Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 7
______________________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984__________7
Halldór Ásgrimsson á Sjómannasambandsþingi:
Stofnaður verði sér-
stakur menntunar-
sjóður fiskimanna
Kirkjukór Lögmanns-
hlíðarsóknar 40 ára
Á ÞINGI Sjómannasambands ís-
lands á fimmtudag ræddi sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
um endurskoðun sjóðakerfis sjávar-
útvegsins og gat þess þá, að hann
teldi mikilvægt að stofnaður yrði sér-
stakur menntunarsjóður fiskimanna.
Gæti sá sjóður orðið til þess, að auka
möguleika sjómanna á aukinni
menntun og draga þannig úr aðstöðu-
mun sjómannastéttarinnar og ann-
arra stétta í landinu.
Lýsti ráðherra skoðun sinni á
málinu á eftirfarandi hátt:
Samfara endurskoðun sjóðakerf-
isins tel ég mikilvægt að stofnaður
verði sérstakur menntunarsjóður
fiskimanna. Sjóður þessi gæti t.d.
haft það hlutverk að styrkja nokk-
urn fjölda reyndra sjómanna, sem
hafa t.d. starfað fimm ár til sjós, til
skipstjórnar- eða vélstjóranáms.
Það er nú svo að sjómenn sem lengi
hafa starfað til sjós hafa oft tak-
markaða möguleika til að afla sér
starfsmenntunar. Námslánasjóðir
veita þeim litla fyrirgreiðslu og
skattgreiðslur af tekjum ársins á
Akureyri:
Fundur um
dagvistir
Akureyri, 8. nóvember.
LAUGARDAGINN 10. nóvember
efnir Félagsmálastofnun Akureyrar
til fundar um dagvistarmál í Lóni við
Hrísarlund og hefst fundurinn
klukkan 13.30.
Framsöguerindi á fundinum
munu flytja Sigríður Stefánsdótt-
ir, formaður Félagsmálaráðs, Sig-
ríður M. Jóhannsdóttir, dagvist-
arfulltrúi, Þórgunnur Þórarins-
dóttir, umsjónarkona með
dagmæðrum, Gyða Haraldsdóttir,
fóstra, og Hulda Bergvinsdóttir,
dagmóðir.
Þá munu á fundinum starfa um-
ræðuhópar m.a. um brýnustu
verkefni í dagvistarmálum, stefnu
í málum þroskaheftra og uppbygg-
ingu dagvista. Einnig verður reynt
að fá fram skoðanir fundarmanna
á ýmsum þáttum dagvistarmála á
Akureyri. Vonast er til að sem
flest starfsfólk dagvista, dagmæð-
ur, foreldrar og aðrir sem hug
hafa á þessum málum komi á
fundinn. G.Berg.
Orgeltón-
leikar í Dóm-
kirkjunni
ORGELTÓNLEIKAR verða í
Dómkirkjunni í dag klukkan 17 og
eru þeir liður í „Tónlistardögum
Dómkirkjunnar". Við orgelið á
tónleikunum í dag verður Jörgen
Ernst Hansen, organisti við
Hoimenskirkju í Kaupmannahöfn.
Hann leikur verk eftir Dietrich
Buxtehude, H.O.C. Zinck, Felix
Mendelssohn, Niels W. Gade og
Johann Sebastian Bach.
Fyrirlestur
um kapalkerfi
WILLIAM Evans, framkvæmda-
stjóri og verkfræðingur frá Mani-
toba-símafélaginu, mun halda al-
mennan fyrirlestur f boði Verkfræði-
stofnunar Háskólans í Lögbergi nk.
mánudag kl. 18.
Fjallar hann um breiðbandsnet
(kapalkerfi) Winnipegborgar,
einnig um athyglisverðar tilraunir
með nýjungar á sviði upplýsinga-
veitna í dreifbýli.
undan og framfærslu fjölskyldna
þeirra gerir skólagönguna mjög
erfiða. Aðstöðumunur sjómanna-
stéttarinnar og annarra starfs-
stétta til að afla sér viðbótar-
menntunar er líka fólginn í því að
þeir starfa langtímum saman
fjarri heimilum sínum. Sjómenn
hafa mjög takmarkaða möguleika
á að sækja kvöldskóla og námskeið
ýmiss konar, nema að sleppa vinnu
sinni.
Ef slíkur sjóður yrði settur á
laggirnar væri hægt að styrkja þá
sem hygðust auka menntun sína til
starfa á sjó mánaðarlega um
eitthvert hlutfall af kauptryggingu
á hverjum tíma. Eg tel mikla þörf
vera fyrir sjóð sem þennan. Hann
gæti orðið til að jafna aðstöðumun
starfandi sjómanna og annarra
starfsstétta til að afla sér aukinnar
menntunar. Fjármagna má sjóð af
þessu tagi af sameiginlegu ráðstöf-
unarfé sjávarútvegsins, t.d. út-
flutningsgjöldum og ekki er óeðli-
legt að viðkomandi útgerðir leggi
einnig nokkuð af mörkum.
AKureyri, 8. uóvember.
KIRKJUKÓR Lögmannshlíðarsóknar
á fjörutíu ára afmæli um þessar mund-
ir. Af þv( tilefni mun kórinn syngja við
sérstaka hátíðarmessu ( Möðruvöllum
við Hörgárdal sunnudaginn 11. þ.m.
Að lokinni hátíðarmessunni verður
haldið til Akureyrar og þar verður há-
tíðardagskrá f Lóni, félagsheimili
Karlakórsins Geysis, við Hrísarlund á
Akureyri. Þar verða kaffiveitingar og
dagskrá í tali og tónum, m.a. mun kór-
inn flytja Agnus Dei með aðstoð
strengjasveitar nemenda og kennara
úr Tónlistarskóla Akureyrar.
Nú fyrir jólin er væntanleg
hljómplata með söng kirkjukórsins.
Söngstjóri kórsins er Áskell Jónsson
og hefur hann stjórnað kórnum í 39
ár. Honum til aðstoðar við stjórn á
hátíðardagskránni, er sonur hans,
Jón Hlöðver.
Á laugardag mun kórinn syngja i
Verslunarmiðstöðinni Sunnuhllð
klukkan 10.30. G.Berg.
flfBlJNAÐARBANKI
Vfy ÍSLANDS
Heiðraði viðskiptavinur.
Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli
SPARIBÓK
með séruödum
Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa
vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar
þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja
þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust.
Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem
innstæðan er óhreyfð eða allt að 28?ó á ári.
í bókina er skráð innstæða oq vextir, hér þarf
ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur
samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs-
bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar
annars vegar og bundinna reikninga hins vegar.
Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og
þarfnast ekki upphrópana.
Verið velkomin í afgreiðslustaði bankans til
að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar
sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. Við teljum,
að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu
þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun
sparifjár.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS