
koma upp nýju frystihúsi," sagði
Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á
Raufarhöfn, en hann situr einnig i
hreppsnefnd og er stjórnarformaður
Jökuls hf., þegar leitað var álits hans
á hugmyndum um stofnun nýs fisk-
vinnslufyrirtækis sem yfirtæki rekst-
ur Jökuls og stofnað yrði með þátt-
töku og ef til vill í meirihlutaeigu
kaupfélaganna á Kópaskeri og
Þórshöfn.
Sagði Gunnar að ekki hefði
náðst samkomulag með þeim aðil-
um sem rætt hefði verið um að
tækju þátt í uppbyggingunni og
væri langt í frá að frásagnir af
þessum umræðum nú væru til
gagns. Sagði hann að með stofnun
nýs fyrirtækis væri einfaldlega
verið að búa til fjármagn til upp-
byggingar frystihúss í stað Jökuls
sem væri orðið ónýtt frystihús og
rekið á undanþágum á öllum svið-
um.
Jökull er aðili að Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og selur afurð-
ir sínar fyrir milligöngu SH.
Gunnar sagði, þegar hann var
spurður að því hvort hugsanlegar
væru breytingar þar á, að ekkert
væri sjálfgefið í því efni, en það
væri ekki ótrúlegt ef kaupfélögin
tækju myndarlegan þátt i fyrir-
tækinu, enda væri Jökull eina
SH-frystihúsið á strandlengjunni
frá Eyjafjarðarhöfnum að Seyð-
isfirði. Lét hann þess getið að
engu máli skipti hvaðan fjár-
magnið kæmi, ef Sölumiðstöðin
eða einhverjir aðrir aðilar væru
tilbúnir til að leggja peninga í
fyrirtækið, þá myndu þeir glaðir
taka við þeim.
í æfingaflugi
með TF-SIF
PÉTUR Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Landhelgisgæzl-
unnar, fór í æfingaflug með
nýrri þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar, TF SIF, á fimmtudag.
Pétur sagði í viðtali við blm.
Mbl., að honum litist vel á
þyrluna, hún væri reyndar að-
eins minni en hin gamla þyrla
gæzlunnar, en lofaði góðu. Á
myndinni eru.f.h.: Páll Hall-
dórsson, þyrluflugmaður Land-
helgisgæzlunnar, Pétur Sig-
urðsson og franskur þyrlu-
flugmaður.
Ljósm. Mbl. Árni Sæberg.
/ft/jg/H* IHtíl-
samkeppni
tónaáarbankans
X\ ll
nvtt tíikn
Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans.
Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt
kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt
betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk
endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að
búa hann enn betur undir það markmið,,að vera
nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess-
ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem
bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum:
a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir
bankann.___________________________________
b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og
kynningargögnum bankans.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags
íslenskra auglýsingaíeiknara og er öllum opin.
Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar.
a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00
b) Fyrir tákn kr. 40.000.00
Tillögur um merki skulu vera 10 -15 cm í þvermál, í
svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal
tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og
heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi.
Þátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni
fylgja sér umslag með nafni höfundar.
Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli
B. Björnsson, teiknari FIT., Rafn Hafnfjörð, prent-
smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og
Valur Valsson, bankastjóri.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður
keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan-
um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til
hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn-
ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580.
Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila
tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar-
bankans merktum:
Iðnaðarbankinn
Hugmyndasamkeppni
b/t Jónínu Michaelsdóttur
Lækjargötu 12
101 Reykjavík.
Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað-
ar frá skiladegi.
Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur-
sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun
höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á
notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn-
framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða
tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
Iðnaóariiankínn
-núttmabanki