Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Ratsjárstöðvar á Kirkjuþingi: Flutningsmaðurinn tók málið af dagskrá * — segir biskup Islands Boröaö með tilþrifum Þess var minnst í gærkvöldi að áratugur er nú liðinn frá stofnun Félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis í Breiðholti. Á þriðja hundrað ungmenni minntust tímamótanna með sameiginlegu borðhaldi og óhætt er að segja að hendur hafi staðið fram úr ermum er kjúklingurinn og frönsku kartöflurnar voru stýfðar úr hnefa. 2/s hlutar fulltrúa á Fiskiþingi leggja til aflamarksleiðina: Verið að hræra saman þremur ólíkum leiðum — segir Jón Páll Halldórsson, varafiskimálastjóri, um tillöguna Allsherjarnefnd Kirkjuþings klofnaði í afgreiöslu á tillögu séra Lárusar Þ. Guðmundssonar í Holti, Önundarfiröi, þess efnis, að Kirkjuþing lýsti yfir stuðningi sínum við bænaskrá Vest- fírðinga til ríkisstjórnar íslands. Meirihluti nefndarinnar gerði tillögu biskupsins yfír íslandi, Péturs Sigurgeirssonar, um að vísa tillögunni frá, að sinni. Við aðra umræðu um tillögu séra Lárusar kom ekki til af- greiðslu á tillögunum þar sem séra Lárus bar upp dagskrártillögu um að tekið yrði fyrir næsta mál á dagskrá. Það var samþykkt af meirihluta þing- fulltrúa. „Afstaðan til málsins er svo augljós, þegar flutningsmaður sjálf- ur tekur að sér að taka málið af dagskrá, að það þarf ekki meira um það að fjalla,“ sagði Pétur Sigur- geirsson biskup, er blm. Mbl. spurði hann um málið. Er tillagan um stuðningsyfirlýs- ingu við bænaskrá Vestfirðinga kom til meðferðar í allsherjarnefnd eftir fyrstu umræðu um málið hafði nefndinni borist tillaga frá biskupi, að sögn Jóns Guðmundssonar, bónda á Fjalli, sem sæti átti f alls- herjarnefnd, svohljóðandi: „Vegna framkominnar tillögu til þings- ályktunar um stuðning við bæna- skrá Vestfirðinga til ríkisstjórnar íslands vill Kirkjuþing taka fram, að það telur sig ekki hafa möguleika á að taka efnislega afstöðu til máls- ins, en vísar til samþykktar þingins „Þegar á árinu 1982 fórum við fram á heimild til þess að ráða starfsmann til þess að sinna sér- staklega því sviði sem flokkað er undir heitið „ekki jónandi geislun“ og nær til sólarlampa, örbylgjuofna, leisitækja o.fl. af þeim toga. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið tók þeirri málaleitan mjög vel, en síðan hefur ekkert gerst,“ sagði Sig- urður Magnússon, forstöðumaður geislavarna Hollustuverndar ríkis- ins, í samtali við blm. Mbl. í gær. Innflutningur sólbekkjanna, sem nú eru i sviðsljósinu sökum hugsan- legra orsakatengsla við myndun húðkrabbameins og fjölgun tilfella af því, er háður eftirliti geislavarna Hollustuverndar ríkisins. „Við höfum ekki enn fengið heimild til þess að ráða starfsfólk til þess að sinna þessum málum,“ sagði Sigurður. „Og nú liggur sér- stök beiðni fyrir fjárveitinga- um friðarmál 1983.“ Jón á Fjaili sagði, að hann hefði, auk séra Birgis Snæbjörnssonar á Akureyri, Mar- grétar Gísladóttur og Margrétar K. Jónsdóttur frá Löngumýri, gert til- lögu biskups að sinni. Minnihlutinn, þeir séra Jón Bjarman formaður nefndarinnar, séra Lárus Þ. Guð- mundsson, flutningsmaður sjálfrar tillögunnar, og séra Sigurpáll Óskarsson, hefði aftur á móti lagt fram tillögu svohljóðandi: „Kirkju- þing 1984 áréttar samþykkt sína um friðarmál 1983.“ Vegna klofnings nefndarinnar lágu báðar tillögurnar fyrir þegar tillaga séra Lárusar var tekin til 2. umræðu. Jón sagði aö séra Lárus hefði þá kvatt sér hljóðs og borið fram dagskrártillögu þess efnis, að næsta mál á dagskrá yrði tekið fyrir. Tillaga hans hefði verið sam- þykkt, en samkvæmt heimildum Mbl. munu a.m.k. sex þingfulltrúar af u.þ.b. 20, þ.e. þeir sem harðastir voru gegn tillögu Lárusar, hafa set- ið hjá við afgreiðsluna á dagskrár- tillögunni. Jón Guðmundsson á Fjalli sagði aðspurður um andstöðu sína við til- lögu Lárusar: „Við töldum okkur ekki hafa mögleika á að dæma um þessar ástæður Vestfirðinga um ratsjárstöðvar. Ég tel að kirkjan eigi fyrst og fremst að halda sig að friðarboðskap kristninnar, en þetta er allt annar hlutur, sem þarna var verið að tala um.“ nefnd alþingis, þar sem það er tekið fram, að það sé mjög brýnt að taka á þessu máli og veita okkur fjárveitingu til þess að ráða starfsmann í þessu skyni þannig að hægt sé að auka það eftirlit sem fyrir er. Eins og er, biðum við þess að sjá hvað kemur út úr rannsókn á vegum landlæknis- embættisins og samantekt krabbameinsskráningarinnar um fjölgun tilfella húðkrabbameins og síðan munum við haga okkur i samræmi við það. Hér gilda ákveðnar reglur um leyfilegt magn geisla og samsetningu þeirra. Okkar eftirlit hefur mið- ast við að halda í burtu þeim lömpum, sem ekki uppfylla þau skilyrði, og tollyfirvöld afgreiða ekki þessa lampa úr tolli án til- skilinna leyfa. Þessar reglur eru samnorrænar, voru samþykktar bæði í Noregi og Svíþjóð á síðasta ári,“ sagði Sigurður Magnússon. 14 FULLTRÚAR af 35 á Fiskiþingi samþykktu í gær að leggja til, að við stjórnun fiskveiða á næsta ári skuli farið eftir aflamarksleiðinni. Aðrir fulltrúar sátu hjá við atkvæða- greiðslu um tillöguna. Samþykkt var að leggja til 270.000 lesta hámarks- afla af þorski á næsta ári. Jón Páll Halldórsson, varafiskimálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að með þessari samþykkt væri verið að hræra saman þremur leiðum við stjórnun fiskveiða, aflamarki, sókn- armarki og tegundamarki. „Með þessari endanlegu tillögu Fiskiþings er verið að hræra sam- an þremur leiðum,“ sagði Jón Páll Halldórsson, „aflamarki, sókn- armarki og tegundamarki, sem sýnir að þegar á að fara að gera út á aflamark ár eftir ár lenda menn í sjálfheldu með það, hvernig á að ákveða aflamark einstakra skipa. Sumir vilja láta reynslu þessa árs ráða aflamarkinu, en þar með skerðist hlutur þeirra, sem mið- uðu útgerðarhætti sína við þetta blessaða aflamark. Það eru fleiri þættir, sem er nánast ómögulegt að meta við úthlutunina eins og hún er lögð fyrir og með þessu erum við að komast inn í hreint skömmtunarkerfi, sem óhjá- kvæmilega hlýtur að verða háð geðþóttaákvörðunum þeirra manna, sem við stjórnvölinn verða hverju sinni því þá skortir ákveðn- ar forsendur til að byggja á. Árið 1983 var þorskafli 298.000 lestir og þá gilti tegundamagnið. Á síðasta hausti var talið nauð- synlegt að færa aflamarkið niður í 200.000 lestir. Fiskiþingsfulltrúar töldu sér ekki fært að halda sig við það mark nema að taka upp skipt- ingu afla milli skipa. Nú er hins vegar sýnt að aflinn á þessu ári verður svipaður og 1983, þannig að ólíklegt er að menn hefðu sam- þykkt aflamarksleiðina, hefði það verið vitað þá. Þetta sýnir að þeir, sem stjórna, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að sjávarútvegurinn verði ekki rekinn með lægra afla- marki á þorski en 300.000 lestir, en í framsögu minni um stjórnun fiskveiða lagði ég til að aflamark fyrir þorsk á næsta ári yrði 315.000 lestir. Við þetta aflamark er skömmtun óþörf. Fyrir því höf- um við reynslu frá árinu 1983,“ sagði Jón Páll Halldórsson.S Framsögumaður tillögunnar um TOGARINN Sólberg frá Ólafsfirði seldi 115,5 tonn af fiski hér í Grimsby í morgun og fékk samtals 94.162 pund eða 4 milljónir króna fyrir afiann, það er 34,70 krónur fyrir kfióið. Er þetU hæsU verð sem fengist hefur ó fiskmarkaðinum í Grimsby í þessari viku. Að sögn Jóns Olgeirssonar, umboðsmanns LÍÚ í Grimsby, eru 4 til 5 íslensk skip vænUnleg hingað í næstu viku. Það var mikið um að vera á markaðnum, klukkan hálf átta í morgun, þegar hafist var handa við að bjóða upp aflann úr Sól- bergi. Er óvenjulegt að svo margir fiskkaupendur komi hingað á föstudegi, sem ekki er talinn góður söludagur. En þegar fréttist um að landað yrði úr Sólbergi góðum afla af kola, þorski og ýsu, létu fiskkaupendur ekki bíða eftir sér. Það tók innan við hálfa klukku- stund að selja aflann. Hitti ég meðal annars ánægðan kaupanda frá Bournemouth I Suður- Englandi, með tvo kassa af kola, sem hann hafði fengið á 102 pund (4.300 krónur) hvorn, og sagðist verða kominn heim til sín með aflamarksleiðina var Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væru sömu aðstæður varðandi há- marksafla og á síðasta ári, svip- uðu aflamagni yrði deilt út og því væru engin tök á óheftri sam- keppnisveiði. Til þess yrði of lítið af þorski til skiptanna. Ef taka ætti upp óhefta veiði innan ákveð- inna tímabila, yrði eyða í veiðum flotans í lok hvers tímabils með fylgjandi afleiðingum fyrir við- komandi fiskvinnslustöðvar og byggðarlög. Samþykktin eins og hún væri endanleg, væri með lít- ilsháttar viðbótum fyrir tillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar, sem hann teldi ekki til bóta. Þar ætti hann við þorskveiðitakmark- anir báta frá 1. janúar til 10. febrúar. Með þeirri viðbót væri verið að blanda saman tveimur kerfum. Fiskiþingi lauk í gær. fiskinn eftir átta tíma. Stórlúður voru boðnar upp sérstaklega og fór sú stærsta á um 10 þúsund krónur. Hópur íslendinga, sem hér er í boði Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, fylgdist með uppboðinu auk áhafnarinnar af Sólbergi, en Björn Hjartarson er þar skip- stjóri. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sem hér er staddur, sagði að til loka október í ár hefðu íslensk fiskiskip landað 9.700 tonnum í Bretlandi úr 96 veiði: ferðum og fengið að meðaltali 28 krórtur fyrir kílóið af fiski. Á sama tíma í fyrra höfðu islensk fiskiskip landað hér 11.500 tonn- um fyrir 24 krónur að meðaltali kílóið á núverandi gengi. í ár hafa 6.300 tonn af ferskum fiski verið flutt til Bretlands í gámum, en 2.600 tonn á sama tíma í fyrra. Mikill áhugi er á því hjá bresk- um fiskkaupendum, að fá íslensk skip hingað, en útgerð togara, annarra en frystitogara, hefur lagst niður hér í Bretlandi. Auk aflans úr Sólbergi var selt úr bát- um á markaðnum í Grimsby í morgun, en þeir veiða í Norðursjó. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Býð mig fram til formanns — tel mig gera flokknum mest gagn með því „ÉG BÝÐ mig fram til formanns þar sem ég tel mig gera flokknum mest gagn með því. Það hefur ekki komið fram neitt annað framboð í formanns- embættið og ég tek ekki afstöðu til hluta sem ekki hafa gersL Mín afstaða er því að sjálfsögðu óbreytt þar til,“ sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, er hann var spurður hvort ákvörðun hans um að gefa kost á sér til formanns Alþýðuflokksins á flokksþingi um næstu helgi, stæði enn óbreytt Kjartan var spurður í tilefni frétta um óánægju innan Alþýðu- flokksins með forustu hans. Ennfremur hafa borist af því fregnir, að Jón Baldvin Hanni- halsson, þingmaður Alþýðu- flokksins, hyggist gefa kost á sér til formennsku. Kjartan sagði ennfremur i þessu sambandi: „Vitanlega hafa verið einhverjar vangaveltur innan flokksins um stöðu hans og forustu. Ég hef ver- ið þeirrar skoðunar að það þyrfti að styrkja forustu flokksins og hef verið að reyna að vinna að því.“ Kjartan sagði þá vinnu hafa verið fólgna í því að reyna að styrkja framkvæmdastjórnina, sem ætíð hefði verið veik, að hans mati. Kjartan tók fram, vegna fregna undanfarið um að Alþýðuflokkn- um hefði verið boðin þátttaka í ríkisstjórninni, að ekkert slíkt til- boð hefði borist. „Þetta er ekki merkilegra en það sem alltaf hef- ur verið, það er að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa spurt að því, hvort þetta kæmi til álita. Því hefur verið svarað þannig, að spurt hefur ver- ið á móti hvort það kæmi til álita. Þessi fréttaflutningur kemur mér því ákaflega spánskt fyrir sjónir af því að það hefur ekkert tilboð borist til okkar um að taka þátt í ríkisstjórninni. Þess vegna er al- veg út í hött að tala um, hvort við höfum tekið afstöðu. Það sem augljóslega hefur gerst er að mál- ið hefur verið til umræðu innan Sjálfstæðisflokksins, og þar hafa menn væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, að þeir væru ekki í stakk búnir, eða vildu gera slíkt tilboð.” Vantar fólk til að sinna sólbaðsstofum segir Sigurður Magnússon hjá Geislavörnum ríkisins Bretland: íslenzk fiskiskip hafa landað 9.700 t. 9. nórember, fri Birni Bjanusyni, blaóamanni Mbl. 1 Grimsby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.