Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
17
Ottó var inntur eftir því hvaða
mál hefði verið efst á baugi á
Kirkjuþinginu. „Stærsta málið er
tvimælalaust starfsmannafrum-
varpið sem flutt er af Kirkjuráði
og kveður á um verksvið og stöðu
hinna ýmsu mála innan kirkjunn-
ar. Þar er um samfelldan lagabálk
að ræða um alla starfsmenn Þj6ð-
kirkjunnar sem ekki hefur verið
til áður. Með því er komið á einn
stað allt það helsta sem lýtur að
lögum um starfsmenn Þjóðkirkj-
unnar sem gerir það að verkum að
fjöldi laga allt frá 1621 til nútim-
ans munu falla úr gildi," sagði
Ottó.
Jón Guðmundsson.
Morgunbladid/Priðþjófur.
„Undirbúningur
hátíðahalda á
1000 ára afmæli
kristnitöku“
Eitt af þeim sex málum sem
Kirkjuráð lagði fram fyrir Kirkju-
þing var tillaga um undirbúning
að hátíðahöldum á 1000 ára af-
mæli kristnitökunnar árið 2000.
Jón Guðmundsson, Fjalli á Skeið-
um, kynnti tillöguna eins og hún
kom frá Alisherjarnefnd og var
samþykkt. Fór vel á því þar sem
hann er Kirkjuþingsmaður Sunn-
lendinga, en hátíðin verður vænt-
anlega ekki síst haldin á Þingvöll-
um. Jón var inntur eftir ástæðu
þess að svo snemma er hafist
handa við að undirbúa hátíðahöld-
in. „Ekki er ráð nema í tima sé
tekið,“ sagði hann, „og við Kirkju-
þingsmenn teljum eðlilegt að
hefja hinn margþætta undirbún-
ing i tæka tið. Menn hafa sýnt þvi
mikinn áhuga að vanda undirbún-
ing sem best i tilefni þessa stór-
afmælis kristnitöku á íslandi,"
sagði Jón.
öðrum að tala rétt. Þá ber að líta
til þess að þeir sem hafa góðan
framburð geta verið óskýrmæltir.
Innan skólakerfisins starfa tal-
málskennarar, en í raun eru allir
kennarar nemendum til fyrir-
myndar um meðferð og framsögn
tungunnar. Án þess að hafa málið
á valdi sínu geta menn hvorki
kennt né numið.
Þeir sem kenna íslensku og eru
sérfróðir um hana skiptast i tvo
flokka. í stórum dráttum deila
þeir um 1) hvort málið eigi að
„þróast* og lifa sinu eigin lifi,
breytingar á þvi séu forvitnilegt
rannsóknarefni og með þeim sé
sjálfsagt að fylgjast en ekki veita
viðspyrnu eða 2) hvort með
ákveðnum reglum og ströngum
kröfum eigi að halda málinu i
skorðum. Síðara sjónarmiðið hef-
ur orðið ofan á varðandi stafsetn-
ingu og virðingu fyrir málfræði-
reglum. Er þörf á hinu sama um
framburðinn? Eða geta menn ekki
sameinast um að sporna gegn þvi
sem almennt eru talin framburð-
arlýti án þess að styðjast við um-
saminn staðal?
Tillögur um
endurbyggingu
norðurenda
Tjarnarinnar
TILLÖGUR um endurbyggingu á
norAurenda Tjarnarinnar í Reykjavík,
við Vonarstræti, hafa verið til umfjöll-
unar hjá umhverfismálaráði að und-
anfornu. Ekki hefur enn verið ákveðið
hvort og þá hvener framkvæmdir
heQasL
Tillögur þessar komu fram í
kjölfar könnunar sem gatnamála-
stjóri lét gera, og voru þær bornar
undir umhverfismálaráð. Heimildir
Morgunblaðsins herma, að um-
hverfismálaráð hafi beðið um nán-
ari skýringar og greinargerð um út-
lit norðurendans, samkvæmt tillög-
unum, áður en nánari ákvörðun
verður tekin um framkvæmdir.
hentar vaxandi
fyrirtækjum
„Litla S/36“ tölvan hefur notið mikilla
vinsælda frá því að hún var sett á
markaðinn. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að
„Litla S/36“ er mjög fjölhæf og uppfyllir þarfir
fyrirtækja af öllum stærðum.
Einn helsti kostur hennar er hversu vel
hún fellur inn í stór tölvukerfi og hentar
þess vegna fyrirtækjum sem hafa dreifða
gagnavinnslu. Einnig má tengja margar
IBM PC einkatölvur við „Litlu S/36“ og auka
þannig vinnslurými þeirra.
Stækka má „Litlu S/36“ eftir því sem
tölvuþörfin vex. Allan hugbúnað sem
gerður er fyrir „Litlu S/36“ má nota óbreyttan
fyrir stórar S/36 tölvur. Þessi hugbúnaður er
mjög fjölbreyttur og svarar þörfum flestra
atvinnugreina.
Það er auðvelt að vinna með „Litlu
S/36“. Engar skipanir þarf að gefa, heldur
starfar hún samkvæmt verkseðlum.
Kerfisfræðings er ekki þörf til að hagnýta sér þessa skemmtilegu tölvu.
Unnt er að tengja 22 skerma eða prentara við „Litlu S/36“. Eins eru tengimöguleikar um
símalínur. Tölvan vegur ekki nema 72 kg og þegar hún hefur verið sett á sinn stað, þá tekur aðeins 45
mínútur að setja hana í gang og lesa inn stjórnforritin.
Þú ættir að kynna þér kosti „Litlu S/36“ frá IBM. „Litla S/36“ ertölva sem hentar vaxandi
fyrirtækjum.
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI
Skattahlíð 24 105 Reykjavík Simi 27700
Bj.Bj.