Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 23 Dali heim af sjúkrahúsi Listmálarinn og súrrealistinn Salvador Dali yfirgefur sjúkrahús í Barcelona fyrir skömmu, þar sem hann var til meöferðar í sex vikur vegna brunasára. Á myndinni eru hjúkrunarkonur að kveðja Dali og einnig skyldmenni, sem fylgdu Dali til heimilis hans í Figueras á Norðaustur-Spáni. Svíar og Danir: Samkomulag um landhelgislínu Kaunminnihöfn Q návpmhor AP Ríkisstjórnir Danmerkur og Sví- þjóðar hafa komist að samkomulagi um fiskveiði- og efnahagslögsögu á hafsvæðunum á milli landanna, eftir að miklar deilur spruttu upp á síð- asta ári vegna olíuleitar danskra að- ila á svæði nokkru í Kattegat. Samkomulagið er i stórum dráttum á þá leið að miðlína ráði og miðist miðlina við jafnvel lítt byggðar eyjar, hvort heldur þær tilheyri Danmörku eða Svíþjóð. Þessi nýja lögsaga nær yfir Katte- gat og inn eftir Eystrasalti. Að taka smáeyjar með í reikninginn var krafa Dana, því deilan spratt einmitt upp er danskir aðilar bor- uðu eftir olíu skammt austur af eyjunni Hasselö. Urðu Svíar þá bæði móðgaðir og reiðir, því þó ekkert lægi fyrir að eyjan til- heyrði Danmörku eða Svíþjóð, þá fannst þeim að Danir hefðu átt að ræða málin strax. Nýja samkomu- lagið kveður á um að umrætt haf- svæði tilheyri nú danskri lögsögu. Sérfræðingar segjast ekki undr- andi á því að samkomulag hafi tekist svo skjótt og friðsamlega, því hér hafi ekki einungis verið um frænd- og vinaþjóðir að ræða, heldur eru Svíar í samningaþófi um sams konar lögsögureglur við Sovétmenn um hafsvæði í Eystra- Nairobi, Keija, 9. nóvember. AP. MÖRG dæmi eru um, að hinir þungbæru þurrkar { Austur-Afríku hafi leitt til afbrigðilegs atferlis með- al sveltandi dýra. Fyrir skömmu réðst bavíana- hópur á geitahirði með hjörð sina rétt fyrir utan höfuðborgina, Nairobi. Tókst honum með erfiðis- munum að reka þá af höndum sér, salti. Þyki Svíum gott að hafa for- dæmi fyrir ýmsum af kröfum sín- um í þeim viðræðum. Það voru utanríkisráðherrar landanna, Uffe Elleman Jensen fyrir Dan- mörku og Carl De Geer fyrir Svi- þjóð, sem undirrituðu sáttmálann fyrir hönd landa sinna. en gat hins vegar ekkert að gert til að koma í veg fyrir, að þeir hefðu á brott með sér 13 geitanna, sem þeir voru búnir að drepa. Siðustu vikur hafa fílar, bufflar og nashyrningar komið hópum saman heim að bæjum og valdið stórskemmdum á ökrum og öðru ræktarlandi. Sveltandi dýr hegða sér afbrigðilega Skiptar skoðanir um lífslíkur „Baby Fae“ Loma Unda. 9. nóyember. AP. _ SKOÐANIR eru mjög skiptar um þaö hvort bavíanahjartað í „Baby Fae“ muni halda lífi í barninu, eða hvort ónæmiskerfi barnsins muni hafna hjartanu litla er fram líða stundir. Þá greinir menn á um hvort skipta þurfi aftur um hjarta í Fae og þá um leið hvort ekki sé borin von að finna hjarta af ná- kvæmlega réttri stærð. Mikael Debakey, einn fremsti hjartaskurðlæknir Bandarikj- anna, telur að apahjartaígræðsl- an hafi verið djarfleg og spenn- andi leið til að halda barninu lif- andi uns mannshjarta finnst. Debakey litur á bavianahjartað sem nokkurs konar „gervihjarta til bráðabirgða". William Devries, hjartaskurð- læknir, sem setti gervihjartað i Barney Clarke á sínum tíma sagði: „Ég er ekki bjartsýnn á árangurinn þó tilraunin sé vissu- lega spennandi. Ég tel að apa- hjartað muni ekki halda lífi i barninu nógu lengi til að útvega mannshjarta sem hentar. Sá lærdómur sem við komum til með að draga af þessu er að minu viti hvað hægt er að halda sjúklingum lengi lifandi með apahjörtum." Annar frægur hjartaskurðlæknir, John Najari- an við Minnesota-háskóla, sagði að uppskurðurinn væri dæmdur til að mistakast, því ónæmis- kerfi Fae litlu myndi hafna bavi- anahjartanu um leið og það færi að þroskast. Leonard Bailey, skurðlæknir- inn sem græddi apahjartað i Fae segist vona að það muni verða framtiðarhjarta barnsins, en ekki „millistig" uns mannshjarta finnist. Hann segir þó enn frem- ur að von sé annað en vitneskja og hann búist frekar við þvi að ónæmiskerfið muni hafna hjart- anu og því sé leitað dyrum og dyngjum að nýju hjarta, mannshjarta. „En fari svo, þá var árangurinn þó sá, að Fae litla fékk svigrúm, hún hefði dá- ið ef við hefðum ekki grætt i hana apahjartað." Aðstoðar- læknar Baileys eru á sama máli. Af Fae litlu berast hins vegar þær fregnir, að hún láti engan bilbug á sér finna og ekki beri enn á þvi að likaminn vilji ekki aðskotahjartað. KRISTINBOÐSDAGURINN1984 Eins og undanfarin ár veröur annar sunnudagur í nóv- ember (11. nóvember) sérstaklega helgaöur kristniboö- inu og þess minnst í ýmsum kirkjum og á samkomum á morgun. Á eftirfarandi samkomum viljum við vekja at- hygli: Akranes: Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K kl. 8.30 e.h. Meðlimir kristniboðsflokksins Tíunnar lesa úr bréfum frá kristniboðunum og tala. Akureyri: Kristniboössamkoma í kristniboðshúsinu Zíon kl. 8.30 e.h. Skúli Svavarsson og sr. Helgi Hróbjartsson tala. Kaffisala verður í húsinu frá kl. 3.00 e.h. Hafnarfjörður: Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K viö Hverfisgötu kl. 8.30 e.h. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson talar. Reykjavík: Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K viö Amt- mannsstíg kl. 8.30 e.h. Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjartan Jónsson eru ræðumenn kvöldsins og segja frá starfinu í máli og myndum. Á ofangreindum stööum og eins og áður sagöi í ýmsum kirkjum landsins veröur íslenska kristniboösstarfsins minnst og gjöfum til þess veitt móttaka. Kristniboösvin- um og velunnurum eru færöar bestu þakkir fyrir trúfestu og stuöning viö kristniboðiö á liðnum árum og því treyst, aö liösinna þeirra bregöist eigi heldur nú. Samband íslenskra kristniboösfélaga. Aöalskrifstofa Amtmannsstíg 2B. Pósthólf 651. Gíróreikningur 65100-1 Reykjavík. BOSCH LJÓSA- STILLINGATÆKI I fyrirliggjandi BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍM' 38820 Lærið að fljúga FLUGKENNSLA — ÚTSÝNISFLUG — LEIGUFLUG FLUGSKÓLINN H/F Reykjavíkurflugvelli, símar 28970 og 14824. Metsölublaö á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.