Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 13 Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ásamt Svavari Gests, fjölumdsmis- stjóra Lionshreyfingarinnar, en hún gaf fyrstu gleraugun í söfnunina. Söfnun Lionsmanna á notuðum gleraugum LIONS-klúbbarnir á íslandi hafa ákveóió að safna notuðum gleraug- um um land allt vikuna 11.—18. nóvember. Gleraugu eru meðal þeirra hluta sem fóir henda og því liggja víða gleraugu, sem hætt er að nota. Engar líkur eru til þess að gler- augu þessi verði notuð hér á landi og er því kjörið að gefa þau fátækum þjóðum þar sem þau geta bætt sjón sjóndapra. Söfnunin fer þannig fram, að Lionsklúbbar hver á sinu svæði munu koma fyrir vel merktum kössum á söfnunarstöðum, sem eru verslanir, apótek og bensín- stöðvar. í þessa kassa er fólk beðið um að láta notuðu gleraugun. Lionsfélagar munu hafa eftirlit með kössunum og tæma þá reglu- lega. Að söfnuninni lokinni munu Lionsfélagar safna saman öllum gleraugunum — athuga hvort þau séu heil — og senda þau síðan til Sri Lanka (Ceylon). Þegar gler- augun koma til ákvörðunarstaðar taka Lionsfélagar á móti þeim og þar verða gleraugun yfirfarin, mæld og flokkuð. Lionsklúbbar þar hafa rekið augnlækningastöð, þar sem barist hefur verið við gláku og aðra augnsjúkdóma. Á stöð þessari hafa þúsundir verið skornir upp við gláku og þurfa mjög margir þeirra að ganga með gleraugu um lengri eða skemmri tíma. Gleraugun, sem hér hafa legið í skúffum og skotum um árabil, hafa því raunverulegt notagildi. Á Sri Lanka er mikil fárækt og fólk hefur ekki efni á að kaupa sér gleraugu. Þar sem Lionsmenn á íslandi og Sri Lanka vinna saman er tryggt að gleraugun komist í réttar hendur. Söfnunin hefur mætt miklum velvilja og áhuga. Geta má þess að Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands féllst fúslega á að gefa fyrstu gleraugun og kunna Lions- menn henni bestu þakkir fyrir. (tr fréíUlilkynninpi.) Nýr doktor í landa- og jarðfræði FYRIR nokkru lauk Eggert Lónis- son doktorsprófi frá Durham Uni- versity í Englandi. Ritgerðin ber tit- ilinn „Aspects of the glacial geo- morphology of the Vestfirðir penins- ula of North West Iceland with part- Dr. Eggert Lárusson icular reference to the Vestur- ísafjarðarsýsla area“, eða um land- mótun jökla og ísaldarlok á Vest- fjörðum með sérstöku tilliti til V estur- ísafjarðarsýslu. Efni ritgerðarinnar er tvíþætt; annars vegar fjallar hún um þróun landslags á Vestfjörðum, einkum fyrir áhrif jökulrofs á kvarter; hins vegar um breytingar á jöklum og sjávarstöðu í lok ís- aldar í Dýrafirði og norðanverðum Arnarfirði. Dr. Eggert stundaði rannsóknir á Vestfjörðum sumrin 1981—1982, oftast í Dýrafirði og Arnarfirði. Andmælendur voru Ian Y. Ask- well, Salford University, og dr. Ewan Anderson, Durham Uni- versity. Dr. Eggert lauk prófi frá kenn- araskóla íslands 1969 og stúd- entsprófi ári síðar frá sama skóla. Árið 1974 lauk hann B.S.-prófi frá Háskóla íslands í landa- og jarð- fræði. Árin 1974—1977 stundaði hann nám við landafræðideild Durham University. B.ed.-prófi lauk hann 1982 frá Kennarahá- skóla íslands. Stundakennari var hann við Háskóla íslands 1974. Árin 1974—1976 var hann stunda- kennari við Durham University. Árin 1972—1974 var hann stunda- kennari við Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar og við Kennaraháskóla íslands síðan 1980. Dr. Eggert hef- ur verið fastráðinn kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði síðan 1980. Þá var hann fyrsti formaður Landfræðifélagsins, sem stofnað var 23. apríl 1979, og gegndi hann formennsku í tvö ár. Foreldrar Eggerts eru Ingibjörg Björnsdóttir og Lárus H. Egg- ertsson. Þögla myndin sem öskraði Leikmyndir og tæknibrellur Metropolis hafa varla haggast á tæpum sextíu árum. Kvíkmyndír Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Metropolis * ☆ ☆ i Þýsk. Árgerð: 1926. Sýnd í nýrri útgáfu Giorgio Moroders frá árinu 1984. Handrit: Thea Von Harbou. Leikstjóri: Fritz Lang. Aðalhlut- verk: Brigitte Helm, Alfred Abel, Gustav Frölich. Við erum orðin vön því að sjá gamlar, þöglar gamanmyndir, einkum í sjónvarpinu, í tækni- væddum búningi þar sem hljóð- effektar og tónlist eru lögð ofan á myndmálið. Við erum aftur á móti ekki vön því að sjá drama- tísk stórvirki frá fyrstu árum kvikmyndanna í slíku dressi. Hin þögla alvara hefur enda elst verr frá markaðssjónarmiði en hin þögla kómík. Og reyndar orkar stórskorinn látbragðsleik- ur hins þögla drama einatt á nútímaáhorfanda sem kómík. En sum þessara verka eru svo mögnuð, þrungin þvílíkum list- rænum krafti að áratugirnir hrynja þegar þau brjótast inn í samtíðina. Þannig verk er Metropolis, sem þýski leikstjór- inn Fritz Lang gerði árið 1926 og er sígilt verk í kvikmyndasög- unni en vaknar svo með spreng- ingu í þessari nýju útgáfu tón- listarmannsins Giorgio Moro- ders árið 1984. Moroder hefur undanfarin ár verið í fremstu röð þeirra tón- skálda sem semja kvikmynda- músík með hljóðgervlum, ásamt Vangelis og Pino Donaggio, gjarnan með ívafi úr rokki og rómantísku poppi. Moroder hef- ur t.d. gert músík við myndir eins og Midnight Express, Am- erican Gigolo, Flashdance og Scarface. Það má heita merki- legt framtak hjá þessum manni að kaupa réttinn á Metropolis, leggja gífurlega vinnu í að leita týndra atriða og skota, sem numin höfðu verið brott af ýms- um ástæöum á sínum tíma, og skeyta þeim inn í aftur, ásamt ljósmyndum þegar allt um þrýt- ur. Jafnframt hefur hann not- fært sér hina nýju litunartækni þar sem tölvum er beitt til að breyta svart-hvítum myndum í litmyndir, — afar varhugaverð tækni sem Moroder hins vegar notar í Metropolis af smekkvísi og sparsemi. Og síöast en ekki síst bætir hann eigin hljóðrás við þetta þögla stórvirki. Metropolis er framtíðarsýn, gerð þremur árum fyrir fæðingu talmyndarinnar. Því er síður en svo fráleitt að færa hana inni framtíðina með þeirri tækni sem hún hefur skapað og gera um leið nýja, unga áhorfendaskara handgengna sígildu verki. Ekki er ólíklegt að þungarokkvæðing Moroders á Metropolis fari fyrir brjóstið á púritönum og reyndar tekst ekki allt jafn vel á hinni nýju hljóðrás. Háttstillt, takt- þétt þungarokksmúsik hans styrkir ekki verk Langs í sungn- um lögum, enda fara textar fyrir ofan garð og neðan og bæta engu við tjáningu efnisins í hinu sex- tíu ára gamla myndmáli. En i leikhljóðum, músíkeffektum og verulega áhrifamiklum leiknum lögum virkar útfærsla Moroders furðulega sterkt. En það sem skiptir mestu i þessum nýjum sýningum á Metropolis er samt sem áður hið gamla verk Langs. Þjóðfélags- mynd þess er sett á svið í kring- um næstu aldamót, þar sem fá- menn yfirstétt drottnar yfir þrældómi fjöldans. Jafnvægi þessa kerfis er raskað af stúlk- unni Maríu, eins konar dýrlingi, þannig að liggur við byltingu, uns stjórnendur borgrikisins búa til tvífara hennar með öfug- um formerkjum í liki vélmennis. Þessi þjóðfélagsmynd Langs er ekki aðeins fjarlæg framtíðar- sýn, heldur líka lýsing á ýmsu því sem síðan hefur gerst í heim- inum, þ.á m. í Þýskalandi sjálfu og um leið mörgum áratugum á undan sinni samtíð hvað varðar þjóðfélagskritik i kvikmyndum. En Metropolis er þó umfram allt vitnisburður um magnað expres- sjónískt myndmál, sem kemur áhorfanda enn þann dag í dag i opna skjöldu með nákvæmri leikstjórn, ótrúlegum fjöldaat- riðum, lífrænni töku og lýsingu og stórfenglegum leikmyndum. Allt hefur þetta haft ómæld áhrif á kvikmyndagerðarmenn seinni tíma, — Hitchock jafnt sem leikstjóra okkar daga eins og Alan Parker 1 The Wall og Ridley Scott í Blade Runner. Metropolis er lygileg lifsreynsla. Fjáröflunardagur hjá kvenfélaginu á Seltjarnarnesi KVENFÉLAGIÐ Seltjörn hefur ný- lega hafið vetrarstarf sitt. Það hefur látið mjög til sín taka í bænum á undanförnum árum. Á þessu ári afhenti féiagið kr. 200.000 til kirkjubyggingarinnar. Einnig hafa bæjarstjórn Seltjarn- arness verið afhentar innréttingar og tæki að upphæð kr. 200.000 í snyrtistofu fyrir aldraða bæjar- búa á Melabraut 5—7 sem nú er fullbúin. Félagskonur hafa einnig aðstoðað við akemmtanir fyrir aldraða, stýrkt Lúðrasveit Sel- tjarnarness vegna utanfarar, boð- ið eldri bæjarbúum í ferðalög nokkur undanfarin sumur, gefið jólagjafir að vistheimilinu Bjargi o.fl. Nk. sunnudag, 11. nóvember, hefur félagið fjáröflunardag. Verður m.a. kökusala, skyndi- happdrætti, lukkupokar og flóam- arkaður. Húsið verður opnað kl. 14.00. Næsti fundur félagsins verður þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimilinu að venju. Til skemmtunar verður m.a. kynn- ing á fatnaði og vörum til jólanna undir stjórn Unnar Steinson og er öllum konum í bænum opinn þessi fundur. ‘Félagskonur eru uro-100 talsins. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Akureyri EINAR Sindrason, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásmt öðrum sérfræð- ingum Heyrnar- og talmeinastöðv- ar íslands í Lundaskóla á Akureyri dagana 23. og 24. nóv. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Tekið er á móti pöntunum í Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands í Reykjavík alla virka daga frá kl. 10-14 í síma 91-83855 til og með 21. nóv. nk. (Frétutilkynaing) Varð fyrir veghefli MAÐUR á fertugsaldri fót- brotnaði illa, er veghefilstönn lenti á honum, er hann var við vinnu sína á vegum Vegagerð- ar ríkisins við áhaldahúsið á Selfossi á fimmtudag. Brotnaði maðurinn svo illa, að ástæða þótti til að flytja hann í Land- spítalann í Reykjavík, þar sem ger var að meiðslum hans síð- degis f gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.