Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Samtals 41 mál lagt fyrir Kirkjuþing — Meðal samþykkta að kirkjan leitist við að leysa dagvistarvanda barna ÁRLEGU KIRKJUÞINGI Þjóðkirkjunnar lauk á fímmtudag, eftir 10 daga fundahöld. Alls var 41 mál lagt fyrir Kirkjuþingið til um- fjöllunar, sex af Kirkjuráði en hin af einstökum þingmönnum. Blm. leit við á næstsíðasta degi þingsins og spjallaði við nokkra af þingfulltrúunum, bæði leikmenn og presta. Séra Jón Bjarman. „Dagvistarvandi barna verði leystur“ Séra Jón Bjarman, fangaprest- ur, flutti tillögu til þingsályktunar þess eðlis að kannað yrði á hvaða hátt Þjóðkirkjan og söfnuðir hennar geti átt þátt í því að leysa hinn mikla dagvistarvanda barna, sem fjölmargir foreldrar eiga við að striða vegna vinnuálags við tekjuöflun heimilanna. „Þetta mál er ekki nýtt,“ sagði séra Jón, „ég hreyfði við því í ein- hverri mynd á prestastefnu sem haldin var á ísafirði 1979. Mikil þjóðfélagsleg breyting hefur átt sér stað hér á landi undanfarinn aldarþriðjung og má þar t.d. nefna, að þjóðarbúið, atvinnuvegir þjóðarinnar, býður upp á og vænt- ir þess að meiri hluti vinnufærs fólks vinni utan heimilis síns. Nú er neyðin mest hjá þeim ungu for- eldrum sem eru að koma undir sig fótunum, eru með lítil börn og þurfa bæði að afla sér tekna. Það er skoðun mín að kirkjunni beri að eiga mikinn og vaxandi þátt í lausn félagslegra vanda- mála hvers tíma og á hverjum stað þar sem hún ætlar sér líf. Ég er þess fullviss að æskulýðsstarfið og kirkjufræðslunefndin gætu auðveldlega skipulagt slík dag- heimili og kirkjan á lítið notuð húsnæði sem hægt væri að grípa til með stuttum fyrirvara. Kirkju- þingið skorar nú á presta og söfn- uði landsins að koma til móts við foreldra á allan hugsanlegan hátt til lausnar dagvistarvanda barna," sagði séra Jón. „Kirkja rísi sem fyrst í nýrri byggð“ Séra Hreinn Hjartarson, sókn- arprestur í Fella- og Hólapresta- kalli, mælti fyrir tillögu til þings- ályktunar um nauðsyn þess að kirkjubyggingar rísi jafnhliða nýjum íbúðarhverfum. „Það er óheillavænleg staðreynd að ný íbúðarhverfi með tugum þúsunda íbúa, hafa verið án kirkjuhúss árum saman," sagði séra Hreinn. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um skaðsemi þess, bæði fyrir kirkju og söfnuði, að Séra Hreinn Hjartarson. heilar kynslóðir skuli alast upp án þess að komast í snertingu við guðshús. Eins fylgja þvi óþægindi, kostnaður, og fyrirhöfn, bæði fyrir söfnuð og prest, að þurfa árum saman að fá kirkjuhús að láni fyrir kirkjulegar athafnir, enda oft um langan veg að fara. Þó að menn séu misjafnlega áhugasamir um kirkjur og kirkju- byggingar, þá er það mín reynsla að fólk vill hafa guðshús til staðar þegar vinna þarf hin svokölluðu prestsverk. Kirkja Fella- og Hóla- prestakalls er ekki enn fullbyggð og því hef ég haft aðstöðu í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi og kann þvi vel. Hins vegar hefur þess gætt meðal fólks sem t.d. hef- ur komið með barn sitt til skírnar, að það kýs heldur að það sé gert í vígðu húsi. I Breiðholtshverfin voru á sín- um tíma ráðnir þrír prestar, þeirra á meðal ég, til að þjóna Breiðholtsprestakalli, Fella- og Hólaprestakalli og Seljapresta- kalli. Byggð spratt upp en þó var árum saman engin aðstaða fyrir hendi fyrir okkur prestana. Því hefur Kirkjuþing beint þeim ein- dregnu tilmælum til biskups og Kirkjuráðs að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig i hvert sinn sem nýtt íbúðarhverfi rís af grunni. I því sambandi má benda á vænt- anlega stórbyggð sem þegar er tekin að rísa við GraJarvog í Reykjavík,“ sagði séra Hreinn. Séra Ólafur Skúlason. „Átak verði gert í þjónustu við aldraða“ Séra ólafur Skúlason, vígslu- biskup, flutti m.a. tvær tillögur til þingsályktunar. Annars vegar þess eðlis að Kirkjuþing feli Kirkjuráði að taka upp viðræður við stjórn Ríkisspítalanna og Borgarspítalans i Reykjavík um störf sjúkrahúspresta við þessar stofnanir og hins vegar tilmæli um að gert verði sérstakt átak i kirkjulegri þjónustu fyrir og með- al aldraðra á næstu fimm árum. „Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir sjúkrahúspresti i Reykjavik en undanfarin ár hefur fjárveiting ekki fengist til þess starfs, auk þess sem það dugar alls ekki að hafa einn prest í starfi fyrir öll sjúkrahús borgarinnar," sagði séra ólafur. „Að sjálfsögðu vinna félagsráðgjafar við spítalana og sinna þar margvislegum nauð- synjastörfum en ekki er síður brýnt að hafa prest til að huga að sálgæslu sjúkra sem þar liggja og veita aðstandendum styrk. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa sjúkrahúspresta á dvalarheimil- um og viststofnunum. Kirkjuþing hefur samþykkt að gert skuli sérstakt átak i þjónustu við aldraða á næstu fimm árum og verður fé veitt úr Kristnisjóði til greiðslu á kostnaði við skipulagn- ingu á þvi starfi. Neyðarástand ríkir nú í húsnæðis- og vistunar- málum aldraðra i Reykjavík og i þvi sambandi verður m.a. hugað að því hvernig einstakir söfnuðir geti staðið að rekstri litilla elli- heimila tengdum sjúkradeildum sem kölluð hafa verið „sólseturs- heimili". Verður maður ráðinn i hlutastarf til að annast úttekt og skipulagningu þessara mála,“ sagði séra Ólafur. Ottó A. Michelsen. „Starfsmenn þekki skyldur sínar og réttindi“ Ottó A. Michelsen, fulltrúi Reykjavíkurkjördæmis, lagði til á Kirkjuþinginu að gerð yrði sérstðk starfsmannahandbók um réttindi og skyldur þeirra starfsmanna sem þjóna Þjóðkirkjunni. „Hver starfsmaður kirkjunnar verður að vita hverjar skyldur hans eru og réttindi,” sagði Ottó. „Hann verður að geta flett upp 1 lýsingu um þau málefni sem hann þarf að fjalla um og geta náð til lagaheimilda og kjaraákvæða, eins og tíðkaðst í mörgum stærri fyrirtækjum." íslenska málfræðifélagið fundar: Um framburð á íslensku íslenska raálfræðifélagið efndi til ráðstefnu í Norræna húsinu laugar- daginn 29. september um framburð í skólum og fjölmiðlum: rannsóknir og stefnumótum. Ráðstefnan var vel sótt og voru þátttakendur þakklátir félaginu fyrir tímabært framtak. Áhuginn á málefninu er mikill. Les- endum Morgunblaðsins er hann kunnur af mörgum greinum er birt- ust um framburð íslenskrar tungu bér á liðnum vetri. Þessi áhugi leiddi og til þess að í vor samþykkti Al- þingi ályktun um að hlúð yrði að framburði í ríkisfjölmiðlum og skól- um landsins. Ráðstefnan hófst á því að Hös- kuldur Þráinsson, prófessor við Háskóla íslands, gerði grein fyrir framburðarrannsóknum sem hann og Kristján Árnason stjórna. Að þeim hefur verið unnið undanfar- in ár undir vinnuheitinu Rann- sókn á íslensku nútímamáli. Er efni safnað á segulbönd með við- tölum við fólk á ýmsum aldri um land allt og er áætlað að söfnunar- vinnu Ijúki fyrir lok næsta árs. Úrvinnsla er hins vegar tímafrek- ari. Þeir Höskuldur og Kristján hafa þegar birt ritgerð um málfar Vestur-Skaftfellinga f fimmta árgangi tímaritsins íslenskt mál 1983, og nú í ár er væntanleg rit- gerð þeirra á sama stað um málfar Reykvíkinga. Indriði Gfslason, lektor við Kennaraháskóla Is- lands, gerði grein fyrir rannsókn- um sem hann og Jón Gunnarsson hafa stjórnað á framburði 4 og 6 ára barna víða um land. Guð- mundur B. Kristmundsson, nám- stjóri, ræddi um framburðar- og hljóðfræðikennslu f skólum en f því efni er vfða pottur brotinn. Um íslenskt mál f fjölmiðlum og opinbera málstefnu ræddu þeir Baldur Jónsson frá íslenskri mál- nefnd, Árni Böðvarsson frá Rfkis- útvarpinu og Gunnar Eyjólfsson frá Félagi íslenskra leikara. Fjöldi ráðstefnugesta tók til máls en Kristján Árnason, formaður fs- lenska málfræðifélagsins, stjórn- aði umræðum. Eins og oft er um mál sem þetta þá eru menn sammála um að hætta sé á ferðum, þá greinir hins vegar á um hve mikil hún er, hvaða ráð dugi best og hvar eigi að byrja í umbótastarfinu. Ekki er laust við að sá grunur læðist að þeim sem ekki glfmir við fram- burðarvandann frá degi til dags, að hinn almenni áhugi á honum hafi komið sérfræðingunum í opna skjöldu eða þeir hefðu að minnsta kosti kosið að atburðarásin væri önnur. Nú þurfa rannsóknamenn ekki aðeins að sinna vfsindastörf- um heldur einnig að taka þátt i opinberum umræðum. Afstaða til þess hvort setja eigi reglur um samræmdan rfkisfram- burð á islensku ræðst af því hvar menn eru staddir, ef svo mætti að orði komast. Þeir sem vinna að rannsóknum vilja að niðurstöður þeirra verði fyrst tiltækar áður en þeir eru krafðir sagna um það, hvort nauðsynlegt sé að gera átak til að bæta framburðinn. Þeir sem hafa það opinbera hlutverk að standa vörð um islenska tungu f málnefndinni Ifta svo á að þvi að- eins sé unnt að móta stefnu um ríkisframburð að stuðst sé við niðurstöðu rannsókna. Þeir sem stunda kennslu á móðurmálinu f skólum telja að ekki þurfi síður að vera fyrir hendi opinberar reglur um notkun talmáls en ritmáls. Þeir sem tala mállýskur sem eiga undir högg að sækja þegar litið er til þess framburðar sem almenn- astur er leggja á það áherslu að sérkenni tungunnar í framburði fái að njóta sín. Gerð er krafa til þeirra sem tala í fjölmiðlum hvort heldur á öldum ljósvakans eða i leikhúsum að þeir hafi staðlaðan framburð. Á ráðstefnunni spurði reyndur íslenskukennari: Hvaða framburð kenna menn útlendingum í Há- skóla Islands? Þrír kennarar við háskólann svöruðu á sama veg, að þeir kenndu hver um sig eigin framburð, í ljós kom að enginn þeirra talaði norðlensku! Þegar rætt er um þessi mál staldra menn við rannsóknir sem Björn Guðfinnsson gerði á árun- um upp úr 1940 og leiddu til þess að ráðist var gegn flámælinu. Fer ekki fram hjá neinum að þar var um málsögulegt stórvirki að ræða. Björn lagði einnig fram tillögur um samræmdan framburð sem ekki náðu fram að ganga. Ef marka má umræður á ráðstefnu íslenska málfræðifélagsins verður ekki auðveldara nú en þá að ná samkomulagi um rikisframburö. Margir sérfræðingar telja slfkar reglur með öllu óþarfar, aðrir vilja stefnu í þessum málum ekki sfður en stjórnmálum, stefnu sem mælir í senn fyrir um markmið og leiðir að því. Að kenna framburð felst ekki aðeins i því að hafa ákveðnar regl- ur til að styðjast við heldur þarf einnig að hljóta þjálfun í þeim að- ferðum sem duga best til að kenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.