Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Ómar Skúlason sýn- ir í Listmunahúsinu frá kr. 15.168 (á mann í 2ja manna herbergi með morgun- verði). Unnt að hafa viðdvöl / i Amsterdam Leitiö upplýsinga hjá sölu- skrifstofum Arnarflugs og feröa- skrifstofum Flugfélag med ferskan blæ jfARNARFLUG Lágmula 7. Blmi 64477 Ráðstefna um farmskip LAUGARDAGINN 10. nóv. 1984 verður haldin á Hótel Sögu í Reykja- vík eins dags ráðstefna á vegum „Det noreke Veritas" á íslandi. Umræðuefnið verður flokkunar- félagsmál skipa og rekstur farm- skipa, sérstaklega með tilliti til nýjunga i rekstri ekjuskipa og aukinnar hagkvæmni í viðhaldi og öryggismálum skipa. í tilefni af þessu koma til landsins tveir af seffræðingum „Det norske Verit- as“ í Osló, þeir Jan Telle yfirverk- fræðingur og Ola Ramton for- stjóri skipaeftirlitsdeildar, og munu þeir flytja sitt erindið hvor. Inngangsorð og kynningu flytur Agnar Erlingsson verkfræðingur, sem veitir skrifstofunni á Islandi forstöðu. Einnig gefst kostur á umræðum á eftir flutningi erind- anna. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 og lýkur væntanlega um kl. 17.00. „Det norske Veritas" er, sem mörgum er kunnugt, eitt af fimm stærstu skipaflokkunarfélögum heims. Það var stofnað árið 1864 í Osló og er þvi rettra 120 ára núna. Veritas er sjálfseignarstofnun, og hjá henni vinna liðlega 3000 starfsmenn, sem starfa á 170 föst- um skrifstofum víðs vegar um heim. Stofnunin hefur haft starf- semi með höndum á íslandi i meira en hálfa öld, en föst skrif- stofa var opnuð í Reykjavík fyrir liðlega 5 árum. Meira en helming- ur allra íslenzkra skipa, sem eru i flokkunarfélagi, eru i flokki hjá „Det norske Veritas". Flestar stærri nýsmíðar hérlendis hafa einnig verið smíðaðar samkvæmt reglum og undir eftirliti „Det norske Veritas". Starfsmenn á fs- landi eru nú fjórir. (Frftutilkraaiaf) r v' THE WORLD ACCORDING TO „Garpa í Austurbæjarbíói Austurbæjarbíó hefur tekið til sýningar bandarísku kvikmyndina „Tbe world aecording to Garp“ sem gerð er eftir samnefndri metsölubók eftir John Irving. Myndin fjallar um mann að nafni Garp og er fylgst með hon- um allt frá því að hann er reifa- barn þar tií að hann er orðinn fulltíða. Hann lendir i ýmsum vandræðum enda meö nokkuð óvenjulega kimnigáfu. Leikstjóri myndarinnar er George Roy Hill en með aðalhlut- verk fara Robin Williams, Mary Ruth Hurt og Glenn Close. SUNNUDAGINN 11. nóvember kl. 10 til 17 og mánudaginn 12. kl. 9 til 19 verður sérstök fiskhátíð haldin í Vöru- markaðnum, Eiðistorgi 11, Seltjarn- araeaL Útbúið verður 18 metra langt af- greiðsluborð, sem verður troðfullt af fiski af öllum stærðum og gerðum og tilbúnum fiskréttum ýmiss kon- UNDANFARNA daga hefur Ómar Skúlason listmálari sýnt verk sin i Listmunahúsinu við Lækjargötu, við hliðina á Mensu. Á sýningunni eru nær 50 myndir; vatnslitamyndir og GUÐNI Erlendsson opnar í dag leir- myndasýningu i Listmunahúsinu í Lækjargötu. Er þetta fyrata sýning Guðna en hann hefur unnið i leir í mörg ár. Blm. hitti Guðna að máli á heimili hans á dögunum, þar sem hann var ■ óða önn að undirbúa sýn- inguna. „Árið 1970 lærði ég leirmunagerð hjá Glit og hef síðan unnið ýmis verk í leir. Ég hef þó fengist við margt annaö i gegnum árin, stofn- aði t.d. veitingastaðinn Hornið og verslunina No.l. Árið 1982 seldi ég hvorttveggja og sneri mér þá alfarið að leirlistinni." GALLERÍ Borg hefur bryddað upp á þeirri nýjung að gefa fólki úti á landi kost á að festa sér listaverk af því úrvali sem galleríið hefur upp á að bjóða dagsdaglega í húsakynnum sín- um við Austurvöll. Þannig mun Galleri Borg verða með sölusýningu f Barna- og ungl- ingaskólanum i Njarðvfkum nú á sunnudaginn kemur. MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá Kvenna- listanum: Kvennalistinn í Vesturlandskjör- dæmi heldur framhaldsstofnfund í Röðli Borgarnesi á laugardag kl. 14.00. ar. Sérstök kynning verður á BUR- karfanum, svo og á lýsistegund, sem nýverið kom á markaðinn hér. í frétt frá Vörumarkaðnum segir m.a.: „Tilgangur þessarar fiskhátfðar er að kynna fyrir fólki þá ótal mögu- leika sem bjóðast f matargerð, með fisk sem hráefni. Einnig að sýna hversu ótrúlegt úrval af fiski og myndir unnar með blandaðri tækni. Flestar eru myndirnar nýlega unn- ar. Sýningin er opin milli kl. 14—18 og hefur aðsókn verið allgóð. Aðspurður sagði Guðni að um 45 graffskar leirmyndir væru á sýning- unni sem flestar væru unnar á þessu ári. „Myndirnar eru unnar út frá ffgúruljósmyndum sem þrykktar eru yfir á leir,“ sagöi Guðni. „Ekki veit ég til þess að slíkar myndir hafi verið unnar hér áður og þvi langaði mig til að reyna fyrir mér með þessa sérstöku grafíktækni. Á sýningunni eru einnig nokkrir aðrir leirmunir, s.s. vasar, skálar og veggdiskar." Sýning Guðna hefst sem fyrr seg- ir i dag og stendur yfir til 18. nóv- ember og er opin alla virka daga frá kl. 14.00 til 18.00. Á boðstólum verða aðallega graf- íkmyndir, en einnig vatnslita- myndir, túss- og krítarmyndir og auk þess nokkur olfumálverk. Sýningin í Njarðvíkunum verður opin milli klukkan 14:00—18:00 á sunnudaginn og mun nemendafélag skólans verða með kaffi og kleinur á boðstólum fyrir sýningargesti. (FrétUUIkynning.) Stofnfundur verður i Suður- landskjördæmi laugardag kl. 16.00 í Tryggvaskála Selfossi. Stofnfundur i Austurlandskjör- dæmi verður sunnudag kl. 14.00 Hótel Höfn Hornafirði. fiskafurðum er til á markaðnum, og hvernig fiskur hentar til ýmiss kon- ar tækifæra, jafnt sem hversdags- og hátíðarmatur, og jafnan á hag- stæðu verði. Mikil áhersla verður lögð á úrval tilbúinna fískrétta, sem eru útbúnir af kokki Vörumarkaðar- ins, Ara de Huynh. Fiskréttir þessir eru tilbúnir beint f ofninn, og hafa notið mikilla vinsælda. Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Aknreyri. 8. nóvember. Lán úr Framkvæmda- sjóói til Haga Á fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar á þriðjudag var sam- þykkt að veita Haga hf. lán úr Framkvæmdasjóði að upphæð kr. 2 millj. til fimm ára. Lán- veitingin verður af hálfu Haga hf. nýtt til þess að greiða lausaskuldir fyrirtækisins við ýmsar bæjarstofnanir. Lán- veitingin er bundin þvi skil- yrði, að fyrirtækinu takist að öðru leyti að tryggja fjármagn til þess að heildarlausn fáist á fjárhagsvanda þess. Fjárstyrkur til lyftingamanna Bæjarstjórn samþykkti að veita fjárstyrk að upphæð kr. 20 þúsund til Lyftingaráðs Ak- ureyrar vegna þátttöku tveggja lyftingamanna i heimsmeistaramóti i kraft- lyftingum, sem fram á að fara f Dallas í Bandarikjunum. Nýr formaóur bygginganefndar Bygginganefnd kaus sér nýjan formann 31. okt. sl., en Helgi Guðmundsson, bæjar- fulltrúi, sem gegnt hefur þar formennsku, er fluttur til Reykjavíkur. í stað hans var Heimir Ingimarsson kosinn formaður. Nýtt sölufyrirkomulag llitaveitu Til bæjarstjórnar barst bók- un frá stjórn Hitaveitu Akur- eyrar, þar sem samþykkt var að hverfa frá núverandi sölu- fyrirkomulagi á sölu vatns frá veitunni, en nú kaupa neyt- endur ákveðinn fjölda mfnútu- litra yfir allt árið. Stjórnin vill að vatnssala verði eftirleiðis „í gegnum rúmmetramæla, en vegna takmarkaðs afls veit- unnar.... nauðsynlegt að hafa hemlana áfram“. Stjórn- in hafði falið hitaveitustjóra að hefja nú þegar undirbúning að breytingunni þar sem mið- að yrði við að nýtt sölufyrir- komulag kæmi til fram- kvæmda á miðju ári 1985. Að tillögu Helga Bergs, bæjar- stjóra, var þessari bókun hita- veitustjórnar vísað til bæjar- ráðs. J afnréttisnefndarbóku n Á fundi bæjarstjórnar var lögð fram svofelld bókun frá jafnréttisnefnd: „Formaður nefndarinnar greindi frá því að hún hafi verið kölluð á fund bæjarráðs 19. október sl. vegna greinargerðar og til- lagna nefndarinnar varðandi erindi um launamál frá skrifstofukonum hjá Akureyr- arbæ. Jafnframt að umræður hafi beinst talsvert að nýgerð- um kjarasamningum, þar sem tillögur nefndarinnar um end- urskoðun á starfsmatskerfi Akureyrarbæjar hafi verið einn liður i þeim samningum. Formaður tjáði nefndinni að greinargerðin hafi fengið mis- jafnar móttökur i bæjarráði. Formaður vill hér með beina því til formanns bæjarráðs, að hann hlutist til um að bæjar- ráð gefi nefndinni skriflegt og rökstutt álit um umrædda greinargerð." Helgi Bergs, formaður bæj- arráðs, tók til máls um þessa bókun og taldi sér vart fært að fara að þessum óskum jafn- réttisnefndar, enda taldi hann sig vart skilja umrædda bók- un. Formaður hafi réttilega greint frá að skiptar skoðanir væru innan bæjarráðs á þess- um málum og þvi erfitt að koma saman „skriflegu og rökstuddu áliti“ um þetta mál, það hlyti hver og einn bæjar- ráðsmaður að hafa sina skoð- un og vart hlutverk sitt að skýra það út fyrir einstökum nefndum á vegum bæjarins. GBerg Seltjamames: Fiskhátíð í Vörumarkaðnum Guðni Erlendsson við nokkur verka sinna. Guðni Erlendsson sýnir leirmyndir í Listmunahúsinu Listaverk seld í Njarðvíkum Kvennalistinn heldur stofnfundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.