Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Fékk rjómaís í nesti Elísabet drottningannóðir var nýlega í Feneyjum og brá sér í gondólasigl- ingu og fékk drottningarmóóirin rjómaís f nesti frá hugulsömum aó- dáanda. Sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna: A fvopnunarviðræð- ur fyrir áramótin? Wiahinj{ton, 9. nóvember. AP. BANDARÍSKA dagblaðið Washington Post greindi frá þvf í dag, að yfirvöld í Sovétríkjunum hefðu brugðist með jákvæðum hætti við þeim umleitunum Bandaríkjastjórnar að George Shulz og Andrei Gromyko funduðu og ræddu afvopnunarmál. Hafði blaðið tíðindin eftir ónafngreindum en háttsettum embættismanni innan bandaríska utanríkisráðuneytisins og sagði sá, að síðast fyrir viku hefðu Rúss- ar aflað sér upplýsinga eftir dipló- matískum leiðum um það í hverju slikar viðræður myndu felast. Embættismaðurinn sagði jafn- framt, að Ronald Reagan forseti legði nú mikla áherslu á að fá háttsetta Rússa til viðræðna um afvopnunarmál yfirleitt, en ekki einungis fækkun kjarnorkuvopna. Sagði hann að stjórnvöld í Wash- ington hefðu ástæðu til að ætla að Sovétmenn myndu tjá sig um þetta mál fyrir árslok. Bætti tíð- indamaður dagblaðsins við, að Shultz utanríkisráðherra og ör- yggismálaráðgjafinn Robert McFarlane myndu brátt ieggja fyrir Reagan endurskoðaða utanríkisstefnu fyrir hið nýja kjörtímabil. Þar væri rík áhersla lögð á aukna efnahags- og hernað- araðstoð til landa þriðja heimsins. Spánn: Innanríkisráðherr- ann ræðir pyntingar Madrid, 9. nóvember. AP. INNANRÍKISRÁÐHERRA Spánar, Jose Barrionuevo, mun ávarpa þingið 15. nóvember og ræða um pyntingar. Kemur það í kjölfar þess að mannrétt- indasamtökin Amnesty International birtu skýrslu, þar sem því er haldið er fram, að mannréttindabrot viðgangist enn á Spáni, sjö árum eftir að lýðræði komst á í landinu. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins staðfesti, að ræða ráðherrans stæði í sambandi við áðurnefndar fullyrðingar, sem fram hefðu komið í ársskýrslu Amnesty er birtist 23. október sl. Þar er stað- hæft, að pyntingum og barsmíðum sé reglulega beitt við þá, sem hnepptir eru i varðhald i skjóli hryðjuverkalaganna, en þau voru sett árið 1980, þegar stjórn Miðflokkasambandsins var við völd. Var lögum þessum aðallega stefnt gegn baskneskum hryðju- verkamönnum, en samkvæmt þeim má lögreglan halda þeim, sem grunaðir eru um hryðju- verkastarfsemi, i allt að tiu daga áður en þeir eru látnir lausir eða framseldir dómsyfifvöldum. í al- mennum sakamálum má lögreglan halda grunuðum í 72 klukkustundi rán þess að bera fram ákæru á hendur þeim. I Amnesty-skýrslunni var því haldið fram, að þessi langi tími, sem leyfðist að halda mönnum föngnum, í skjóli hryðjuverkalag- anna, auðveldaði beitingu pynt- inga og misþyrminga. Vitiö þið hvar mesta og besta úrvalið af jólastjörnum og nóvemberkaktus er og veröiö lægst — ef ekki þá vitiö þiö þaö núna. óðrastöðin Valsgarður '^viö Suöurlandsbraut, (innkeyrsla úr Skeifunni.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.