Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Ung frönsk möðir var myrt á skurðarborðinu Verkfali námumanna: Meira sleg- ist og fleiri mæta í vinnu Lundúnum, 9. nóvember. AP. TIL ÁTAKA kom milli breskra kolanámumanna í verkfaili og lög- reglumanna á hestbaki í Yorkshire íd*g, er verkfallsmennirnir hófu að skjóta stálkúlum úr teygjubyssum að lögreglunni. Særðust fjórir lög- reglumenn, einn lífshættulega. Þá var tilkynnt að æ fleiri kolanámu- menn hefðu horfið aftur til vinnu í dag. Slagsmálin urðu fyrir utan námusvæðið í Corton Wood í Yorkshire og stóðu þau i 90 mín- útur. Nokkrir verkfallsmenn voru handteknir, en meiðsli f þeirra hópi urðu lítil eða engin. Víða á verkfallssvæðum tilkynntu lög- regluyfirvöld að verkfallsvarsla hefði verið efld augljóslega i þeim tilgangi að stemma stigu við vax- andi fjölda verkamanna sem vilja snúa aftur til vinnu sinnar. Orrustan í Corton Wood hefur nú geisað í tvo daga, en kveikjan báða dagana verið hin sama hundruð lögreglumanna hafa fylgt stökum námuverkamanni til vinnu sinnar, en 4.000 verk- fallsverðir hafa staðið þar fyrir og reynt að koma í veg fyrir það. Náman hefur verið uppnefnd „The Alamo" í höfuðið á sam- nefndri kirkjubyggingu sem bandarískir frelsisliðar bjuggu um sig í er mexíkanskur her hugðist leggja Texas undir sig i eina tíð. Voru Ameríkumenn á annað hundrað talsins, en Mexi- kanarnir skiptu þúsundum. Pwfa, 11. BÓvember. AP. TVEIR svæfingalæknar hafa verid ákærðir fyrir morð á ungri móður á skurðarborði og málið hefur vakið uppnám í Frakklandi. Konan var með illkynjað æxli, sem þurfti að fjarlægja, en lækn- arnir aftengdu súrefnis- og köfn- unarefnisleiðslur, að því er virðist til að hefna sín á þriðja lækninum. „Djöfullegt", „viðbjóðsleg bola- brögð“ „glæpur mannanna i hvitu sloppunum" segir í fyrirsögnum franskra blaða. Það eina sem unga konan, Nic- ole Berneron (33 ára), hafði til saka unnið var að hún var fyrsti sjúklingurinn, sem átti að skera upp þriðjudaginn 30.október. Svæfingalæknarnir, Bakari Diallo, sem hefur átta ára starfs- reynslu, og Denis Archanbeau, sem hefur minni starfsreynslu, hafa verið ákærðir og fangelsaðir. Þeir neita sakargiftum. Yfirsvæfingalæknir á spítalan- um, Jean Bernard-sjúkrahúsinu i Poitiers, Pierre Meriel, sagði: „Þetta er viðurstyggilegur glæpur læknis, sem er haldinn ofsóknar- ótta ... Það er Ijóst að einhver vildi kalla fram slys á minni deild svo að skuldinni yrði skellt á mig.“ Málið hefur valdið svo miklu uppnámi að Olivier Dropet ríkis- saksóknari hefur gefið út yfirlýs- ingu: „Þótt ákæra hafi verið borin fram, þótt gæzluvarðhaldsúr- skurður hafi verið kveðinn upp, verður að gera ráð fyrir sakleysi unz annað verður sannað." Meriel ákvað að færa Diallo til i starfi daginn áður og telur að fitl- að hafi verið við tækin. Diallo hafði deilt við lækna. Líbanon: Israelar hóta einhliða aðgerðum dragist viðræður um brott- flutning herja á langinn Jerósalem, 9. nóvember. AP. ÍSRAELAR vöniðu við því í dag, að þeir kynnu að grípa til einhliða að- gerða, drægjust viðræður um brott- flutning herja frá Líbanon á langinn. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu, sem ekki vildi láta nafns sins getið, kvað ísraela ekki mundu setja tímamörk í viðræð- um þeim sem hófust í gær, fimmtudag, í aðalstöðvum friðar- gæslusveita Sameinuðu þjóðanna i Naqoura i Líbanon. En hann bætti við: „Ef okkur sýnist hins vegar, að viðræðurnar muni ekki leiða til neinnar niðurstöðu, munum við e.t.v. neyðast til að grípa til ein- hliða aðgerða." Einhliða brottflutningur ísra- elskra herja yrði líklega fólginn i að kveðja heim sveitir frá vestari hluta yfirráðasvæðis þeirra, en hafa áfram f landinu þær sveitir, sem hafa gætur á Sýrlendingum. Briissel: NATO sam- þykkir bar- dagaaðferð BiiÉwtel, 9. nóvember. AP. í DAG samþykkti NATO umdeilda bardagaaðferð, sem gerir ráð fyrir árásaraðgerðum með nýtískulegum en befðbundum vopnum langt innan landamæra Austur-Evrópuríkjanna, komi til þess, að Sovétrfkin ráðist á Vesturlönd, að því er heimildir í að- alstöðvum bandalagsins hermdu. Samkvæmt fyrrnefndri bar- dagaaðferð er ætlunin að styrkja framlínuvarnir NATO meðfram þýsku landamærunum með því að gera usla i annarri árásaratlögu V arsj árbandalagsríkjanna. Flóttamanna- stofnun biður um aðstoð Nairobi, Kenya, 9. nóvember. AP. POUL Hartling, framkvæmdastjóri Klóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fór í dag fram á 8,9 millj- óna dollara aukaaðstoð, auk 14.700 tonna af matvælum til að fæða flótta- menn og annað illa statt fólk á þurrkasvæðunum í Afríku. Beiðni þessi var lögð samtímis fram í New York, Nairobi og Genf. Samkvæmt henni er talin brýn þörf á aðstoð vegna þeirra 160.000 flóttamanna, sem sneru til heima- haga í Eþíópíu á þessu ári, eftir að hafa verið landflótta f Sómalíu vegna styrjaldarátakanna í Ogad- en, og komu að öllu skrælnuðu i þurrkunum heima fyrir. Að auki hafa 50.000 Eþíópíumenn nýlega flúið til Sómalíu vegna átak- anna í Ogaden, 35.000 Eþíópíumenn hafa leitað til Austur-Súdans, 60.000 manns frá Chad eru nú í Vestur-Súdan og 15.000 landar þeirra í Mið-Afríkulýðveldinu. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjeð Amsterdam 14 skýjað Aþena 24 skýjað Barcelona vantar Bsrlín 5 skýjsö Brussal 16 skýjað Chicsgo 16 rigning DubHn 11 bjart Fónoyjar 12 þofca Frankfurt 10 skýiað Oenf 10 skýiað Helsinki 0 skýjað Hong Kong 26 bjart Jerúsatom 16 bjsrt Kaupmannahófn 8 skýjað Las Palmas 22 skýjað Lissabon 14 rígning London 15 skýiað Los Angeles 21 bjart Luxemburg 10 akýjað Malsga 15 súld Mallorca 19 skýjað Miami 24 bjart Monlreal 5 skýjað Moskva 3 skýjað New Vork 10 rigning Ostó 5 rígning r« f- rirW 18 skýjað Reykjavík 0 Mttskýjaö Rio de Janeiro 35 bjart Rómaborg 20 bjart Stokkhólmur 7 rigning Sydney 25 skýjað Vinsrborg 14 skýjað Þórshófn 9 súld H • ei lsuræl ktan námsl keið V. R. Streita - fyrirbygging og medferd | Starfsstöður og líkamsbeiting Leidbeinandi: Dr. Eiríkur Örn Arnarson Til hvers? Tilgangur námskeidsins er aö upp- lýsa hverjir eru helstu streituvaldar daglegs lífs, hver eru viðbrögö lík- ama og hugar viö streitu, veita upplýsingar um fyrirbyggjandi að- gerðir og meðferð streitu. Hvað er gert? M.a. verður leiðbeint um hvernig bregðast má við streitu og kennd verður slökun. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félagsmönnum VR úr öllum starfsgreinum. Hvenær? Námskeiðið er 14 stundir alls og fer fram laugardagana 17. nóv. og 24. nóv. kl. 10.00-17.00 báða dagana. Leikfimi á vinnustað Leiðbeinandi: Þórey Guðmundsdóttir, leikfímikennarí Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að auðvelda fólki að láta sér líða vel líkam- lega, við vinnu sína. Hvað er gert? Kenndar verða léttar líkamsæfingar, sem hægt er að stunda á vinnustað, í sæti sínu eða standandi. Einnig er fræðsla um vöðya- byggingu líkamans. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félagsmönnum VR úr öllum starfsgreinum. Hvenær? 6 stundir alls, mánudaginn 19. nóv., miðvikud. 21. nóv. og fimmtudaginn 22. nóv. kl. 10.00-12.00 f.h. Hægt er að sxkja eitt eða fleirí námskeið samtímis. Sjúkrasjóður VR stendur fyrír öllum þessum námskeiðum og þau eru endurgjaldslaus fyrir félagsmenn Verrlunarmannafélags Reykjavík- l.eiðbeinendur: Unnur GultQrmsdóltir, sjúkraþjálfari Anna Krísljánsdóltir, sjúkraþjálfari Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að draga úr þreytu og vöðvaverkjum vegna of mikils álags á líkamann við dagleg störf. Hvað er gert? Kcnndar verða starfsstöður og lík- amsbciting, ásamt léttum, styrkj- andi, liðkandi og slakandi æf- ingum. Hverjir geta verið með? ■ Námskeiðið er ætlað öllum félagsmönnum VR sem vinna sitjandi störf. Hvenær? 10 stundir alls, kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00-19.00 í fimm skipti alls og hefst þriðjudaginn 20. nóvember. Næring og fæðuval Leiðbeinandi: Dr. Laufey Steingrímsdóttir Til hvers? Tilgangur námskeiðsins er að leiðbcina fólki um val réttrar fæðutegundar til neyslu yfir starfsdaginn. Hvað er gert? Fjallað verður um nær- ingarþörf einstaklingsins, næringargildi ýmissa fæðu- tegunda og neysluþörf lík- amans. Hverjir geta verið með? Námskeiðið er ætlað öllum félags- mönnum VR úröllum starfsgreinum. Hvenær? 4 stundir alls, kennsla fer fram mánudaginn 19. nóvember og þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.00- 22.00. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum VR í Húsi verslunarínnar á 9. hæð. Látið skrá ykkur slrax í síma 68-71-00 því þátttaka er takmörkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.