Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
Bandarískur
saxófón-
leikari í
Félagsstofnun
BANDARÍSKI saxófónleikarinn
Anthony Braxton er væntanlegur
hingað til lands og leikur á tónleik-
um í Félagsstofnun stúdenta sunnu-
daginn 11. nóvember klukkan 21.
Píanóleikarinn Marilyn Crispell
leikur með Braxton á þessum tón-
leikum.
Braxton er talinn framarlega í
flokki nútímajazzleikara í heimin-
um, segir í frétt frá Hljómplötu-
útgáfunni Gramm, sem stendur að
heimsókn þessari. Hann er fæddur
árið 1945 í Chicago og stundaði
tónlistarnám í Chicago School of
Anthony Braxton
Music og nám í tónsmiðum í Chic-
ago Musical College. Árið 1970
stofnaði Braxton hljómsveitina
Circle með píanóleikaranum Chick
Corea. Síðan hefur hann starfrækt
hljómsveitir undir eigin nafni og
samið verk fyrir stærri hljóm-
sveitir.
Braxton leikur á allar gerðir
saxófóna og auk þess á allar gerðir
klarinetta.
Píanóleikarinn Marilyn Crispell
hefur leikið með Braxton í nokkur
ár.
Yfirmenn á Beskytteren skoða og ræða um björgunarnetin í Reykjavíkur-
höfn.
Danski sjóherinn
skoðar björgunar-
net í Beskytteren
UM ÞESSAR mundir er áhöfnin á
danska herskipinu Beskytteren að
prófa notkun íslenskra björgun-
arneta. Prófun þessi er liður í
áætlun um að bæta öryggismál
sjómanna í danska fiotanum.
Beskytteren kom við í Reykjavík
nýlega á leið til Græniands, þar
sem skipið verður við eftirlitsstörf,
og tók um borð íslensk björgun-
arnet, þau sem Markús B. Þor-
geirsson hefur hannað.
Að sögn Jóns Hjaltalín, sölu-
aðila björgunarnetanna, leist
skipstjóra og yfirmönnum á
Beskytteren allvel á björgun-
arnetin og munu gefa skýrslu
um notkun þeirra við að bjarga
nauðstöddum sjómönnum sem
fallið hafa fyrir borð.
Nokkrar endurbætur hafa
verið gerðar á björgunarnetun-
um, umbúðum utan um þau, svo
og á leiðbeiningum um notkun
þeirra. Verið er að kanna mögu-
leika á útflutningi á björgun-
arnetum. Þess má geta, að yfir
200 íslensk skip eru nú komin
með björgunarnet um borð.
Metsö/ublaó á hverjum degi!
Ný þingmál
Frumvarp til sjómannalaga
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp til nýrra sjómanna-
laga. Þau fjalla um almenn
ákvæði, ráðningarsaminga,
ráðningartima, rétt skipverja til
að krefjast lausnar úr skiprúmi,
rétt skipstjóra til að víkja skip-
verja úr skiprúmi, kaup skip-
verja, umönnun og kaup sjúkra
skipverja, ráðningarsamninga
skipstjóra, skipsstörf (starfs-
skyldur, starfstilhögun, varúðar-
reglur o.fl.), hvíldar- og matar-
tíma, landgönguleyfi, farangur
skipverja, ágreining vegna
starfsskyldna o.m.fl.
Frumvarp til siglingalaga
Þá hefur einnig verið lagt
fram stjórnarfrumvarp til nýrra
siglingalaga, sem ná m.a. til
réttinda yfir skipum, skyldu
skipstjóra, farmflutninga, ferm-
ingarstaða, fermingar, fram-
kvæmdar ferðar, affermingar-
staða, tíma og affermingar, af-
hendingar farms, ábyrgðar
farmflytjanda á farmi, flutn-
inga, seinkunar og dráttar af
hálfu farmflytjanda, riftunar og
tálmana af hálfu farmflutn-
ingshafa, gagnkvæms riftunar-
réttar, farmskírteina, réttar-
sambands farmflytjanda og við-
takanda farms, flutnings á far-
þegum og farangri, sjótjóna,
björgunar, ábyrgðar útgerðar-
manns og takmörkunar ábyrgð-
ar, takmörkunarsjóða, fyrningar
sjókrafna, sjóprófa, lausnar
ágreiningsefna o.m.fl.
Efling innlends lyfjaiðnaðar
Fimm þingmenn úr Sjálfstæð-
isflokki, Alþýðuflokki, Samtök-
um um kvennalista, Framsókn-
arflokki og Alþýðubandalagi
flytja tillögu til þingsályktunar
um eflingu innlends lyfjaiðnað-
ar. Tillagan gerir ráð fyrir skip-
un fimm manna nefndar til að
kanna helstu möguleika á efl-
ingu innlends lyfjaiðnaðar.
Fyrsti flutningsmaður er Gunn-
ar G. Schram (S).
Fæðingarorlof —
almannatryggingar
Þrjú ný frumvörp er varða
tryggingamál hafa verið lögð
fram:
• Stefán Valgeirsson (F) og
Ólafur Þ. Þórðarson (F) flytja
frumvarp, sem gerir m.a. ráð
fyrir því að allar konur fái 3ja
mánaða orlof vegna barnsburð-
ar, en á mismunandi launum,
eftir atvinnuþátttöku.
• Sigríður D. Kristmundsdóttir
(Kvl.) flytur frumvarp sem gerir
m.a. ráð fyrir lengingu fæð-
ingarorlofs í sex mánuði fyrir
allar konur. Fæðingarorlofs-
greiðslur miðist við „full laun
foreldris þannig að foreldri verði
ekki fyrir fjárhagslegu tapi
vegna fæðingarorlofs svo sem nú
er“. Frumvarpið gerir og ráð
fyrir því að faðir eigi þess kost
að taka fæðingarorlof í tvo mán-
uði með samþykki móður og
skerðist þá orlof hennar sem því
nemur.
• Sami þingmaður flytur frum-
varp sem gerir m.a. ráð fyrir því
að framlag atvinnurekenda til
lífeyristrygginga hækki, verði
3% af öllum tegundum launa og
þóknana fyrir starf liðins árs,
sama hvort greitt er í peningum
eða á annan hátt.
IMAG
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
RKÍ
KÖKU-OG FÖNDURBASAR
opnar í Fóstbræðraheimilinu við Lang-
holtsveg á morgun (sunnudag) kl. 14.00.
Fallegar jólagjafir — góðar kökur.
Styrkur
úr Rannsóknar- og menntunar-
sjóði Verkfræðingafélags íslands
Hlutverk Rannsóknar- og menntunarsjóðs VFÍ er aö
styrkja félagsmenn, sem vinna að rannsóknarverk-
efnum á sviöi tæknivísinda, og stuöla aö eftirmennt-
un verkfræðinga.
Á fjárhagsáætlun Verkfræðingafólags íslands fyrir ár-
iö 1984 er ráöstafaö 150.000 kr. fjárhæö til þessarar
starfsemi.
Framkvæmdastjórn VFÍ úthlutar styrkjum úr sjóön-
um aö fengnum tillögum Menntamálanefndar félags-
ins.
Umsóknir um styrki ásamt rökstuöningi ber aö
senda Verkfræöíngafélagi islands, Brautarholti 20,
105 Reykjavík, eöa pósthólf 645,121 Reykjavík, fyrir
15. des. 1984.
Stjórnin
JmUUESTOHE
Öryggisins vegna!
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt
Bridgestone radial og diagonal vetrarhjólbarðar.
Sérlega hagstætt verð.
BlLABORG HF
Smiöshöfða 23 sími 812 99