Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 Júlía Sveinbjarnar- dóttir — Kveðjuorð Ftedd 29. ágúst 1931 Dáin 21. október 1984 Væn kona er látin. Þakklæti býr í huga mér fyrir Iiðin kynni. Er dauða hennar og útför bar að höndum var ég stödd erlendis og eru þessi kveðjuorð því siðbúin. Hverjum sem hlaut Júlfu Sveinbjarnardóttur að samferð- armanni var mikið gefið. Sjálf öðl- aðist hún miklar og góðar gjafir til sálar og líkama. Hún fór vel með gáfur sínar og ræktaði hæfi- leikana sjálfri sér og öðrum til gleði og þroska. Júlía, eða Lólí eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum, var æskuvinkona mín. Eg kynntist bernskuheimili hennar vel og eru þau kynni mér ómetanlegur skóli. Lólí bjó við sannkallað foreldra- lán. Þau hjónin Soffía Ingvars- dóttir, bæjarfulltrúi og varaþing- maður Alþýðuflokksins, og Sveinbjörn Sigurjónsson, kennari og síðar skólastjóri, bjuggu sér og dætrum sínum tveim, þeim Lólí og Guðrúnu, og stórum hópi vina og ættingja fágætt menningarheim- ili, þar bjó einnig séra Ingvar Nik- ulásson faðir Soffíu mörg sín efri ár allt til dauðadags. Allt dagfar hjónanna einkennd- ist af ræktarsemi og umhyggju fyrir andlegri og lkamlegri heill samferðafólksins. Vinnusemi, vandvirkni, víðsýni, hófsemi, nýtni og gestrisni einkenndi heim- ilisbraginn og ekki spillti hin ólíka en skemmtilega kímnigáfa beggja hjónanna. Áhugasviðin voru mörg, félagsmál, fræðsla, bók- menntir, listir, ferðalög, verklegar framkvæmdir, líkamsrækt, holl- ustufæði. Þau unnu landinu og reistu sér lítinn bústað uppi á Mosfellsheiði en þar var dvalist eins oft og kostur var sumar og vetur við gönguferðir og skíðaiðk- un, en lítt voru húsráðendur að- gerðalausir þess utan, prófarka- lestur og stílaleiðréttingar hús- bóndans og samning ræðna og blaðagreina húsfreyjunnar fylltu tímann auk lesturs og spila- mennsku. Heimili þeirra í Reykja- vík stóð að Smáragötu 12, þar ólst Lólí upp. Foreldrar hennar búa þar enn háöldruð og er aðdáunar- verð sú lífsgleði, reisn og aðlögun sem hjónin sýna í erfiðri og lang- vinni sjúkdómsraun Sveinbjarnar. Sú hin sama reisn og æðruleysi einkenndi Lólí i baráttu hennar við krabbamein, baráttu sem stóð á annan áratug. Þar skiptust á skin og skúrir. Lólí var tápmikið barn, kjark- mikil, mannblendin og glettin, hún var skaprík og gagnrýnin, en hún agaði skaphöfn sína til frá- bærrar stillingar. Þegar um allt þraut í einhverju sem ógerlegt var að breyta eða sætta sig við þá greip hún til skopsins. Lólí hafði yndi af tónlist og var góður pían- óleikari, hún lauk stúdentsprófi árið 1950 og stundað síðan nám í guðfræði og erlendum málum við Háskóla íslands og lauk háskóla- prófi í dönsku og þýsku. Starfs- vettvangur hennar var fjöbreytt- ur, auk ýmissa sumarstarfa á skólaárunum. Hún var flugfreyja, kennari, húsmóðir, prófdómari og leiðsögumaður, en þar stóð hún einnig um árabil i forsvari í fé- lagsmálum. Öllum þessum störf- um var sinnt af alúð og vand- virkni. Væn var hún sjálf og vænan eignaðist hún manninn. Lólí gift- ist Baldvin Tryggvassyni spari- sjóðsstjóra árið 1956. Á heimili þeirra voru allar þær dyggðir sem bernskuheimili Lólíar prýddu í heiðri hafðar, gestrisni og hlýja húsráðenda vermir um ókomin ár marga hugi. Þau Lólí og Baldvin hlúðu að sonunum tveim Svein- birni og Tryggva eins og best verð- ur á kosið og bera þeir heimilinu fagurt vitni. Ræktarsemi Lólíar og Baldvins við foreldra og ættingja var frábær. „Lífið er fljótt, líkt er það elding sem glampar um nótt ljósi sem tindrar á tárum titrar á bárum.“ Þessi sannindi eru okkur misskýr. Þau urðu Lólí og Baldvini tiltölu- lega fljótt ljós. Á annan áratug var hver dagur til þakkar metinn. Lífið er ekki aðeins fljótt heldur sífelld barátta okkur öllum, átök, sigrar og ósigrar, skin og skúrir, gleði og vonbrigði. Allir fá sinn skammt mismunandi augljósan okkur hinum. Hvað sem að höndum bar tókust þau Lólí og Baldvin á við af yfir- vegun, reisn og glaðværð. Þökkin býr með okkur, þökkin fyrir rniklar gjafir, þökkin fyrir að fá að verða vitni að þreki og styrk í lífsbaráttunni. Þökkin fyrir að erfiðleikar verða ekki uppspretta örvæntingar, beiskju og sjálfs- vorkunnar heldur jákvæðra hugs- ana og athafna, gleði og gjafmildi. Síðasta sjúkrahúslegan varaði í tíu mánuði. Sú umhyggja er Lólf naut með heimsóknum eigin- manns, systur, aldraðrar móður og sona er fögur mynd. Hugurinn fyllist djúpri þökk. Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Júlía Sveinbjarnardóttir var fædd hér í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hún lést 21. október 1984. Árið 1956 giftist hún Baldvin Tryggvasyni, sem þá hafði lokið lögfræðiprófi. Eignuðust þau tvo syni: Sveinbjörn rithöfund og Tryggva tónlistamann. Heimili þeirra var á Kleifarvegi 11. Áttu þau vinsældum að fagna. Júlla var hugljúf öllum sem henni kynntust. Heimili sitt stundaði hún af mik- illi kostgæfni, en gaf sig einnig að félagsmálum. öllum þótti vænt um þessa góðu og velmenntuðu konu. Þakka ég Guði fyrir að hafa átt þess kost að kynnast svo góðri konu. Vinkona Haraldur F. As- mundson — Minning Haraldur Franklin Asmundson, vinur minn, varð bráðkvaddur hinn 6. maí 1984, aðeins fimmtíu og fjögurra ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Dorothy og tvær dætur, Mrs. Debbie Schroderus og Miss Patty As- mundson ásamt dóttursyninum Brent. Bræður Haraldar, Edvard og Jón, búa báðir f Alberta, en systir þeirra, Mrs. Barbara Mart- in, býr í Decatur, Illinois. Jarðarförin fór fram frá lúth- ersku kirkjunni Mount Cavalry í Red Deer þriðjudaginn 8. maí 1984. Þar var mikið fjölmenni. Haraldur fæddist í Red Deer í Alberta 5. desember 1929. Hann var sonur hjónanna Júlíu og Jóns Ágústssonar. Langafi Haraldar, Ásmundur Benediktsson, fæddist að Stóru-Völlum í Bárðardal árið 1827 og bjó þar framan af ævi, en síðar í Haga i Gnúpverjahreppi. Hann var sonur Benedikts Ind- riðasonar frá Fornastöðum í Fnjóskadal, sem var brautryðj- andi í landbúnaðarmálum Þingey- inga um sína daga, og fyrri konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur, systur Jóns Jónssonar, sem var afi Helgu Sigríðar eiginkonu Stephans G. Stephanssonar. Oft minntist Haraldur þess þeg- ar Jón faðir hans og Ágúst afi hans fóru út í byggðina vestur af Red Deer til fundar við Kletta- fjallaskáldið. Var Jóni umhugað um að elzti sonurinn slægist í hóp- inn svo hann fengi notið þeirrar djúphygli sem einkenndi samræð- ur gömlu mannanna. Vitaskuld töluðu þeir alltaf saman á ís- lenzku. Brátt varð þó ótímabær endir á þessum góðu dögum er faðir Har- aldar lézt aðeins 39 ára að aldri árið 1942. Reynslutímar hafa þetta verið fyrir Júlíu, því auk barnanna þriggja átti hún von á því fjórða, og fæddist henni sonur, sem hún lét heita eftir föður sín- um, aðeins tveim vikum eftir and- lát hans. Á þessum árum voru fáir aflögufærir í Alberta svo hver varð að bjarga sér sem bezt hann gat. Bræður Haraldar hafa sagt mér, að oft hafi móðir þeirra dáðst að því á efri árum hvernig elzti sonurinn tók á sig ábyrgð fyrir- vinnu og forsvarsmanns heimilis- ins aðeins þrettán ára. Nefndi hún það oft sem glöggt dæmi um skapfestu og atorku íslendinga hvernig unglingurinn axlaði ábyrgð fullorðins manns með heita barnatrú og traust á hand- leiðslu Drottins að vopni. Þegar Haraldur hafði unnið hörðum höndum um sex ára bil stofnaði hann eigið fyrirtæki að- eins nítján ára gamall. Leið ekki á löngu þar til hann var kominn í fremstu röð í viðskiptum og fram- faramálum í Alberta. Var hann eigandi og framkvæmdastjóri IGA-stórvörumarkaðsins í mið- borg Red Deer og byggði glæsilegt verzlunarhús yfir rekstur sinn. Þegar skjótur frami Haraldar á sviði verzlunar og viðskipta barst í tal, gleymdist honum aldrei að þakka Dorothy eiginkonu sinni ríkan þátt hennar i velgengni hans. Hún studdi hann alltaf i blíðu og striðu og veitti honum þann styrk sem hverjum manni er brýn nauðsyn hafi hann svo mikil umsvif með höndum. Foreldrar Haraldar höfðu inn- rætt honum sterka og ómengaða kristna trú. Varð hann einn af máttarstólpum safnaðarins i Red Deer og gegndi lengst af ábyrgð- arstörfum fyrir lúthersku kirkj- una. Það var einkennandi á marg- an hátt fyrir störf hans að sam- tímis stóð hann i miklum fast- eignaviðskiptum, gekkst annars vegar fyrir kaupum á íóð undir stórglæsilega kirkjubyggingu með safnaðarheimili og rúmgóðum bílastæðum á fögrum stað i borg- inni, þar sem Mount Cavalry, lútherska kirkjan i Red Deer, reis síðar af grunni og hins vegar keypti hann lóð i miðborginni fyrir stórvörumarkað sinn. Það er auðvelt að sjá það nú síðustu árin, þegar borgin hefur vaxið verulega, hvernig framsýni og óvenjuleg skarpskyggni athafnamannsins hefur leitt hann í þessu merkilega framtaki. Margur fjármálamaður- inn hefði þó látið sitja í fyrirrúmi að verja öllum kröftum sínum til uppbyggingar eigin fyrirtækis og þótt það ærið verkefni. Haraldur og systkin hans gáfu Mount Cavalry-kirkjunni fagra kertastjaka til minningar um for- eldra sína, en bræður Haraldar eru jafn tryggir lúthersku kirkj- unni og eldri bróðri þeirra var. Þeir hafa og haslað sér völl á sviði viðskipta og eiga nú hvor sinn stórvörumarkaðinn, Jón i Movis Roe í Red Deer, Edvard í Eastgate Mall í Innisfail. Börn Haraldar og systkinabörn, sem á legg eru komin, hafa mörg skarað fram úr á sviði iþrótta og lista. Má þar nefna Patty ■ As- mundson sem er afburða lista- kona, kunn viða í Norður-Ameríku fyrir danssýningar og rekur auk þess eigin dansskóla. Haraldur var dáður og virtur af vinum og félögum í viðskiptum sem traustur og viðsýnn fjármála- maður en umfram allt einlægur og hlýr vinur. Skömmu fyrir andlát Haraldar vorum við á ferð eftir hraðbraut i slæmu veðri og myrkri. Allt i einu varð skyggnið mjög slæmt, þá sagði Haraldur við mig: „Ég óttast aldrei neitt, því ég veit að Guð er með mér og leiðir mig og hjálpar alltaf.“ Það er mikið harmsefni að sjá á bak svo traustum dreng og góðum á hádegi starfsævinnar. Blessuð sé minning hans. Kdmonton í ('anada, Sigurður Örn Ingólfsson. Guðrún Þórðar- dóttir — Fædd 21. júní 1930 Dáin 26. september 1984 Heiðan haustdag, 1. okt. sl. fylgdum við, vinir og samkennarar Guðrúnar Þórðardóttur, henni til hinstu hvílu i Gufunesi. Hún lést i Landspítalanum 26. september sl. Guðrún fæddist 21. júní 1930 að Odda í ögurhreppi vestra, þar sem foreldrar hennar Þórður Olafsson útgerðarmaður og kona hans Kristin S. Helgadóttur bjuggu. Þar ólst hún upp fram að ferming- araldri við margvísleg störf, bæði vanaleg sveitastörf og við að stokka upp lóðir og beita, ásamt systkinum sinum, Helga, Cecilíu og Þórunni. Landformaður var hún aðeins 13 ára og er slíkt fátítt, ef ekki einsdæmi. Slíkt uppeldi hlýtur að hafa mótað Guðrúnu, svo þróttmikil sem hún var allrar gerðar. Guðrún fékk þó eigi staðfestu við Djúp, þvi íbúðarhúsið brann og mestallar eigur fjölskyldunnar, og vbru þau þá fyrst 1 ár í félags- Minning heimili sveitarinnar en fluttu svo til ísafjarðar. Guðrún minntist æskustöðva sinna i Odda með söknuði og hlýju. Þaðan átti hún góðar minningar. Guðrún lauk gagnfræðaprófi á ísafirði en flutti svo með fjöl- skyldu sinni til Reykjavikur og settist í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1950. Þar kynntist hún manni sínum, Guðbjarti Gunnarssyni kennara. Þau kenndu fyrst i Stykkishólmi, siðar á Patreksfirði, í Hveragerði og Kópavogi. 1 ár voru þau í Skot- landi. Tvö börn eignuðust þau á þessum árum; Rósu sem er kenn- ari, maður hennar er Meyvant Þórólfsson, og Steinþór stúdent frá MR og íþróttakennari frá íþróttakennaraskóla í Winnipeg. Guðrún og Guðbjartur slitu samvistir. Guðrún kenndi svo i Kópavogi og síðustu rúm 20 árin við Hlíða- skólann í Reykjavik. Þar lauk hún starfsdegi sínum með sóma, þrátt fyrir erfið veikindi. Áhyggjur sin- ar bar hún ekki á torg. AUt vil og vol var henni fjarri skapi. Svo lífs- glöð og áhugasöm sem hún var til hinstu stundar, er erfitt að trúa þvi, að hún sé ekki í okkar sam- fylgd lengur. Aðaláhugamál Guðrúnar voru fræðslu- og uppeldismál. Hún var stolt fyrir hönd stéttar sinnar og gegndi þrásinnis ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hún hafði ákveðnar skoðanir. Enginn þurfti að efast um, hvað Guðrún meinti, þegar hún tók til máls á fundum. Þar var allt skýrt og afdráttarlaust. Umhyggja hennar fyrir nemendum sínum, sem er aðal góðs kennara, var fölskvalaus — ekki síst þeim sem minna máttu sin. Mörg námskeið sóttum við með Guðrúnu, stund- um 2 og 3 á sumri. Stundum voru það einu sólskinsdagarnir. Þeir, sem unnu með Guðrúnu, kynntust best vandvirkni hennar og sam- viskusemi. Þar var aldrei kastað til höndum. Hún notaði timann vel meðan heilsan leyfði, fór á mörg endurmenntunarnámskeið m.a. í Kaupmannahafnarháskóla til dönskunáms. Ferðamál og útivist voru önnur áhugamál Guðrúnar og var FÍ fé- lagið hennar. Þar var hún farar- stjóri sumar eftir sumar og minn- ast áreiðanlega margir skemmti- ferða með Guðrúnu. Þar naut hún sín vel, var bæði úrræðagóð og fræðandi. Landið þekkti hún eins og lófa sinn. Hjálpsemi var þá ekki undan- skilin, þvi ekki gleymdi hún smæl- ingjunum. Hún var boðin og búin að rétta einstæðu gömlu fólki hjálparhönd og munu þar margir sakna vinar í stað. Samkennurum sinum gaf hún jafnvel „straum“ ef á þurfti að halda, því hún var fær i flestan sjó með „startkapal" í bílnum, hvað þá annað. Þá stóðu börnin hennar auðvit- að hjarta hennar næst. Sem ein- stæð móðir setti hún hag þeirra ofar sinum og vandaði uppeldi þeirra og menntun sem best hún kunni. Þar var ekkert sparað. Litlu dótturbörnunum sýndi hún einlægan kærleika. „Þau bræða hjarta mitt“ sagði hún oft. Stutt finnst þeim, er þetta ritar, síðan við Guðrún skruppum upp í Gufunes að huga að kartöflurækt okkar og heilsa upp á Þorgeir bónda á bakaleið til að minnast horfinna góðhesta og gamalla Kjalnesinga. Einnig er skemmst að minnast ferða okkar um Esju- hlíðar bæði að vetri og sumri með viðkomu í kotinu við gömlu rétt- ina. Þar gerðust ýmsir dularfullir hlutir: lyklar og gleraugu hurfu á yfirnáttúrulegan hátt, vatn rann sjálfkrafa uppi móti, gott ef lands- lagið var kyrrt á sinum stað. Að lokum vorum við orðnar alveg sannfærðar að þarna hittust vest- firskir galdramenn aftan úr ætt- um okkar beggja og gerðu þennan usla. — En nú lá leið okkar saman í Gufunes annarra erinda. Glaði hláturinn hennar Guðrún- ar okkar hljómar nú ekki lengur á kennarastofu Hlíðaskóla. Afdrátt- arlausar skoðanir hennar um menn og málefni vekja ekki lengur fjörugar umræður. En best gæti ég trúað, að andi hennar fljúgi nú frjáls mót fjallabeltum háum að leita nýrra og greiðari uppgöngu- leiða út i heiðríkari og bjartari veröld. Öldruðum foreldrum og öðrum ástvinum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Þórðardóttur. F.h. samstarfsfólks i Hlíöaskóla Unnur Kolbeinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.