Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 21 Kona í ríkisstjórn Hér má sjá fyrstu konuna sem sæti tekur í svissneskri ríkisstjórn. Myndin var tekin er frú Elisabeth Kepp sór eiðinn við inngönguna í „Bundesrat" þeirra Svisslendinga. Shikar fá ærnar skaðabætur í Delhí Nfjm Delhí, 9. aÍTMber. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefur heitið 39 kaupsýslu- mönnum og iðnrekendum úr röðum shika skaðabótum og lofað þeim ör- yggi ef þeir hætti við að flytja til Punjab frá Delhí eftir að þeir urðu illa úti í óeirðum hindúa á dögunum í kjölfarið á morði Indiru Gandhi. Charanjit Shing, talsmaður kaupsýslumannanna, sagði við fréttamenn: „Við stöndum heils hugar með Gandhi eftir þennan fund okkar.“ Pranab Mukherjee, fjármálaráðherra, sendi um hæl orðsendingu til hinna ríkisreknu banka i Delhí um að þeir lánuðu það fjármagn sem þyrfti til þess að mennirnir gætu rétt atvinnu- rekstur sinn við. Á lágum vöxtum. Fylgdi orðsendingu ráðherrans skipun um að láta lánveitingarnar ekki dragast á langinn. Sem dæmi um tjón það er um- ræddir shikar urðu fyrir má nefna talsmann þeirra, fyrrnefndan Charanjit Singh, en hann rekur þrjár verksmiðjur í Delhí þar sem þekktasti gosdrykkur Indlands, „campa cola“, er framleiddur. All- ar verksmiðjurnar voru brenndar til grunna og eru óstarfhæfar. Heildartjón shikanna nemur slík- um upphæðum, að þær hafa ekki verið gerðar opinberar. Kasparov frest- ar í þriðja sinn Moakvu, 9. oóvember. AP. GARY Kasparov óskaði í dag eftir því að 23. einvígisskákinni við Ana- toly Karpov heimsmeistara yrði frestað. Hefur Kasparov þá ekki tök á að óska eftir frekari frestunum. Karpov hefur aðeins einu sinni óskað eftir að skák væri frestað. Staðan í einvíginu er enn sú að Karpov hefur 4 vinninga og Kasp- arov engan. Til að vinna sigur i einvíginu þarf 6 vinninga. Skáksérfræðingar segja að vegna þess hve einvígið hefur dregist, m.a. vegna aragrúa jafn- teflisskáka sé ótrúlegt að þeir Karpov og Kasparov tefli fyrir Sovétmenn á Ólympíuskákmótinu i Saloniki í Grikklandi, sem hefst þann 18. nóvember. Sprengjuhótanir IRA í Lundúnum Lundánuin, 9. nóvember. AP. BRESKA berlögreglan var kvödd í viðbragðsstöðu í dag í kjölfarið á tveimur sprengjuhótunum við hern- aðarmannvirki í nágrenni Lundúna. Voru hótanirnar settar f samband við yfirlýsingar IRA um að látið yrði snarlega til skarar skríða á ný úr þvf að ekki tókst að vega forsætisráð- herrann, Margaret Thatcher, í Brighton í síðasta mánuði. Herlögreglan og sprengjusér- fræðingar leituðu bæði þar sem sprengjum hafði verið hótað og viðar og nutu aðstoðar sérþjálf- aðra hunda, en ekkert markvert fannst. Á öðrum staðnum fannst málmdós lokuð með límbandi og var hún sprengd í loft upp. Var ekki um sprengju að ræða. Tals- menn lögreglunnar i Lundúnum sögðu það ekkert launungarmál að öryggisvarsla hefði verið efld í kjölfarið á sprengjutilræðinu fyrrgreinda í Brighton og myndi auk þess verða bætt um enn betur á næstunni. Færeysku lögþingskosningarnar: Landstjórnin tap- aði meirihlutanum Færejjum, 9. nóvember. í GÆR var kosið til færeyska lög- þingsins. Fólkaflokkurinn, Jafnaðar- flokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn bættu við sig, en aðrir flokkar töp- uðu fylgi. Landstjórnin tapaði meiri- hluta sínum, en hún var skipuð full- trúum þriggja flokka, Fólka- flokksins, Sambandsflokksins og Sjálfstýriflokksins. Hafði stjórnin 17 fulltrúa, sem var lágmark, en hefur uú 16. Fólkaflokkurinn fékk 21,6% at- kvæða, jók við sig um 2,7%, fékk 7 þingmenn, en hafði 6. Sambands- flokkurinn fékk 21,2%, tapaði 2,7%, fékk 7 þingmenn, en hafði 8. Jafnaðarflokkurinn fékk 23,4%, bætti við sig 1,7%, fékk 8 þing- menn, en hafði 7. Sjálfstýrifíokk- urinn fékk 8,5%, bætti við sig 0,1%, fékk 2 fulltrúa, en hafði 3. Þjóðveldisflokkurinn fékk 19,5%, bætti við sig 0,5%, en hlýtur óbreytta þingmannatölu, 6. Kristi- legi fólkaflokkurinn og framboðs- og fiskvinnsluflokkurinn fékk 5,8%, tapaði 2,5%, fékk óbreytta þingmannatölu, 2. Jogvan Sundstein, formaður Fólkaflokksins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, þegar úrslit voru kunn, að úrslitin hefðu vafal- aust i för með sér breytingu á fær- eyskri pólitík, sérstaklega hvað varðaði sambandið við Danmörku. Fólkaflokkur og Jafnaðarflokkur hefðu báðir bætt við sig manni, Fólkaflokkurinn hefði unnið mest á, en Jafnaðarflokkurinn væri nú stærsti flokkurinn í stað Sam- bandsflokksins. Til stjómarmynd- unar væru margir möguleikar, en nú kæmi það i hlut Jafnaðar- flokksins að leita leiða til nýrrar stjórnarmyndunar. Þingmað- ur myrtur Harare, Zimbabwe, 9. aór. AP. MOVEN Ndkivu, mikils metinn þingmaður í flokki Roberts Mugabe, forsætisráðherra, var skotinn til bana í morgun. Atburðurinn gerðist í landamærabænum Beitbridge og voru hereveitir andsnúnar stjórninni þar að verki. Sagt var að Ndlovu, scm er Bmmtugur að aldri, hafi ver- ið skotinn fimm skotum í brjóstið. Ndlovu var f miðnefnd Zanu- flokks forsætisráðherrans. Hann er hæstsettur af þeim mönnum sem skæruliðar hafa ráðið af dög- um i baráttu gegn stjórninni. NOTAÐIR MAZDA BÍLAR í ÚRVAU! Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í sýn- ingarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. úr söluskrá: Athugið: Við bjóðum velkomna þá, sem hafa hug á að skipta sínum bíl upp í nýlegri MAZDA bíl. Opið laugardag frá kl. 10 — 4 mazoa Mest fyrir peningana! BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23 sími 812 99 GERÐ ÁRG. EKINN 323 1300 Saloon sj.sk. '82 26.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '81 35.000 626 2000 4 dyra '81 24.000 323 1300 5 dyra '81 39.000 323 1300 Saloon '81 35.000 929 Station '80 58.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '80 52.000 323 1400 5 dyra sj.sk. '80 45.000 929 4 dyra '79 68.000 E 1600 sendibíll '81 69.000 Sýnishorn GERÐ 929 LTD HT sj.sk. 626 GLX 5 dyra sj 3231300 3dyra 929 SDX 4 dyra 929 SDX 4 dyra sj 929 LTD 4 dyra sj 929 Station 626 2000 4 dyra 626 1600 4 dyra 323 1500 Saloon ARG. EKINN v/s '83 29.000 .sk.v/s '83 21.000 '83 23.000 '82 22.000 sk. '82 31.000 sk. v/s '82 38.000 '82 21.000 '82 37.000 '82 37.000 '82 20.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.